Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 13. ágúst 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fféttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1368,- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Niðurdrepandi vantrú Tiltrú þeirra sem stunda atvinnurekstur og banka- starfsemi á stöðugleika í stjórnarfari ræður miklu um framvindu efnahagsmála í vestrænum löndum. Glöggt dæmi um þetta eru þær vaxtahækkanir sem dynja yfir þessa dagana en þó einkum sú vaxtahækk- un sem íslandsbanki tilkynnti á dögunum. Bankinn hefur verið einkavæddur og hluthafar hans krefjast þess að hann greiði arð af sinum viðskiptum og tryggi sig í ólgusjó efnahagsmálanna. Ljóst er að þessir sömu hluthafar hafa vantrú á því að stjórn- völdum takist að synda í gegnum þá verðbólguöldu sem nú rís. Þessi skoðun kom fram í útvarpsviðtali við þekktan athafnamann á dögunum sem þekkir innviði viðskiptalífsins hérlendis. Vantrú á þeirri ríkisstjórn sem nú situr við völd á sér djúpar rætur. Hún fór af stað með það markmið að sitja hjá og hafa sem minnst afskipti af vanda- málum atvinnulífsins önnur en þau að skilgreina mistök fortíðarinnar. Vinna og kraftar voru lagðir í þá skilgreiningu, og niðurstöðurnar hafa því miður verið notaðar til þess að draga kjarkinn úr þeim sem hafa vilja til þess að hætta sér út í atvinnurekstur. Sem dæmi má nefna að fiskeldi er mjög vaxandi at- vinnugrein í heiminum og neysla á eldisfiski eykst stöðugt. íslendingar fóru geyst í fjárfestingum í þessari grein og töpuðu fé. Þessi mistök hafa síðan verið notuð í stjórnmálaumræðu og umræðum um atvinnumál til þess að berja kjarkinn úr þeim at- hafnamönnum sem eftir eru, og skiptir þá engu máli þótt þeir sem þraukað hafa í þessari atvinnu- grein hafi náð betri tökum á eldinu, og skilyrðin hafi batnað. Ef fara ætti eftir merkjagjöfum stjórn- valda væri fiskeldi að fullu lokið sem atvinnugrein á íslandi, en samt hafa ötulir menn þraukað, og von- andi tekst ekki að berja úr þeim kjarkinn. Fiskeldi og loðdýrarækt hafa verið notuð sem skammaryrði og til háðungar í umræðum ýmissa stjórnmálamanna og annarra sem éta upp eftir þeim. Það er ekki hugað að því að setja málin í betri farveg, heldur afskrifa framtíð heilla atvinnugreina hér á landi, þótt mistök hafi verið gerð. Það er ekki einu sinni hugað að því í neinni alvöru hvernig þeir fjármunir sem lagðir hafa verið í fjárfestingu geti nýst. Það verður enn ekki séð að ríkisstjórnin hafi hug á því að láta til sín taka og líta til framtíðar í stað for- tíðar. Framtíðarsýn þeirra sem tekið hafa að sér að stjórna landinu skiptir miklu máli um það hvort bjartsýni eða stöðnun ríkir. Meðan svartsýni og van- trú ríkir hugsar hver um það að tryggja sig. Vextirn- ir hækka, verðbólgan vex, gengisfellingar verða ár- vissar, atvinnuleysi festist í sessi og vex og fjárlaga- hallinn rýkur upp. Allir þessir hlutir eru að gerast, en ekki verður vart neinna viðbragða stjórnvalda. Frá ríkisstjórninni heyrist ekki aukatekið orð nema missagnir um afstöðu á alþjóðavettvangi og karp viðskipta- og landbúnaðarráðherra um landbúnað- armál. Þetta eykur vantrúna sem er niðurdrepandi. Greinilegt er á öllu aö búið er að stórauka vöid framkvæmdastjóra sjónvarps eftir að einkavinurinn Hrafh Gunftlaugsson tók við því embætti. Staða dagskrárstjóra iruv lendrar dagskrárgerðar virðist orð- in eins konar ritarastaða hjá fram- kvæmdastjóranum enda hefur heyrst að skipting gár jaint sem ráðstöfun mannafla, feri nú alferið fram á skrifstofu Hrafhs Gunn- laugssonar. Sést þetta með ýmsum hætti í dagskrá sjónvarpsins, þar sem fingraför framkvæmdasljór- ans á dagskrárefriinu eru svo aug- Ijós og uppáþrengjandi að mörg- um finrnt sem fingraklíslnð sé að verða fast innan á sjónvarpsskerm- inum. Pannig bírtást þessa dagana á skjám landsmanna hvert atriðið á fætur öðru, sem er f föllu sam- ræmi við og í beinu framhaidi af þeim fyrirætíunum sem Hrafti var að Íýsa í frægum sjónvarpsþætti í fyrravetur. Þótt Hrafn hafi verið rekinn fyrir að segja frá þessum áætlunum öllum, virðist það ekki hafa haft veruleg álirif á framgang þeirra, enda ber að haía í huga að landstjóm lýðveldisins lét máið tál sín taka og réði Hrafn í stööu fram- kvæmdastjóra. Eitt af því sem Hrafn lét flakka í sjónvarpsþættin- um var að upptökumenn og upp- tökustjórar sem væru í vinnu hjá sjónvarpinu væru aularsem ekkert gætu. Því væri brýnt að ráða menn utan úr bæ til að stjóma upptök- um, „vini míná' sagði einkavinur- inn víst, ,sem eittlivað kunna og geta." Garri man ekki betur en Hrafn hafi sérstaklega tiltekið Egil Eðvaldsson sem einn af þessum vinum útí í bæ sem „eitthvað kunni eða gat". Það er því ekki til- viljun að upptökustjóm annars hvers þáttar í sjónvarpinu heftir undanföma mánuði einmittveriðí höndumEgils Eðvaldssonar. En vinir Hrafhs úti í bæ eru fleiri og tii vina hans og vina fiölskyldu hans teljast m.æ hinir fjölmörgu ungu Heimdellingar sem orðnir eru svo áberandi í hínum ýmsu þáttum sjónvarps, einkum um- ræðuþáttum og nú síðast í þættí um sauðkindina. Ekki er við öðm að búast en framhald verði á Heim- dellingaþáttum og öðmm þáttum með vinum Hrafhs í aðalhlutverki. Ekki kæmi td. á óvart þó nú feri að styttast í næsta stórvirki Bald- urs Hermannssonar. Þá berast af því fréttir að Hrafh sé að verða tilbúinn með fréttamaga- sínið sitt sem hann lýsti í umræðu- þættinum í íyrravetur, en það var eins og menn muna einhvers kon- ar tilbrigðí við 19:19 þáttínn á Stöð 2. Það eina sem vantar til að ful!- komna myndina og gera hana eins og hún var áður en Hrafri var bæði rekinn og ráðinn, em endursýn- ingar á Leonard Cohen þættinum þar sern hinn ástsæli söngvari er Sýndur skemmta sér með Hraftú sjálfum og öllum bestu vinunum hans Hrafhs. Endursýningar á þeim þætti hafö legið niðri í allt sumar og eflaust em það fleiri en að sjá hann einu sinni enn. Gazri Slöpp fræðimennska Það fylgir því talsverð vegsemd og mikil ábyrgð þegar fullyrðingar og rannsóknamiðurstöður em settar fram í nafhi Háskólans. Háskólinn er æðsta menntastofnun landsins, vettvangur þar sem lærðustu mönnum er sköpuð aðstaða til rannsókna og beinlínis til þess ætl- ast að þeir brjótist undan oki og hömlum hversdagslegrar þröng- sýni, sleggjudóma og fordóma. Oft- ast hefur háskólamönnum tekist að standa undir þessum kröfum þótt þess séu raunar mörg dæmi líka að illa hafi tekist til og framganga full- trúa háskólans valdið vonbrigðum. Fyrir nokkmm dögum kynnti Sig- hvatur Björgvinsson, Alþýðuflokks- maður og viðskiptaráðherra, skýrslu frá Hagfræðistofnun Há- skóla íslands undir þeim formerkj- um að í henni kæmu fram gagnleg- ar upplýsingar um samanburð á ís- lenskum og norrænum vemleika í landbúnaðarmálum. Skýrslan sjálf er unnin af Hagfræðistofnun Há- skólans og skýrsluhöfundar vom meira að segja hafðir með á fundi ráðherrans þar sem hann setti á svið lítið leikrit um hversu slæmt ástandið væri í landbúnaðarmálum hér í samanburði við hin Norður- löndin. Engum duldist hins vegar að öll þessi sviðsetning var fyrst og fremst pólitísk uppfærsla í leik- stjóm Sighvats Björgvinssonar og að hann var að undirbyggja kröfur sínar um aukinn niðurskurð í mála- flokki Iandbúnaðar í yfirstandandi fjárlagavinnu. Sjálfur viðurkenndi Sighvatur þetta raunar strax á blaðamannafundinum með yfirlýs- ingum um að skýrslan gæfi tilefni til að kanna landbúnaðarmálin sér- staklega í tengslum við fjárlögin núna. Fræóimenn (?) í pólitík Skýrsluhöfundamir sem sveipað hafa sig nafni Háskólans til að auka á trúverðugleika sinn vom þannig notaðir af ráðherranum í pólitísk- um tilgangi sem í sjálfu var erfitt fyrir þá að koma í veg fyrir, þótt fáir fræðimenn með sjálfsvirðingu hefðu verið ánægðir með að láta blanda sér og háskólanum í slíkar leikfléttur. Það reyndust þó aðeins smámunir miðað við það sem á eftir kom. Hin ögrandi pólitíska framsetning á efni skýrslunnar kallaði á heit pólitísk viðbrögð, en í stað þess að láta ráð- herrann um stjómmálin fóm skýrsluhöfundar sjálfir að blanda sér með einkennilegum og raunar hrokafullum hætti í stjómmálaum- ræðuna. Með yfirlýsingum um að þeir sem eitthvað hefðu við skýrsl- una að athuga væru einfaldlega afd- ankaðir hagsmunagæslumenn, sem ekkert mark væri á takandi, eða þá að þeir kynnu ekki dönsku eins og einn skýrsluhöfunda lét hafa eftir sér í sjónvarpi, em þessir menn nú freklega búnir að misnota nafn Há- skóla Islands til að koma pólitískum skoðunum sínum og gildismati á framfæri. Þeir hafa bmgðist ókvæða við gagnrýni og láta til dæmis eins og það skipti ekki máli hvaða ár þeir noti til viðmiðunar við útreikninga á útgjöldum til landbúnaðar hér á landi í samanburði við hin Norður- löndin. Skýrsluhöfundar studdust við árið 1988 og segja að niðurstöð- umar hefðu ekki orðið mikið öðru- vísi ef nýrri tölur hefðu verið teknar. En hvers vegna notuðu höfundamir þá ekki nýrri tölur? Allar tölur frá hinum löndunum em frá 1990 og aðferðafræðilega er það í raun ffá- leitt að nota ekki sömu ártöl! En jafnvel þótt ártalið kunni að sumu leyti ekki að skipta sköpum varðandi niðurstöðuna þá er það alveg ljóst að ártalið skiptir öllu máli varðandi samanburð á milli landa og raunar ótrúlegur hroki skýrsluhöfunda að halda fullyrðingum sínum til streitu. Rangar og úreltar tölur Blaðamaður Tímans sýndi kurteis- lega ffarn á það með tölulegum út- reikningum og dæmum hér í blað- inu í fyrradag hvemig sú þráhyggja skýrsluhöfunda að fullyrða að það skipti ekki máli við hvaða ár sé mið- að, leiði til úreltrar niðurstöðu og kolrangra ályktana og fullyrðinga. í skýrslu Hagfræðistofnunar er full- yrt að samanburður á hlut matvæla í heildarútgjöldum heimilanna sýni að þetta hlutfall sé hæst á íslandi eða 20,6%, en lægst í Danmörku 14,4%. Enginn fyrirvari er um það í skýrslunni að þessar tölur eigi ekki við f dag, þótt þær kunni að hafa verið réttar 1988, sem þó er ekki vísL Raunveruleikinn er hins vegar sá að þetta hlutfall matvæla í út- gjöldum heimilanna er komið niður í 16,3% hér á landi samkvæmt ný- legum grundvelli ffamfærsluvísitöl- unnar. I allri skýrslunni er því verið að bera saman útgjaldahlutfall sem þegar er vitað að er orðið úrelt (sic)II Það er brýnt að menn átti sig á raunverulegum stærðum útgjalda til landbúnaðarmála á íslandi og að þessi málaflokkur verði ræddur áfram af ískaldri skynsemi þannig að grunnur skapist til að taka vitrænar pólitískar ákvarðanir. Því miður hefur ffamganga Hagffæði- stoftiunar Háskóla Islands ekki mót- ast af slíkri skynsemi, heldur gildis- dómum og skætingi. Vinnubrögðin f skýrslunni eru hins vegar svo aug- ljóslega gölluð að jafnvel fólk, sem ekki telur sig sérfræðinga á þessu sviði, kemst ekki hjá því að taka eft- ir annmörkunum. Og hitt sjá líka allir, sem er mikið hryggðarefni, að stflar þar sem verið er að bera sam- an ósambærilega hluti og varla myndu teknir gildir sem heimaverk- efni nýstúdenta í öðrum háskólum, skuli nú birtir sem góð og gild fræðimennska frá Háskóla íslands. - BG 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.