Tíminn - 13.03.1993, Qupperneq 16

Tíminn - 13.03.1993, Qupperneq 16
16 Tíminn Laugardagur 13. mars 1993 STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120,105 Reykjavík Sími 91-25444 Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1994 þurfa aö berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsóknskal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þarsem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og búrekstrarskýrsla, svo og veðbókar- vottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1994 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó að framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild landbúnaðarins ér óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstak- lega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS SÁÐVÖRUR Eins og áður munum við flytja inn tvær teg- undir af byggi og eru þær ræktaðar sérstak- lega fyrir Globus hf., eftir margvíslegar prófan- ir hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. BYGG TIL ÞROSKUNAR Mari: Þessi tegund er sænsk að uppruna og tilheyrir afbrigðið Svalöf- fyrirtækinu í Svíþjóð. Þetta bygg er aðeins ræktað fyrir Globus og hefur svo verið í fjölda ára. Mari er tveggja raða bygg og er sú tegund sem reynst hefur að jafnaði uppskerumest og hentar vel í íslensku veðurfari. Vegna hagstæðra samninga við framleiðanda og lágs gengis sænsku krónunnar er verðið nú aðeins: Verð án vsk. 79 kr. pr. kg. VOH 2845: Hér er um að ræða sex raða bygg frá Norður-Noregi sem gefiö hefur langmesta uppskeru á íslandi í tilraunum hjá RALA og virðist það vera eitt það álitlegasta til ræktunar á íslandi. Við fáum takmarkað magn af þessu byggi í vor. Verð án vsk. 94 kr. pr. kg. Það er uppskeran sem skiptir máli og þar hafa okkar af- brigði sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Þar sem um takmarkað magn er að ræða, vinsamlegast gerið pantanir sem fyrst. Eigum einnig fyrirliggjandi Adda- vallarfoxgras, sólhafra og vetrarhafra. Globus hf. Búvéladeild Globusf ^Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555i Búnaöarþing ályktar um byggðaáætlun Byggðastofnunar: ^ EKKI MA DRAGA ÚR ÞJÓN- USTU Búnaðarþing mótmælir, í ályktun um stefnumótandi áætlun í byggða- málum til næstu fjögurra ára, öll- um hugmyndum um að dregið verði úr þeirri þjónustu sem nú er veitt á landsbyggðinni á ýmsum sviðum. Þingið telur óhugsandi að beita slíkri aðgerð til þess að hraða því að byggð leggist af á ákveðnum svæð- um. Þingið telur hins vegar til bóta að áætlun sé gerð til fjögurra ára um framkvæmdir hins opinbera á sviði samgöngumála, skólamála, heilbrigðismála o.s.frv. út frá heild- arsýn. Búnaðarþing telur að við gerð svona áætlunar hljóti að vera byggt á þeirri stefnu sem mörkuð verður í atvinnu- og framleiðslumálum. Þjónustan hljóti að byggjast á því hvar atvinnustarfsemin kailar á þjónustu. Stefnumörkun á sviði at- vinnumála sé því nauðsynlegur und- anfari áætlanagerðar um ýmiss kon- ar þjónustu. Búnaðarþing bendir á þá staðreynd í ályktun sinni að landbúnaðurinn er annar stærsti atvinnuvegurinn á landsbyggðinni. Þó sé hann vart nefndur í skýrslu Byggðastofnunar um byggðaáætlun til næstu fjögurra ára. Þá mótmælir Búnaðarþing hug- myndum um að Framleiðnisjóður landbúnaðarins myndi stóran hluta af því fjármagni sem ætlað sé til at- vinnumála og þróunarstarfsemi á vegum Byggðastofnunar almennt séð. Framleiðnisjóður gegni ákveðnu hlutverki við atvinnuþróun í sveitum og sé markaður tekjustofn með samningi milli bænda og ríkis- stjórnarinnar. -EÓ -------------------\ Utboð Vegmálun á Norður- og Aust- urlandi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í vegmálun á Norður- og Austurlandi. Helstu magntölur: Akreinalínur 456.000 m og markalínur 57.800 m. Verki skal lokið 15. september 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 29. mars 1993. Vegamálastjóri ÚTBOÐ Landgræösla ríkisins óskar eftir tilboöum I gerö 7 km langrar rafgiröingar á Reykjanesi, frá Kleifarvatni að Sýslusteini. Útboösgögnin fást afhent hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti og í héraösmiðstöö Landgræöslunnar i Reykjavik, Lauga- vegi 120, gegn kr. 1.500,- gjaldi. Tilboðum skal skila til Landgræöslu ríkisins, Gunnarsholti, 850 Hellu, fyrir kl. 14:00, þann 20. apríl 1993. Tilboöin verða opnuö I Gunnarsholti kl. 14:15 sama dag. Frekari upplýsingar eru veittar I slmum 98-75500 og 91-29711. Landgræösla ríkisins, Gunnarsholti, 850 Hellu. RAUTTUfcn, RAUTT1 uós r* ' mÉUMFERÐAR ^ Uráð UÓS/ —S

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.