Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 16. júní 1993 Tímínn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJll Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guðmundsson Stefán Asgrfmsson Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavfk Sfml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritsflóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Norrænt samstarf— norræn þjóðarsál Þann 11. júní síðastliðinn voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var á öllum Norðurlöndum um afstöðu fbúanna til norræns samstarfs. Niðurstöð- urnar eru um margt athyglisverðar. Eitt af því, sem spurt var um, var hvort viðkomandi teldi þýðingu norræns samstarfs aukast á næstu árum. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem spurðir eru — sjö af hverjum tíu á hinum Norðurlöndunum og sex af hverj- um tíu á fslandi — svara því játandi og 65% aðspurðra íslendinga eru þeirrar skoðunar að norrænt samstarf muni aukast á næstu árum. Athygli vekur einnig að stofnanir norræns samstarfs, Norðurlandaráð og Nor- ræna ráðherranefndin, virðast vera betur þekktar á hin- um Norðurlöndunum heldur en hér á íslandi. Það vekur líka athygli í sambandi við þessa skoðana- könnun að íslendingar virðast vera mjög meðvitaðir um mengunarhættuna og þörfina á því að ráðast gegn henni með samstarfi þjóða og þá ekki síst nágranna- þjóða. 89% íslendinga telja þetta vera mjög aðkallandi verkefni í norrænu samstarfi. Þá setja íslendingar hindrunarlausan vinnumarkað og frelsi til náms og gagnkvæma viðurkenningu prófa ofarlega á listann, þegar spurt er um mikilvægi þeirra verkefna sem unnið er að á vettvangi norræns samstarfs. Niðurstaða þessarar könnunar í heild er sú að almenn- ingur á Norðurlöndum lætur sig samstarf Norðurlanda- þjóða miklu varða og það er síður en svo að fólkið telji að norræn samvinna hafi runnið sitt skeið, þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðavettvangi. Grunnur norrænnar samvinnu á sér djúpar rætur, sem eru líkar menningarhefðir og lík afstaða til umhverfis- ins. Þetta viðhorf hafa þeir Norðurlandamenn, sem eru mestir Evrópusinnar, viljað virkja á evrópskum vett- vangi og ekki síst hefur sú skoðun verið uppi hjá Dön- um, sem einir Norðurlandaþjóða hafa verið í Evrópu- bandalaginu hingað til. Það er greinilegt af þessari könnun að norrænt samstarf á sér dýpri rætur í þjóðar- sál fólksins á Norðurlöndum en evrópsk samvinna. Ekki síst á þetta við um íslendinga, sem þar að auki telja samvinnu við Bandaríkin afar mikilvæga. Niðurstöður þessarar könnunar styðja þá skoðun að efla beri norrænt samstarf og kynna betur á fslandi ávinning þess. Það er einkennileg sú niðurstaða könn- unarinnar að fslendingar séu verr að sér um þessa hluti en aðrar Norðurlandaþjóðir og það vekur þá spurningu hvort stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafi verið nægilega vel á verði að upplýsa þessi mál hérlendis. Niðurstöð- urnar benda til að svo hafi ekki verið. Sumir stjórn- málamenn hafa auk heldur talið sér henta að gera lítið úr þessu samstarfi og fjölmiðlaumfjöllun hefur stund- um verið því marki brennd. Alþjóðasamstarf er þungt í vöfum og flókið. Það er erf- itt fyrir almenning að greina kjarnann frá hisminu í þessum efnum og ber mikla nauðsyn til þess að það sé reynt að draga fram meginlínur í alþjóðlegu samstarfi okkar íslendinga, norrænu og öðru, hverjir séu kostir og gallar. Norrænt samstarf hefur fært okkur íslending- um mikinn ávinning í gegnum tíðina, en sá er mestur að hafa hindrunarlausan aðgang að þessum löndum, sem eigið land væri. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér, heldur með margvíslegum samningum og samræmingu og breytingum á löggjöf í öllum löndunum. Þetta sam- starf kann að breytast með nýjum vindum í alþjóðamál- um, en áfram verður þörf fyrir náið samband vina og grannþjóða á Norðurlöndum. Ráðherraskiptí fóru fram á tveimur rikisráðsfundum að Bessastöðum í fyrradag. Þetta var fögur athöfri og bar eigi alJIítínn svip af fermingu: Pörupiltamir gengu undirleitir í kór að meðtaka náöarmeðulin og sátu svo fyrir í hópi „fjölskyldunnar" úti á tröppum á eftír. Svo fiýttu þeir sér Nú máttí sleppa allri þrúgandi virðuleiJwislepju: Báðir fengu brand- ara-lyklaJrippur, blóm og kossa og rosknir guðfeður þeirra, Eiður og Sighvatur, kváðust vissir um að þeir mundu spjara sig, þótt víst mundu margar freistingar bíða við hvert fót- mál, er þeir væru nú komnir í fiull- orðinna manna tölu. Bráðum munu þeir (a bíl og fleiri friheit sem ung- lingsárunum fylgja. Líka kunna þcir að hafe áminnt drengina um að súpa hinn höfúga mjöð valdanna sem mest á laun og Jrafa sem hljóöast um bemskuástina tíl hinnar Jireinu meyjar jafnaðar- hugsjónarirtnar. Þá mundu þeir komast hjá seinna að taka framhjá henní f jafri stórum stfl og þeir gömlu mennimir sjálfir hafe orðið berirað—þóttreyndarsélangtsíð- an samviskan hætti að kveija þá af þeimsökum. Týndur sveindómur Þeir Eiður og Sighvatur glötuðu snemma sveindómi hugsjónar sinn- ar (vafasömum hverfum hins póJ- tíska lífs, svo ráð þeirra til eftirmann- anna eru hoilráð. Þessum gömlu gosum er vel ijóst að drengjunum mun reynast hált á svellinu eins og þeim sjálfum. Sighvatur fer ekki í grafgötur með að Guðmundur Ámi verði fljótur að gleyma hafhfirskum leggjum og skeljum þegar honum hefur verið sýnt fram á að „roðinn í Þeir Guðmundur Ámi og Össur munu því áreiðanlega hvorugur verða velgjörðamönnum sínum tíi teijandi mæðu með einhvers konar spá. Pari svo að bryddi á einhvers konar óværð með þeim, þá mun það austri" var aldrei annað en bjarmtnn írá rauðuijósahverfi bitlinga, poís og móðureyra Alþýðuflokksins er þunnt þegar að slfkur kemur... Annars vcrður flokkurinn þegar að fara að hyggja að því hvaða virðing- arstöður muni liggja á Iausu er þeir Guðmundur Anni og össur skila af sér brandara-lyklunum, sem þeim voru fengnir f gæidag. Þá getur flokksfotystan eklri staðið uppi sem Engin „óþekkf‘ Eiður mun aftur á móti fatt nýtt þurfa að kenna sínum manni, sem fyrir löngu hafúr einsett sér að verða -sjálfúr meistaraloddarinn á sviði Hann er ntú þegar kominn hálfa leið og hefur sýnt sig að vera slíkt „tal- ent“ að Jún Baldvin og þeir hinir mega prísa sig sæla ef harm verður ekki búinn að ná af þeim bæði axia- böndunum og pípuhattinum áður en kjörtímabílið er útL þeirra fermingarbræðranna haldS ekki áftam að nýtast þjóðinni, En það mun bjargast ef að líkum lætun Préttast mun um gigtveikan am- bassador í ónefhdu landi sem ákaft er tekinnað þrá hvfldina og slegið mun upp verða lausri stöðu við mtídls- háttar peningastofnun í Kvosinni. Og svo furðulega mun hittast á að tveir hæfileikamenn verða ekki alveg ófúsir — eftir að hafa hikað, beðið, gaumgæft aflar hliðar, hikstað og Fáfræði upplýsingaþjóðfélagsins Kaupmannahöfn var höfiiðborg ís- lands í 500 ár og háskólinn þar æðsta menntastofnun sem íslend- ingar áttu greiðan aðgang að og nutu þar jafnvel sérstakra vildar- kjara framyfir Danskinn. íslensk bókmenntaarfleifð var geymd og rannsökuð í borginni og þar var Bókmenntafélagið og mikil útgáfa íslenskra bóka og tímarita um langt skeið. Enn í dag stunda fjölmargir íslendingar nám í Danmörku og eiga greiðan aðgang að mennta- stofnunum á öðrum Norðurlöndum og eru þar að jafnaði í hundraðatali. í atvinnuleysinu í kringum 1970 var talið að um sjö þúsund íslend- ingar hefðu sótt vinnu í Svíþjóð og komu þeir sér þar áreynslulaust fyr- ir í velferðarkerfinu. Margir fluttu líka til Danmerkur og Noregs á þess- um árum og sumir flendust Gagn- kvæm réttindi Norðurlandamanna til náms, atvinnu, búsetu og til fé- lagslegrar þjónustu eru svo sjálfsögð að ekki þarf um að tala og íslenskir menn og konur hafa svo sannarlega notið góðs af. Innan EFTA hafa þjóðimar haft ná- ið samstarf í viðskiptum margs kon- ar og notið gagnkvæmra vildarkjara. Samt vita fslendingar andskotann ekki neitt um norræna samvinnu og hafa yfirleitt ekki nokkra hugmynd um öll þau gagnkvæmu réttindi og skyldur sem þjóðimar hafa samið um sín á milli. Pappírsþing Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á öllum Norðurlöndunum um hug manna til norrænnar sam- vinnu. Til marks um deyfðina og fé- viskuna um norræn málefni er að þriðjungur íslendinga hefur aldrei heyrt minnst á Norðurlandaráð. Það fundar samt með brauki og bramli á hverju ári og fimmta hvert ár í Reykjavík. Almenn þekking á efninu er mun meiri á hinum Norðurlönd- unum. Þingstörf eru lögð til hliðar þegar Norðurlandaráð heldur sína fundi og eru helstu fréttimar af því hvflíkt ofurmagn af pappír fer í þinghaldið og það sem því tilheyrir. Hápunktur hvers fundar Norður- landaráðs er þegar afhent eru verð- laun fyrir bók og tónverk. Varla þarf að taka fram að aldrei er verðlaunað sswaa hennar en IbúaráWnunr Nc ■J. im\nk nm HMÍurtand verk sem almúginn á Norðurlönd- um, eða annars staðar ef út í það er farið, hefur minnsta áhuga á að lesa eða hlusta á og kemur ekki nokkurri sálu við hveijir eru verðlaunaðir nema þeim sem fó eyrinn fyrir verð- launaverkin. í Norðurlandaráði sitja þingmenn aðildarríkjanna og eru þeir kosnir af þjóðþingunum til starfans. Þaul- sætnir þingmenn líta á setu í ráðinu sem æviráðningu og hreyfast ekki þaðan nema þeir séu felldir út af þingum. Norðurlandaráð er merkileg stofn- un sem er til fyrirmyndar í alþjóð- ITitt Qfl bfeitl legu samstarfi og hefur komið ótrú- lega miklu til leiðar til að styrkja norræna samvinnu og samstarf milli þjóðanna. Það sem meira er, einstak- Íingamir á Norðurlöndum geta not- ið milliríkjasamninganna á mörgum sviðum og gera það. íslendingar hafa ekki síst notið góðs af. Samt eru þeir eins og fávísir aular þegar spurt er um norræna samvinnu og hafa yfir höfuð ekki hugmynd um á hverju hún byggist, eða jafnvel hvort hún sé til. Norrænt samstarf er á vegum ríkis- stjóma og þjóðþinga aðildarríkj- anna. Samkvæmt könnuninni sem vitnað er til em íslendingar tómlát- astir allra þjóðanna um sameiginleg málefhi og hagsmuni. Eina haldbæra skýringin á þessu er sú að ráðherrar og alþingismenn hér séu í mun laustengdara sambandi við þorra íslendinga en gerist og gengur í lýðræðisríkjum. Hér hlust- ar ekki nokkur pólitíkus á aðra en viðhlægjendur sína og einstaka flokksmenn. Tfmi þeirra fer í að hæla sjálfum sér og reyta æmna af andstæðingunum og er þetta fólk fast í endalausu stagli kosningabar- áttunnar allt kjörtímabilið. Að kenna öðmm um ófarir og fortíðar- vanda í efnahagsstjóm er sú pólit- íska umræða sem fólk er matað á, en í rauninni hafa stjómmálamenn og viðhlægjendur þeirra aldrei vit á að segja fólki hvað þeir em að gera eða hvað þeir hyggjast leggja til mála. Margt gera stjómmálamenn vel og til hagsbóta fyrir land og lýð. Og um margt em þeir sammála, Ld. um norræna samvinnu, og geta unnið þar saman eins og viti bomar vemr. En þeir geta ómögulega komið til skila hvað þeir em að gera í Norður- landaráði og hvaða árangri þeirra góðu störf þar koma til leiðar. Þeir hafa nefnilega vanið sig á að tala til fólks eins og fífla með frumstæðum skætingi hver f annars garð með þeim árangri að enginn veit hvað þeir em að bardúsa, hvað þeir hafa gott gert eða hvemig þeir hyggjast takast á við vandamál framtíðar. Þá er og greinilegt að þingmenn og ráðherrar sem taka þátt í norrænu samstarfi líta á það sem einkafundi sína með erlendum kollegum sem gaman sé að eiga samneyti við í fín- um höllum. íslensku fólki kemur ekki við hvað þar fer fram, þótt það kunni að njóta góðs af með ýmsum hætti. Ekki er nema von að umræðan um Evrópumálin sé frumstæð, þar sem ekki er einu sinni hægt að veita lág- marksupplýsingar um norrænt sam- starf, eðli þess og áhrif. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.