Tíminn - 19.08.1993, Side 2
2 Tfmirin
Fimmtudagur 19. ágúst1993
Jóhann Ársælsson um frammistöðu ríkisstjómar
í Barentshafsmálinu:
Ráðleysið hefur
lánast bærilega
„Ráðleysi ríkisstjómarinnar í
málinu hefur lánast bærilega það
sem af er. Ég held að það hefði
verið mjög óheppilegt ef menn
hefðu hlaupið upp til handa og
fóta í þessu máli og sett reglu-
gerð sem bannaði útgerðar-
mönnum okkar að fara á alþjóð-
leg hafsvæði," segir Jóhann Ár-
sælsson alþingismaður sem sæti
á í sjávarútvegsnefnd Alþingis.
Hann telur að ríkisstjórain hefði
átt að hafa samráð við nefndina.
Eftir því sem Jóhann kemst
næst hafa aðrar þjóðir ekki sett
reglur sem banna veiðar á alþjóð-
legu hafsvæði. „Við getum það
ekki einir. Þó að það sé gott að
mæla með því að menn sýni
ábyrgð er það til lítils ef við fáum
ekki aðra með okkur," segir Jó-
hann.
Jóhann telur að aðalatriðið í af-
stöðu íslendinga sé að að hvetja
til þess að náð verði samkomu-
Iagi um nýtingu fiskistofna á öll-
um svæðum bæði utan og innan
fiskveiðilögsöguna.
„Við getum ekki komist fram hjá
þeirri staðreynd að þetta er al-
þjóðlegt hafsvæði sem allir eiga
rétt til að veiða á,“ bætir Jóhann
við.
Honum fyndist samt eðlilegt að
íslendingar tækju þátt í því að
gera samkomulag um veiðar á al-
þjóðlegu hafsvæði. „Það væri
náttúrulega besta niðurstaðan af
þessu öllu saman," segir Jóhann
og vísar til þess að Norðmenn og
íslendingar beittu sér fyrir því að
fá aðrar þjóðir með í samkomu-
lag um nýtingu fiskistofna á
Norður-Atlantshafi.
Þá sér Jóhann ekki fyrir sér
hvemig menn hafi hugsað sér að
banna íslendingum að veiða f
Smugunni. „Varla hefðu menn
hugsað sér að fara að banna veið-
ar á einhverju ákveðnu svæði,"
segir Jóhann en telur líklegra að
bannið miðaðist við aflamark
miðað við stofnstærð.
Um skoðanaágreining ráðherra
innan ríkistjómar um skipti á
gagnkvæmum veiðiheimildum
við Norðmenn segir Jóhann:
„Mér finnst spaugilegt að menn
séu að tala um einhverjar gagn-
kvæmar veiðiheimildir innan
lögsögu íslendinga á móti veiði-
heimildum á alþjóðlegu haf-
svæði. Þetta hljómar eins og hver
annar brandari."
Jóhann segir að alveg eins mætti
segja við Norðmenn að þeir gætu
veitt á Reykjaneshrygg fyrir utan
200 mílur á móti þessu.
Jóhann telur að hugsanlega væri
hægt að meta hvað sé rétt og eðli-
legt að taka mikið úr hverjum
fiskistofni innan Smugunnar í al-
þjóðlegum samningum.
Jóhann tekur undir það sjónar-
mið formanns sjávarútvegs-
nefndar að það hefði verið eðli-
legt að ríkisstjómin hefði haft
samráð við nefndina í þessu máli.
„Sannleikurinn er sá að það hefur
aldrei verið haft nema mála-
myndarsamráð við þessa sjávar-
útvegsnefnd í stórum málum.
Auðvitað hefði verið ástæða til að
kanna sameiginlega afstöðu
stjómmálaflokkanna til þessa
máls,“ segir Jóhann.
Matthías Bjarnason, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis,
um Barentshafsmálið:
Ekkert samráð við
sjávarútvegsnefnd
„Ég tel aft það sé alltaf af því góða
að hafa samband við þingið," seg-
ir Matthías Bjaraason, formaður
sjávarútvegsnefndar Alþingis, og
kveðst ekkert hafa heyrt af málinu
nema í gegnum fréttir. Hann telur
að fylgja beri fordæmi Jan Mayen-
samninga um sameiginlegan rétt
til veiða í samningum við Norð-
menn.
Um það hvort það kæmi til greina
að skiptast á gagnkvæmum veiði-
heimildum við Norðmenn segir
Matthías: „Það voru gerðir samn-
ingar um Jan Mayen á sínum tíma
eftir langvarandi viðræður," segir
Matthías. Hann bendir á að grund-
völlur þeirra samninga hafi verið
sameiginlegur réttur til veiða.
„Mér finnst að þeir samningar eigi
að standa," segir Matthías og vísar
jafnframt til þess að hann hafi átt
þátt í gerð þeirra samninga.
Þá minnir Matthías á að Norð-
menn hafi, einir af þremur erlend-
Matthfas Bjamason
um þjóðum, haft heimildir til
veiða hér við land um langt árabil
þó að ekki hafi verið um mikið
magn að ræða. „Mér finnst að þeir
megi ekki gleyma því,“ bætir Matt-
hías við.
„Þá finnst mér þessi tónn, sem er
í Norðmönnum og kemur fram í
fjölmiðlum þar, vera heldur kulda-
legur í okkar garð. Við höfum átt
margfalt meiri viðskipti við þá en
þeir við okkur svo þeir þurfa ekki
að því leyti að senda okkur þennan
tón,“ segir Matthías og telur að
slíkt sé ekki til þess fallið að leysa
viðkvæma deilu.
Þá telur Matthías að Norðmenn
hefðu mátt vera búnir að staðfesta
hafréttarsáttmálann.
Matthías álítur það hafa verið
rétta afstöðu af hálfu stjómvalda
að beita ekki vafasamri lagasetn-
ingu til að hindra veiðar íslensku
skipanna.
„Það verður að finna lausn á þess-
ari deilu en hún finnst ekki með
svona ákúrum eins og Norðmenn
hafa veitt okkur,“ segir Matthías.
Bell Helicopter Textron þyrluverksmiðjurnar gera íslenskum
stjómvöldum tilboð:
Tvær þyrlur
á verði einnar
Samstarfsnefnd um mál-
efni þjóða norðurhjarans
Halldór Ásgrímsson segir að ákveöiö sé að setja á fót samstarfs-
nefnd þjóöa á Noröurheimskautssvæðinu til aö vinna að uppbygg-
ingu samstarfs um málefni þeirra. Þetta var m.a. niöurstaöa ráö-
stefnu sem nýlega iauk ( Reykjavík og var haldin að frumkvæöi
Halldórs.
„Það var mikil samstaða á þessari
ráðstefnu á sviði umhverfismála,
nýtingar náttúruauðlinda og rétt-
inda fólks sem býr í norðrinu," seg-
ir Halldór og telur að einna mikil-
vægast við ráðstefnuna hafi verið sá
vilji sem kom fram til að halda
þessu starfi áfram.
„Þessi ráðstefha var ætluð sem
fyrsta skref til þess að kanna undir-
tektir um samstarf stjómmála-
manna. Það var ákveðið að setja á
fót samstarfsnefnd þessara þjóða til
að vinna að uppbyggingu slíks sam-
starfs,“ segir Halldór og bendir á að
Kanadamenn hafi lýst yfir miklum
áhuga á að halda næstu ráðstefnu.
Halldór segir að fram hafi komið
að mengun sé víða gríðarleg á
þessu svæði og allt þetta umhverfi
snerti í raun alla heimsbyggðina.
„Sannleikurinn er sá að ekki einu
sinni þær þjóðir sem þar eiga land
munu ráða við þau einar,“ segir
Halldór.
„Það er mjög mikilvægt fyrir okk-
ur fslendinga að það takist vel til í
sambandi við allt þetta samstarf.
Mengun í höfúnum er allmikil og
hættan sem þar er á ferðum er jafn-
framt mikil og við hljótum að leita
samstarfs við aðrar þjóðir að draga
úr þessari hættu,“ segir Halldór.
Stefán Jasonarson lýkur hringferðinni í dag:
Þarf aö huga
að ánamöðkunum
Stefán Jasonarson í Vorsabæ lýk- í bili. Annars er aldrei að vita
ur hringferð sinni um landið f hverju karlar sem eru að verða 80
dag þegar hann gengur inn á ára geta tekið upp á. Ég er þó ekki
Laugardalsvöllinn þar sem opn- alveg búinn að leggja fþrótta-
unarhátfð Gym í Norden fer fram. skóna á hilluna þvf ég hyggst taka
Stefán kom til Mosfellsbæjar í þátt í skemmtiskokkinu í Reykja-
gær eftir þríggja daga frí heima í víkurmaraþoninu á sunnudag-
Vorsabæ. inn. En svo þarf ég að fara að
Aðspurður hvort honum þyki huga að ánamöðkunum mínum
ekki gott að gangan skuli vera á og gá hvort sjóbirtingurinn fari
enda runnin segir Stefán að hann ekki að bfta á. Ég hef nóg að starfa
getisattaðsegjaalvegbeðiðmeð og þá er gaman að life,“ segir
aö fara aftur af stað. Stefán.
JEtli við segjum þetta ekki nóg -GKG.
Bandarísku Bell Helicopter
Textron þyrluverksmiðjurnar
hafa boðið íslenskum stjórn-
völdum tvær fullbúnar Bell
214ST björgunarþyrlur til
kaups. Fulltrúar fyrirtækisins
áttu fund með Þorsteini Páls-
syni sjávarútvegsráðherra í
gær sem og þyrlukaupanefnd
og var þá tilboðið lagt fram.
Að sögn Johns R. Murphey, vara-
forseta Bell Helicopter Textron,
telur fyrirtækið sig geta boðið ís-
Ienskum stjómvöldum tvær 20
manna björgunarþyrlur á verði
einnar stórrar björgunarþyrlu frá
samkeppnisaðila. Verð á hverri
þyrlu fyrir sig er 8,3 milljónir
Bandaríkjadala, eða um 600 millj-
ónir íslenskra króna. Um er að
ræða tiltölulega lítið flognar Bell
214 Super TVansport árg. 1984, til-
búnar til afhendingar innan tíu
mánaða.
í tilboði Bells er falin ábyrgð til
eins árs, þjálfun flugmanna og
rekstrartrygging til sjö ára. Ef
tvær þyrlur verða teknar býðst
Bells til að taka að sér að selja nú-
verandi þyrlukost Landhelgisgæsl-
unnar auk þess að fjármagna þyrl-
umar tvær í sjö ár. Gert er ráð fyr-
ir að fyrsta greiðsla yrði innt af
hendi í janúar 1995. Verðið sem
Bells býður íslenskum stjómvöld-
um er það verð sem allir aðrir
þyrftu að greiða fyrir samskonar
fullbúna björgunarþyrlu. Fulltrú-
ar Bells segja verðið hins vegar
hagstætt um þessar mundir.
í fréttatilkynningu frá Bells
þyrluverksmiðjunum segir m.a. að
tilboðið sé lagt fram „í ljósi þeirra
gjörbreyttu aðstæðna sem nú
kunna að verða með stórfelldum
niðurskurði viðbúnaðar vamar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli og
hugsanlegri brottför þyrlusveitar
þess.“ Þá benda fúlltrúar Bells
einnig á aukna möguleika og getu
Landhelgisgæslunnar til að sinna
björgunarstörfum ef tvær þyrlur
verða til taks. GS.
Mjög gamlir og mjög ungir hundar í áhættuhópi:
Bólusettir hundar
fá smáveirusótt
Að undanforau hefur komið upp
smáveirusótt í hundum þrátt fyrir
að þeir hafi verið bólusettir við
henni.
„Svo virðist vera að hundar sem
hafa verið hvolpar þegar þeir voru
bólusettir geti fengið sóttina síðar
meir. Því ráðlegg ég fólki að láta
bólusetja hundana sína aftur ef þeir
eru að fara á hundahótel, hunda-
námskeið eða hundasýningar. Þar
sem margir hundar koma saman er
alltaf mest hætta á smiti,“ segir
Katrín Harðardóttir, dýralæknir á
Dýraspítalanum í Víðidal.
Hún segir einkenni smáveirusótt-
arinnar vera uppköst og niðurgang-
ur.
„Það þarf að leggja hundana inn í
nokkra daga, láta þá fá vökva í æð og
setja þá á fúkkalyf. Séu hundamir
mjög ungir eða mjög gamlir eiga
þeir erfiðast með að komast yfir
sóttina," segir Katrín.
Hún segir lifrarbólgu jafhframt
vera að færast í aukana og smitið
eigi auðveldara með að breiðast út
vegna þess að fleiri eigi hunda nú en
áður. Lifrarbólgan er ekki eins skæð
og smáveirusóttin og lýsir sér í há-
um háum hita, lystarleysi og slapp-
leika.
-GKG.