Tíminn - 13.03.1993, Page 9

Tíminn - 13.03.1993, Page 9
Laugardagur 13. mars 1993 Tíminn 9 Tölvumál bænda: Fjárhagsbókhald fyrir bændur Bændur eru æ meir að vakna til vitundar um hve tölvutæknin getur nýst á býlum og hefur tölvueign bænda stóraukist á síð- ustu misserum. En hveraig geta tölvur nýst þeim? Hugbún- aðarfyrirtækið Kora hf. hefur hannað fullkomin en sáraeinföld fjár- hags-,viðskipta- og birgðabókhaldsforrit sem nýtast bændum að fullu. Um er að ræða fullkomið fjárhagsbókhald sem sérstaklega er sniðið að þörfum bænda. Þá er hugbúnaðurinn upplagður fyrir ferðaþjónustubændur. Korn hf. býður upp á pakka sem inniheldur fjárhagsbókhald, við- skiptabókhald, sölukerfi og birgðabókhald og dugar það öll- um venjulegum bændabýlum. Sá pakki kostar um 19 þúsund krón- ur. Það kann að vaxa mörgum nokk- uð í augum, sem sjá fyrir sér mikla vinnu við innslátt og þar frameftir götunum, en Guðjón Magnússon framkvæmdastjóri benti á að á hefðbundnum býlum væri vinnan við innfærslu á bók- haldi og fleira uppundir ein klukkustund á degi hverjum. Tölvuvinnsla sparaði mikla papp- írsvinnu og kostnað við endur- skoðun. Hugbúnaðurinn býður uppá að hægt sé að gera uppgjör með til- liti til virðisauka, hvort sem er á tveggja eða sex mánaða fresti, eins og flestir bændur þurfa að Bændur þrýsta á ríkis- valdið að standa við lögbundin framlög vegna jarðabótafram- kvæmda: Skuldar 71 milljón vegna jarðræktar Nærri 800 bændur hafa ekki fengið greidd lögbundin framlög vegna jarðabótaframkvæmda á árinu 1992. Um er að ræða upphæð sem nemur 71 milljón króna. Engum fjármunum er ætlað til að greiða þessi framlög á fjárlögum þessa árs og engin fyrirheit hafa verið gefin um hvenær þau verði greidd. Bún- aðarþing samþykkti í vikunni álykt- un þar sem þess er krafist að Al- þingi og ríkisstjóm verji fjármun- um á fjárlögum til jarðabótafram- kvæmda í samræmi við jarðræktarlög. Nokkur umliðin ár hefur orðið verulegur dráttur á greiðslu fram- laga vegna jarðabótaframkvæmda. Þess eru dæmi að bændur hafi þurft að bíða eftir greiðslum í tvö til þrjú ár. Flestir sem rétt eiga á jarðræktar- framlögum eiga það vegna túnrækt- ar og framræslu túna. Búnaðarþing bendir á að fimm framkvæmdaliðir, þ.e. gróðurhús, áburðarhús, garð- ávaxtageymslur, hlöður og vatn- sveitur, sem eiga að njóta samtals 25 milljóna króna framlags, hvíla mjög þungt á viðkomandi bændum. Búnaðarþing leggur jafnframt áherslu á að allar jarðabætur séu teknar út með því að ganga frá skráningu þeirra svo að bændum sé ekki mismunað við greiðslu jarða- bótaframlags. -EÓ gera. Guðjón segir að búnaðurinn sé mjög einfaldur í notkun og með honum fylgi vandaðar leið- beiningar á íslensku. Hann sagði ennfremur að fyrir óvanan mann tæki það um tvær til fjórar kvöld- stundir að læra á búnaðinn. Guðjón sagði að með notkun þessa hugbúnaðar ættu bændur mun auðveldara með að fylgjast með kostnaði. Þeir gætu mjög auðveldlega aðgreint hvern þátt búskaparins og á þann hátt fylgst með kostnaði og arðsemi hverrar greinar fyrir sig. ggNÝ 94 w nn LINA FRA FIATAGRI Nýtt íburðarmeira, rúmgott ökumannshús með farþegasæti. Nýir gírkassar með samhæfðum vendigír og skriðgír. 20 gírar áfram og 12 aftur- ábak. Ökuhraði 0,4-40 km/klst. Hi-Lo gírkassi með samhæfðum vendigír, 24 gírar áfram og 12 afturábak, vökva- skiptum yfirgír (overdrive). Ökuhraði 1,6-40 km/klst. Nýtt 3ja hraða aflúttak með spamaðargír og stafrænum snúningshraðamæli. Nýjar vökvadriflæsingar á öllum hjólum, 100%, með einum takka í mælaborði. Ný vökvainnsetning á fjórhjóladrifi. Nýr bremsubúnaður á öllum hjólum. Nýtt ytra útlit og rafgalvanhúðuð yfirbygging. Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar og umboðsmönnum um land allt. Gbbus$ Lágmúla 5, s:681555

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.