Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 13. ágúst 1993 Njáluslóðir—Þórsmörk Arieg sumarferð framsóknarfélaganna I Reykjavlk verður farin laugardaginn 14. ágúst 1993. Að þessu sinni verður farið á söguslóðir Njálu og inn I Þórsmörk. Aðalleiðsögumaður feröarinnar verður Jón Böövarsson. I öllum bllunum veröa reyndir fararstjórar. Ferðaáætlunin er þessi: Kl. 8:00 Frá BSl. Kl. 10:00 Frá Hvolsvelli. Kl. 11:15 Frá Bergþórshvoli. Kl. 12:30 Frá Gunnarshólma. Kl. 17:00 Úr Þórsmörk. Kl. 18:45 Frá Hliðarenda. Kl. 20:45 Frá Gunnarssteini. Kl. 22:00 Frá Hellu. Aætlað er að vera I Reykjavik Id. 23:30. Steingrlmur Hermannsson mun ávarpa feröalanga. Skráning I ferðina er á skrifstofu Framsóknarflokksins I slma 624480 frá 9.-13. ágúst. Verð fyrir fúlloröna 2.900 kr., böm yngri en 12 ára 1.500 kr. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregið var I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 9. ágúst 1993. Vinningsnúm- er eru sem hér segir. 1. vinningur nr. 2662 2. vinningur — 28222 3. vinningur — 32521 4. vinningur — 4604 5. vinningur —15511 6. vinningur — 4209 7. vinningur — 6912 8. vinningur—19425 9. vinningur — 21816 10. vinningur — 32868 Ógreiddir miöar eru ógildir. Vinnings sjal vitja innan lýsingar eru veittar I síma 91-624480. 11. vinningur —13957 12. vinningur—13631 13. vinningur — 35632 14. vinningur — 29225 15. vinningur—12778 árs frá útdrætti. Frekari upp- FramsóknarihMarlnn Lykillinn aö árangri í golfí er eins og íöðrum íþróttum; æfíng og aftur æfíng. Hjá flestum golfklúbbum landsins má fínna ágæta æfíngaaöstööu. Þessa kylfinga mátti sjá æfa af miklu kappi hjá Golfklúbbi Garöabæjar nú fyrir skömmu. Siguröur T. Sigurösson, margfaldur Islandsmeistari og Islandsmethafi í stangar- stökki er einnig liðtækur kyifingur. Þessi mynd náöist af honum einn daginn þar sem hann varaö leika golfá Grafarholtsvellinum. GKj lék á 74 höggum og varð í öðru sæti, og Sævar Egilsson GK varð þriðji á 77 höggum. Björk lék á 83 Sjónvarpsstöðvarnar geröu nýafstöönu landsmóti I golfí ágæt skil og voru golfá- hugamenn sérstaklega ánægðirmeö Itarlega og góða umfjöllun af mótinu I Rík- issjónvarpinu. Á þessari mynd sjást myndatökumenn stöövanna aö störfum einn daginn. höggum sem dugði henni í fyrsta sætið, Jakobína Guðlaugsdóttir GV, nýbakaður öldungameistari í for- gjafarflokki, varð önnur með 90 högg og í þriðja sæti varð svo Hrafn- hildur Eysteinsdóttir GK. Unglingar til Skot- lands Þeir Birgir Leifur Hafþórsson GL, Sigurpáll Sveinsson GA og Tryggvi Pétursson GR eru nú staddir í Skot- landi þar sem þeir taka um þessar mundir þátt í mjög sterku móti unglinga í golfi. Mótið nefnist The British Boys Amateur Open Championship, en á því keppa marg- ir af fremstu unglingum heims. Fróðlegt verður að sjá hvemig þeir félagar standa sig í keppni á meðal þeirra bestu erlendis, en þeir þrír eru án efa á meðal efnilegustu kylf- inga landsins og eru nú þegar famir að blanda sér í baráttu bestu kylf- inga á íslandi. FUNDIR 0G FÉLAGSSTÖRF Það er yfírdrifíð nóg að gera hjá kylfíngum um næstu helgi því hvorid fleiri né færri en 15 opin mót má fínna víðs vegar um landið svo ekki sé minnst á fjölmörg innanfélags- mót sem haldin eru hjá mögum ldúbbum. Af helstu opnu mót- unum má nefna Hewlett Pack- ard-mótið í Grafarholti, Opna Reykjalundsmótið á Bakkakots- veUi í Mosfellsdal, Opna Visa íslands-mótið á Eskifírði, Coca Cola-mót á Nesvelli, Loftoricu- mót í Borgarnesi og Norður- iandsmót á Húsavík. Þrjú mót eru sérstaklega fyrir kon- ur, en þau em Ellen Bietrix-mót í Garðabæ, J.G. Silfurmót í Hafnar- firði og Opið mót í Sandgerði. Ung- lingamir eiga einnig sitt sérstaka mót um helgina sem er Pinseeker- mót í Hafnarfirði og þá er ógetið eldri kylfinga sem leika á Opnu móti á Selfossi. Nýir öldungameistarar Knútur Bjömsson, Golfklúbbnum Keili, og Jónína Pálsdóttir, Golf- klúbbi Akureyrar, sigmðu á Öld- ungameistaramóti íslands sem fram fór um helgina í Grafarholti. 122 keppendur tóku þátt í mótinu sem tókst vel í alla staði þrátt fyrir að fresta þyrfti leik um tíma einn dag- inn vegna úrhellisrigningar. Hart var barist á öllum vígstöðvum og skildu fá högg á milli efstu manna. Keppt var í fjórum flokkum; með og án forgjafar í flokki karla 55 ára og eldri og með og án forgjafar í flokki kvenna 50 ára og eldri. Keppnin í karlaflokki var spennandi alla þrjá dagana og skiptust nokkrir keppendur á að hafa forystuna. Að lokum fór svo að Knútur sigraði á 238 höggum, en Þorbjöm Kjærbo GS sem lék á 240 höggum og Sigur- jón Gíslason GK sem lék á 241 höggi urðu í næstu tveimur sætum. í keppni með forgjöf sigraði Bragi Halldórsson, GR á 136 höggum. Höggi meira notaði Sigurberg Elen- Golfmót á næstunni tínusson GK og höggi þar á eftir kom svo Ríkharður Pálsson GR. f kvennaflokki var æsispennandi barátta allt fram á síðustu holu. Þær Jónína og Inga Magnúsdóttir GK voru í nokkrum sérflokki og það var ekki fyrr en síðasta púttið hafði komist ofan í holu að ljóst var að Jónína hafði unnið Ingu með einu höggi. Jónína lék á 266 höggum en Inga á 267 höggum. í þriðja sæti kom svo Ágústa Guðmundsdóttir GR á 278 höggum. í keppni með for- gjöf sigraði Jakobína Guðlaugsdóttir GV á 148 höggum. ÞærÁgústa Guð- mundsdóttir GR og Selma Hannes- dóttir GR voru einnig á 148 höggum nettó, en samkvæmt útreikningi varð þetta röð þeirra. Opna Límtrésmótið Hjalti Pálmason GR og Björk Ing- varsdóttir GK sigruðu á Opna Lím- trésmótinu sem haldið var að Flúð- um um helgina. Hjalti lék á 72 höggum, Jón Haukur Guðlaugsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.