Tíminn - 12.03.1993, Qupperneq 9
Föstudagur 12. mars 1993
Tíminn 9
■ DAGBÓK
Húnvetningafélagiö
Félagsvist á laugardaginn ki. 14 í
Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel-
komnir.
Félag eidri borgara f
Reykjavík
Lögfræðingur félagsins verður til
viðtals á þriðjudag. Panta þarf tíma
í síma 28812. Gönguhrólfar fára frá
Risinu kl. 10 á laugardagsmorgun.
Kynning á íslenskum þjóðsögum
kl. 17 á þriðjudag. Dansað í kvöld í
Risinu kl. 20.
ungt fólk frá Færeyjum og öðrum
Norðurlöndum í umsjón Nord-
klúbbsins.
Svala Sigurieífsdóttir sýn-
ir í Gallerí einn einn
í dag, föstudaginn 12. mars, verð-
ur opnuð sýning á verkum Svölu
Sigurleifsdóttur í Gallerí einn einn,
Skólavörðustíg 4a. Verkin saman-
standa af málverkum og lituðum
ljósmyndum. Sýningin stendur til
24. mars og er opin frá kl. 14 til 18
alla daga.
Frá Hana nú I Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Hana nú
í Kópavogi verður á morgun. Lagt
af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlag-
að molakaffi.
Ráöstefna um nýjar
starfsmenntabrautir
Síðastliðið ár hefur verið unnið að
því á vegum Atvinnuþróunarfélags
Suðumesja, Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og fulltrúa atvinnuvega á
Suðumesjum að skilgreina tillögur
að nýjum starfsmenntabrautum.
Boðað er til ráðstefnu á morgun,
laugard. 13. mars, kl. 10-13, í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja, Keflavík,
þar sem áfangaskýrsla af starfi
þessu verður kynnt og rædd.
Framsögu munu hafa: Dr. Eiríkur
Hilmarsson, Hjálmar Árnason
skólameistari, Oddný Harðardóttir
deildarstjóri, Snorri Konráðsson
framkvæmdastjóri, Jóhann Geirdal
formaður VS, Ólafur B. Ólafsson
framkvæmdastjóri, Guðmundur B.
Þorkelsson skólameistari, Jón F.
Hjartarson formaður SMÍ.
Áð framsöguerindum loknum (há-
mark 15 mín. hvert) verða pallborð-
sumræður með þátttöku framsegj-
enda og Halldóru Rafnar, fræðslu-
fulltrúa VSÍ.
Ráðstefnan er öllum opin. Ráð-
stefnustjóri er Oddur Einarsson,
framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar-
félags Suðumesja.
Málþing á Akureyri um
heimspekikennslu
Dr. Hreinn Pálsson, Atli Harðar-
son MA og dr. Kristján Kristjáns-
son flytja fyrirlestra í Háskólanum á
Akureyri við Þingvallastræti á
morgun laugardag kl. 14-17.30. f
fyrirlestrunum verður fjallað um
heimspeki sem þátt í uppeldi og
kennslu í skólum landsins.
Stjómandi málþingsins verður dr.
Guðmundur Heiðar Frímannsson.
Allt áhugafólk um heimspeki er vel-
komið og aðgangur er ókeypis. Það
er Félag áhugafólks um heimspeki
á Akureyri sem fyrir málþinginu
stendur.
Kjarvalsstaöir:
íslenskt landslag 1900-1945
Á morgun, laugardaginn 13. mars,
kl. 16 opnar að Kjarvalsstöðum sýn-
ingin „íslenskt Iandslag 1900-
1945“. Á sýningunni eru um 120
myndir eftir 26 listamenn, þeirra á
meðal Þórarin B. Þorláksson, Ás-
grím Jónsson, Jón Stefánsson, Jó-
hannes S. Kjarval og Jón Engil-
berts. Þama verða frægar myndir,
eins og Heklumynd Ásgríms og
„Fjaliamjólk" Kjarvals. Gefin hefur
verið út vönduð sýningarskrá með
grein um íslenska landslagslist eftir
Kristínu G. Guðnadóttur, safnvörð
Kjarvalsstaða. Sýningin er styrkt af
Landsbanka íslands. Hún stendur
til 18. apríl.
Dagskrá Færeyskra daga í
Norræna húsinu
Laugardaginn 13. mars hefst dag-
skráin kl. 14 með sýningu á heim-
ildarmyndinni „TVe blink mot vest“.
Myndina gerði Ulla Boje Rasmussen
og fékk hún verðlaun Norðurlanda-
ráðs Nordpris 92 (nú á nýafstöðnu
þingi í Ósló). Myndin er tekin á
Mykinesi, sem er vestasti útvörður
Færeyja. Þema myndarinnar er
annars vegar hið fjölskrúðuga
fúgla- og mannlíf á sumrín og hins
vegar vetrartíminn með fámenni og
fábreytni. Um kvöldið kl. 20.30
verður færeyskt skemmtikvöld fyrir
Feröafélag íslands
Sunnudagsferðir 14. mars
1. Kl. 10.30 Skíðaganga. Farið
þangað sem snjóalög leyfa, en ekki
á Mosfellsheiðina.
2. Kl. 13 Lyklafell-Litla kaffistofan.
Brottför frá BSÍ, austanmegin.
3. Kl. 13 Borgargangan, 2. áfangi.
Mæting við Ferðafélagshúsið,
Mörkinni 6, austast við Suðurlands-
braut. Rútuferð að Öskjuhlíð.
Gengið yfir í Fossvogsdalinn að Ell-
iðaárdal og til baka í Mörkina 6. Nú
er tilvalið að byrja og taka þátt í öll-
um 10 göngunum sem eftir eru.
Ágæt fjölskylduganga.
Vetrarfagnaður að Flúðum 20.-21.
mars
Brottför Iaugardag kl. 09, en einnig
hægt að koma síðar á eigin vegum.
Hagstætt verð. Gönguferðir á dag-
inn. Vetrarfagnaður í félagsheimil-
inu á laugardagskvöldinu. Frábær
skemmtiatriði. Nánari upplýsingar
á skrifstofunni. Pantið tímanlega.
Allir velkomnir, félagar sem aðrir.
Magnús Pétur Þorgrímsson sýnir í
Gallerí Stöðlakoti
Á morgun, Iaugardaginn 13. mars,
kl. 15 opnar Magnús Pétur Þor-
grímsson sýningu á verkum sínum
unnum í steinleir, í Gallerí Stöðla-
koti við Bókhlöðustíg. Þetta er
fyrsta einkasýning Magnúsar, en
hann stundaði nám við Myndlista-
skólann í Reykjavík og Myndlista-
og handíðaskóla íslands og útskrif-
aðist frá Leirlistadeild vorið 1992.
Sýningin stendur til 21. mars og
er opin daglega milli kl. 14 og 18.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B
Föstudaginn 12. mars kl. 20 opnar Níels
Hafstein sýningu á bókverkum, laus-
blaðabókum og fylgihlutum.
Laugardaginn 13. mars kl. 16 verður
opnuð samsýning bama í setustofu.
Nefnist hún „Það sem okkur dettur í
hugl“ Þau sem sýna eru Ásthildur Er-
lingsdóttir, Elliði Tumason, Haraldur Ní-
elsson, fsak Einarsson, Marta Gall
Jergensen, Nína Gall Jorgensen, Ólöf
Auður Erlingsdóttir, Pétur Birgisson,
Sigrún Þorsteinsdóttir og Þorlákur Ing-
ólfsson.
Opið daglega frá kl. 14 til 18. Sýningun-
um lýkur sunnudaginn 28. mars.
Fimmtudaginn 18. mars kl. 20.30 held-
ur Þórunn Valdimarsdóttir fyrirlestur í
Nýlistasafninu. Nefnist hann „Tilraun til
skilnings á hugmyndafræði sfðustu
alda“.
Fyrirlestur í Háskólanum
á Akureyri
Föstudaginn 12. mars kl. 20 flytur
Janna Strömberg fyrirlestur á vegum
heilbrigðisdeildar HA Fyrirlesturinn
verður í stofú 16 á 1. hæð Háskólans við
Þingvallastræti og nefnist „Þróun til-
finningatengsla milli foreldra og bama“.
Janna Strömberg er sænskur sálfræð-
ingur og „psykoterapeut" sem hefur um
árabil unnið meðferðar- og handleiðslu-
störf við heilsugæsluþjónustuna í Stokk-
hólmi.
Meginefni fyrirlestrarins er tengsla-
myndun foreldra og bama fyrsta æviár
bamsins. Hvemig eðlileg tilfinninga-
tengsl þróast og hver em merki þess að
um lélegt tilfinningasamband milli for-
eldra og bams sé að ræða. Einnig verður
komið inn á þróun tilfmningatengsla á
meðgöngu og hvaða þroskaverkefni
verðandi foreldrar glíma við.
Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku
og er öllum opinn svo lengi sem húsrúm
leyfir. Aðgangur er ókeypis.
PÓSTFAÍX
TfMANS
- - ■ •-
Renée Estevez er 25 ára og rísandi stjama.
Enn ein stjarnan fædd
í Sheen/Estevez leik-
arafjölskyldunni
Emilio Estevez og Charlie Sheen
hafa fyrir löngu unnið sér frægð
sem kvikmyndaleikarar. Þeir eru
bræður þó að ólík eftimöfn bendi
ekki til þess, synir leikarans Mart-
ins Sheen sem er þeirra frægastur.
Rétt nafn Martins ættföður er Ra-
món Estévez, en hann breytti því
þegar hann gerðist leikari og vildi
gera það lýðum ljóst að hann væri
reyndar hálf-írskur - og enskumæl-
andi - jafnt og hálf-spænskur, en
pabbi hans fluttist til Bandaríkj-
anna frá Madrid.
Þetta þætti flestum fjölskyldum
nógu stór skammtur af leikurum í
einu en sagan er hér ekki nema
hálfsögð. Tveir leikarar til viðbótar
eru í fjölskyldunni, Ramón sem
vinnur á Spáni en þar býr reyndar
systir Martins enn, og systirin
Renée, 25 ára, er sem óðast að
hasla sér völl í kvikmyndum í
Hollywood.
Þrátt fyrir að Martin Sheen hafi
verið eftirsótt kvikmyndastjarna
meðan krakkarnir voru enn að
vaxa úr grasi og víða þurft að fara,
er fjölskyldan samhent enda tók
pabbinn helst fjölskylduna með sér
þegar hann þurfti að vera á ferða-
lögum vegna vinnunnar. „Heima"
var í Malibu og þá voru ekki aðrir
íbúar þar en hippar og blómaböm,
segir Renée. Hún lýsir líka mömm-
unni svo að hún hafi verið mjög
áhugasöm um heilsufar, makró-
bíótískt fæði og jóga hafi verið of-
arlega á áhugamálalistanum. Og
talsverður listamaður hafi hún líka
verið. í samræmi við áhugamálin
hafi hún rekið heimilið. Á tímabili
sýndi hún því líka áhuga að einka-
dóttirin bæri ekki of mikinn svip af
því að eiga alla þessa bræður, hún
sá til þess að Renée fengi falleg föt
og félli vel inn í félagsskapinn í
skólanum. „Ég held að það sé
vegna þess að hún ólst upp sem fá-
tæk stelpa í Kentucky. Hún vildi að
ég fengi allt sem hún fékk sjálf
aldrei, og hún vildi vemda mig,“
segir Renée.
Nú virðist Renée Estevez sjálf vera
á þröskuldi frægðarinnar og hlýtur
að vera vel undir það búin. Það er
ólíklegt að hún þekki ekki vel heim
kvikmyndanna í Hollywood.
Þó aö fjölskyldan Sheen/Estevez notist viö tvö nöfn er hún mjög nátengd. Hér er nýjasta stjarnan,
Renée, milli pabba Martins Sheen (t.h.) og bróöurins Ramon sem býr I Madrid og er líka leikari.