Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 16. júní 1993
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1993
Dregið verður I Sumartiappdrætti Framsóknarflokksins 9. júll 1993. Velunnarar
flokksins ern hvattir til að greiða heimsenda glróseðla týrir þann tlma.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins eða I slma 91-28408 og
91-624480.
»* rm ■ ■ ■ ■
tTamsoKnatTKMKunnn
Landsstjóm LFK
Fundur verður I Landsstjóm LFK fðstudaginn 18. júnl W. 20.44 að Kársnesbraut
99, Kópavogi. Rætt verður um Landsþingið I hausL
FramkvæmdasHóm LFK
Ingibjörg
Aðalfundur—
Framsóknarmenn
Akranesi
Aðalfundur Framsóknarfélagsins veröur haldinn mið-
vikudaginn 16. júnl ki. 20.30 I Framsóknarhúsinu við
SunnubrauL
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Kosið f nefndir
Ingibjörg Pálmadóttir ræðir stjórmmálaviðhortið.
Stjóaiki
Guðmuntfci Vatgerður Fknur
Norðuríandskjördæmi eystra
Alþingismennimir Guðmundur Bjamason, Valgeröur Sverrisdóttir og Finnur Ing-
ólfsson veröa til viötals sem hér segin
A sknfstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri, þriðjudaginn 15
júnl W. 17.00-19.00.
I Garöari, Garöarsbraut 5, Húsavik, miðvikudaginn 16. júnl W. 17.00-19.00.
(blaðberavántar|
HAFNARSTRÆTI • TRYGGVAGATA
Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17
R
Tökum að Au Komum^
okkur að skoðum'og,
slágarða gerum
verðtilboð
Kantklippum
x- , °9 ' Upplýsingar
fjarlægjum í síma
heyið 41224
eftir kl. 18
Vanir menn - Geymið auglýsinguna
Listahátíð í Hafnarfirði
Um þessar mundir er í algleym-
ingi alþjóðleg listahátíð í Hafnar-
firði, með söng og dansi, leiklist,
tónleikum og myndlistarsýning-
um, og stendur sleitulaust til
mánaðamóta. Þar eru að verki „er-
lendir gestir og íslenskir menn /
eins og bestu bræður / halda
hrókaræður" eins og segir í þul-
unni, áhugi mikill og aðsókn góð,
a.m.k. ef alhæfa má af þeim tón-
leikum sem hér segir frá.
Fimmtudaginn 10. júní spilaði
Manuel Barrueco á gítar í Hafnar-
borg fyrir troðfullu húsi og við
miklar undirtektir. Barrueco er
sagður vera Kúbumaður, en fædd-
ist þó í Santiago árið 1952 og flutt-
ist til Bandaríkjanna 1967. Þar
lærði hann á gítar, fyrst á götunni
en síðan hjá frægum kennurum.
Og er nú í röð fremstu gítarleikara
heims, að því er sagt er.
Efnisskráin spannaði þrjár aldir,
frá samtímamanni Bachs, S.L. We-
iss (1686-1750) til Chicks Corea (f.
1941), með óhjákvæmilegri við-
komu hjá klassískum gítartón-
skáldum eins og F. Sor og I. Alben-
iz. f öllu þessu sýndi Manuel
Barrueco afar fagaða spila-
mennsku og áreynslulausa tækni,
þannig að úr urðu skemmtilegir
og áhrifamiklir tónleikar. Auk þess
hefur Barrueco fallega og kurteis-
lega framkomu — minnir ögn á
Hauk heitinn Morthens, eins og
hann hefði sennilega litið út hefði
hann komið sér upp fimm-daga al-
skeggi.
Það er heldur óskemmtilegt að
þurfa að viðurkenna, að mér þóttu
verkin á efríisskránni heldur
versna eftir því sem þau voru nær í
tímanum, en eina tónskáldið sem
mér þótti ástæðulaust að spila,
a.m.k. út frá fyrstu heym að
dæma, var Harrison noldcur (f.
1917). Hins vegar er það liður f
starfi mikilla hljóðfæraleikara að
leita uppi og kynna lítt þekkta tón-
list, nýja sem gamla.
Manuel Barrueco er semsagt
meiri háttar gítarleikari sem sjálf-
sagt á mikla frægð fyrir höndum,
ef allt fer að vonum. Eftir fjölda
áskorana spilaði hann tvö aukalög,
suður- og norður-ameríska al-
þýðudansa, en einmitt á þeim vett-
vangi á gítarinn sér mikla hefð.
Sig. SL
A framfaraleið
Sérstaka ánægju vakti mér að lesa
frásögn Ingólfs heitins Jónssonar frá
Prestsbakka af draumi, sem hann
dreymdi ungan um Hermund Her-
mundarson frá Kvennabrekku í Döl-
um, Sturlungaaldarmann (d. 1238).
Lá mjór rauður hringur sem ör um
háls Hermundar, í sýn Ingólfs. Lít-
um aðeins á einfalt mál í stóru sam-
hengi: Fom-íslendingar hafa verið
rægðir mjög fyrir afkomendum sín-
um, úr tveim áttum: af „rétttrúuð-
um“ sem löngum létu sér ekki
minna nægja en eilífar refsingar fyr-
ir frávik frá „réttri trú“. Þó að fæstir
íslendingar hafi lagt mikinn trúnað
á slíkar kenningar á síðari tímum,
hafa áhrif þeirra klíkna, sem slíkt
aðhylltust, verið of mikil undir niðri
í þjóðlífinu. En skylt er að geta þess,
að margir prestar, einkum úr hópi
þeirra sem útskrifuðust á millistyrj-
aldatímabilinu 1918-1939 og fyrr,
áttu þar óskilið mál. Þeirra á meðal
hygg ég hafe verið séra Jón Guðna-
son, föður Ingólfs Jónssonar.
En rógurinn hefur á hinn veginn
komið frá sumum menntamönnum
sem naumast hafe verið nógu
menntaðir til að fjalla um þessi mál,
en það er önnur saga.
Hermundur Hermundarson var
ungur maður, karlmannlegur,
glæsilegur og vel að sér ger um
flesta hluti, þegar Sturla Sighvats-
son kallaði hann einn dag tii þess að
vera liðsmaður í aðför þeirri að hin-
um ungu, framgjömu Vatnsfirðing-
Lesendui sluils
um, sem fyrirhuguð var.
Astæðan var hin hörmulega Sauða-
fellsför þrem árum fyrr, en hún átti
sér aðra ástæðu ennþá fyrr. En Her-
mundur var þama „kallaður í her-
inn“ og í því starfi varð hann að
fremja fleira en gott var.
í Örlygsstaðabardaga árið 1238, en
þann bardaga hafa margir talið upp-
hafið að endalokum hins foma þjóð-
veldis eða goðaveldis, var Hermund-
ur í liði feðganna Sturlu og Sig-
hvats. En þeir vom þar báðir drepn-
ir eins og alkunnugt er. „Þá var til
höggs leiddur Hermundur Her-
mundarson. Hann var manna best
hærður, og mælti að hann vildi
kneppa hári sínu, svo að það yrði
eigi blóðugt Og svo gerði hann.
Hann horfði í loft upp, er Geir-
mundur þjófur vó hann“ (hjó af
honum hausinn — íslendinga saga í
Sturlungu, 138. kafli). Hermundur
mun hafa viljað sýna, að hann „þyrði
að sjá vopn“.
Það er minningin um þennan
„blóðrauða hring" um háls Her-
mundar, sem kemur fram í sýn hins
8 ára gamla drengs árið 1927. Hinn
framliðni Hermundur var þama
góðlátlega að segja drengnum sögu
sína. Sá sem þannig fór að, er ekki
líklegur til að vera íbúi eldsdíkis
þess í miðju jarðarinnar, sem lengi
var trúað á og einhverjir kunna að
vera að kvolast með ennþá.
„Þeir hafe allir bjargast af í framlffi"
— menn hinnar 13. aldar - - sagði
góð kona nýlega, þegar hún var að
endurlesa söguna. En væri ekkert
framlff, þá hefði drengurinn á
Kvennabrekku ekki fengið vitrun
sína árið 1927.
Þorsteinn Guðjónsson
r nmurarar
Worid Froomasonry. An lllustrated Hlst-
ory eftlr John Hamlll og R.A. Gllbert.
Aquarian/Thorson (Harper/Colllns)
,Að setja ítarlega fram sögu reglu
frímúrara í einu litlu bindi er ofætl-
an... í þessari bók reynum við að
gefa greinargott yfirlit yfir upphaf
og þróun Frímúrarareglunnar og
útbreiðslu hennar um allan hinn
frjálsa heim.“ Svo segja höfundar í
formála. „Þeir, sem leggja sig eftir
sögu Frímúrarareglunnar em sam-
mála um, að (hún) verði annað
hvort beinlínis eða óbeinlínis rakin
til steinsmiða þeirra, sem reistu
hinar stóm dómkirkjur og kastala
miðalda. Eins fáar heimildir og
varðveist hafa eða litið hafa dagsins
Ijós, verður ekki með vissu sagt,
hvort heldur var... stúkur (lodges,
gildi) höfðu forsögn í iðn stein-
smiða. Á17. öld fóm þær að taka við
mönnum, sem ekki vom steinsmið-
ir og nefndir vom viðteknir (accept-
ed) steinsmiðir. Innan tíðar urðu
þeir í meirihluta í starfandi stúkum
og breyttu þeim í umræðu (specul-
ative) stúkur.“ (Bls. 9-11)
í ræðu í stórstúku frímúrara í Par-
ís 21. mars 1737 sagði landflótta
Skoti, Andrew M. Ramsay, að regla
frímúrara yrði rakin aftur til reglu
Musterisriddara, sem Filippus fríði
og páfinn bönnuðu. ,Á milli regln-
anna tveggja em nokkrar hliðstæð-
ur: leynd yfir inntöku nýrra með-
lima; þrepskipt staða meðlima og
sameiginleg umhugun um musteri
Salómons. En hvergi er í reglu frí-
múrara að finna hvatningu til skír-
lffis, fátæktar og munklffis... Satt að
segja fyrirfinnst ekki snefill heimild-
ar fyrir kenningunni um, að hún sé
uppfrá reglu Musterisriddara mnn-
in.“ (BIs. 24- 26). Þá hefur einnig
verið reynt að rekja reglu frímúrara
til Rósarkross-reglunnar, hvort sem
sú er annað en hugarburður.
Á Bretlandi er föst skipan á stúkum
frímúrara rakin til sameiningar
fjögurra stúkna í London 1717, sem
stúkur víðs vegar um Bretland
tengdust síðar. „... engar heimildir
em um frímúrara á meginlandi Evr-
ópu fyrr en sfðla á þriðja tugi 18.
aldar. Hertoginn af Wharton, sem
verið hafi stórmeistari á Englandi
1722-23, stofnaði stúku í íbúð sinni
í Madrid. Sótti sú stúka 1728 um að
verða skráð á meðal breskra stúkna.
Á næstu ámm bámst mörg slík til-
mæli frá Frakklandi, Þýskalandi og
Hollandi. Gegn stúku í Flórens var
páfabréf út gefið 1738.
,Að útbreiðslu Frímúrarareglunn-
ar á (meginlandi) Evrópu stuðlaði
þrennt: Skipan staðar (provincial)
stórmeistara (að boði) frá Englandi.
Stúkur, stofnaðar að ensku frum-
kvæði, urðu „móður“-stúkur; og út-
gáfa farand-heimilda af stórstúk-
unni á Englandi til stúkna í bresk-
um herdeildum.“ (Bls. 47). „Her-
stúkur með farand-heimild höfðu ef
til vill mestan viðgang í nýlendun-
um, en áttu nokkurn hlut að út-
breiðslu frímúrara(reglunnar) á
meginlandi Evrópu, einkum sakir
þess, að Grand Orient á Frakklandi
hafði þær að fordæmi." (Bls. 50).
,Á Norðurlöndum vatt Frímúrara-
reglunni fram á allt annan veg en
annars staðar í Evrópu. Til Svíþjóð-
ar, Danmerkur og Noregs barst hún
frá Englandi og Þýskalandi. Upphaf-
lega höfðu stúkumar einfeldlega
enska iðnsiði (craft rituals), en þær
tóku smám saman upp þætti úr út-
færslum þeirra á Frakklandi og
Þýskalandi, þar sem þeim hafði ver-
ið umbrcytt í ellefu stig, sem að
slepptum hinum iðnkenndu þremur
fyrstu fengu mjög kristilegt inntak."
(Bls. 53-55).
í RNJTTyfaúl RMfTT \
UOS rXZ, UOSf
l Uráð J
Nýtíndir, fjörugir og spriklandi
laxa- og silungsmaðkar vilja komast f kynni viö hressa veiöi-
menn. Verð aðeins 15 og 20 krónur stk. Uppl. I s. 672822.