Tíminn - 12.03.1993, Side 3
Föstudagur 12. mars 1993
Tfminn 3
Búnaðarþing vill láta kanna þjóðhagslega hagkvæmni þess að auka
landbúnaðarframleiðslu:
1.350 ársverk í land-
búnaði hafa tapast
í ályktun, sem samþykkt var á Búnaðarþingi um atvinnumál, segir að sam-
dráttur í hefðbundnum atvinnugreinum á síðustu tveimur árum og verð-
niðurfærsla, sem samið hefur verið um á næstu tveimur árum, lækki
launalið í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu um 1.438 milljónir króna, eða
sem svarar til 1.350 ársverka í frumframleiðslu. Búnaðarþing vill að þjóð-
hagsleg úttekt verði gerð á kostnaði, sem hlýst af þessum samdrætti, og
jafnframt hvort ekki sé hagkvæmt að auka landbúnaðarframleiðslu, enda
þótt það kunni að leiða til aukins útflutnings.
í ályktun Búnaðarþings er bent á
að á síðustu tveimur árum hefur
launaliður á sauðfjárbúum lækkað
um 1.066 milljónir, eða sem svarar
1.000 ársverkum. Á síðasta ári var
„Það er mjög erfitt eða útilokað að
giska á kostnaðinn, en hann hleyp-
ur á tugum og hundruðum þúsunda
frekar en milljónum," segir Einar
Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða,
inntur eftir tjóni félagsins vegna
sprengjuhótunarinnar í fyrrakvöld.
„Kannski er mestur skaðinn fólg-
inn í því ef svona aðgerðir spyrjast
ÚL Það er ekki til að hjálpa okkur á
erlendum mörkuðum. Allar fréttir
um sprengjuhótanir eru ekki til þess
fallnar að Iétta okkur það starf,“ seg-
Framfærsluvísitalan
hækkaði aðeins um
0,1% milli febrúar og
mars:
Verðbólg-
an aftur
að hjaðna
Sá kippur, sem verðbólgan tók í
kjölfar gengisfellingar í nóvember
og skattahækkana um áramótin,
virðist nú aftur fara hjaðnandi.
Milli febrúar og mars hækkaði vísi-
tala framfærslukostnaðar hækkaði
aðeins um 0,1%, sem er svipað og
algengt var lengst af á síðasta ári.
Þetta eru mikil viðbrigði eftir sam-
tals 2,4% hækkun vísitölunnar
næstu þijá mánuði á undan. En
umreiknað til árs svaraði þetta til
10% verðbólgu á tímabilinu des-
ember- febrúar.
Hagstofan rekur helstu verðhækk-
anir milli febrúar og mars: Verð
nýrra bfla hækkaði um 1,7%, af-
notagjald RÚV hækkaði um 4%,
mötuneytiskostnaður um 4,8% og
prestsþjónustugjöld um 41%. Sam-
tals olli þetta 0,24% hækkun vísitöl-
unnar.
Þar á móti komu 2,6% verðlækkun
á mjólk, 1,3% lækkun á bensíni og
1,9% verðlækkun á grænmeti og
ávöxtum. Þessar verðlækkanir valda
0,13% lækkun vísitölunnar. Af
hækkuninni standa því aðeins eftir
0,11%, sem fyrr segir.
Síðustu 12 mánuði hefur fram-
færsluvísitalan hækkað um 3%. Sú
hækkun varð að stærstum hluta á
síðustu þrem mánuðum, eins og áð-
ur er rakið. - HEI
greiðslumark mjólkurframleiðslu
fært niður um milljónir lítra. Þá
hefur verið samið um að færa niður
gjaldalið verðlagsgrundvallar kúa-
bús um 1% haustið 1992, um 2%
ir Einar.
Flugvél félagsins, sem kom frá
Glasgow með 25 farþega, lenti á
Reykjavíkurflugvelli vegna hótunar-
innar. „Það er einhver kostnaður af
þessu, en við vitum ekki hversu mik-
ill hann er,“ segir Einar.
Einar telur það lán í óláni að á þess-
um tíma var komið fram yfir megin-
annatíma og þessi vél var sú eina
sem átti eftir að lenda hér á landi.
haustið 1993 og 2% haustið 1994. í
krónum talið nemur þessi lækkun
um 263 milljónum. Samtals nemur
lækkun launaliðar vegna samdrátt-
ar í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu
1.438 milljónum króna, eða sem
svarar til 1.350 ársverka í frumfram-
leiðslu.
Búnaðarþing telur einboðið að
Þjóðhagsstofnun verði falið að gera
úttekt á því hvaða afleiðingar sam-
dráttur í þessum tveimur fram-
leiðslugreinum hefur á bændur, úr-
vinnslugreinar og þjónustu. í út-
tektinni komi fram kostnaður þjóð-
félagsins við að skapa ný
atvinnutækifæri fyrir þetta fólk og
kostnaður vegna byggðaröskunar.
Þá hvetur Búnaðarþing til þess að
gerð verði þjóðhagsleg athugun á
því hvort hagkvæmt sé við núver-
andi aðstæður að nýta betur þá van-
nýttu framleiðsluaðstöðu og mann-
afla, sem er til staðar í sveitum, með
aukinni landbúnaðarframleiðslu,
enda þótt það kunni að leiða til ein-
hvers útflutnings á búvörum í stað
þess að auka á atvinnuleysi, meðan
ekki hefur tekist að byggja upp ný
atvinnutækifæri.
í ályktun Búnaðarþings er stjóm
Búnaðarfélags íslands falið að hlut-
ast til um að breytt verði lögum um
atvinnuleysistryggingar á þann veg
að atvinnuleysið, sem leiðir af sam-
drætti í búvöruframleiðslu, gefi
framleiðendum rétt til atvinnuleys-
isbóta, a.m.k. sem svarar launalið
niðurfærslunnar. -EÓ
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Olíufélagsins hf.
verður haldinn föstudaginn 26. mars 1993
á Hótel Sögu, Súlnasal,
og hefst fundurinn ki. 13.30.
DAGSKRA
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og
reikningar félagsins munu liggja frammi á
aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða
afhent á aðalskrifstofu félagsins
Suðurlandsbraut 18, 2. hæð,
frá og með 22. mars, fram að
hádegi fundardags.
Stjórn Olíufélagsins hf.
Olíufélagið hf
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, um
sprengjugabbið:
Óttast áhrif á
erlenda markaði