Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. júnf 1993 Tíminn 5 Náttúran snýr á dóms- dagsspá- mennina: Þeir kölluðu það stórslys. Þegar olíuskipið Braer strandaði á klettun- um við Fitful Head var ausið út spádóm- um um dauðadæmt vistkerfl í álíka magni og jafnhratt og 85.000 tonna hrá- olíufarmurinn hellt- ist úr skipinu. Stór- hætta var á að fæðu- og uppeldisstöðvar á sjófuglssvæðunum á Hj altlandseyj um, sem njóta alþjóðlegr- ar aðdáunar, ger- eyðUegðust, að því er umhverfisfræðingar héldu fram. Heilu kynslóðirnar af stór- kostlegum fuglateg- undum myndu hverfa fyrir fullt og allt. Láðist að láta fuglana vita Enginn sagði fuglunum fréttim- ar. í síðustu viku maí komu fyrstu ungamir úr eggjunum hátt í brött- um klettunum, þar sem lundamir standa ábyrgðarfullan vörð um holumar sínar. Naestu dagana komu tugþúsundir unga til viðbót- ar úr skjóli eggjaskumarinnar. Það var því líkast sem olíuskipið hefði rekið ffam hjá þessum vindbiásnu eyjum og aldrei sett minnsta blett á fegurð þeirra. Ef það álit umhverfisfræðinga er rétt að fuglar séu viðkvæmur mælikvarði á heilsufar umhverfis- ins, hefur mesti olíuleki á Bret- landseyjum á 28 árum gert lítinn varanlegan skaða. Kríumar eru mættar til að verpa og urðu ekki varar við neinn skort á sandsflum á sjávarbotni, sem aðeins fyrir fimm mánuðum var álitinn vera eyddur lífi. Paul Walton, einn sex fúglafræð- inga við Glasgow-háskóla sem fylgjast með fuglalífinu, segist hafa orðið „miður sín“ vegna fyrstu ffétta af olíulekanum. Hann hefur fylgst með fullorðnum fuglum kenna afkvæmum sínum að fljúga síðustu þrjú sumrin og nú bjó hann sig undir að þögult vor væri í vændum. Nú reynir á hversu margir ungar lifa af, en Walton segir að engin merki séu um að fuglamir komist ekki af. Við suðurodda Hjaltlands, Sum- burgh Head, þyrpast 500 pör af langvíum umhverfis eggin sín á klettahrúgu og skiptast á að kafa í tæm vatninu eftir fæðu. Hversu vel þeim gengur sannar hvers nátt- úran er megnug þegar að því kem- ur að hreinsa og endurlífga. Mátt- ur náttúrunnar í þeim efnum kem- ur líka umhverfisvemdarsamtök- um f slæman bobba. Stórkostlegar hrak- spár um dýralífið rættust ekkí Royal Society for the Protection of Birds (RSPB), stærstu samtök sly sið við Hj altland Dag eftir dag bárust I vetur fréttir um yfirvofandi stórskaöa á strðndum Hjalt- tands og sjónum umhverfis vegna oiíufarmsins sem streymdi úr tankskipinu Braer, þar sem þaö iiöaöist I sundur eftir strand. til vemdar dýralífi, með 815.000 meðlimi, fullyrti í janúar að heilu fuglategundimar myndu hverfa. Samanburður var gerður við strand Exxon Valdez við Alaska fyr- ir fiórum ámm, en í því stórslysi fórust yfir 300.000 fuglar í meira en helmingi minna magni af olíu en streymdi frá Braer. í skýrslu Grænfriðunga var varað við því að aðeins örfáir af þeim 800 sæotmm, sem heimkynni eiga á Hjaltlandi, myndu lifa af óskaddaðir. Lokatala fómarlamba var skráð 1.542 fuglar og þar af fórst kannski einn af hverjum sjö, einfaldlega af völdum óveðursins sem muldi ol- íuskipið í sundur. Fuglafræðingar á staðnum álíta að ef hræ, sem ekki hafa skilað sér, væm talin með, kunni fjöldinn í mesta lagi að hafa verið 6.000. Kmfning var gerð á sex otmm, þ.á m. einum sem norskir sjónvarpsmenn keyrðu yf- ir. Enginn þeirra hafði orðið fyrir eitmnaráhrifum af olíu úr Braer. Scottish Natural Heritage (SNH), opinber stofnun á vegum ríkisins, fann heldur ekki merki um að einn einasti hvalur, höffungur eða hnísa hefði orðið olíu úr skipinu að bráð. Það sama á við um seli; af þeim sex, sem mikið var haft fyrir að safna saman og grandskoða, höfðu fiórir drepist áður en olíu- lekinn varð. Peter Ellis, fulltrúi RSPB á Hjalt- landi, er einn af mörgum sérfræð- ingum sem viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Fuglamir sem verst urðu úti, skarfar, em nú 60% af venjulegri stofnstærð, jafnvel á mengaðasta hluta strandarinnar, og þó að hafi talist 857 dauðir fugl- ar eftir lekann, em enn næstum því 6.000 pör sem fjölga sér á eyj- unni. EUis sagði að bara í Quendal Bay, sem næst er slysstaðnum, hefðu 90% fuglanna ferisL Vetrar- talning sýndi að fjöldinn allur f West Voe, í tveggja mflna fjarlægð, hefði í raun ekki orðið fyrir nein- um áhrifum. „Skaðinn var ótrú- lega staðbundinn," segir Ellis. I síðustu viku maí hafði svæðið umhverfis strandstaðinn sjálft Iok- ið ummyndun sinni. Innan við 200 metra frá þar sem kinnunginn ber hæst, á kletti sem alda eftir hæg- fara öldu af þungri olíunni úr skip- inu skolaðist yfir, undu fjórir selir sér hið besta í sólskininu. Á bjarg- toppum er grasið, sem var sortnað og hált undir fæti, nú doppótt af nýjum geldingahnöppum. Á ökr- unum, sem óttaslegnir bændur með gasgrímur höfðu gefið upp á bátinn, gæta æmar lamba sinna. Nákvæmlega hvað varð af olíu- farmi Braers verður aldrei vitað. Andstætt forspám dómsdags- manna um að olíuflekkurinn myndi gleypa Hjaltlandseyjar, mengaði hann aðeins 30 mflna strandlengju, aðeins lítið brot af 1200 mflunum sem Exxon Valdez- slysið skaðaði. Það sem gerði AÐUTAN mestan muninn voru ekki úðar- arnir, flotgirðingamar eða skófl- umar í opinberu hreinsunarher- ferðinni, heldur sterkir vindar sem dreifðu olíunni, og hversu tiltölu- lega létt hún er. Mestur hluti olí- unnar annað hvort gufaði upp eða var etinn upp af örverum. Hraðinn á þessu ferli náttúmnn- ar kom jafnvel vísindamönnum yf- irvalda á óvart, sem komust að því að styrkur olíunnar varð 1000 sinnum meiri við vesturströndina en utan marka olíuflekksins fyrst eftir slysið 5. janúar, en náði eðli- legum styrkleika þegar um miðjan febrúar. Magnús Magnússon hafði rétt fyrir sér Skosk yfirvöld álíta að 23.000 tonn — 30% af heildarfarminum — hafi safnast saman á tveim aðskildum botnfallssvæðum. Dr. John Baxter, yfirmaður sjávar- og stranddeildar SNH, segir að kafarar hafi samt sem áður orðið lítið varir við skaða á neðansjávarlífi. Atburðarásin hefúr sýnt að Magnús Magnússon, formaður SNH sem varð fyrir að- kasti umhverfissinna í janúar, hafði rétt fyrir sér þegar hann var einn um að halda því fram að olíu- lekinn jafngilti ekki stórslysi og það myndi skaða ferðaþjónustu á staðnum og fiskveiðar að kynna hann á þann hátt Ýktar frásagnir af lekanum sköð- uðu í reynd ímynd eyjarinnar. Pantanir ferðamanna hafa dregist saman um 10% í sumar og er það tap upp á tvær milljónir sterlings- punda. Sumir stórmarkaðir af- pöntuðu fisk frá Hjaltlandi, jafnvel þó að enginn afli sem veiðst hefur utan 400 fermflna lokaðs svæðis hafi reynst mengaður. Hrakspár- menn bættu á fjárhagsbyrðar bóndabýla með tali um mengaða uppskeru og dýrafóður. Skararnir af umhverfissinnum, sem gerðu innrás á Hjaltland, hafa skilið eftir sig óbragð eins fúlt og olían og eyðingarefnin á hana sem gegnsýrðu loftið í janúar. Sumir náttúrufræðingar á staðnum gagnrýndu tilraunir til að bjarga fuglum sem lentu í olíunni og segja að innan við 20% fuglanna, sem bjargað var og flogið með til Skotlands til meðferðar, hafi kom- istaf. Grænfriðungar gagnrýndir mest Sterkasta gagnrýnin beinist að Grænfriðungum, sem eru sakaðir um að ala á ótta í þorpunum í grennd við skipsstrandið. Margir sem hlustuðu á Paul Horsman, olíuherferðarfræðing Grænfrið- unga, eru enn hræddir vegna við- varana hans um heilsuspillandi áhrif til langs tíma. Dr. Derek Cox, yfirmaður f heilbrigðisgeiranum og félagi í Greenpeace, segir að raunveruleg hætta vegna smávegis snertingar við benzene, krabba- meinsvaldandi efnis í olíu, sé svo lítil að ekki sé orð á gerandi. Horsman, sem fór frá Hjaltlandi eftir þriggja vikna dvöl, neitar því að hann hafi málað skrattann á vegginn vegna áhrifa á heilsufar og umhverfið og stendur á því festar en fótunum að til lengri tíma litið gæti fæðukeðjan í sjónum hafe orðið fyrir skaða. Umhverfissinnar á Hjaltlandi hefðu viljað að hann hefði einbeitt sér að þvi að styðja baráttu þeirra fyrir að koma upp ratsjámeti til að vara við ef olíu- skip koma of nærri eynni. Nú hefur dr. TVevor Dixon, fyrir- lesari við Brunel-háskóla um stýr- ingu á umhverfinu, sagt að Græn- friðungar hafi villt um fyrir al- menningi og notfært sér slysið með auglýsingum til að draga til sín nýja félaga og fjárframlög. Rangar upplýsingar um olíulekann grófu undan trúverðugleika þeirra sem vilja vemda umhverfið. „Þetta snerist um að þyrla upp umtali, hirða peningana og hlaupa í burtu,“ segir hann. Ástandiö á þessum slóöum nú. Fugiar fljúga yfir hreinum ströndum og sjó. Lítil merki um olíu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.