Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. júní 1993 Tíminn 9 Vinningshafamir ígetrauninni við afhendingu verðlaunanna. Aukþess eru á myndinni Grétar Haraldsson og Sigurður Jónsson fulltrúar Eurocard, Pétur Ómar Ágústsson fulltrúi Flugleiða og Kari Sigurfyartarson fuUtrúi FÍF. ATLAS-klúbburinn dregur úr bónusferðir sumarsins 1. júní sl. voru dregnar út Sumarbónusferðir ATLAS-klúbbs Félags íslenskra ferða- skrifstofa. Að þessu sinni féllu vinningar þannig: Leifur Guðmundsson, Reykjavík, ferð til Mallorca á vegum Úrvals-Útsýnar. Sonja Han- sen, Hveragerði, ferð til Costa del Sol á vegum Úrvals-Útsýnar. Kristinn Ármannsson, Sandgerði, ferð til Mallorca á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Hildur Egilsdóttir, Akureyri, ferð til Newcastle á vegum Ferðaskrifstofúnnar Alís. Þórhalla Haraldsdóttir, Kópavogi, gisting á Edduhóteli á vegum Ferðaskrifstofu íslands. Ásgeir Jóhann Krist- jánsson, Reykjavík, ferð til Glasgow á vegum Ferðaskrifstofunnar Ratvís. Börkur Gísla- son, Hafnarfirði, ferð til London á vegum Ferðaskrifstofu stúdenta. Jónína Ásbjöms- dóttir, Reykjavík, ferð til Benidorm á vegum Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Snjólaug Amardóttir, Kópavogi, ferð til Þýskalands á vegum Ferðaskrifstofúnnar Ferðabær. Allir vinningamir gilda fyrir tvo. Þetta er í fjórða sinn sem Bónusvinningar ATLAS-klúbbsins em dregnir út, en næst verður dregið í haust og þá um 7 ferðavinninga á vegum Flugleiða. Bónusferðir eru aðeins hluti þeirra fríðinda sem fylgja aðild að ATLAS-klúbbi FÍF, en í honum em allir handhafar ATLAS-korta og Gullkorta Eurocard. Iðntæknistofnun: Barneignarfréttir frá Hollywood — og óvissar fréttir Þaö fer ekkert á milli máta aö Mádchen Amick og sambýlismaöur hennar DavidAlexis eiga von á erfingja. Sumarsýning í Safni Ásgrims Jónssonar Sumarsýning hefur verið opnuð í Safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74. Eins og venja er á sumrin er þar sýnt úr- val mynda eftir Ásgrím, sem veita mönn- um innsýn í heildarstarf hans. í vinnu- stofu listamannsins em landslagsmynd- ir, bæði olíu- og vatnslitamyndir, en á heimili hans em aðallega blómamyndir og uppstillingar auk nokkurra þjóð- sagnamynda. " Safn Ásgríms Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga yfir sumarmánuð- ina, kl. 13,30-16. Fjölskykluleikur Ölgeróarinnar Egils Skallagrimssonar Nú stendur yfir skemmtilegur fjöl- skylduleikur á vegum ölgerðar Egils Skallagrímssonar með stórglæsilegum vinningum. Leikurinn heitir „Náðu þér í *trik“ og stendur til 7. júlf. „Náðu þér í strik“ er léttur og einfaldur leikur sem gengur út á að þátttakendur safha 10 strikamerkjum af Pepsi og/eða 7-Up plastflöskum og svara þremur létt- um spumingum á sérstökum þátttöku- seðli, sem hægt er að nálgast á öllum sölustöðum Pepsi og 7-Up. Þátttakendur eiga síðan að senda strikamerkin og seð- ilinn til ölgerðarinnar og eiga þar með kost á að fá einhvem þessara vinninga: A. Conway tjaldvagn frá Titan hf. að verðmæti 330.000 kr. með fullkomnum viðlegubúnaði, samtals að verðmæti 405.000 kr. B. 10 fjallahjól og seglbretta- námskeið f Seglbrettaskólanum Hafra- vatni. C. 100 nýir geisladiskar með stór- sveitunum GCD og SSSól. Skilafrestur f leiknum er til 7. júlí og þá verður dregið úr nöfnum þátttakenda. Úrslit í leiknum verða síðan birt f dag- blöðum. 9. bókin un Galdrameistarann Út er komin 9. bókin í bókaflokknum um Galdrameistarann eftir Margit Sandemo, höfund ísfólksins. Líkt og fyrri bækur • fjallar þessi um hina eilífu baráttu góðs og ills og ber hún nafnið Engill í vanda. Inn í söguþráðinn tvinnast persónur úr ísfólkinu sem allir þekkja, vinsælasta bókaflokki sem út hefúr komið hérlendis sem og á öðrum Norðurlöndum. Galdrameistarinn á upphaf sitt að rekja til íslands og hefur höfundur margoft ferðast hingað f efnisleiL Hún var hér síðastliðið sumar í fylgd hóps mynda- tökumanna frá norskri sjónvarpsstöð og var gerður sjónvarpsþáttur um staði sem tengjast göldrum og galdratrú. Þáttur þessi var nýlega sýndur í Noregi við góð- ar undirtektir. Margit Sandemo mun enn á ný heimsækja ísland í sumar, þvf eins og hún segir sjálf: „Mér þykir vænt um ísland og ég get fullvissað ykkur um að sú tilfinning er ekta. Ég verð aldrei þreytt á að ferðast um þetta land þar sem andstæðumar eru á hverju strái. Þar fæ ég innblástur auk þess sem einhverja dulúð er að finna undir næstum hverj- um steini." Útgefandi er ísfólkið bókaútgáfa, Sfðu- múla 21. Nýskðpun er hugvit til hagvaxtar Sveinbjörg Brynjólfsdóttir vann f sam- keppni sem Iðntæknistofnun efndi til um skilgreiningu á hugtakinu nýsköp- un. Tillaga hennar er að nýsköpun verði best skilgreind með orðunum hugvit Hl hagvaxtar. Samkeppnin fór fram meðal um 1.200 gesta sem heimsóttu Iðntæknistofnun á Opnu húsi 9. maf sl. f tilefni af 15 ára af- mæli stofnunarinnar. Verkefni Iðn- tæknistofnunar tengjast meira eða minna nýsköpun í atvinnulífinu og því þótti við hæfi að fá mat gesta á hvaða skilning þeir leggja f hugtakið. Fjöldi snjallra hugmynda kom fram. Samkeppnin var bæði til gamans gerð og jafnframt til að finna eina kjamyrta skilgreiningu sem fæli í sér hvað nýsköp- un í atvinnulífinu er. Tillögumar vom síðan metnar af hópi manna sem tengj- ast iðnaði á íslandi á einn eða annan hátt Hugtakið nýsköpun er mikið notað í umræðu um fjölbreyttara atvinnulíf, en merking þess er ekki alltaf sú sama. Skil- greiningin sem var valin felur í sér að með því að virkja hugvitið sem býr í þjóðinni verði hagvöxtur aukinn. Iðn- tæknistofnun mun hafa skilgreiningu Sveinbjargar að leiðarljósi og nota hana í auglýsingum og í kynningarritum á veg- um stofnunarinnar. í viðurkenningarskyni var Sveinbjörgu fært eintak af þeim 5 bókum sem Iðn- tæknistofnun hefur gefið út á undan- fomum árum og handgerður, fslenskur kertastjaki. Á Opnu húsi Iðntæknistofnunar vom gestir einnig beðnir að velta vöngum og taka afstöðu til nokkurra fyrirfram ákveðinna skilgreininga á hugtakinu ný- sköpun. Langflest atkvæði fékk eftirfar- andi skilgreining: „Nýsköpun felst í því að hlúa að og hrinda í framkvæmd nýjum framleiðslu- og markaðshugmyndum eða finna göml- um nýjan farveg." Orð em til alls fyrst og skilgreiningar góðar áður en ráðist er í framkvæmdir. Erla B. Axelsdóttir sýnir í Slunkaríki á ísafirói Á þjóðhátfðardaginn 17. júnf kl. 16 opn- ar Erla B. Axelsdóttir sýningu á verkum sínum í Slunkaríki á ísafirði. Erla hefur haldið sjö einkasýningar. Síðast sýndi hún í Listasafni ASÍ við Grensásveg í október 1992. Jafnframt hefur Erla tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Erla starfrækir Art-Hún gallerf og vinnustofur ásamt fjórum öðmm lista- konum að Stangarhyl 7 f Reykjavík. Art- Hún hópurinn opnaði samsýningu í Poppay Museum í Saratoga Springs í New York-fylki í Bandaríkjunum 5. júnf s.l. Þetta er önnur samsýning hópsins f Bandaríkjunum, en áður sýndu þær stöllur í John Almquist Gallery í Chicago í nóvember á sfðastliðnu ári. Á sýningu Erlu f Slunkaríki em olíu- málverk og pastelmyndir unnar á undan- fömum 2-3 ámm. Sýningin stendur til ll.júlí. Það er vinsælt um þessar mundir í Hollywood að eignast böm og nú er vitað með vissu um enn eina fjölskylduaukning- una. Leikkonan Mádchen Am- ick, sem fræg varð í Tvídröng- um, á von á öðru bami sínu og kærastans Davids Alexis, söngvara og lagasmiðs. Fyrir eiga þau tæplega ársgamlan strák. Hins vegar liggur ekki eins ljóst fyrir hvort satt er að þau Clint Eastwood og sambýliskona hans, leikkonan Frances Fisher, eigi raunverulega von á barni eða hvort orðrómurinn um það sé aðeins settur á kreik til að auglýsa nýjustu mynd hennar, „Baby Fever", en sagt er að leik- konan fertuga vænti sín í nóv- ember. Þau Clint hafa verið óað- skiljanleg í þrjú ár. Hann á fyrir tvö uppkomin böm. Þegar Clint stóð í sigurstríðinu um Óskarinn í vor (hann hreppti tvenn fyrir mynd sfna Hinir vægðarlausu), var mjög sterkur kvittur uppi um að trú- lofunaropinberun lægi í loftinu. En þegar engin tilkynning var gefin út um það, þótti líkleg skýring að verðlaunafárið hefði haft áhrif þar á. Clint er þekktur að því að vera ekkert að tala af sér, en djúp merking er gjama lögð í þau fáu orð sem hann lætur út úr sér. Þess vegna þykir eftirfarandi yf- irlýsing hans styðja þá hugmynd að hann ætli nú að staðfesta ráð sitt: „Kominn á þennan aldur hef ég komist á þá skoðun að konur séu í sínu besta formi þegar þær em búnar að ná fer- tugu. Nú á dögum eru konur áhugaverðari þegar þær eru komnar á þann aldur. Þær hugsa betur um sjálfar sig.“ öllu óvissara er um sannleiksgildi orörómsins um aö Clint Eastwood ætli aö bæta enn einum sigrinum viö á Ósk- arsverölaunaárinu sínu og veröa pabbi fyrir árslok. Sambýliskona hans, Frances Rsher, er fertug aö aldri, en Clint 63ja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.