Tíminn - 19.08.1993, Qupperneq 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn-..68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminii—68-76-48... Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48
HrainH
19. ágúst 1993
154. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 125.-
Halldór Ásgrímsson um misvísandi ummæli sjávar-
og utanríkisráðherra á undirbúningsstigi samninga
við Norðmenn:
Nánast bann-
orð sem veikir
okkar stöðu
„Það er afar óheppilegt þegar
ráðherrar tala sitt á hvað í milli-
ríkjadeilum. Það er nánast bann-
orð og veikir okkar stöðu,“ segir
Halldór Ásgrímsson og vísar til
misvísandi ummæla sjávar- og
utanríkisráðherra um skipti á
veiðiheimildum við Norðmenn.
Halldór hefur farið fram á að
sjávarútvegsnefnd Alþingis verði
kölluð saman.
Haft var eftir Þorsteini Pálssyni sjáv-
arútvegsráðherra að ekki kæmi til
greina að veita Norðmönnum veiði-
heimildir f íslenskri fiskveiðilögsögu.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra hefur sagt að samningavið-
Lögreglan í Kefiavík:
Klippti af
20 bílum
Lögreglan á Stór- Reykjavíkur-
svæðinu og á Suðumesjum
keppist nú við að færa bíla til
skoðunar og klippa númerin af
þeim sem við á.
Lögreglan í Keflavík var búin að
klippa af 20 bílum í gær og þykir
henni það heldur mikið. -CKG.
Disiiiipinri
í Svíþjóð
Biskup fslands, herra Ólafur
Skúlason, er nú í Svíþjóð f tál-
efni af því að 400 ár eru síðan
Svíar ákváðu að leggja biblíuna,
trúarjátningar kirkjunnar og
Augsborgarjátningu Lútherssið-
ar tit grundvallar kenningu og
boðun kirkju sínnar.
Hátfðahöld af þessu tiiefhi hafa
staðið mestallt þetta ár og fer
iokaþáttur þeirra fram í Uppsöi-
um 20.-23. ágúst Cestir verða
frá öilum kirkjum Norðurland-
anna og víðar að. Þannig verður
Desmond Tutu, biskup f S-Afr-
slands tekur þátt f
flutníngi sérstakrar hátíðar-
guðsþjónustu í dómkirkjunni í
Uppsölum á sunnudag. Þátttak-
endur í henni verða m.a. fúlltrú-
: ar grísku rétttrúnaðaikirííjunn-
ar og þeirrar katólsku.
Biskup fslands messar í norsku
kírkjunni í Gautaborg fyrir ís-
lendinga sem þar búa sunnu-
daginn 29. ágúst kl. 14 en hann
og kona hans, Ebba Sigurðar-
dóttir, munu auk þess heim-
sækja íslenska sjúklinga á
Sahlgranska sjúkrahúsinu
sem þar gangast imdir líffæra-
ræður við Norðmenn muni meðal
annars snúast um gagnkvæm skipti á
veiðiheimildum ríkjanna.
Aðspurður um þennan skoðana-
ágreining sjávar- og utanríkisráð-
herra segir Halldór: „Það er afar
óheppilegt þegar ráðherrar tala sitt á
hvað í milliríkjadeilum. Það er nánast
algjört bannorð og veikir okkar
stöðu. Mér vitanlega höfum við enga
fiskistofna til að láta af hendi. Við er-
um þegar með fúllnýtta stofna,“ segir
Halldór.
Þá bendir hann á að Norðmenn hafi
nú þegar viss réttindi í lögsögu ís-
lendinga hvað varðar sameiginlegan
loðnustofn við Jan Mayen. „Ég tel
ekki að það komi til greina að við lát-
um eitthvað af hendi á móti veiðum í
Smugunni. Hins vegar kæmi til
greina að ræða skipti á þessari loðnu
og veiðum innan 200 mílna lögsögu
Norðmanna," segir Halldór.
„Menn hljóta að verða að koma sér
saman um samningsumboðið og hafa
vit á því að vera ekki að tala um það í
fjölmiðlum og rífast um það sín á
milli áður en til samninga er gengið.
Þá hafa menn nú litla samningsstöðu
en það væri nú eftir öðru hjá þessari
ríkisstjóm," segir Halldór.
Um afstöðu sína til samningavið-
ræðna segir Halldór: „Ég sagði í upp-
hafi þessarar deilu að það væri rétt að
leita lausna á henni með samningum
við Norðmenn," segir Halldór og
kveðst sáttur við þá niðurstöðu.
Hann telur að búast megi við mjög
erfiðum samningaviðræðum. „Ég
legg áherslu á að menn reyni að hafa
sem best samráð um þá samninga.
Ríkisstjómin hefur fram að þessu
ekki haft neitt samband við nefndir
þingsins um málið,“ segir Halldór en
hann hefur farið fram á að sjávarút-
vegsnefnd Alþingis komi saman til að
ræða málið.
„Ég tel það mikilvægt að mál eins og
þetta sé rætt í trúnaði við þingnefnd-
ir og við stjómarandstöðu," segir
Halldór. -HÞ
bráðliggi á að komast að:
„Aðstandendur þeirra sem eru á
biðlista hafa hringt f okkur nærri
skelfingu lostnir eftir að fréttist
að deildin yrði ekki opnuð. Það er
mjög skiljanlegt því hér er um að
ræða aldraða einstaklinga sem
geta ekki dvalið lengur í sínu
eðlilega umhverfi,“ segir Gréta
Guðmundsdóttir, forstöðumaður
hjúkrunarheimilisins Eir.
Meðalaldur- þeirra sem vistaðir
em á heimilinu er 80-90 ára og sá
elsti er 95 ára. Deild með 25 rúm-
um var tekin í notkun fyrr á árinu
og stóð til að taka jafn stóra deild
í notkun 1. október. Eins og Tím-
inn hefur greint frá var óskað eft-
ir að því yrði frestað og samning-
ar yrðu endurskoðaðir.
Kristjana Sigmundsdóttir, for-
stöðumaður vistunar hjá Félags-
málastofriun Reykjavíkurborgar,
segir þá sem þyrftu að komast á
hjúkmnarheimili eins og Eir vera
hátt á annað hundrað.
„Stór hluti þeirra dvelur ó öldr-
unarlækningadeildum sjúkra-
húsanna sem leiðir til þess að
þeir sem þurfa að komast þar að í
endurhæfingu t.d. eftir beinbrot
geta ekki notíð hennar. Heilabil-
aðir sjúklingar verða þó verst úti
og við sjáum ekki fyrir endann á
þessu ástandi," segir Kristjana.
Hún segir jafnframt að fjölskyld-
ur þeirra sem þurfa að komast að
á sjúkraheimiíum búi við mikið
álag sem fari sífellt versnandi.
„Böm sumra sjúklinga verða að
sofa hjá þeim ti) skiptis og leysa
upp eigin heimili á meðan. Það
em yfirleitt alltaf dæturnar sem
lenda í umönnunarhlutverkinu
og verða oft á tíðum að fórna
vinnunni sökum þessa. Mál aldr-
aðra tengjast fyrst og fremst kon-
um þvf þær lifa lengur en karlar.
Þær geta líka verið ótrúlega seig-
ar að hugsa um sjúka eiginmenn
heima við þótt þær séu sjálfar
farnar að tapa heilsu," segir
Kristjana.
„Ekki var búið að ákveða hverjir
ættu að komast inn á Eir enda
fannst okkur það ótímabært
meðan þessi óvissa ríkti“, segir
Gréta. „Margt af því fólki sem bíð-
ur eftir plássi er nú vistað á
sjúkrahúsum sem er mun dýrari
kostur fyrir ríkið en vistun á
hjúkmnarheimili. Ég veit að
margir treystu á að komast í þessi
25 rými sem bjóða átti upp á í
október."
Gréta segir formann fram-
kvæmdastjómar Eirar eiga von á
fúndi með heilbrigðisráðherra í
vikunni þar sem málið verður
rætt -GKG.
Hluthafafundur Mótvægis hf. í gær:
w
NY STJORN UTGAFU-
FÉLAGS TÍMANS
Á hluthafafundi Mótvægis hf, út-
gáfufélags um dagblaðið Túnann,
var kosin ný stjórn félagsins í stað
fyrri stjórnar. Flest atkvæði í stjóm-
arkjöri hlaut dr Jón Sigurðsson
kennari á Bifröst, 17.680.
Næstur honum kom Steingrímur
Gunnarsson, leiðsögumaður og
kennari, með 17.490 atkvæði, þá
Bryndís Hlöðversdóttir lögfræðingur
með 17.030 atkvæði, Bjami Þór Osk-
arsson lögfræðingur með 16.980 og
Steingrímur Hermannsson með
8.910 atkvæði. Aðeins munaði 30
þúsund atkvæðum milli Steingríms
og Bárðar Halldórssonar sem hlaut
8.880 atkvæði en hver króna hluta-
fjár jafngildir einu atkvæði.
Bárður Halldórsson náði kjöri í
varastjóm ásamt Sveini Finnboga-
syni framkvæmdastjóra og Hrafni
Magnússyni, framkvæmdastjóra
SAL.
Til fundarins var boðað til þess að
gera hluthöfum grein fyrir gangi
hlutafjársöfnunar sem staðið hefur
yfir um skeið, til að afla heimildar
hluthafa til að auka hlutafé félagsins
í 30 milljónir króna, auk stjómar-
kjörsins.
A fundinum kom fram í ræðu fráfar-
andi stjómarformanns, Steingríms
Hermannssonar, að inngreitt hlutafé
næmi um 20 milljónum króna sem
skiptist milli tæplega 200 hluthafa.
—sá
207
afmæli
Reykjavík átti 207 ára af-
mæli í gær og var ýmis-
legt gert til aö halda upp
á þaö. Meðal annars
hengdi Markús Öm An-
tonsson borgarstsjóri
upp sérstakt skilti á
Lækjargötu 2 sem er eitt
af tíu húsum sem valin
hafa verið af Árbæjar-
safni sem söguleg hús.
Tfmamynd Áml BJama