Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 16. júní 1993 Rafiðnaðarmenn mótmæla harðlega því misrétti sem fram kemur í tvísköttun á lífeyri. Skora á Alþingi að setja heildarlöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða: Skattar greidd- ir tvisvar af sama fé Rafiðnaöarmenn mótmæla harðlega því misrétti, sem fram kemur í tví- slröttun á lífeyri. Bæði iðgjðld og líf- eyrissjóðsgreiðslur eru skattskyid og því eru skattar greiddir tvisvar af sama fé. Rafiðnaðarmenn telja að í skugga ranglátra skattalaga sé auð- velt að leggja fram haldbær rðk fyrir gagnsleysi núverandi sjðða og helsta lausnin vaeri að hætta rekstri þeirra í núverandi mynd. Hinsvegar lýsa þeir sig reiðubúna að skoða breytingar á núverandi reglum, sem myndu leiða til réttlátari iðgjalda- og lífeyrisgreiðslna og aukinnar hagkvæmi í rekstri sjóðanna. í ályktun 12. þings Rafiðnaðarsam- bands íslands, sem haidið var f sfð- asta mánuði, kemur fram að ef stjómvöld aðhafast ekkert í málinu og þessi tvísköttun heldur áfram, munu rafiðnaðarmenn leita annarra leiða til að komast hjá þessari ósann- gjömu skattheimtu. Jafnframt bendir þingið á að það sé með öllu óþolandi að ekki sé til heildarlöggjöf um jafn umfangs- mikla starfsemi og rekin er af lífeyr- issjóðunum. Af þeim sökum skorar þingið á Alþingi að draga það ekki lengur að setja löggjöf þar um. Þingið telur að umræða undanfama mánuði um lífeyrismál geti leitt til þess að einstaklingar fái sjálfdæmi um hvar þeir kaupa tryggingar og vali á mismunandi tryggingaþáttum. Þótt einstaka sjóðir hafi verið gagn- rýndir vegna vanda þeirra við að standa við skuldbindingar sfnar, þá telur þingið mjög áhættusamt að of geyst verði farið f skipulagsbreyting- ar, sem hugsanlega geti leitt til þess að núverandi sjóðir leggist hreinlega af. Þá ítrekar þingið fyrri ályktanir um breytingar á tekjutryggingum þann- ig að hækkaðar verði verulega þær bætur sem fólk má hafa frá lffeyris- sjóðum án þess að tekjutrygging skerðist Lagt er til að vægi grunnlíf- eyris verði aukið, en hlutur tekju- tryggingar lækki að sama skapi. Þá Leikfélag Hólmavíkur leggur land undir fót: Sýningarnar að veröa 100 Leikfélag Hólmavíkur hefur lagt upp í leikferð um Norðurland með leikritið Tobacco Road eftir Erskine Caldwell. Skúli Gautason leikstýrir veridnu. Tobacco Road fjallar um hina fá- tæku Lester-fjölskyldu og gerist á tímum kreppunnar miklu. Sýningin hefur hlotið verðskuldaða athygli og góða umsögn gagnrýnenda. Með helstu hlutverk fara þau Sig- urður Atlason, María Guðbrands- dóttir, Amar S. Jónsson, Salbjörg Engilbertsdóttir og Einar Indriða- son. Alls taka 11 leikarar þátt í upp- færslunni. Sýnt hefur verið á Siglufirði, Ólafs- firði, í Freyvangi og á Raufarhöfn, en sýningar verða svo á eftirtöldum stöðum: Hrísey 17. júnf, Laugar- bakki á Miðfirði 18. júní og síðasta sýningin verður f Ámeshreppi á Ströndum, en það verður jafnframt 100. sýning Leikfélags Hólmavíkur frá upphafi. -GKG. telur þingið brýnt að komið verði í veg fyrir það að fólk öðlist aukinn rétt í almannatryggingakerfinu vegna eigin vanefnda á greiðslum til lífeyrissjóða. í ljósi mikils atvinnuleysis telja raf- iðnaðarmenn brýnt að teknar verði upp viðræður milli aðila vinnumark- aðar, ríkisvalds og lífeyrissjóða um sveigjanleg starfslok fýrir þá sem vilja hætta störfum eða missa at- vinnu fyrir sjötugL -grh HÉR ERU DANSARARNIR Eldar Valiev og Lára Stefánsdóttir, meðlimir fslenska dansflokksins, í verkinu Stravinsky skissur eftir Soleau. Flokkurinn tekur þátt í Reykjavíkurdögunum sem nú standa yfir f Bonn, þar sem hann sýnir þrjú dansverk sem öll hafa veríö sérstaklega samin fyrír hann. 10 dansarartaka þátt í sýningunum og er þetta fyrsta utanlandsferð flokksins frá því hann varð sjálfstæð stofnun undir stjóm Maríu Gfsladóttur. -gkg. Fangelsismálastofnun falið að innheimta 60 milljónir í sektir og sakarkostnað á árinu 1992: Rúmar 88 millj. útistandandi í ógreiddum sektum um áramót 1 lok síðasta árs voru útístandandi sektarinnheimtur upp á rúmlega 88,1 milljón króna, samkvæmt 1.336 dómum sem Fangelsismála- stofnun hefur fengift til fullnustu á undanfomum árum. Fjárhæftin tvöfaldaðist á tveim árum. Á árinu 1992 einu bárust stofiiun- inni til fullnustu tæplega 300 sekt- arrefsingar, þar sem dómþolar voru dæmdir til greiðslu fésektar, samtals upp á um 19,3 milljónir króna. Stofnunin áframsendi viðkomandi lögreglustjórum dómana til fulln- ustu. Einungis virðist hafa tekist að ljúka kringum þriðjungi þessara mála. því útistandandi dómum fjölgaði um hátt í 200 frá árinu á undan og sektafjárhæð hækkaði um 13,2 milljónir milli ára. Lögreglu- Hátíðardagskrá í Brekkum í dag: Forsetinn opnar upplýsingamiðstöð Forseti Islands, frú Vigdís Finn- bogadóttír, plantar fyrsta biridtrénu í nýjan landgræftslureit í dag. Reit- urinn hefur verift nefndur Brekkur og er í nágrenni Gunnarsholts. Sérstök hátíðardagskrá verður kl. 14:00 og afhendir forsetinn þá Land- græðsluverðlaunin. Þau eru veitt einstaklingum eða fyrirtækjum, sem þykja hafa skarað fram úr við land- græðslu og gróðurvemd. Að verðlaunaafhendingunni lokinni opnar forsetinn nýja byggingu í Gunnarsholti, sem hýsa mun upp- lýsingamiðstöð Landgræðslunnar. -GKG. stjórum og sýslumönnum var auk þess falið að innheimta sakarkostn- að að fjárhæð rúmlega 40 milljónir kr. á síðasta ári. Rúmlega 70% allra dómanna eru til fullnustu hjá lögreglustjóraemb- ættinu í Reykjavík, en afgangurinn skiptist á milli hinna ýmsu sýslu- mannsembætta, segir í skýrslu Fangelsismálastofnunar fýrir síð- asta ár. Af heildarfjölda útistandandi dóma í árslok 1992 var tæpur helm- ingurinn, eða 620 dómar, kveðnir upp á síðustu þrem árum, 1990- 1992. Af útistandandi fjárhæð (88,1 milljón kr.) voru um 650 þús. kr. vegna dóma þar sem refsingu hefur, með náðun, verið breytt í sekt. Um 2/3 sektardóma eru vegna nytjatöku ellegar brota á áfengislög- um og umferðarlögum. Dómar fýrir þessa brotaflokka voru um 50 færri í fýira heldur en árið áður. Útistandandi sektarinnheimtur og samanlögð fjárhæð þeirra hefur þróast þannig á nokkrum undanfar- andi árum: I)óman Fjárhæð: 1992 1.336 1991 1.158 .... 75,0 m.kr. 1990 1.022 .... 1989 1.056 .... Tekist hefur að minnka atvinnuleysi um 1,4% með því að veita 1.500 manns vinnu í gegnum Atvinnuleysistryggingasjóð: Kariar fá vinnu, en konur áfram án vinnu Um 5.200 manns voru atvinnulausir á landinu I síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráöuneytinu. Þetta jafngild- ir 4% atvinnuleysi. Atvinnulausum hefur fækkað um 1.500 manns frá marsmánuðl, en þá náði atvinnuleysið sögulegu hámarki. Þetta er saml fjöldi og fengið hefur vlnnu með styrk frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Atvinnuleysi á íslandi hefur aldrei mælst meira en í marsmánuði síð- astliðnum þegar það fór upp f 5,4%. í apríl minnkaði atvinnuleysið og fór niður í 4,6% og í síðasta mánuði mældist það 4%. Ekki er þó allt sem sýnisL Á síðustu vikum hafei um 1.500 manns fengið vinnu með styrk frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þessi hópur samsvarar þeirri minnk- un á atvinnuleysi sem orðið hefur frá marsmánuði. Það er áberandi að mun fleiri karl- ar en konur hafa fengið vinnu síð- ustu vikumar. Þannig fækkaði körl- um á atvinnuleysisskrá um 470 í síð- asta mánuði á meðan konum fækk- aði aðeins um 130. Atvinnuleysi meðal kvenna mælist nú 4,8%, en 3,4% meðal karla. Atvinnuleysi minnkaði í öllum landsfjórðungum í síðasta mánuði, nema Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Mest dró úr atvinnuleysi á Norðurlandi eystra. Þó að tölur félagsmálaráðuneytis- ins gefi til kynna að atvinnuástand hafi aðeins batnað síðustu vikumar, þá er ástandið þó miklu verra en það var á sama tíma í fýrra, en þá var það 2,5%. í maí 1991 var atvinnuleysið 1,1%. -EÓ „Athygli vekur að um 200 fleiri sektardómar eru útistandandi um áramót 1992/1993 heldur en í árslok 1991. Þetta er þrátt fýrir að talsvert færri sektardómar hafi borist stofti- uninni til fúllnustu en árið á undan. Má hugsa sér ýmsar skýringar á því, s.s. verri efnahag fólks vegna sam- dráttar í þjóðfélaginu, aukin verk- efni lögreglu í kjölfar aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði o.fl.“, segir skýrsluhöfundur m.a. - HEI Samtök borgara til vamar al- menningssamgöngum: Hærri far- gjöld og verri þjónusta Samtök borgara til vamar almenn- ingssamgöngum hafa verift stofn- uft. Markmift þeirra er m.a. aft efla almenningssamgöngur á Reykja- víkursvæðinu. Kveikjan aft stofnun samtakanna eru hugmyndir um aft breyta SVR í hlutafélag, sem tals- menn samtakanna tejja að muni draga úr þjónustu og hækka far- gjöld. Þetta kemur m.a. fram í frétt frá samtökunum. Þar segir að þar sem markmið hlutafélagsreksturs SVR sé að minnka framlag borgarinnar, muni fargjöld óhjákvæmilega hækka og þjónustan minnka. Þá er vakin athygli á hópum eins og börnum, unglingum, námsfólki, fötluðum, eldri borgurum o.fl., sem verða að geta reitt sig á almennings- samgöngur. Einnig er bent á að víðast í hinum vestræna heimi sé reynt að spoma gegn taumlausri aukningu einka- bflaumferðar í þéttbýli með því að gera almenningssamgöngur að vænlegum kosti. Þá er bent á að með minni umferð dragi úr slysa- tíðni, mengun og hávaða ásamt því að borgin sé vistlegri fýrir alla. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.