Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. ágúst 1993 Tíminn 9 ■ DAGBÓK Félagsvist í Fannborg Félagsvist verður spiluð í félagsmiðstöð- inni Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi, föstudaginn 13. ágúst kl. 20.00. Húsið verður öllum opið. Stuttmyndin Regina Stuttmyndin Regina eftir Einar Þór Gunnlaugsson verður sýnd á kvikmynda- hátíðinni f Edinborg 22. ágúst nk. og keppir þar til verðlauna um The Young Fiim-Naker of the Year Award. Myndin var framleidd á síðasta ári í The London Intemational Film School og er fimmtu annar-mynd höfundar. Regina hefur áð- ur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Haugasundi í Noregi, Miinchen í Þýska- landi, Glouchester í Englandi og er bók- uð á hátíðir víða um heim á næstu mán- uðum. Tónlistina við myndina gerði Hinn íslenski búksláttarflokkur. Myndin er um 13 mínútna löng, 35 mm og tekin í London. Nýl dansskólinn: Glæsilegur dansárangur Bjami Þór Bjamason og Jóhanna Jóns- dóttir frá Nýja dansskólanum eru nú í Singapore þar sem þau tóku þátt í dans- keppni laugardaginn 7.8. ‘93. Þessi dans- keppni er opinn fyrir heimsbyggðina, svokölluð The Open Singapore keppni. Bjami Þór og Jóhanna náðu þeim glæsi- lega dansárangri að komast í undanúrslit bæði f Latin- og Standard-dönsum. Á mánudag fara þau til Ástralfu og keppa fyrir fsland í heimsmeistarakeppni í tíu dönsum. Væntanlega er þetta síðasta danskeppni þeirra að sinni því Bjami Þór er á fömm til Svíþjóðar f Iangt nám. (blaðbera vantm) BYGGÐARENDA Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17 Útboð Póstur og sími, umdæmi III, óskar eftir tilboðum í land- póstaþjónustu frá Blönduósi. Landpóstaþjónustan er á tveimur leiðum: I. Frá Blönduósi um Ása, Vatnsdal og hluta Svína- vatnshrepps til Blönduóss. II. Frá Blönduósi til Kjalarlands og um Langadal, Svartárdal, Blöndudal og hluta Svínavatnshrepps til Blönduóss. Tilboðum skal skilað fyrir hvora leið fyrir sig. Þjónustan skal veitt þrisvar í viku frá póst- og símstöð- inni Blönduósi. Afhending útboösgagna fer ffam hjá stöðvarstjóra á póst- og símstöðinni Blönduósi, frá og með þriðjudeg- inum 17. ágúst 1993, gegn 2.000 króna skilagjaldi. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en 16. september 1993 kl. 14.00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.00 á póst- og símstööinni Blönduósi að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. PÓSTUR OG SlMI Umdæmi III 600 Akureyri Kastalinn rðndótti í Holiywood hlíðum. Madonna er djörf víöar en í söngnum: Söngkonan er nú upp á kant viö nágranna Ævinlega hefur söngkonan Ma- donna lag á því að valda usla og vekja eftirtekt ýmist fyrir gott Madonna er ansi hugmyndarík, en það fellur ekki ðllum. eða slæmt. Aft þessu sinni ergir hún velmegandi nágranna sína í Hollywoodhæðum með vali sínu á útliti kastala síns, Castillo del Largo. Hún lét mála kastalann, sem áður var hvítur, skærrauðan með gul- um röndum. Þetta fer ákaflega fyrir brjóstið á nágrönnum henn- ar sem nokkrum mánuðum áður buðu hana hjartanlega velkomna í friðsælt ríkismannahverfið og hrósuðu henni einmitt fyrir að velja rólega og yfirlætislausa brekkuna fyrir neðan Hollywood merkið fremur en yfirborðslegar Beverly hæðirnar þar sem leikar- amir hópa sig saman til að metast um hver eigi íburðarmeira hús. Kastalinn var áður í eigu bófans Bugsy Siegel á þriðja áratugnum en eftir 1953 stóð hann auður og yfirgefinn eftir bruna sem eyði- lagði efstu hæð meginálmunnar. Árið 1978 var kastalinn svo gerð- ur upp og seldur Madonnu í fyrra fyrir 3,2 milljónir dollara. Ekki er hægt að sækja leikkonuna til saka fyrir bíræfið litavalið því engar reglur eru til um útlit húsa á þessum slóðum og má hver gera það sem hann vill í krafti pening- anna. Aftur á móti vill Madonna ekki vera til lengdar uppá kant við nágranna sína og Christopher Ciccone bróðir hennar sem sá um verkið segir að ekki skuli menn örvænta — þetta sé aðeins grunn- ur fyrir nýjan lit, rústrauðan sem mun að lokum breyta kastalanum í ítalska villu. Ef illa gengur að koma upp samfelldu og þéttu skjólbelti má alltaf nota hugmynda- flugiö og gera gott úr litlu. Hér sést hvar bóndi einn I útlandinu hefur klippt vinalegan fola út úr gisnum beltisparti mönnum og dýrum til ánægju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.