Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.06.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. júní 1993 Tíminn 3 Stokkið í teygju Deildar meiningar um sjávarútvegsstefnuna á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins: Alþýðubandalagiö telur að kvótakerfið hafi brugðist Miðstjóm Alþýðubandalagsins telur að núverandi stjórnkerfi fisk- veiða hafi bmgðist í veigamiklum atriðum. Menn vom ekki sam- mála á fundinum um hvaða kerfi ætti að taka við af núverandi kerfi. Ályktun fundarins ber þess nokkur merki, en í henni er lögð áhersla á að sköpuð verði samstaða með þjóðinni um heildstæða stefnu í sjávarútvegsmálum. í ályktun miðstjómar segir að meðan á endurskoðun fiskveiði- stefnunnar standi skuli tekið á þeim vandamálum sem frjálst framsal kvóta hefur skapað með reglum sem takmarka það, m.a. þannig að for- kaupsréttur sveitarfélaga verði lát- inn ná til aflaheimilda en ekki ein- ungis til skipa og athuga skuli hvort aflaheimildir eigi að renna til ríkis- ins við gjaldþrot til að þeim megi ráðstafa með tilliti til atvinnusjónar- miða. Lagt er til að viðhaldið verði frjáls- um aðgangi smábáta til veiða með eðlilegum takmörkunum. Megintillaga fundarins er að fram- tíðarstefna í stjóm fiskveiða verði mótuð í samráði við alla stjómmála- flokka og hagsmunaaðila og að þessi nýja stefna verði lögfest sem gmnd- vöílur nýrrar sjávarútvegsstefnu fyr- ir lok næsta fiskveiðiárs. Á miðstjórnarfundinum vom stað- festar reglur um kosningu for- manns og varaformanns Alþýðu- bandalagsins í samræmi við breyt- ingar á lögum flokksins sem sam- þykktar vom á síðasta Iandsfundi. Samkvæmt hinum nýju reglum mun fara fram skrifleg kosning meðal almennra flokksmanna um forystu flokksins þegar dregur að landsfundi. -EÓ Teygjustökk verður aftur í boði í sumar en stærsta og þekktasta teygjustökksfyrirtækið í heiminum, World Bungee, hefur í hyggju að bjóða upp á slíkt í samvinnu við „Tveir með öllu“ á Bylgjunni. -GKG Listahátíð í Hafnarfirði: Konan hans Guðs og G-bletturinn Pé-leikhópurinn fmmsýnir tvö leikrit á Listahátíð í Hafnarfirði í kvöld. „Konan hans Guðs“ heitir það fyrra og er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Hið síðara er eftir Áma Ibsen og heitir „Knútur og Emma, Gummi og Góa“ eða „G-bletturinn“. Andrés Sigurvinsson leikstýrir verk- unum. -GKG. Gróður á hálendi allt að hálfum mánuði seinna á ferðinni en í venjulegu árferði: Mikil snjóalög á hálendinu „Gróður tekur seinna við sér en venjulega um allt land og er allt að hálfum mánuði seinni á ferðinni á hálendinu," segir Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri og telur að umferð um hálendi tefiist af þeim sökum en þar eru enn mikill snjóalög. Hann óttast helst að bleyta verði ekki farin úr jörðu í upphafi ferðamannatímans. „Þar er hins vegar raki í jörðu þó að efsta yfirborð sé orðið þurrt. Þeg- ar hlýnar vonar maður að gróður taki fljótt við sér. Þar er allur gróður svona hálfum mánuði á eftir því sem gerist í venjulegu árferði," segir Sveinn. Það fylgja því samt kostir að snjó taki seint upp á hálendi að mati Sveins. „Við erum alsælir með að enn sé snjór á hálendinu því þá verður þar ekki uppblástur á með- an,“ segir Sveinn. Sveinn bendir á að síðasti mánuður hafi verið landsmönnum erfiður hvað uppblástur varðar. „Það var mjög vindasamt. Á Suðurlandsund- irlendinu var æði oft mikið mold- rok, sérstaklega í Ámessýslu, og þá vorum við þakklátir forsjóninni fyrir þau snjóalög sem ennþá voru á sunnlenskum afréttum, annars Óháða listahátíðin: Ball langt fram á nótt Tónleikar verða í Faxaskálanum í kvöld á vegum Óháðu listahátíðar- innar. Þær hljómsveitir sem koma fram eru Mug, Blimp, Bölmóður, Fallega gul- rótin, trúbadorinn Þór, Óskýrt, Pan- demorium, Synir Raspútíns og Síðan skein sól. Leikið verður til kl. 3.00 enda eiga flestir frí daginn eftir. Meðal þeirra eru aðstandendur Óháðu listahátíðar- innar en að loknum þjóðhátíðardeg- inum heldur hátíðin áfram. -GKG. hefði farið hræðilega illa,“ segir Sveinn. Hann segir að talsvert hafi borið á uppblæstri á Mývatnsöræfum. „Þar er búið að vera mjög þurrt í maí og það sem af er júní,“ segir Sveinn. Nýlega var Sveinn á ferð í nágrenni Grímsstaða á fjöllum. „Þar var einn- ig mjög þurrt og ég lenti í grenjandi sand- og moldroki," bætir hann við. Bændur reka almennt fé sitt á af- rétt í byrjun júlí og á Sveinn ekki von á öðru en það eigi eftir að ganga þrátt fyrir ástand hálendisins nú. -HÞ VEIÐAR HÓFUST I ELLIÐAÁM í gær og hér er Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri með stöng- ina á lofti undir niðandi umferðinni. Hann var búinn að krækja í silung en laxinn lét bíða eftir sér. Timamynd Ami Bjama Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í Malaví breyta miklu um áfram- haldandi þróunaraðstoð að sögn Þrastar Ólafssonar: Bein samskipti við Malaví hugsanleg „Við höfum aldrei í stjóm Þróunarsamvinnustofnunar gefið nein fyrírheit um það að við myndum halda áfram aðstoð við Malaví eft- ir að núverandi samkomulag, sem við gerðum samkvæmt beiðni Norðuríandanna, rynni sitt skeið á enda. Við tökum afstöðu til þess þegar þar að kemur,“ segir Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í samtali við Tímann. Eins og blaðið greindi frá í gær er lagt til, í úttekt á verkefni ÞSSÍ í Malaví, að stofnunin haldi áfram aðstoð sinni eftir að henni á ljúka árið 1994, annars muni starfsemi sú, sem Islendingar hafa haft umsjón með í Malaví, lam- ast. Samkvæmt fréttum f gær beið Hastings Kamazu Banda, einræðis- herra í Malaví, lægri hlut fyrir lýð- ræðissinnum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hverju breytir sú niður- Kvennalistakonur vilja fá aö stjórna „Nýir hugmyndavindar þurfa að blása um íslenskt samfélag meö tilheyrandi pilsaþyt og er löngu tímabært að Kvennalista- konur komlst þangað sem ráðum er ráðið,“ segir í orðsendingu frá Kvennalistanum um niðurstöður vorþings listans að Núpi í Dýrafirði um helgina. Á þinginu kom fram sterkur vilji Kvenna- listakvenna til þess að taka sæti í næstu ríkisstjórn. Jívennalistakonur treysta núver- framtíðar og undirbúa þá stórsókn andi ríkisstjóm ekki til þess að jafna sem þarf að hefja í atvinnumálum," áfallinu réttlátlega niður á lands- segir ennfremur í orðsendingunni. menn og enn síður til að horfa til Á þinginu var einnig rætt um væntanlegar sveitarstjómakosning- ar og var samþykkt sérstök ályktun þar sem skorað er á konur að gefa kost á sér í sveitarstjómir. í umræð- um um heimsmálin var niðurstaða kvennanna sú að losa þyrfti íslenska utanríkisstefnu úr „hlekkjum kalda stríðsins og skilgreina upp á nýtt það hlutverk sem við ætlum okkur í samfélagi þjóðanna". GS. staða varðandi þróunaraðstoð ís- lendinga við Malaví? „Þessi niður- staða gerir það að verkum að við getum hugsanlega farið að taka upp bein samskipti við stjómvöld í Mal- aví,“ segir Þröstur. „Þetta er fátæk- asta land í heimi og fólkið bráðvant- ar þekkingu og aðstoð. Niðurstaðan getur leitt til þess að við getum farið að ræða beint við stjómvöld í stað þess að vera þama að framkvæma hluti samkvæmt beiðni Norðurland- anna og Alþjóðabankans, eins og við erum að gera núna.“ GS. Fataþurfi ræningi Brotist var inn í íbúð á Laugavegin- um um kl. 8.30 í gærmorgun. Þjófurinn hafði með sér skiptimynt og föt og hefur hann enn ekki náðst. Ekki er vitað hvemig hann komst inn í íbúðina. -GKG. Embættin ogJón Sæmundur „Að birta frétt af deildarstjóra- stöðu minni, sem ég hef haft óslitið frá því 1977, sem æsifrétt á árinu 1993, er nú svolítið grá- mosalegt," segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrrverandi alþing- ismaður Alþýðuflokks, í bréfi sem birtist í Tímanum í gær. Þar fett- ir Jón fingur út í nýbirta úttekt Tímans á embættisveitingum Al- þýðuflokksmanna á kjörtímabil- inu. „íslenskir samtíðarmenn", nýút- komið rit sem lítil ástæða er til að véfengja, greinir svo frá að Jón Sæmundur hafi hlotið stöðu sér- fræðings við heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið og embætti for- manns Tryggingaráðs árið 1991, en því er einmitt haldið fram í út- tekt Tímans. Hinu er ekki mót- mælt að Jón Sæmundur hafi gegnt stöðu deildarstjóra á árun- um 1977-1987. Þá fengust einnig þær upplýsing- ar hjá starfsmannaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins að Jón Sæ- mundur er ekki titlaður deildar- stjóri á launaskrá heldur yfirhag- fræðingur. Það virðist því vera einhverjum vafa undirorpið hvort Jón Sæ- mundur hefur gengt stöðu deild- arstjóra óslitið frá 1977, eins og hann heldur fram, og má vera að sú sannfæring hans sé grámosa- leg. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.