Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. ágúst 1993 Tíminn 7 Fátæktartiverfi Buenos Aires breiö- ast út og koma í stað gamalla snyrtilegra hverfa miöstéttarinnar. ir. Þegar ríkisstjómin var kærð við einkavæðingu Aerolineas Argentinas vegna „brota á reglum" til hagsbóta fyrir hagsmunaaðila, var málið tekið af viðkomandi dómara áður en hann náði yfirsýn yfir hlutabréfin, og hæsti- réttur úrskurðaði vegna flýtisaf- greiðslunnar Menem í hag. Það var líka haft í huga þegar forset- inn lét fjölga hæstaréttardómurum um fimm í níu. Þetta gaf Menem möguleika á að skipa í sex dómarasæti að eigin geðþótta. Síðan er algengt að dómstóllinn taki réttbæmina í sínar hendur þegar hætta er á að einhver dómari vilji rannsaka nánar gerðir firamkvæmdavaldsins. Auðvitað er ekki stjómað svo kröft- uglega „þriðja valdinu" á hverjum degi eins og í máli Amiru Yoma, mág- konu Menems og í eina tíð móttöku- ritara hans, sem nú hefur verið leitað á Spáni í tvö ár vegna ákæm. Henni er gefið að sök fíkniefnapeningaþvætti. í Argentínu var málið aftur á móti falið dyggum stuðningsmanni Menems, dómaranum Maria Servini. Hún gekk óðar á fund forsetans og eftir það þótti hún bergmála lögfræðinga frú Yoma svo sterklega að þess var krafist að hún yrði svipt embætti. Eins og í háð- ungarskyni lét hæstiréttur sér nægja að dæma dómarann í 60 pesosa sekt. Amira Yoma var að lokum dæmd í gæsluvarðhald, en var sleppt gegn tryggingu þó að maður hennar, Ibra- him el-Ibrahim, hefði einmitt líka ver- ið Ieystur úr haldi gegn tryggingu og notað tækifærið til að láta sig hverfa. Þó að Ibrahim sé sýrlenskur ríkis- borgari og þar að auki enn liðsforingi í þjónustu einræðisherrans Assads, skipaði Menem hann yfirmann toll- skrifstofu alþjóðlega flugvallarins í Buenos Aires. í því starfi er smygl bamaleikur einn. Hversu margar miljónir fíkniefnadollara Amira og Ibrahim fluttu til Argentínu á tveim árum er jafti óljóst og svarið við þeirri spumingu, hversu mikla vitneskju forsetinn hafði um það. Það er hins vegar alveg ljóst að Men- em útvegaði í eigin persónu sáudíska fjármálamanninum Gaith Pharaon búsetu til frambúðar í Argentínu en Pharaon er aðalhlutabréfaeigandi hins alræmda banka BCCI, sem m.a. hefur fengið á sig óorð fyrir peningaþvætti um víða veröld. Gaith Pharaon, sem á yfir höfði sér handtökuskipun í New York, er eigandi nýjasta og íburðar- mesta hótelsins í Búenos Aires Illa fengið fé vel notað — og herínn úr leik Peningar frá gmggugum uppsprett- um vom frá upphafi nauðsynlegir þeim sem vildi verða arftaki Perons — eða bera Peronismann til grafar. Gam- all hershöfðingi, líka „Tyrki", safnaði í kringum 1988 saman öflugum fjár- magnshópi fyrir skjólstæðing sinn, róttækum vinstrisinnum, borgar- skæmliðunum Montoneros sem eigna sér Peron. Þeir höfðu komið sér upp geysimiklum fjársjóði, eingöngu með því að ræna frægu fólki. Úr þessari peningalind var greitt fyr- ir stórkostlegan kosningaleiðangur, „Menemovil" sem fór á árinu 1989 með glæsibrag og örlæti um alla Arg- entínu. Peningamir streymdu án hug- myndafræðilegra afgjalda. Skæmlið- amir vom orðnir makráðir og ópólit- ískir í útlegðinni. Það eina sem þeir vildu var náðun, heimferð. Það loforð við hryðjuverkamennina var eitt þeirra fáu kosningaloforða sem Men- em hefur haldið. Meira en 10.000 mannslíf kostaði blóðsvallið sem herforingjamir fögn- uðu dauða Perons með í einn áratug. Trúlega var tíundi hluti þeirra myrtu hryðjuverkamenn. Hinir lágu aðeins undir gmn um að vera gmnaðir. Enn má heyra hljóðlátan mótmælaniðinn frá Casa Rosada — eftirhreytur blóð- ugu áranna sem forsetinn heyrir varla. Menem náðaði fjöldamorðingjana, hann, sem hafði svarið í kosningabar- áttunni að hann gæti „ekki einu sinni hugsað sér“ að sýna böðlunum miskunn. Um áramótin 1990 var þeim gefið frelsi og þjóðin mátti horfa upp á hvemig einræðisherrann Videla, sem hafði gefið pyntumm frjálsar hendur ámm saman, gekk þakklátur til altar- is. 71 prósent Argentínumanna var mótfallið sakamppgjöfinni. En þeim sem létu í Ijós hneykslun sína skjátl- aðist að einu leyti, náðunin gaf herfor- ingjunum enga uppreisn. Eftir að Menem hafði látið gömlu blóðhundana lausa, veitti hann æðstu stéttum hersins miskunnarlaust rot- höggið. Þriðjungur liðsforingjastétt- arinnar var sendur á eftirlaun fyrir tímann og jafnvel liðsforingjar í þjón- ustu verða að vinna fyrir lífsviðurværi sínu við störf óbreyttra borgara í dag. „Valdarán hersins verður með hverju árinu ólíklegra," viðurkennir stjómar- andstæðingurinn Horacio Jaunarena. „Þyrstir í fagnaöarlæti réttra aðila“ í fyrsta sinn síðan 1930 em herfor- ingjamir ekki stjómmálaafl. Sök þeirra í „skítuga stríðinu" gegn vinstrisinnum — ásamt skömminni fyrir að tapa Falklandseyjastríðinu gegn Englandi — nýtti Menem til að bera smyrsl á sálarsárin. Ákvörðunin um að senda tvö argentínsk orrnstu- skip í Flóastríðið þjónaði ekki bara sem tilboð til George Bush, heldur var hún líka iðjumeðferð fyrir hermenn- ina hans. „Menem þyrstir án afláts í fagnaðar- læti réttra aðila,“ fullyrðir Bandaríkja- maður sem hlýtur að vita hvað hann er að tala um. Hann segir það draum forsetans að verða nú fyrsti þjóðhöfð- ingi Suður-Ameríku sem boðinn verði velkominn í Hvíta hús Bills Clinton. Hina fullkomnu fullnægingu myndi „1Vrkinn“ þó ekki fá fyrr en Breta- drottning tæki á móti honum í Buck- ingham-höll — undir augliti gömlu Englandsvinahástéttarinnar í Argent- ínu. Er þessi Menem í alvöru sami maður- inn og vinstri-perónista héraðsstjór- inn, sem krafðist þess 1986, eftir að Bandaríkjamenn höfðu gert loftárás á skotmörk í Líbýu, að stjómmálasam- band við yfirvöld í Washington yrði rofið og lét berast með andheimsveld- isstefnubylgju í kosningabaráttunni 1989 og tók undir gamalt slagorð Per- onistæ „Við Argentínumenn drekkum okkar vín, þið drekkið ykkur í Coca- Cola.“ Sumir Peronistar urðu móðgaðir þegar ffambjóðandinn þeirra endaði margar ræður með viðlagi af yndisleg- um fyrirheitum: „Til fátæku bamanna sem líða sult. Til ríku bamanna sem em hrygg. Til ellilífeyrisþeganna, at- vinnulausu verkamannanna, fjöl- skyldnanna sem eiga ekki brauð. Fylg- ið mér, ég mun ekki svíkja ykkur.“ Einkum og sér í lagi eftirlaunaþegar minnast þessara orða, því að Menem hefur lagt lífsgrundvöll þeirra í rúst. Frásagnir í blöðum af sjálfsmorða- bylgju meðal ellilífeyrisþega vom fljótlega leystar af með tilkynningu um að umönnun aldraðra yrði nú einkavædd. Hvort hrossakúr kappsfulla efna- hagsráðherrans, Domingo Cavallo sem menntaður er í Harvard, skilar árangri, á eftir að koma í ljós. Fyrst verður að úhæga marga milljarða með sölu fjölskyldusilfurs ríkisins, þá verð- ur auðvelt að koma alþjóðlegum lán- ardrottnum fyrir augu um stund sem fyrirmyndarskuldunautur. Hitt trompspilið er að koma böndum áverðbólguna. Hún varaðeins 118% á fyrra ári þrátt fyrir að hún hefði mælst í þúsundum prósenta á ári áður. Því var náð með sígildu ráði, þ.e. seðla- bankinn má ekki lengur setja pesosa í umferð þegar hann tekur við erlend- um gjaldeyri og gulli. Það, til viðbótar við að fyrirskipað er jafngildi pesosins við dollara, gerir Argentínu að dýrasta landinu í þessum heimshluta og það gerir daglega tilveru þeirra sem sem fá lág laun, sem eru ekki löguð nægjan- lega að verðlagi, verri en sársauka- fulla. Enn dýpri áhrif hefur „menning- arbyltingin" sem Menem hefur sett í gang í Argentínu. Sjálfur viðurkennir hann að sér finnist villta vestrið engan veginn vera óttavekjandi dæmi og að hann líti á baráttu allra gegn öllum — með sem allra minnstum afskiptum ríkisins — sem hið alæskilegasta frumástand. Getraunadeildin í gærkvöldi: Lauflétt hjá FH Leikur FH og FVlkis hófst með miklum látum. Ólafur Kristjáns- son skoraði strax á fyrstu mínútu fyrir FH-inga er hann skallaði knöttinn í koll eins vamarmanna Fylkis og í netið. Fylkismenn sóttu næstu mínútumar og á 12. mínútu komst Baldur Bjaraason í mjög gott færi en Stefán Araarson varði glæsilega. Eftir þessa ágætu byrjun dofríaði verulega yfir leiknum. Fylkismenn lögðust í dvala og FH-ingar höfðu öll völd á vellinum án þess þó að skapa sér teljandi færi. Hafnfirðingar enduðu hálfleikinn þó glæsilega. Þeir spiluðu fallega upp völlinn og Þorsteinn Jónsson fékk háa sendingu inn í vítateiginn þar sem hann tók boltann viðstöðu- laust á lofti og negldi í markið. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri nema hvað FH-ingar fengu fleiri færi og nýttu þau ekki. Besta færið kom seint í hálfleiknum þegar Hilmar Bjömsson var einn á báti í vítateig Fylkismanna og vipp- aði yfir Pál Guðmundsson mark- mann. Knötturinn hafnaði í slánni og barst þaðan til Harðar Magnús- sonar sem stóð fyrir opnu marki en brenndi af. FH-ingar höfðu leikinn allan tímann í hendi sér og þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum. Vamar- menn gestanna vom sérstaklega ör- uggir og sáu til þess að Stefán markvörður þurfti lítið að hreyfa sig. Fylkismenn vom ótrúlega daufir og virðist sem leikmenn liðsins kunni illa við sig f 1. deildinni og steftii ákveðnum skrefum heim í 2. deild. Guðjón Svansson Einkunnagjöf Tímans: 1=mjög lélegur 2=slakur 3=i meðallagí 4=góður 5=mjög góöur 6=frábær UMSJÓN: KRISTJÁN GRÍMSSÖN Fylkir-FH 0-2 (0-2) Elnkunn lelkslns: 2 Llð Fylkis: Páll Guðmundsson 1, Helgi Bjamason 1, Baldur Biamason 1, Bergþór ólafsson 1 (Olafur Stígsson 46. mfn. 2), Bjöm Einarsson 1, Ásgeir Ás- geirsson 2, Aðalsteinn Víglunds- son 1, Finnur Kolbeinsson 1, Gunnar Þ. Pétursson 1, Kristinn Tómasson 1, Þórhallur Dan Jó- hannsson 1. Iið FH: Stefán Amarson 3, Auð- un Helgason 5, Þorsteinn Hall- dórsson 3 (Davíð Garðarsson lék of stutt), Þórhallur Víkingsson 3, Petr Mrazek 5, Þorsteinn Jóns- son 3, Hilmar Bjömsson 3, Hall- steinn Amarson 3, Andri Mar- teinsson 3 (Jón Erling Ragnars- son 58. mín. 3), Ólafur Kristjáns- son 5, Hörður Magnússon 3. Dómari: Gylfi Orrason 3. Gul spjöld: Baldur Bjamason Fylki. Frábærir Skagamenn Skagamenn slaka ekkert á þrátt fyrir góða forystu í 1. deildinni. í gær- kvöldi burstuðu þeir Þórsara og var þetta 11. sigurieikur ÍA í röð í deild og bikar. Það er því ekki hægt að segja annað en að Skagamenn séu með frábært knattspymulið. ÍA-Þór 6-0 (1-0) Leikmenn ÍA og Þórs fóru sér hægt í upphafi leiksins í gærkvöldi enda völl- urinn flugháll eftir úrhellisrigningu. Skagamenn náðu þó undirtökunum þegar líða fór á hálfleikinn og Harald- ur Ingólfsson skoraði á 38. mínútu fyrir Skagamenn. Þeir lögðust í stór- sókn eftir þetta og voru Þórsarar heppnir að vera aðeins marki undir í hálfleik. ÍA hóf seinni hálfleik eins og þann fyrri, með stórsókn. Skagamenn léku Þórsara þá oft grátt og Lárus Sigurðs- son markvörður kom engum vömum við á 65. mínútu þegar Alexander Högnasyni tókst að koma boltanum framjá honum og í netið eftir mikið harðfylgi. Þórður Guðjónsson skoraði fyrir ÍA aðeins mínútu síðar með skalla og staðan því orðin 3-0. Sigur- steinn Gíslason átti heiðurinn að næsta marki sem Mihajlo Bibercic skoraði á 80. mínútu. Sigursteinn Unnendur ensku knattspymunnar ættu nú að fara að gleðjast því á morgun hefst deildarkeppnin í Eng- landi. Eins og undanfarin ár er meisturum Man.UTD spáð vel- gengni en spádómarnir í ár einkenn- ast af því að fleiri lið en venjulega eru talin líkleg til hampa bikamum en áður og gefur það til kynna að deildin verði jafnari en oft áður. Fyr- ir utan Man.UTD eru lið Liverpool, Arsenal, Sheff.Wed., Aston Villa, Le- eds og Tottenham talin eiga ágæta möguleika á meistaratitlinum. Leik- irnir sem spilaðir verða á morgun eru þessir: Arsenal-Coventry ,Aston Villa-QPR, Chelsea-Blackburn, Liverpool- Sheff.Wed., Man.City-Leeds, Newc- astle-Tottenham, Oldham-Ipswich, Sheff.UTD-Swindon, Southampton- Everton, West Ham-Wimbledon Gíslason kórónaði síðan góðan leik sinn með því að skora fimmta markið. Þórður Guðjónsson skoraði sjötta mark ÍA á 87. mínútu og annað mark sitt í leiknum og setti punktinn yfir frábæran leik verðandi íslandsmeist- ara. ÍBV-Valur 0-2 (0-1) Fyrri hálfleikur var tilþrifalítill og fátt um fi'na drætti. Fyrsta mark leiksins kom á 16. mínútu og var það Vals- manna. Amljótur Davíðsson fylgdi þá vel á eftir þrumuskoti Ágústs Gylfa- sonar og skoraði eftir að Friðrik mark- vörður Friðriksson hafði hálfvarið skotið. Amljótur varð fljótlega eftir þetta að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Vestmannaeyingar komust lítt áleið- is gegn sterkri vöm Vals í síðari hálf- leik og færi heimamanna því fá fyrir utan skalla Bjama Sveinbjömssonar. Valsmenn tryggðu svo sigurinn með snarpri skyndisókn undir lok leiksins þegar Jón Grétar Jónsson skoraði. Fram-ÍBK 2-1 (2-0) Framarar byrjuðu leikinn betur og á 13. mín lék Ríkharður Daðason upp að Á sunnudaginn fer svo Man.UTD í heimsókn til Norwich og hefur titil- vömina þar. í næstu viku verður einnig heil umferð og þá mætast m.a. Tottenham og Arsenal á mánu- daginn. Bryan Robson og félagar hans í Man.UTD lelka við Norwich á sunnudaginn. endamörkum og sendi fyrir þar sem Helgi Sigurðsson var réttur maður á réttum stað og setti boltann f netið, 1- 0. Ríkharður átti einnig heiðurinn að næsta marki þegar hann sendi fyrir og Helgi Sigurðsson skoraði aftur. Seinni hálfleikur var sveiflukenndur. Framarar áttu fyrstu mínútumar og fengu góð færi en síðan tóku Keflvík- ingar við og markahrókurinn ÓIi Þór Magnússon minnkaði muninn á 65. mínútu úr vítaspymu. Óli Þór átti síð- an gott skot stuttu síðar en framhjá fór boltinn. ÍBK hélt síðan áfram að sækja en allt kom fyrir ekki og tapaði ÍBK þarmeð í fyrsta skiptið í sex leikj- um. Staðan í Getrauna- deildinni eftir 10 umferðin ÍA........12 11 0 1 43-9 33 FH........12 73 224-1724 Fram...... 12 7 0 530-19 21 Valur.....12 61520-1419 ÍBK.......12 5 2 5 19-22 17 KR........12 5 1 624-2216 Þór.......12 43 510-1715 ÍBV.......12 33 615-26 12 Fylkir....12 31813-2710 Vfkingur 12 1 2 9 13-38 5 Markahæstin Helgi Sigurðsson Fram 13, Þórður Guðjónsson ÍA 11, ÓIi Þór Magnússon 10, Mi- hajlo Bibercic ÍA 9, Haraldur Ingólfsson ÍA 9, HÖrður Magn- ússon FH 8, Anthony Karl Gregory Val 8. í kvöld: Knattspyma 2. deild karla Stjaman-UBK................kl. 19 Tindastóll-KA..............kl. 19 3. deild karla Magni-Selfoss..............kl. 19 HK-Haukar.................kl. 19 Dalvík-Víðir..............kl. 19 Grótta-Völsungur kl. 19 Reynir S.-Skallagr. ......kl. 19 4. deild karla Ægir-Emir..................ld. 19 Leiknir-Hafnir.............kl. 19 Ármann-Hvatberar...........kl. 19 Enska knattspyrnan: Deildarkeppnin hefst á morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.