Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68*76-48...Frétta-Tíminn...Frétta>síminn...68-76-48. Föstudagur 13. ágúst 1993 150. tbl. 77. árg. VERÐ ( LAUSASÖLU KR. 125,- ísraelskir þingmenn senda bréf til forsætisráðherra og fara fram á að Eðvald Hinriksson verði sóttur til saka. Davíð Oddsson: Bréfið hefur engin áhrif á afstöðu okkar Áttatíu og fímm ísraelskir þing- menn hafa skrifað undir bréf til Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra þar sem þeir skora á hann að beita sér fyrir því að Edvald Hinriksson verði sóttur til saka fyrir meinta stríðsglæpi í heims- sfyijöldinni síðari. Forsætisráð- herra segir að bréfíð komi ekki til með að hafa hin minnstu áhrif á afstöðu íslenskra stjómvalda í málinu. „Okkar leikreglur eru leikreglur réttarríkis, þar sem greint er á milli löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds,“ sagði Davíð í gær. Framkvæmda- valdið kannaði á sínum tíma alla lögfræðilega þætti málsins og Wiesentalstofnunin í ísrael hefur allar upplýsingar um hvernig svona mál ganga fyrir sig hér á landi. Það voru bomar fram sakir á þennan tiltekna einstakling af hálfu ísraelsmanna. Þeim var komið til saksóknara. Hann er að athuga málið og íslensk stjóm- völd hafa sem framkvæmdavald ekki leyfi til þess að blanda sér í það hver verði niðurstaða hans.“ í bréfinu, sem sent var ffá Jerú- salem í gær, segir m.a. „Sá tími sem liðinn er frá því að glæpir Miksons vom framdir, minnkar á engan hátt þörfina fyrir réttlæti." Þá er farið fram á að ráðherra grípi til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja það að ísland hætti „að veita nasistamorðingj- um hæli.“ ÁG/GS. Forsætisráðherra les bréflð frá (sra- elsku þlngmönnunum, sem barst honum í hendur ( gær. Tfmamynd Aml Bjama Veruiegur uppskerubrestur er ur verið á Suðurlandi undanfarið fyrirsjáanlegur hjá kartöflubænd- og keyrði um þverbak í fyrrinótt um um allt land. Formaður Fé- þegar frost mældist 6 gráður við lags kartöfubænda, sagði f frétt- jörðu og grös féllu víða. Að sögn um Ríkissjónvarps f gær, fyrir- ylræktarráðunautar Bunaðarfé- sjánanlegt að uppskeran í haust íags íslands hefur hvassviðri lagt entist ekki nema í nokkra mán- kartöflugrös flöt á Suðaustur- uði. landi. Þá hefur kuldatíð hamlað Aðalsprettutími kartaflna er í mjög sprettu á Norðurlartdi í þessum mánuði. Næturfrost hef- sumar. -ÁG Hugmyndir Hrafns Gunnlaugssonar um fréttamaga- sín verða að öllum líkindum að veruleika: Tekið til umræðu í útvarpsráði í dag Á innlendri dagskrárdeild Ríkis- sjónvarpsins hefur upp á síðkastið verið unnið að mótun svokallaðs fréttamagasíns. Um er að ræða dagskrá, að erlendri fyrirmynd með fréttatengdu efni, nokkuð lengri en fréttatími sjónvarps er nú. Með fféttamagasíninu verða að veruleika hugmyndir sem Hrafn Gunnlaugsson setti fram í frægum sjónvarpsumræðum í vetur. Táldi hann slíkan þátt vera lið í því að færa sjónvarpsdagskrána í nútíma- legra horf. Tíminn fékk ekki uppgefið hvað fælist í hinu nýja fréttamagasíni enda hefur málið ekki verið kynnt útvarpsráði. Samkvæmt heimildum Tímans verður það gert í dag. GS. búöir fyrlr aldraða viö Vesturgötu. Of dýrar? Um 6.800 fermetra hús fyrir aldraða 200 milljónum dýrara en 6.500 ferm. hús í félagslega kerfinu: 107 fermetra íbúð 2,9 m. kr. dýrari fyr- ir aldraða en unga Gífurlegur verðmunur kemur í Ijós þegar byggingarkostnaður íbúöa fyrir aldraða er borinn saman við byggingarkostnaö íbúða í félagslega kerfinu, samkvæmt skýrslu sem gerð hefur verið á veg- um félagsmálaráðuneytisins. Þannig kom t.d. í Ijós um 200 millj- óna mismunur á tveim ámóta stórum verkum. Um 6.830 fermetra íbúðahús með 64 íbúðum fyrir aldraða kostaði t.d. um 645 milljónir króna, en 6.520 fer- metra bygging með 61 íbúð í félags- lega kerfinu „aðeins" 437 milljónir kr. Brúttóstærð íbúðanna er í báðum til- fellum 107 fermetrar. Stóri munurinn er sá að félagsíbúðimar kostuðu 7,2 m.kr. en jafn stór íbúð fyrir aldraða 10,1 m.kr., þ.e. var um 41% dýrari. f skýrslunni er sagt frá athugun á 9 byggingum (m. 299 íbúðum) fyrir aldraða, bæði í Reykjavík og úti á Iandi, og til samanburðar eru 3 bygg- ingar (81 íbúð) í félagslega kerfinu. Samanburðurinn er byggður á gögn- um sem fyrir liggja hjá Tæknideild Húsnæðisstofnunar og verð í öllum tilfellum reiknað til verðlags í október 1991. Fyrrgreint dæmi, um 2,9 milljóna (41%) verðmun jafn stórra íbúða, var hér tekið vegna þess hvað þar virðist um áþekk verk að ræða, en ekki vegna þess að þetta hafi verið mesti verð- munurinn. Þvert á móti var hér um dýrustu félagsíbúðimar að ræða, um 67.000 kr. á brúttófermetra, sem var um 10% undir viðmiðunarverði Hús- næðisstofnunar. í ódýrasta dæminu um félagslegar íbúðir var verðið um 59.100 kr. á fermetra, eða um 18% undir viðmiðunarverði H.R. Brúttófermetrinn í áðumefndri 107 fermetra íbúð aldraðra kostaði hins vegar um 94.400 krónur, sem var 37% hærra heldur en reiknað viðmiðunar- verð Húsnæðisstofnunar. Ennþá dýr- ari íbúðir vom þó í ijögurra íbúða húsi, um 97.700 kr. á fermetra (132.500 kr. á fermetra m.v. séreign- ina eina, þ.e. íbúðina sjálfa utan sam- eignarinnar). ðdýrasta dæmið um íbúðir aldraðra er í 8 íbúða húsi, aðeins um 56.400 kr. á brúttófermetra. Jafnvel eftir að 159 fermetra vistgata hefur verið frátalin er fermetraverðið ennþá lægst í þessu húsi, 67.800 kr. á br. fermetra. Eðli málsins samkvæmt segja skýrsluhöfundar að gera megi ráð fyr- ir meiri kostnaði vegna sérhannaðra íbúða fyrir aldraða. „Stundum hefur verið áætlað að eðlilegt megi telja að kostnaður af þessum sökum geti leitt til þess að verð á íbúðum fyrir aldraða sé um 5% hærra en á „venjulegum íbúðum". Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að verðmunur á íbúðum aldraðra geti verið töluvert mikill (t.d. allt að 73% á verði brúttófermetra í þeim húsum sem könnunin nær til). Ástæður þess verðmunar segja þeir hins vegar erfitt að greina, hvort um sé að ræða slakan undirbúning eða of háa verðlagningu. Þá er það álit starfshópsins að þeir aðilar sem semja við banka og spari- sjóði um aðstoð vegna fjármögnunar íbúðakaupa aldraðra, verði að gæta þess að samningurinn tryggi sem hag- kvæmasta ráðgjöf um meðferð á eign- um hinna öldruðu. „Ef lánastofnanir sjá bæði um lánveitingu og ráðgjöf þyrfti að vera fyrir hendi hlutlaus aðili sem færi yfir slíka samninga svo að tryggt sé að ekki skapist erfiðleikar hjá íbúðarkaupanda vegna aukins kostn- aðar af lánsfé." Til marks um það hvað samningar við bankastofnanir geti skipt miklu er tekið dæmi af 7 milljóna kr. íbúð sem lánastofnun fjármagnar með jöfnum greiðslum á 18 mánaða byggingar- tíma. Miðist samningurinn við yfir- dráttarvexti (18%) verður vaxtakostn- aður nærri 1 milljón króna. Ef hins vegar er samið um skuldabréfavexti (11%) verði vaxtakostnaðurinn um 610 þús. kr. Mismunurinn milli þess- ara tveggja kosta er hátt í 400 þúsund krónur. Dæmið sýnir jafnframt að íbúðaverð- ið getur verið allt að 1 milljón kr. lægra fyrir þann sem ekki þarf að taka lán. - HEl Vinnuslys fyrir vestan: A/lcl^^UI^ klemmd- ist illa Vinnuslys varð um kvöldmatar- leytið í fyrrakvöld á Birnustöð- um inn í Laugardal við ísa- fiarðardiúp. Maður hafði nýlokið við að hengja heykvísl á beisli aftan á dráttarvél þegar beislið lyftist upp með þeim afleiðingum að hann klemmdist á milli beislis- ins og dráttavélarinnar. Að sögn lögreglunnar á ísafirði olli sjálfvirkur lyftibúnaður því að beislið hófst upp. Maðurinn var fluttur á sjukrahús í Reykjavík en hann mun ekki vera í lífchættu. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.