Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.08.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 13. ágúst 1993 Litlu brúnu hendumar strjúka blítt og leitandi yflr bijóst gestsins eins og þær séu að kanna gæði efnisins í fotunum. Þá leita hendur forsetans, sem brosir ann- ars hugar og suðar gullhamra með mjúkri rödd, áfram yflr axlir og upphandleggi þar til hann nær höndum saman á hiygg gestsins. Tilgerðarlega renna hendur hans síðan meðfram báðum hliðum nið- ur á mjaðmir. Þetta er „abrazo", faðmlag karla, í út- færslu Carlos Saúl Menem. Hefðbund- in móttökuathöfnin rennur þvingun- arlaust áfram en gefur samt mörgum þá óþægilegu tilfinningu að þjóðhöfð- ingi Argentínu sé að gá að vopnum eða földum hljóðnemum. Að öðru leyti virðist Menem láta sér öryggi sitt í léttu rúmi liggja. Öfugt við það sem tíðkast í flestum stjómar- höllum Rómönsku Ameríku er hvorki bardagabúninga né hríðskotabyssur að sjá við Casa Rosada í Buenos Aires. Aðeins lífverðir, Ijósir yfirlitum, sem taka sig vel út í sögulegum einkennis- búningum, hvítum buxum og reið- stígvélum upp á læri, standa vörð í hliðunum. Þreyttir á tilbreytingar- leysinu bora þeir oddunum á riddara- liðssverðunum í púða sem eingöngu Menem forseti: „Argentína er aftur komin í röö fremstu þjóöa“ ,Fylgið mér, ég mun ekki svíkja ykkur," var slagorð Menems í kosningabarátt- unni 1989. Hann þykir snillingur í að ganga á bak orða sinna. eru gerðir til að gegna því hiutverki. Forsalimir eru tiltölulega fljótskoð- aðir. Þar hanga olíumálverk þar sem dást má að nautgripum á beit Naut- peningurinn á þennan heiður skilið því að engum öðrum frekar á Argent- ína mikilleik sinn að þakka. Það kann að vera erfitt að trúa því nú en lýðveld- ið við La Plata, sem er næstum eins stórt og Indland en hefur aðeins 33 milljónir íbúa, var álitið auðugasta land jarðarinnar í lok „Belle Epoque" (fram að fyrra stríði). „Gleymum niðurlæging- arárunum 40“ „Gleymum niðurlægingarámnum 40. Vrið höfum lokað þeirri bók. Strax á árinu 1991 sögðum við skilið við fé- lagsskap óháðra ríkja. Þar var ekkert að hafa fyrir okkur. Argentína heyrir ekki lengur til þróunarlöndunum. Það verður ekki aftur snúið af umbótaleið- inni sem ég hóf að fara eftir. Endur- koma okkar í þróaða heiminn er óum- deilanleg." Enginn myndi trúa þessum orðum ef þau væru ekki sögð af þvflíkum krafti og innlifun. Sá sem hefur séð sig um í 12 milljón manna íbúa borginni Bu- enos Aires, þar sem meira en 40% íbú- anna hafa nú orðið hvorki rennandi vatn né skolpræsi og heilu úthverfin líkjast æ meir þeim sem eru í þróun- arlöndum, hlýtur að álíta ræðumann draumóramann eða svindlara. En Menem heldur glæsiræðu sína hægt, íhugandi, næstum eins og ann- ars hugar. Hann er enginn lýðskrum- ari af glamurstegundinni, heldur talar á persónulegum nótum með afvopn- andi óskammfeilni. „Nafn Argentínu er nú aftur sagt með virðingu í París, London og New York,“ segir forsetinn rólega og með slikju í augunum. „Nú njótum við vissrar virðingar." Þetta hljómar eins og auglýsing úr fataiðnaðinum, málfar þess sem er á uppleið. í heimssýn Menems er upp- risa landsins (a.m.k. fyrirheitið) orðið að staðreynd, ný staða Argentínu er neyðaruppljómun, framlenging hans eigin upprisu. Stoltur vísar forsetinn til þess hvemig honum tókst aftur- virkt að sætta Argentínumenn við sundurtætta sögu sína sem þeir höfðu fengið í arf. „Hver hefði getað ímynd- að sér það, við prentum nú peninga- seðla með myndum af Mitre, og líka Rosasl“ hrópar Menem. Arfur Perons Bartolomé Mitre og Juan Manuel de Rosas, þjóðhöfðingjar á 19. öld, voru fulltrúar andstæðnanna milli borga og sléttna. Þeir voru í fyrradag. Hvenær kemur að þeim sem vom í gær? Hve- nær koma peningaseðlar með mynd- um af Juan Perón og konu hans Evitu? Spumingin fer í taugamar á Menem. „Kannski eftir 20 ár,“ svarar perón- istaforsetinn stuttur í spuna. Slæm samviska? Perón hershöfðingi þjóðnýtti risastórt jámbrautametið sem Bretar lögðu. Nú er erfinginn Menem í þann veginn að leggja það niður eða selja það hæstbjóðanda. Meðan Perón var við völd var ríkisfyr- irtækjunum komið á fót sem nú eru lögð í hendur erlendra fyrirtækjasam- steypa. Perón byggði verkalýðshreyf- inguna upp, Menem berst við hana sem andstæðing í stjómmálum hálfri öld síðar. Samt sem áður vogar forsetinn sér að segjast vera að framfylgja óskum hins þjóðsagnakennda „Hombre“. „Þegar hann kom aftur úr spænsku útlegð- inni fyrir 20 ámm var hershöfðinginn þegar með byltingarkenndar nýjungar í huga,“ segir Menem einlægur, „en hann hafði elst og enginn hlustaði á hann. Nú geri ég nákvæmlega það sem hann hefði gert sem forseti." „Maður verður að sýna þeim látnu virðingu," bætir Menem við með Ijúfu brosi, „en maður verður líka að grafa þá. Kosningar vinnur maður meðal þeirra sem lifa.“ Og svo virðist sem Argentínumönnum hafi tekist að gleyma fyrri dýrlingum sínum, hers- höfðingjanum Juan Domingo Peron og Evitu, hinni dáðu konu hans. Graf- hýsi þeirra, þar sem þau sitt í hvoru lagi loks fengu hinsta legstað eftir margvíslega hrakninga, heimsækja nú fáir. Uppruni forsetans Forsetanum er annt um útlit sitt og hefur heilan her sérfræðinga til að sjá um að þar sé allt í sem bestu lagi. Það er a.m.k. engan veginn hægt að sjá að Carlos Menem eigi 62 ár að baki. Hann fæddist 2. júlí 1930 í harðbýla norðvesturhéraðinu La Rioja, og það reyndar sem „Tyrki“. Faðir hans, fljúg- andi sölumaður með sýnishomatösku (saumadót, greiður, ilmvatn, síðar líka teppi) var Sýrlendingur af Munim- ætt Innflytjendur úr þeim heims- hluta eru kallaðir örlítið niðurlægj- andi „torcos" þar sem forfeður þeirra komu á pappírum gefnum út af Os- manaríkinu. í augum yfirstéttarinnar í Buenos Aires kemur Menem ekki bara langt að heldur alveg af botnin- um. En yfirstéttin, sem Peron og per- onisminn hataði, hefur tekið Peron- istann Menem upp á arma sína og faðmað hann að sér. Félagsfræðingur við einkaháskólann San Andrés orðar það þannig: ,J4enem rekur efnahags- stefnu sem áður hefði aðeins verið hægt að koma í gegn með brugðnum byssustingjum. Hann spilar fótbolta með Maradona, tennis við Gabriela Sabatini. í sjónvarpinu sýnir hann þjóðinni hvað hann er góður tangó- dansari. Hann ekur um í Ferrari, hann stýrir þotu, hann heillar frúmar af ft'nu ættunum upp úr skónum. Hver ætti þá að fá hann ofan af því að hann sé meiri karl en Napóleon?" Konunni hent á dyr í beinni útsendingu „Habibi" (arabiska orðið fyrir elskan), var hann vanur að kalla konu sína, Zulema Fatima Yoma de Menem, áður en hann henti henni með handafli út úr forsetabústaðnum fyrir framan augun á sjónvarpsáhorfendum og skildi við hana 1990. Þó var giftingin inn í ættina Yoma, sem líka var „tyrk- nesk" en hafði flust til Argentínu einni kynslóð fyrr, forsendan fyrir því að Menem varð forseti landsins. Yoma- ættin var auðugasta og voldugasta ættin í La Rioja. Menem hafði fyrst komist í kynni við argentínsku stúdínuna Zulema Yoma þegar hún stundaði nám í Sýrlandi 1964. íslamskur trúarleiðtogi staðfesti sambandið sem komst á í Damaskus tveim árum síðar. Það var ekki fyrr en miklu seinna að Menem fann leiðina að kristindómnum, en á réttum tíma. Skv. lögum geta aðeins rómversk- kaþólskir gegnt forsetaembætti í Arg- entínu. Nú sér forsetinn heimaborg sína, An- illaco í fjarlæga héraðinu La Rioja, í dýrðarljóma. „Þar er nú verið að byggja fimm stjömu hótel, og þó eru íbúamir ekki nema 20001 En stórsút- unarverkstæðið sem við höfum flutt þangað er líka fyrirmyndarfyrirtæki. Þangað koma gestir úr öllum heimin- um.“ Slík ósvífni er næstum virðingar- verð. Allir Argentínumenn sem hafa áhuga á pólitík vita að þetta fyrir- myndarfyrirtæki tilheyrir ættinni Yoma sem er á kafi í hneykslismálum. Og þó að skilnaður hjónanna hafi síð- an náð fram að ganga sýna orð hans hversu náið hann er enn skuldbund- inn ættinni hennar. Truflar það hann ekkert að nokkrir af ættinni eru ákærðir fyrir að hafa eigin höndum og í stómm stfl flutt milljónir fíknilyfja- dollara frá Miami til þvættis í Argent- ínu? Álit Menems á alþjóðleg- um vettvangi í hámarki Það að hann hreykir sér enn af þess- um alræmdu tengslum sýnir traust Menems á að hann sé ósæranlegur. Reyndar hafa verið skrifaðar bækur um spillinguna í liði forsetans — met- sölubækur. En hverju skiptir pappír sem þegar hefur verið prentaður? Meðan sjónvarpið sýnir stöðugt manninn sem hið æðsta tákn karl- mennsku Argentínu finnst Menem hann yfir alla gagnrýni hafinn. Þar að auki veit hann að nú er álit hans á alþjóðlegum vettvangi í há- marki. Þegar Suður-Ameríka er ekki lengur álitin vonlaust tilfelli meðal r AD IITAN v þróaðra ríkja, heldur kemur aftur til álita til fjárfestinga, er það að miklu leyti honum að þakka. Já, 450 milljónir Suður- Ameríku- manna frá Mexíkó til Eldlands fá eftir glataðan áratug aftur góðar umsagnir. Skuldakreppa níunda áratugarins, sem virtist ógna peningastofnunum iðnaðarþjóðanna, er álitin yfirstigin. Nú streyma fjármunimir aftur, ekki bara í vaxtagreiðslur. Orðið sem eitt sinn vakti ótta, „umbætur", þýðir nú alls staðar það sama: Lögmál hins frjálsa markaðar, einkavæðing, afnám reglna. En fyrst og fremst hefur einræðis- herrum verið feykt burt, svo virðist sem markaður og lýðræði séu áfram eitt og hið sama í Suður- Ameríku. Væri Menem ekki til að dreifa væri þesi framtíðarsýn hreinasti óskapnað- ur. Of mörg ríkjanna passa ekki inn í forskriftina. Risinn Brasilía, tveir fimmtu Suður- Ameríku, er ekki með. Þar hneig sól lýðræðis og markaðsbú- skapar til viðar með skelfingu undir forystu bófa-forsetans Collor. Efna- hagsundur Chile tókst með einræði Pinochets hershöfðingja. í Mexíkó þakkar umbótamaðurinn Salinas vald sitt ríkjandi ríkisflokki frá 1929, PRI, og kosningasvikum sem hafa áunnið sér hefð. í Perú getur endurbótasinn- inn Fujimori ekki komið málum sín- um fram gegn gömlu ráðaliði landsins nema með skipunarvaldi. í Úrugvæ var einkavæðing gerð að engu með þjóðaratkvæðisgreiðslu. í olíuauðugu Venezúela sárbænir allslaus múgur- inn um valdarán. Því fastar klístra vestrænir bjartsýn- ismenn von sína við undramanninn Menem. ,Argentína greiðir tilbaka," tilkynnti bandaríska efnahagstímarit- ið Fortune. Og Frankfurter Algemeine tekur undir: „Ekki lengur þriðja heimsríki," segir þar um Argentínu í fyrirsögn. Menem hafi verið „fyrsti argentínski forsetinn sem setji hags- muni ríkis og þjóðar ofar sérhags- munahópum". Það er e.t.v. satt og rétt að Menem reki sundurlimun réttarríkisins fyrst og fremst í eigin þágu og ekki vegna einhverra samtaka. En það þýðir ekki að „sérhagsmunahópar" séu vanrækt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.