Tíminn - 12.03.1993, Page 4

Tíminn - 12.03.1993, Page 4
4 Tfminn Föstudagur 12. mars 1993 Tímiiin MÁLSVAHI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Ttminn hf. Framkvaemdastjóri: Hrólfur Ölvisson * Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. 1 Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr.' 11Q,- * . Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimefri "* Póstfax: 68-76-91 " Siðblinda Markaðshyggja og frjáls samkeppni er ráð- andi í viðskiptum hinna þróaðri þjóða. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, og ekki verður séð að þau markaðsform önnur, sem reynd hafa verið, taki því fram, ef því er skapaður siðlegur rammi. Það er þó varasamt að taka blinda trú á að hinn frjálsi markaður leysi allan vanda sam- félagsins. Þetta er kerfi hinna sterku og tek- ur ekki tillit til þeirra sem minna mega sín. Þetta markaðskerfi gengur því aðeins að stjórnendur þjóðfélagsins hafi siðferðilegan styrk til þess að huga að hag allra þegna sinna. Átakanleg dæmi sjást um hið gagn- stæða og mikla örbirgð og siðferðisbrest af þeim sökum. Markaðshyggjan setur fjölmennið í for- gang. Það liggur í eðli markaðarins að hin- ir mörgu mynda áhugaverða heild, en hinir fáu, hvort sem það eru fbúar fámennra landsvæða eða minnihlutahópar hvers kon- ar, eru ekki áhugaverðir. Það hefur verið hlutverk jafnaðarmanna- flokka og miðflokka víða um heim að and- æfa móti óheftri frjálshyggju og huga að málefnum þeirra, sem höllum fæti standa. Það hefur verið hinn siðferðilegi grunnur þessara flokka. Jafnaðarmannaflokkur íslands, eins og kratarnir nefna sig nú, er einkennilegt fyr- irbrigði í flóru jafnaðarmannaflokka hér í Vestur- Evrópu. Forustumenn hans virðast ganga lengst allra hérlendis í trú á óhefta markaðshyggju. Þessi trú virðist vera búin að blinda þessa menn alveg og forustugrein í málgagni þeirra, Alþýðublaðinu, síðastlið- inn miðvikudag sýnir þetta vel. Greinin er skrifuð sem varnarskjal fyrir aðgerðir heil- brigðisráðherra í lyfjamálum, vegna um- ræðu um að landsbyggðin verði illa úti með breyttu fyrirkomulagi. Þar er að finna eftir- farandi tilvitnun: „Fyrir utan sveitir landsins hafa fámennir staðir oft þurft að búa við það að séu veður válynd getur reynst nánast ómögulegt að nálgast tækni eða aðra þjónustu. Þetta er eðlilegur hlutur og ekki á færi nokkurs manns eða þjóðar að geta tryggt öllum það öryggi að hafa tækni og ýmsa aðra þjónustu innan seilingar við öll hugs- anleg skilyrði.“ (Leturbreyting blaðsins). Það er greinilegt að frjálshyggjublindan í Alþýðuflokknum er orðin að siðblindu. Margt og mikið hefur löngum verift skeggrætt, skrafaö og skrifað um frama Iandans á er- lendri grund. Þjóöin er smá, en margur einstaklingur hefur eftir sem áður bæði fyrr og síÖ- ar alið þá vou í btjósti að „sigra heirainn“ eínn daginn. Ura þessa löngun hefur sá raaðnr skrifað mæta sögu, sem það, að Snorra Sturlusyni frá- töldura, að hafa „sigrað heira- inn“, svo kalla raegi að ekki sé ura deiit. Hér er náttórlega átt við Halidór Laxness og söguna um heimssöngvarann Garðar Hólm. Til hennar er enda oft vitnaö, þegar „veikleika" Iand- ans fyrír hefmsviðurkenningu ber á góma. Annars þarf þessi „veikleiki” alis ekki að vera af hinu slsma, ef hann verður til þess að menn setja sér metnaðarfuli mark- mið — sera varia er annað en af þvf góða í listinnl. Er þá hlaup- ið yflr þrætur ura hvor sé sann- ari tistamaðurinn — $á er þyrstir í frægð og frama eða hinn sem lætur sér fatt um aiia viðurkenningu flnnast og lokar sig inni meö köliun sinni, ósnortinn af heimsins fordild. „Stórt orð Hákot“ Áfram hafa ýmsir ágætir Ustaraenn þjóðar vorrar verið að hljóta frama erlendis, hvort sem er í bókmenntum, mynd- list eða tónlist. Má nefna myndlistarmennina í Hollandi — svo ekki sé minnst á árang- ur Kristjáns Jóhannssonar óperusongvara. Hér verður þó sérstakiega rætt um Kristján, þar sem Pressan hefur í tveimur síð* ustu tölubiöðum (hið seinna sinnið C gærdag) tekist á hend- ur að koraa löndum stnum „niður á jörðina“ í því efni að frægð Kristjáns sé hreint ekki Slík sem af er látið. Tilefnið er augijóslega raargþætt — þar á meðal mikil umræöa í tiiefni af því er söngvarinn nýlega sté á fjalir Metropolitanóperunnar og arastur menningarsinnaða „þotuliðsins" okkar af þvf til- efni, l>etta „þotuUð“ hefur raargt tUhneigingu til að gera sig nokkuö broslegt. Svo sera þegar það er að auglýsa í glans- blaöaviðtölum hve „kúltívérað'* það sé og viröist þá ckki sjá mikinn mun á nýuppgerða ein- býlishósinu sínu og Sandring- r'................... GARRI ham-kastala. Pá mun enn ein ástæða fyrir „stríðni** eða „iUkvittni“ Pressunnar, en hún er auðvitað sú að Kristján Júhannsson hef- ur ekki veríð maður hlédrægur, þegar hann ræðir ura feril sinn hér heima. Það hefur ekki þóknast öllum og þá ekki síst mörgu tóniistarfóUd, sem á sér viðkvæmt stolt, svo sem iítt er um Sistamenn. Én það vírðist fylgja Kristjáni sem Öðrum, hverra frægð hefur komið „að utan“, að þótt Mnn stóri heim- ur hampi þeim, er eins og raest iáti þeir sér annt ura viöur- kcnningu á hehnaslóð. Garri þykist geta Htið á þessi mál „hiutlaust", þar sem hann er hvorki söngvari né míktl menningarspíra. Honura kem- ur Krístján Jóhannsson svo fyrir að það muni þykja „svona venja" meðal meiri ópcru- songvara að vera borubrattir meö sjálfa síg, og ef keppinaut- ar hafa sörau aöferð, ætti að raega fyrirgcfa honum það. Hvað svo sera Pressan segir um að vafi ietid á hvort hann sé í „frerastu röð“ í heiminum sem söngvari, þá ætti að fara variega í að vefengja það. Ár- angur hans er augljóslega stór- felldur og hann hrærist í fióknu samfélagi þarna ytra þar sem samkeppni er afskapieg og máttur augiýsingamennsku ekki rainni en f öðru þar sera háar fjárupphæðir geta verið annars vegar. Pressan ætti því að iáta af þessum skrifum — þess þarf ekki að vera iangt að bíða hvort sem er að úr því fáist skorið hvort söngvarinn staðfestist meðai þeirra þriggja eða fjög- urra á toppnum eður ei. Annars má vei vera að fyrirferðarmestu aðdáendur Kristjáns hér heirna veröi honum öllu skeinuhætt- ari en Pressu-bændur, þegar öllu er á hotninn hvolft. Ekki 1 ág 1 a un a 1 and Island er ekki láglaunaland, eins og klifað er á í umræðunni. Sumar stéttir og gæludýr brenglaðra skattalaga geta vel borið höfuðið hátt og þakkað þjónum Mammons fyrir takkbærilega afkomu og tekj- ur, sem eru ekkert síðri en for- gangsstéttir gróinna iðnríkja njóta. Blekkingin felst í því hve tekjum er misskipt og að aldrei er talað á heiðarlegan hátt um kaup og kjör. Iðulega er verið að gera stéttum og starfsgreinum upp tekjur sem þeir hafa ekki, eða að dregið er stórlega úr tekjum annarra í umræðunni, ýmist með því að steinþegja um þær eða hitt, sem er algengara, að Ijúga til um hve miklar þær eru og draga stórlega undan. Þrefaldur og fjórfaldur launamun- ur er algengur, jafnvel innan sömu atvinnustétta og fyrirtækja, og tí- faldur tekjumunur er algengari en margur hyggur. Það eru ekki að- eins örféir forstjórar stofnana og fyrirtækja sem hirða kúfinn af launaútgjöldunum, heldur eru alls kyns deildarstjórar og svoddan fólk á jötunni þar sem drýgst er gefið á garðann. Hið eiginlega láglauna- fólk eru síðan vinnudýrin sem minnstu réttindanna njóta. Hver hefur Ld. heyrt um að samið sé um „starfslok" við láglaunaliðið, sem rekið er þegar farið er að spara? Afætur í fyrsta sinn í langri harmkvæla- sögu íslenskra atvinnurekenda stendur upp málsmetandi maður meðal þeirra, sem hefúr siðferðis- þrek til að benda á hverjir eru hin- ar eiginlegu afætur atvinnuveg- anna. Gunnar Svavarsson, formað- ur FÍI, sagði í ræðu yfír saman- lögðu forstjóraliði þjóðfélagsins, sem vonandi á eftir að festast í minni, að verið gæti að laun fram- kvæmdastjóra og stjómarmanna stofnana og fyrirtækja séu óþarf- lega há. Þegar verið er að spara og draga saman, verða þeir, sem skammta sjálfum sér tekjur, að gæta hófs í heimtufrekjunni. Allt þetta óhófslið dregur ekki úr rekstrarkostnaði með öðru en því að segja upp ræstingafólki og þeim sem lægst hafa launin innan fyrir- tækjanna og stofnananna. Gunnar spyr einnig að því hvort eðlilegt sé að margir forstjórar séu að stjóma sama fyrirtækinu og tel- ur að yfirbyggingin sé óþarflega há- timbmð. Gunnar Svavarsson er ekki að segja neitt annað en það sem hver einasti ályktunarbær maður er bú- Vítt og breitt ] inn að vita lengi. En hann tilheyrir þeim hópi sem best veit hvemig forgangsstéttir þjóðfélagsins skammta sjálfum sér tekjur og fríð- indi án þess að vinnuframlag eða neins konar ábyrgð komi á móti. Spuming hans um marga og óþarfa forstjóra er til vitnis um það. Kjami málsins Bankar og margar opinberar stofnanir burðast með mikið af óþörfu hálaunaliði, sem svarist hef- ur í fóstbræðralag um að skammta sjálfu sér tekjur og fríðindi langt fVamyfir öll eðlileg viðmiðunar- mörk. Fjármálaráðherra segir að 100 stjómarráðsstarfsmenn hafi hærri tekjur en ráðherrar. Og tekjumunurinn er svo miklu víðar. Kaup verkfallsmanna á Her- jólfi er helmingi hærra en laun prófessoravið Háskóla íslands. Launamismunurinn innan ASÍ- félaga er margfaldur, en er haldið leyndum, eins og svo mörgu öðm sem varðar kjör fólksins í landinu. Það em aðeins snarruglaðar með- altalstölur á launamismun karla og kvenna sem fæst talað um, en var- ast eins og heitan eldinn að koma nærri kjama þess máls fremur en annarra. í blekkingamoldviðrinu mikla, sem umlykur alla kjaraumræðu, þykjast menn sjá ýmis teikn um skekkjur, sem hvergi er hægt að koma í rökrænt samhengi. Eitt er það hvemig stendur á þvf að tug- þúsundir skemmtiferða til útlanda em upppantaðar í miðri kreppunni og atvinnuleysinu og að ekkert dregur úr innkaupaferðum í glæsi- verslanir stórborga. Það er ekkert dularfullt við þetta fremur en að þúsundir fiölskyldna eiga nýja og fína skemmtijeppa, auk farartækja til daglegs brúks. Það er fiöldi fólks, sem hefúr margfaldar tekjur á við þá sem norpa á samningsbundnum töxt- um vondra kjarasamninga. Þar em ekki aðeins forstjórar og markaðs- stjórar og fríðindahákar illa rek- inna stofnana og fyrirtækja. Mörg- um hefur tekist að hreiðra prýði- lega um sig á vinnumarkaði og nálgast kannski tvöfaldan stýri- mannataxta á ferjum Vegagerðar- innar, án þess að orð sé á því haf- andi. Nokkrir skreppitúrar til út- Ianda koma tæpast við pyngju þess fólks. Fjölmennur hálaunalýður í sam- drætti og kreppu er óhæfa í samfé- lagi sem vill kenna sig við mann- réttindi. Áreiðanlega væri óþarfi að segja eins mörgum upp störfum og raun ber vitni, ef tekjur væm jafn- aðar og störfum dreift Vemd eignafólks með siðlausum skattalögum er annar angi af þeim fúa sem nagar rætur samfélagsins, sem er sérhannað fyrir þá sérgóðu og gráðugu. Um það skal ekki rætt meira, því aldrei má hreyfa við kjama máls og síst af öllu með opinskárri og heið- arlegri umræðu. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.