Tíminn - 13.03.1993, Síða 8
8 Tíminn
Laugardagur 13. mars 1993
19-
|I^iau tún eru áberandi
fallegust sem mykjuáburði
hefur verið dreift á,“ segir
Þorgeir örn Elíasson. Hann
rekur nýtt fyrirtæki sem heit-
ir Bújöfur og selur bændum
fullkomna mykjudreifara og
ýmsan búnað sem til þarf.
Hann segir að margir bændur
noti mykju sem áburð á tún
sín og spari því stórfé sem
annars færi til kaupa á tilbún-
um áburði.
Það er samt ekki aðeins að túnin
verði fallegri að áliti Þorgeirs þeg-
ar notuð er mykja til áburðar.
„Með því að nota búfjáráburð fær
jörðin aftur til baka þau snefilefni
sem tekin eru frá henni þannig að
tún haldast f ræktun en rýma
ekki,“ segir Þorgeir.
Þessu til viðbótar bendir hann á
að hægt sé að spara heilmikið fé
með því að nota mykju sem áburð
þar sem eitt tonn af tilbúnum
áburði kosti á fjórða tug þúsunda
króna.
Tíminn skiptir
máli
Hann bætir við að það skipti
miklu máli að mykju sé dreift á
réttum tíma og við réttar aðstæð-
ur. „Þegar skolun er mikil þá
hverfa sérstaklega dýru áburðar-
efnin burt án þess að nýtast Það
eru til merkilegar tilraunir sem
menn gerðu fyrir örfáum árum
sem sýna að áburðardreifing að
hausti geti nýst mönnum fúllt eins
vel eins og voráburðargjöf," segir
Þorgeir. Hann álítur það skýrast af
því að á haustin sé jarðvegurinn
enn heitur og því geti plöntur
dregið til sín næringareftiin og
safnað þeim í rætur sínar.
„Þá þarf að gæta að því að þessi
loftkenndu áburðarefni eins og
ammoníak og nítrat gufi ekki upp.
Einnig er mikilvægt að með-
höndla mykjuna rétt þ.e. að láta
hana vera í lokuðum og góðum
húsum þannig að ekki dragi úr
gæðum áburðarins," segir Þorgeir.
Mykjudreifarar jafn góðir
þeim sem dreifa tilbún-
um áburði
Að sögn Þorgeirs hefur tæknileg
þróun gert mykjudreifingu að át-
litlegum kosti fyrir ábúendur.
Hann rifjar upp hvernig að þessu
var staðið áður fýrr og nefnir svo-
kallaða keðjudreifara til sögunnar.
„Þeir tættu þessu út um hliðina á
sér en gæðum áburðardreifingar
var mjög áfátt,“ segir Þorgeir.
„Það er mjög mikilvægt með
þessa dreifingu áburðar eins og
hverja aðra að hann falli sem jafn-
ast og best á jarðveginn," segir
Þorgeir. Hann bendir á að fyrir-
tækí hans muni sérhæfa sig á
þessu sviði. „ Okkar mykjudreifar-
ar dreifa mykju jafn vel og dreifar-
ar með tilbúinn áburð,“ bætir Þor-
geir við.
Þá telur hann að þessir mykju-
dreifarar henti ákaflega vel þar
sem þeir séu lágbyggðir og þyngd-
arpunktur þeirra Iiggi lágt en það
gerir þá stöðugri en ella í miklum
halla. Ekki skemmir fyrir að þeir
eru búnir stórum flotdekkjum
sem koma í veg fyrir djúp för í
jarðveginn.
Þorgeiri verður tíðrætt um vanda
bænda við geymslu og meðferð
mykju og telur sig geta boðið upp
á allsherjarlausn á því sviði. Þar
nefnir hann fyrst til sögunnar svo-
nefndar mykjusköfur sem annars
vegar eru drifnar með vírbúnaði
en hins vegar með vökvadælum.
Þær koma í staðinn fyrir góðu
gömlu flórrekuna og sjá því um að
skafa mykjuna í haughúsið. Þor-
geir segir að véldrifnar mykjusköf-
ur séu orðnar talsvert útbreiddar
hér á landi.
Þorgeir Öm Eiíasson, framkvæmdastjóri Bújöfurs hf.
Skarn á hóla með nýjustu tækni:
Tímamynd Árni Bjama
Stórsparnaður af því
að nýta húsdýraáburð
Hann segir að víða hafi það verið
vandkvæðum bundið að ná mykj-
unni úr haughúsunum og telur
sig kunna ráð við því. „Það er gert
með því að nota lóðréttar dælur
sem hræra upp í mykjunni, blanda
hana og skiía henni síðan upp f
mykjudreifarann," segir Þorgeir.
Þessu til viðbótar nefnir hann
dælur sem komið hafa firam á sjón-
arsviðið á seinni árum. „Þeim er
komið fyrir aftan á dráttarvél og
geta verið því sem næst láréttar og
allt þar á milli,“ bætir Þorgeir við.
Umhverfisvænar
dælur
Hann bendir á að það sé mikil-
vægt að haughúsum sé vel lokað
til að gæði mykjunar sem áburðar
haldi sér. Til marks um það bendir
hann á að Norðmenn hafi fram-
leitt yfir 7.000 hurðarbúnaði með
innbyggðri dælu. „Þessi dyrabún-
aður er steyptur og boltaður f ný
haughús og í hurðinni er svo dæla.
Hún blandar upp í mykjunni og er
drifin áfram af dráttarvél. Þetta er
talin mikil framför erlendis þar
sem kröfur til umhverfismála eru
miklar. í raun eru gerðar sömu
kröfur hér á landi og það má búast
við að það verði farið að ganga
harðar eftir því að þeim verði
fylgt,“ segir Þorgeir.
Það er margt hægt og til marks
um það nefnir Þorgeir að nokkr-
ir bændur geti fjárfest saman í
dælu sem drifin er af dráttarvél.
Þá þarf samt hver og einn að
setja upp einfaldan rörabúnað
inni í sínu haughúsi. „Þetta er
nýtt hér á landi og tiltölulega
einföld og hagkvæm lausn,“ seg-
ir Þorgeir.
Umhverfisvænn
kælibúnaður
Þorgeir víkur talinu að tækni
sem notuð er við kælingu á
mjólk en hann hyggst sérhæfa
sig í þannig búnaði.
Að sögn Þorgeirs eru tímamót
hvað þessi mál varðar, þar sem
frá síðustu áramótum er óheim-
ilt að flytja inn kælikerfi sem
nota svonefnt freon 12 efni en
það hefur verið notað hingað til
í kælibúnað. Ástæðan er sú að
freon 12 er talið skaða ósonlag
jarðar frekar en önnur kæliefni.
Þess í stað er heimilt í ákveðinn
árafjölda að sögn Þorgeirs að
nota kælikerfi sem nota freo-
nefni nr. 22 en það þykir ekki
eins skaðlegt ósónlaginu og það
fyrrnefnda. Að hans sögn er þó
einungis um tímabundna heim-
ild að ræða.
„Ég mæti þessu með því að
bjóða erlenda notaða tanka sem
hefur verið skipt út erlendis þar
sem menn eru að stækka búin
sín. Þeir eru útbúnir til að nota
freon 22,“ segir Þorgeir.
OTRÚLEGT
Fullkomið fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölukerfi og birgðabókhald / A verði fyrir þig. Frá aðeins 19.980,- Heimilisbókhald Fjölskylduforrit GulIKORN heimilanna Verð aðeins 6.900,-/9.800,- ;
’’Ég get óhikað mælt með þessu...” MGN, Moirgunbl., 7. feb. ’93
Hafðu samband við söluaðila okkar.
Helstu söluaðilar:
KORN hf, Ármúla 38, sími 91-689826
Tæknival hf, Skeifunni 17, sími 91-681665
Nýherji hf, Skaftahlíð 24, sími 91-697700
Örtölvutæki, Skeifunni 17, sími 91-687220
Tölvutæki-bókval, Furulundur 5, sími 96-26100
Prentverk Austurlands, Kauptún 2, sími 97-11800
Ármúla 38
Sími: 91-689826