Tíminn - 13.03.1993, Qupperneq 15

Tíminn - 13.03.1993, Qupperneq 15
Laugardagur 13. mars 1993 Tíminn 15 Við fjármögnum að fullu eða lánum til kaupa á hvers konar vélum, tækjum og búnaði til búreksturs. Lánstími eða leigutími er oftast 3 til 5 ár. Upplýsingabæklingar eru í útibúum Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands um land allt, en nánari upplýsingar veita ráðgjafar Lýsingar hf. í síma: 68 90 iQ I \/c nn ht LVðiI !vJ 111 • • # kf Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík, Fax: 81 29 29 Búvélar, umboðs- og heildverslun: Fagnar 10 ára af- mæli í ár Síðasta ár var gott, en það er búið að vera ' ' óttalega dauft síðustu vikuraar. Það má segja að það sé sama þróunin að ganga yfír í landbúnaðinum héraa og verið hefur víða eriendis í Evrópu. Þeir, sem standa lakara að vígi, hætta búskap, en hinir efíast og verða stærri," segir Júlíus Hall- dórsson hjá umboðs- og heild- versluninni Búvélum, sem fagnar 10 ára afmæli í ár. „Við reynum að halda okkar striki, en afmælisársins verður ekki minnst neitt sérstaklega. Ég vil halda því fram að við höfum veitt viðskiptavinum okkar afmælisaf- slátt á hverju einasta ári.“ Þeir, sem eiga viðskipti við bændur, hafa ekki farið varhluta af þeirri þró- un, sem búin er að standa yfir um nokkurt skeið í íslenskum landbún- aði með tilheyrandi fækkun búa og samdrætti í framleiðslu. Að sama skapi hefur samkeppnin á milli þeirra fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bændur, harðnað til muna og þegar svo er komið er alltaf eitthvað um undirboð á „vélum sem seljast illa og lítil eftirspum er eftir“. Þýsk gæðamerki Búvélar hafa m.a. umboð fyrir þýsku traktorana Fendt, sem í sjö ár hafa verið mest seldu traktoramir í Þýskalandi. Þar í landi eru Fendt- traktorar með þeim langdýmstu á markaðnum, en hérlendis „bara rétt svona í dýrasta kantinum". Ástæðan fyrir því er m.a. að þeim fylgir fjöl- breyttur tæknibúnaður, sem Júlíus segir að aðrir traktorar hafi ekki. Þar á meðal má nefna vökvakúpling- una, sem hefur reynst ákaflega vel. Hérlendis em um 70 Fendt-traktor- ar í notkun. Þar fyrir utan selja Búvélar bænd- um og búaliði Niemeyer- heyvinnu- vélar, mykjudreifitæki, heyskera, rúllubindivélar og pökkunarvélar. Júlíus segir að á núverandi sam- dráttarskeiði sé engin launung á því að bændur og raunar flestir aðrir fara varlega í allar fjárfestingar. „Sumir tala um að þeir séu beinlín- is hvattir til að fara ekki út í neinar fjárfestingar og hugsanlega em ein- hver samtök um það að reyna að búa að sínu.“ Þrátt fyrir hina efnahagslegu lægð, sem einkennir íslenskt þjóðfélag um þessar mundir, gætir ekki neinnar svartsýni hjá Júlíusi Halldórssyni hjá Búvélum, nema síður sé. „Það segir sig raunar sjálft að það er tiltölulega lítið um endurnýjun að ræða hjá þeim, sem eiga jafn end- ingargóða traktora og FendL Hins vegar vonar maður að þeir, sem eiga lélegri vélar og þurfa að endurnýja hjá sér, hugsi sig vel um áður en þeir ráðast í nýjar fjárfestingar og kaupi þá Fendt-traktora," segir Júlíus Halldórsson hjá Búvélum. Júlíus Halldórsson hjá umboðs- og heildversluninni Búvélum, sem hefur m.a. umboð fyrir þýska Fendt-traktora og Nie- meyer-heyvinnuvélar. Tímamynd: Árni Bjarna

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.