Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. ágúst 1993
Tíminn 5
Jón Helgason, alþingismaður:
AlUangt er síðan farið var að setja fram hugmyndir um einfalda lausn á
efnahagsvanda þjóðarinnar, sem báru vott um ótrúlega þröngsýni og tak-
markaðan skilning á raunveruleikanum í þjóðfélaginu. Ein slik, reyndar
ekki ný af nálinni, er sett fram í skýrslu sem viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, Sighvatur Björgvinsson, kynnti á sérstökum blaðamannafundi í
síðustu viku. Skýrsla þessi er unnin af Hagfræðistofnun Háskóla íslands
og fjallar um sparnað neytenda af að flytja inn landbúnaðarvörur á
heimsmarkaðsverði í stað þess að kaupa innlenda framleiðslu.
Þeir sem til þekkja vita að erfitt
er að skilgreina heimsmarkaðs-
verð búvara eins og málum er
þar nú háttað. En með einhverj-
um forsendum, sem höfúndar
gefa sér, fá þeir út að þessi sparn-
aður neytenda verði sex milljarð-
ar króna. Flestir vita að neytend-
ur eru allir landsmenn, svo að
það er þjóðin öll sem á að njóta
þessa hagnaðar.
Hagfræðingarnir gera hins veg-
ar enga tilraun til að benda á og
meta hvaða útgjöld og aðrar af-
leiðingar það hefði í för með sér
að fara þessa sparnaðarleið og
telja sjálfsagt að það sé ekki
þeirra hlutverk að gefa rétta
mynd af dæminu öllu. Þá kröfu
verður þó tvímælalaust að gera
til ráðherra og ríkisstjórnar, sem
koma slíkri kenningu til fram-
kvæmda.
Dýru verði keypt
Það fyrsta sem blasir við er að
allir, sem vinna að framleiðslu og
úrvinnslu búvara og veita henni
þjónustu missa atvinnuna. Ekki
mun liggja fyrir hvað margir það
eru, en áætla má öðrum hvorum
megin við tíu þúsund manns,
enda er nákvæm tala ekki aðalat-
riði í þessu sambandi. Nýlega var
áætlað að þjóðarbúið tapaði
einni milljón króna við að einn
maður yrði atvinnulaus og hætti
því að geta greitt til samfélagsins
en yrði í staðinn að þiggja at-
vinnuleysisbætur. Allir vita að
ástandið hefur orðið þannig á
valdatíma ríkisstjómar Davíðs
Oddssonar að sá sem missir at-
vinnuna getur ekki fengið annað
starf, nema þá að taka það frá
einhverjum öðrum.
Væri þarna um að ræða tíu þús-
und manns yrði það tíu milljarða
króna útgjöld, sem legðust þá á
aðra „neytendur", því að varla er
það ætlunin að senda þennan
hluta „neytenda" út á sextugt
djúp.
Auka erlendar
lántökur
Heilbrigð skynsemi segir þeim
sem henni beita, að til þess að
flytja inn vaming þarf erlendan
gjaldeyri og að því marki sem
innflutningsverð erlendu búvör-
unnar er hærra en erlendu að-
fanganna til innlendu framleiðsl-
unnar yrði það til viðbótar ann-
arri gjaldeyrisnotkun og yki þar
með erlendar lántökur eins og
viðskiptajöfnuði okkar er háttað.
Þar með yxi greiðslubyrði þeirra
enn. Sú greiðslubyrði hefur þeg-
ar hækkað mjög síðustu árin
miðað við þjóðarframleiðslu. Því
er ennþá hættulegra að hækka
hana bæði með aukinni gjaldeyr-
isnotkun og lækkaðri þjóðar-
framleiðslu, þegar þar við bætist
að nú er farið að tala um að slíkt
kunni að leiða til versnandi láns-
kjara.
Hækkun vaxta
En það er ekki eingöngu að
hugsjón iðnaðarráðherra, að
leggja niður innlenda búvöm-
framleiðslu og matvælaiðnað úr
henni, muni leiða til hækkunar á
erlendum vaxtakostnaði og
greiðslubyrði. Þótt skuldir land-
búnaðarins séu tiltölulega lágar
eiga lánastofnanir þar allmikið
fjármagn, sem mundi glatast ef
starfsemin legðist öll niður. Að
fenginni reynslu síðustu mánaða
er ljóst að því yrði mætt með
hækkuðum útlánsvöxtum til
annarra „neytenda" og er erfitt
að skilja fullyrðingu hagfræðing-
anna um að kenning þeirra yrði
til sérstaks ávinnings fyrir þá
tekjulægstu.
Þannig er hægt að halda áfram
að benda á það gífurlega áfall,
sem boðskapur viðskiptaráð-
herra hefði fyrir þjóðarbúið, þó
að ekkert sé tekið tillit til hinna
mannlegu sjónarmiða. En at-
hyglisverðust og alvarlegust er
þó sú fullyrðing hans, sem fram
kemur á fréttamannafundinum
að það sé ætlun ríkisstjómarinn-
ar að halda áfram að vinna að
framgangi stefnu sinnar, sem
muni svipta þúsundir manna at-
vinnu sinni, þó að ekki verði
hægt að koma henni í fram-
kvæmd að fullu á einni nóttu.
Slík yfirlýsing skýrir betur en
mörg orð afstöðu ríkisstjómar-
innar til atvinnuleysisins og vek-
ur upp þá spumingu hvort at-
vinnuleysið, sem hefur vaxið svo
ört á stjómarferli hennar sé af
óviðráðanlegum ástæðum.
Er ekki augljóst að við verðum
að fá aðra stjórnarstefnu og önn-
ur vinnubrögð, ef takast á að
vinna sig út úr þeim vanda?
Þessi stefnumörkun ríkisstjóm-
arinnar um atvinnuleysi þús-
unda manna er táknræn fyrir
vinnubrögð hennar á mörgum
öðrum sviðum. Ríkisstjórnin
hikar ekki við að taka skyndi-
ákvarðanir, sem kollvarpa hög-
Um fjölda einstaklinga og veldur
óvissu og öryggisleysi í þjóðfé-
laginu, því að enginn veit hver
verður næstur nema hann sé í
hinu útvalda liði. í þessu máli
eru það þó ekki aðeins þeir, sem
sviptir verða störfum sem verða
fyrir áfalli, heldur þjóðfélagið allt
og þá ekki aðeins efnahagslega.
Ef landbúnaður og byggð í
dreifbýli legðist niður með þeirri
menningararfleifð, sem þar hef-
ur rætur sínar, yrði það slík koll-
steypa að erfitt er að sjá fyrir af-
leiðingar hennar.
Gagnrýni á fískveiði-
stefnu EB
Að sögn Endurskoðunarráðs EB (Eur-
opean Court of Auditors) hafa ráðstaf-
anir til að minnka fiskiskipastól þess í
því skyni að vemda hina smækkandi
fiskistofna ekki borið tilætlaðan ár-
angur. í harðorðri skýrslu rekja end-
urskoðendumir ítarlega, hvemig
fiskimenn hafa sniðgengið gerðar til-
raunir til að takmarka veiðar. Ekki
vænkuðust þau mál, er fundur sjávar-
útvegsráðherra EB í júní 1993 hafnaði
tillögu um, að framkvæmdastjóm EB
fylgdist betur með fiskiskipum." Svo
segir í New Scientist 24. júlí 1993.
„Endurskoðunarráðið reynir (í
skýrslu sinni) að meta, hvort framlög
EB til sjávarútvegs hafi komið að til-
ætluðum notum. f júní 1993 komst
það að þeirri niðurstöðu, að frá 1987
til 1992 hefði framlögum til úrelding-
ar fiskiskipa að jafnvirði 253 milljón-
um ECU (195 milljónir punda) í reynd
verið varið til stækkunar fiskiskipa-
flotans. Að því er fiskifræðingar segja,
verður ofveiði á evrópskum miðum
öðru fremur rakin til bættrar tækni.
Veldur hún því, að fiskiskip veiða 40%
of mikið. Ráðherramir hafa uppálagt
framkvæmdastjóminni að beina
byggðaframlögum að hluta til úreld-
ingar fiskiskipa, en á þeim fjórum ár-
um, sem athugun Endurskoðunar-
ráðsins nær til, gengu þau til smíða á
672 fiskiskipum."
„Útvegsmönnum, sem framkvæmda-
stjómin veitir styrki til endumýjunar
veiðibúnaðar, er áskilið að úrelda
a.m.k. eitt skip á móti hverju nýju. En
f: If
á stundum hafa útvegsmenn þóst úr-
elda skip, sem sokkið höfðu nokkrum
árum fyrr, að því er endurskoðendum-
ir segja. Sfyrkir vom ekki veittir til
kaupa á öflugri vélum eða betri fisk-
leitartækjum — hvort tveggja eykur
aflabrögð — en í flestum tilvikum var
þeim til þess varið.“
„Endurskoðendumir komust að raun
um, að framkvæmdastjómin hefúr
ekki aðstöðu til að framfylgja reglum
sínum. í júni 1993 var henni jafnvel
gert enn erfiðara um vik en áður, er
sjávarútvegsráðherramir höfnuðu
ráðagerðum um eftirlit með ratsjá og
féllust einungis á nokkrar tilraunir til
þess. Þeir höfnuðu líka fyrirætlunum
um að draga úr ólöglegum veiðum
með því að banna fiskiskipum að hafa
um borð net með óheimilli möskva-
stærð.“
Franska nýlendan Indókína
The War In Indo-China eftir Jacques
Dalloz, Gill and Macmillan, Bames and
Noble, 280 bls., 1990.
„Kristnir menn og trúboðar í
Annam-keisaradæminu urðu
fyrsta sinni að þola ofsóknir 1858.
Þær urðu Frökkum tilefni til
hemaðaríhlutunar... Landvinn-
ingum þeim, sem hafnir vom í
stjómartíð Napóleons III, var fram
haldið um daga þriðja lýðveldisins.
Á aldarfjórðungi komst Frakkland
yfir hjálendu í Austurlöndum fjær.
Þótt landamæri hennar svömðu
nokkum veginn til þeirra, sem
keisarar Annam höfðu markað
löndum sínum, var Indókína ný-
lenda, sem tengdi saman lönd með
ólíka siði. Sambandsríkið Ind-
ókína var myndað 1887...“ (Bls. 1)
Franska nýlendustjómin stóð að
ýmsum verklegum framkvæmd-
um og atvinnulegum nýmælum;
lagði og endurbætti vatnsveitur,
lagði 3.000 km járnbraut, stækk-
aði hrísgrjónaakra, einkum í Coc-
hin-Kína og jók gúmtrjárækt
þannig að hrágúm varð fimmt-
ungur útflutnings Indókína á
millistríðsárunum. Með Kuomin-
tang að fyrirmynd var félagsskapur
gegn nýlendustjóminni, VNQDD,
myndaður 1927 og hafði nokkum
uppsteyt í frammi. Kommúnista-
flokkur var stofnaður 1930 fyrir
forgöngu Nguyen Ai Quoc, sem
síðar tók sér nafnið Ho Chi Minh,
en flestir forystumanna hans vom
fljótlega fangelsaðir. Þá þeirra,
sem enn vom á lffi, náðaði ríkis-
stjóm Alþýðufylkingarinnar 1937.
Frá falli Frakklands, á tíunda
mánuði síðari heimsstyrjaldarinn-
ar, laut Indókína Vichy-stjóminni
fram yfir mitt ár 1944. Nýlendu-
stjómin varð þó nauðbeygð að
ganga að japönskum afarkostum
22. september 1940 og fallast á
setu 25.000 manna japansks her-
liðs í landinu. Höllum fæti stóð
hún líka gagnvart landakröfum
Tælands og neyddist til að losa um
tengsl milli Kambódíu, Laos og Ví-
etnams. Andspyrnuhreyfing Viet
Minh, sem barðist í senn gegn ný-
lendustjórninni og japönskum
áhrifum, var stofnuð í Pac Bo-helli
í ársbyrjun 1941 að frumkvæði Ho
Chi Minh, sem næstu árin á undan
hafði þá farið huldu höfði í landa-
mærahémðum Kína og Indókína.
Undir merki hennar gekk á stríðs-
ámnum þorri þeirra, sem berjast
vildu fyrir pólitísku sjálfstæði Víet-
nams. í mars 1944 setti hún upp
landsstjórn, er hún nefndi svo.
Sumarið 1944, eftir að bandarísk-
ir og breskir innrásarherir höfðu
Ieyst Frakkland að miklum hluta
undan hernámi Þjóðverja, gekk
nýlendustjórnin ríkisstjórn de
Gaulles á hönd, en 9. mars 1945
lýstu Japanar yfir að hún hefði ver-
ið sett af. Á Potsdam-ráðstefnunni
17. júlí til 2. ágúst 1945 var Banda-
ríkjunum og Bretlandi falin vænt-
anleg afvopnun japansks herliðs í
Indókína og umsjá landsins um
stundarsakir. Við uppgjöf Japans
14. ágúst, tólf dögum síðar, tóku
Bretar forræði í suðurhluta Ind-
ókína, en Kínverjar í norðurhlut-
anum í umboði Bandaríkjanna.
Réð andspymuhreyfingin þá yfir
stómm landsvæðum, einkum í
Tongking. Daginn sem Japanar
undirrituðu uppgjafarskilmálana,
2. september 1945, lýsti Vietminh
yfir stofnun lýðveldis í Víetnam.
Af breska hemum tók franska ný-
lendustjórnin við suðurhluta Víet-
nams, þar sem ítök Vietminh vom
miklu minni en í norðurhlutan-
um, og í janúar 1946 féllst Kamb-
ódía á frönsk yfirráð. í mars 1946
sendi nýlendustjómin í samráði
við Kínverja her til Norður-Víet-
nams og náði 18. mars samkomu-
lagi við Viet Minh, sem ekki hélst
þó til lengdar. Dró þá til þess
stríðs, sem í aldarfjórðung var
einn meginþáttur kalda stríðsins.