Tíminn - 12.03.1993, Qupperneq 7

Tíminn - 12.03.1993, Qupperneq 7
Föstudagur 12. mars 1993 Tíminn 7 Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir gagnrýni sjálfstæðismanna á lyfjafrumvarpið á misskilningi byggða: Litlum apótekum á lands- byggð ekki hætta búin Sighvatur Björgvinsson heilbrigö- isráðherra segir alrangt að í frum- varpi sínu til nýrra iyfjalaga sé ver- ið að kippa grundvelÚ undan rekstri lrtilla apóteka á landsbyggðinni. Frumvarpið geri ekki ráð fyrir að sjúkrahús á landsbyggðinni hefji rekstur apóteka í samkeppni við þau apótek sem þar séu rekin í dag. Sighvatur segist vera sannfærð- ur um að frumvarpið verði lagt fram fljótlega og að því verði ekki breytt í neinum grundvallaratriðum frá þvf horfi sem það er í í dag. Sighvatur sagði ótta sumra sjálf- stæðismanna, við að með frumvarp- inu sé verið að draga úr þjónustu við dreifbýlið, á misskilningi byggðan. öryggisnetin um þjónustu þeirra séu mörg. Frumvarpið geri ráð fyrir að apótekum á landsbyggðinni verði heimilað að opna útibú á minni stöðum þar sem ekki er grundvöllur fyrir rekstri sjálfstæðs apóteks. Slík útibú séu til staðar í dag. Sighvatur sagði að frumvarpið geri ráð fyrir að á minni stöðum þar sem engin apó- tek eru rekin, verði heilsugæslu- stöðvum heimilað að opna apótek. Sighvatur sagði það rangt sem haldið hefur verið fram að frum- varpið geri ráð fyrir að heilsugæslu- stöðvum verði heimilað að opna apótek í samkeppni við sjálfstætt starfandi apótek. í frumvarpinu sé að finna sama ákvæði og sé í núgild- andi lögum. Sighvatur sagði ein- kennilegt að þeir sem segjast bera hag apóteka fýrir brjósti skuli gera kröfu um að heilsugæslustöðvum verði bannað að reka apótek. Viðræður hafa verið í gangi milli heilbrigðisráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins um lyfjafrum- varpið. Sighvatur útilokaði ekki að viðræðumar leiddu til breytinga á frumvarpinu en að þær breytingar verði ekki í hlutum sem skipti nein- um sköpum um megintilgang frum- varpsins. Sighvatur sagði að margir hafi komið að samningu frumvarpsins og því sé sú gagnrýni ekki réttmæt að hann hafi pukrast með þetta mál í heilbrigðisráðuneytinu án þess að sjálfstæðismenn eða hagsmunaaðil- ar hafi komið þar nærri. Frumvarp- ið hafi verið kynnt í ríkisstjóminni og sent öllum hagsmunaaðilum. Hagsmunaaðilar hafi sent athuga- semdir og tekið hafi verið tillit til Skák: Frakkar , og Islendingar Landskeppni í skák milli Frakka og íslendinga verður haldin dagana 16.- 27. mars næstkomandi. Fyrri hluti keppninnar verður tefldur í Hafnarfirði en sá síðari í Kópavogi. Keppnin er háð á 10 borðum og fer fram samkvæmt Schevingen fyrirkomulagi, þannig að hver kepp- andi í öðru liðinu teflir eina skák við hvem keppanda í liði andstæð- ingsins, alls 10 umferðir. Islenska liðið skipa Jóhann Hjart- arson, Margeir Pétursson, Jón L. Ámason, Helgi Ólafsson, Hannes H. Stefánsson, Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson, Héðinn Steingríms- son, Björgvin Jónsson og Róbert Harðarson. -EÓ þeirra þegar gengið var frá endan- legri gerð frumvarpsins. Sighvatur sagði mikilvægt að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi fljótlega svo að þinginu gefíst nægur tími til að fjalla um þetta umfangs- mikla mál. Hann sagðist vonast eftir að það fái jákvæðar viðtökur og lýsti sérstakri ánægju með yfirlýsingu Finns Ingólfssonar, en hann hefur lýsti því yfir að framsóknarmenn séu tilbúnir til að styðja aukið frjálsræði í sölu og dreifingu lyfja. Aðspurður sagði Sighvatur að hann myndi ekki treysta eingöngu á stuðning fram- sóknarmanna. Lyfjafrumvarpið yrði lagt fram sem stjórnarfmmvarp. -EÓ UMFRAM- RAFMAGN Landsvirkjun býður þeim rafmagnskaupendum í atvinnurekstri sem uppfylla ákveðin skilyrði forgangsrafmagn til kaups með einnar krónu afslætti á kWst frá og með 1. janúar 1993 í samræmi við samþykkt stjórnar fyrirtækisins frá október 1992. Afslátturinn nemur um 35 - 40% af heildsöluverði Landsvirkjunar og er hann aðeins veittur af aukinni rafmagnsnotkun kaupenda. Með þessu móti vill Landsvirkjun gefa iðnfyrirtækjum og öðrum atvinnurekstri kost á ódýrara rafmagni en áður til að efla starfsemi sína. Þau fyrirtæki sem telja sig geta notfært sér umframrafmagn á þessum kjörum eru hvött til að snúa sér til rafveitunnar á sínu orkuveitusvæði og gera við hana sérstakan samning um kaupin. U inmmiuiiN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.