Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn. ..Frétta-síminn.,.68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminri...68-76-48...Frétta-Tíminn. .Frétta-síminn...68-76-48. Míðvikudagur 16. júní 1993 111. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Óvissa ríkir um störf ailt að 200 starfsmanna: Mikligarður gjaldþrota Verslun Miklagarðs hf. Holtagörðum við Holtaveg var lokað í gær og hefur stjóm fyrirtækisins óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Tap siðasta árs reyndist 559 milljónir og skuldir 232 milljónir umfram eignir. Óvissa ríkir um störf hátt i 200 starfsmanna en hátt f 300 vinna hjá verslunum Miklagarðs hf. sem þegar hafa veríð seldar. „Þetta var sennilega of stórt fyrírtæki fyrír okkur," segir Sigurður Markússon, stjómarformaður Sambandsins, um ástæður þess aö svo fór sem fór. Vlðskiptavlnlr Mlklagarðs komu aö lokuðum dyrum I gær. Þetta stóra fyrirtækl var orölö gjaldþrota. Tlmamynd Áml Bjama Þráinn Bertelsson, formaður Rithöfundasambands íslands: Leikur að fjör- eggi þjóðarinnar „Okkur ríthöfundum finnst sú ákvörðun rikisstjómarinnar að setja virðisaukaskatt á bækur vera furðuleg ákvörðun á sama tíma og veríö er að taka upp nánara samstarf viö aðrar þjóöir og tungur en áður hefur þekkst. f staðinn fýrír að reyna að styðja við bakið á ís- lenskri tungu og bókmenningu er þeim gert erfiöara fyrír,“ segir Þráinn Bertelsson, formaður Rithöfundasambands fslands. í frétt frá stjóm Miklagarðs hf. er sagt að þessi ákvörðun sé tekin í ljósi afleitrar rekstarafkomu og mjög bágrar efnahagsstöðu félags- ins. Þá segir að í endurskoðuðum ársreikningi fyrir árið 1992 komi fram að tap þess árs sé 559 millj- ónir króna. Þá kemur fram að eignir í árslok voru 1.624 milljónir króna en skuldir 1.859 milljónir og eigið fé því neikvætt um 235 milljónir. Nú um mitt ár er eigið fé talið neikvætt um 593 millj. kr. Áætlað bókfært verð eigna 10. júní sl. var 876 milljónir. Frá áramótum hef- ur virði eigna því minnkað um 748 milljónir. Á sama tíma hafa heildarskuldir lækkað um 390 millj. kr., þær voru 1.859 millj. kr. í lok síðasta árs en voru þann 10. júní 1.469 milljónir, sem dugir samt ekki til. „Það er ljóst að Mikligarður hef- ur verið of stórt fyrirtæki fyrir okkur og við höfum greinilega ekki ráðið við það, hvorki íjár- magnslega né stjómunarlega og því fór sem fór,“ segir Sigurður Markússon, stjómarformaður Sambandsins, aðspurður um ástæður gjaldþrots Miklagarðs hf. Hann segir að erfitt sé að segja til um á þessari stundu hvaða áhrif Vigdís til Noregs Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, fer í opinbera heimsókn til Noregs 26.-28. október næstkom- andi í boði Haralds V. Noregskon- ungs og Sonju drottningar. Kon- ungshjónin komu í opinbera heim- sókn til íslands á sfðasta ári. Vísitala framfærslukostnaðar lækk- aði um 0,1% milli maí og júní. Má þannig segja að verðbólga hafi verið minni en engin sl. mánuð. Mest munaði um að verð á matvörum lækkaði að meðaltali um 1,1% á tímabilinu, sem lækkaði fram- færslukostnaðinn um nærri 0,2%. Lækkun kom í Ijós á flestum mat- vöruliðum; kjötvörum, mjólkurvör- um, grænmeti/ávöxtum, og fiski. Gosdrykkir og léttöl lækkuðu líka. Einnig varð nokkur lækkun á fátn- aðarliðnum og fleira. gjaldþrot Miklagarðs hafi á efna- hag Sambandsins. „í ársreikningi þess voru 140 milljónir lagðar til hliðar vegna Miklagarðs hf. Við vorum búnir að afskrifa hlutabréf okkar í Miklagarði að fullu í þessu ársuppgjöri. Eg er að vona að þess- ar 140 milljónir standi undir þessu áfalli," segir Sigurður. Um mánaðamótin mars apríl var öllum starfsmönnum Miklagarðs hf., um 480 manns, sagt upp og þá var staða fyrirtækisins talin tvísýn. „Okkur varð ljóst þegar við sáum fyrstu raunsæisuppgjörin fyrir ár- ið 1992 í kring um 20. mars að staðan var orðin mjög tvísýn. Það er alltaf tilhneiging til að reyna að bjarga,“ segir Sigurður. í framhaldi af því tók stjóm Sam- bandsins ákvörðun um að reyna að selja fyrirtækið Miklagarð hf. eða einstakar deildir þar. „Það er búið að selja allar verslanir Miklagarðs sem eru utan við stóra húsið inn við Sund," segir Sigurður og vísar til þess að þegar hafi fjórar stórar Kaupstaðabúðir verið seldar og fimm litlar 11/11 verslanir. „Þá er búið að selja matvöruheildversl- unina til Innkaupasambands kaupfélaganna," bætir Sigurður við. Þá segir hann að ekki hafi komið viðunandi tilboð í stóru verslunina Sigurður segist ekki vilja greina frá því á þessu stigi hverjir séu að- allánardrottnar Miklagarðs hf. „Ég tel að það sé ekki kurteislegt af mér að greina frá því,“ bætir harm við. Allt að 480 manns var sagt upp í lok mars og gegndu margir þeirra hlutastarfi. Sigurður telur að með sölu á verslunum og matvöm- heildverslun hafi tekist að varð- veita um 290 störf. „Þá eru eftir um 190 störf og það fólk er í mik- illi óvissu í dag,“ segir Sigurður. Þama á móti lækkuðu líka nokkrir liðir. Mest áhrif hafði 2,2% hækkun á bensíni, sem hækkaði framfærslu- vísitöluna um tæplega 0,1%. Liður- inn heilsuvemd hækkaði líka nokk- uð (0,7%), svo og heimilisbúnaður, tómstundavömr, snyrtivömr og veitingahúsa- og hótelþjónusta. Þessar verðhækkanir vom þó minni en verðlækkanimar, þannig að niðurstaðan er 0,1% lækkun á framfærsluvísitölunni, sem áður segir. - HEI „Það er stefna innan Evrópu- bandalagsins að þar sem skatturinn er lagður á sé hann hafður sem lægstur því bandalagið er ekki stofhað til að leggja í rúst tungu og menningu málsvæða heldur á að gera öllum kleift að blómstra. Ráðamenn verða að skilja það áður en það er um seinan." Þráinn segir bókaútgáfu verða erf- iðari og það sé ástæða til að ætla að skattlagningin komi hart niður á stærri verkum. „Útgefendur leita frekar eftir því að gefa út eftir þá sem þeir telja geta staðið undir sér. Það verður því erfiðara fyrir höfunda að fá gefið út og sérstaklega fyrir þá sem em með sínar fyrstu bækur," segir Þráinn. Virðisaukaskatturinn var ræddur á fundi Norræna rithöfundaráðsins sem fór fram í Norræna húsinu síð- ustu helgi. „Allú tóku undir með okkur þegar við lýstum áhyggjum okkar. Svíar þekkja vel áhrif virðisaukaskattsins enda er hann mjög hár þar og ekki talinn til blessunar," segir Þráinn. Norræna rithöfundaráðið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem varað er við því að íþyngja bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu með sérstökum álögum og stjórn- völd hvött til að hætta við þær fyrir- ætlanir. „Við höfum reynt að berjast á móti skattinum en það hefur ekkert ver- ið hlustað á okkur. Ég átti fund með menntamálaráðherra á miðviku- daginn var og ítrekaði áhyggjur okkur. Ég spurði hvort ekki kæmi eitthvað af hálfu ríkisstjómarinnar til að milda áhrifin. Ég lagði jafn- framt fram ýmsar tillögur í því sam- bandi sem ráðherra sagðist ætla að athuga með jákvæðum huga,“ segir Þráinn. „Við fengum að njóta af- náms virðisaukaskatts á bókum í tæp 2 ár og nú er þessi fjandi kom- inn aftur. Það er þyngra en tárum taki. Ég held að allir séu skelkaðir. Þetta snýst ekki bara um afkomu „Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram í kosningum í hausL Ef aðrir bjóða sig frarn tek ég því fagn- andi,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, að- spurður um væntanlegt formanns- kjör í flokknum næsta haust. Stein- grímur J. Sigfússon varaformaður hefur gert sig líklegan tíl að fara fram gegn Olafi. Ólafur telur breyttar reglur um kosn- ingu formanns og varaformanns flokksins vera mikilvægan áfanga f átt að lýðræði og valddreifingu á Islandi. „Þær gera umboð forystunnar víðtæk- ara og opna flokkinn fyrir þátttöku fleiri einstaklinga, sem geta þá valið bæði forystu flokks og þjóðmála í beinum kosningum," segir Ölafur. rithöfunda heldur líka um tunguna og bókmenntimar". Þráinn dregur f efa að ríkiskassinn græði á álagningunni og telur hann heldur eiga eftir að tapa því skattur- inn eigi eftir að þurrka út störf. „Þess vegna er okkur fyrirmunað að skilja hvers vegna verið er að taka áhættu með menningarverð- mæti þegar það skilar engum fjár- hagslegum ávinningi. Við eigum erfitt með að skilja svona leik með fjöregg þjóðarinnar vegna tíma- bundinna erfiðleika hjá þjóðarbú- inu. Ég vona einlæglega að ríkis- stjómin sjái sig um hönd. Það er ennþá hægt að koma f veg fyrir þessa ógæfu," segir Þráinn. — Ertu ánægður með nýafstaðinn miðstjómarfund? „Mér fannst miðstjómarfundurinn vera mjög góður. Við fómm í gegnum mjög ítarlega og efnismikla umræðu um sjávarútvegsmál og þegar um þennan mikilvæga málaflokk er að ræða þá er ósköp eðlilegt að það komi upp mismunandi áherslur," segir Ólaf- ur. „Hins vegar afgreiddum við mjög ítarlega ályktun þar sem m.a. em sett- ar fram hugmyndir sem ekki hafa komið fram áður. Ég er mjög ánægður með það, að þessi ftarlega ályktun var gerð, vegna þess að ég tel hana vera mjög mikilvægt veganesti inn f þær umræður sem hljóta að fara fram hér í sumar um stöðu og vanda sjávarút- vegsins." GS. -HÞ Framfærsluvísitalan lækkaði um 0,1% milli maí og júní: Verðbólga minni en engin í maí og júní -GKG. Ólafur Ragnar Grímsson í samtali um miðstjórnar- fund og formannskjör: Fagnar mótframboði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.