Tíminn - 13.03.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 13.03.1993, Blaðsíða 22
i Laugardagur 13. mars 1993 Er ákjósanlegt að fara út í loðdýrarækt í dag? Bjarni Stefánsson hjá Búnaðarfélagi íslands: Stofnkostnaöur lág- ur og lífdýrin ódýr „Þegar menn fóru út í loðdýrabúskapinn á sínum tíma var það sem menn spáðu fyrst og síðast í hversu mikið væri hægt að hagnast. Nú eru breyttir tímar og ég tei að það fólk sem eftir stendur í þessum búskap sé fólk sem hefur gaman af skepnunum,** sagði Bjami Stefánsson í Túni í Hraungerð- ishreppi, loðdýraráðunautur Búnaðarféiags íslands. Bjami hóf loðdýrabúskap á síðasta ári í Langholti í Hraungerðishreppi í loðdýrahúsi sem staðið hafði autt um nokkrun tíma. Þar býr hann með 150 minkalæður og er einn af 19 loðdýrabændum Suðurlands. Á landinu öllu eru loðdýrabændur nú um 80 talsins. Félag loðdýrabænda á Suðurlandi hélt í síðasta mánuði sýningu á loð- skinnum frá 22 búum, flestum af Suðurlandi en einnig úr Borgarfirði, af Jökuldal og úr Vopnafirði. Sýn- ingin var fjölsótt og gaf aðstandend- um hennar byr undir báða vængi. Tilgangurinn var meðal annars að fá umræðuna um þessa búgrein á hærri tilverustig en hún hefúr verið á síðustu misserin. Ekki virðist af veita því umræðan hefur verið mjög neikvæð og einkennst af því hve loð- dýraeldið hefur verið endasleppt Á þessari loðskinnasýningu voru veitt verðlaun fyrir bestu skinnin sem sýnd voru og fékk Eyþór Am- órsson, bóndi á Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd, verðlaun íyrir bestu refáskinnin og Búi Vífilsson, sem býr á sama stað, var verðlaunaður fyrir minkaskinnin. Þrír dómarar dæmdu skinnin og tóku þeir tillit til ýmissa atriða, svo sem þels þeirra, litarháttar, verkun- ar, hreinleika, stærðar og fleiri at- riða. Bjarni Stefánsson segir að í dag séu aðstæður um margt þannig að ákjósanlegt sé að hefja loðdýrabú- skap. „Aðstæðurnar eru að mörgu leyti ákjósanlegar um þessar mund- ir. Mörg hús og bú standa auð og þau er hægt að fá á hagstæðu verði nema að veðbönd séu þeím mun meiri. Ennfremur er mjög Iítil eftir- spum eftir lífdýmm. Stofhkostnað- urinn fyrir þá sem myndu ætla sér að fara út í þetta er því mjög lítill miðað við það sem hann var á þeim dögum þegar þessi búgrein var að fara af stað,“ segir Bjami. Það sem hleypir kjarki í loðdýra- bændur öðru fremur um þessar mundir er að verð á skinnum hefúr heldur verið að hækka upp á síð- kastið og eftirspurn að aukast Skemmst er að minnast uppboða á UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. gatnamálastjórans I Reykjavlk, óskar eftir tilboðum I undirbúning gangstlga fyrir malbikun, gerð torgs og ræktun I Laugardal. Helstu magntölur em: Stlgar u.þ.b. 3.000 m2 hellulagt torg u.þ.b. 1.000 m2 Ræktun u.þ.b. 10.000 m2 Slðasti skiladagur er 12. júnf 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3 Reykjavlk, frá og með þriðjudeginum 16. mars 1993 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa afhent á sama stað miðvikudaginn 24. mars 1993 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 1.300 m‘ 800 m2 300 m2 Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboðum I lóðaframkvæmdir viö Melaskóla. Helstu magntölur em: Jarðvegsskipti 900 m3 Malbikun Hellulögn Snjóbræösla Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama stað þriðjudaginn 30. mars 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 minkaskinnum sem haldin voru í Kaupmannahöfn og Helsinki ekki alls fyrir löngu, en á báðum þeirra seldist allt upp. Það sem meðal annars veldur þessu hækkandi skinnaverði er lögmálið um framboð og eftirspum. Árin 1987 til 1988 var heildarframleiðsla á Ioðskinnum í heiminum 43 millj- ónir skinna og á síðasta ári var hún komin niður í 25 milljónir skinna. Ljóst er að áframhaldandi samdrátt- ur verður í framleiðslunni á þessu ári. En þrátt fyrir þessi annars jákvæðu tíðindi um hækkandi skinnaverð segist Bjarni ekki verða var við að áhugi manna sé að kvikna á að fara út í þessa búgrein. Einn bóndi hefði þó haft samband við hann á liðnu hausti og kannað möguleika og að- stæður en ekkert orðið úr fram- kvæmdum enn sem komið væri. —SBS, Selfossi Frá loðskinnasýningu sem haldin var að Þingborg í Hrungerðishreppi í siðasta mánuði. Mynd SBS 1 Bændur, semjið um sérkjör nú á vordögum. Vekjum athygli á eftirfarandi: Rúllufilma kr. 3.200. Flaghefill á þrítengi kr. 42.000. Flutningakassi á þrítengi kr. 25.000. Ávinnsluherfi kr. 30.000. Lokaðirgámar kr. 163.000. 100ltrgámar kr. 23.000. Opnirgámar kr. 140.000. Áburðardreifari með fjarstýringu kr. 93.000. Sláttuvél, vinnslubreidd 1,65 kr. 107.000. Heyþyrlur, vinnslubreidd 4,5 m kr. 196.000. Stjörnumúgavél 3,15 m kr. 160.000. Bjóðum einnig fjölbreytt úrval af rúllubindi- og poKK- unarvélum. Vekjum einnig athygli á dreifurum í húsdýraáburð — taðdreifarar — 2,5, 4 og 6,5 m3 á verði frá 215- 330.000. Kaweco haugsugur frá 4200 lítra á 490.000 — kalkdreifara á 290.000 og fjölbreytt úrval af vögnum og kerrum! Semjið nú tímanlega fýrir vorið vegna takmarkaðs framboðs og vinsamlega munið að tímanleg pöntun tryggir góða afgreiðslu! Bútækni á sérkjörum! Ath. öll verð tilgreind án vsk. cr om Járnhálsi 2.110 Rvk . Sími 91-683266 *tittr*&** u! - -é'i srijLc rí* **<?**£& 'CS&X'.'I'‘JSíái. iil nBÍ.Jtnt , ’SÍL;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.