Tíminn - 19.08.1993, Page 5
Fimmtudagur 19. ágúst 1993
Tfminn 5
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra:
Athugasemdir við
opið bréf
Við undirbúning ijárlaga og stjóm ríkisfjáraiálanna er æskilegt að víð-
tækur skilningur ríki hjá þjóðinni á því sem þarf að gera. Góðar ábend-
ingar era einnig að sjálfsögðu vel þegnar. Hinn 29. fyrra mánaðar skrif-
ar Sigurður Lárusson, fyrrverandi bóndi, mér opið bréf í Tímanum.
í því bréfi koma fram ábendingar,
sem eru góðra gjalda verðar, þótt
varla verði þær taldar frumlegar.
Tillaga Sigurðar er að hækka
skatta á þeim efnameiri, „til að
leiðrétta þann geysilega halla, sem
nú stefnir í hjá ríkissjóði".
Ekki ætla ég að fjalla ítariega um
þessa tillögu. Hún hefúr að sjálf-
sögðu verið rædd oftsinnis. Ég get
þó fúllyrt, að jafnvel þótt gengið
yrði lengra í þeim efnum en öðr-
um þjóðum (og skattglaðari) hefði
dottið í hug, er langur vegur frá að
slíkt dugi eitt og sér til að ná jafn-
vægi í ríkisfjármálunum. Aðrar
þjóðir, sem átt hafe í svipuðum erf-
iðleikum og við, hafa þvert á móti
verið að lækka hlutfall tekjuskatts
á hinum tekjuhærri og beina
skattheimtunni í aðra farvegi. í
sfðasta mánuði samþykkti stjóm
jafnaðarmanna í Danmörku td. að
lækka skatthlutfall hátekjumanna
og hækka í staðinn skatt á bensín
og olfu.
Það, sem hins vegar rak mig til að
stinga niður penna í tilefni bréfs
Sigurðar, var ekki þessi tillaga,
sem áreiðanlega er flutt af góðum
hug, heldur rangar staðhæfingar
sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
1. í fyrsta lagi virðist það hafa far-
ið framhjá bréfritara, að hátekju-
fólk greiðir nú sérstakan hátekju-
skatt og efnameira fólk greiðir
eignaskatta, sem eru tiltölulega
háir á íslandi. Þá er í undirbúningi
sérstakur fjármagnstekjuskattur.
Sannleikurinn er sá að aðeins
þriðji hver ffamteljandi greiðir
tekjuskatta, þegar tekið hefur ver-
ið tillit til þeirra bóta (bamabóta,
vaxtabóta, hlutafjárafsláttar o.fl.)
sem tengjast tekjuskattinum.
Þannig fær ríkið aðeins tvær krón-
ur af hverjum þremur af álögðum
tekjuskatti. Stærsti hlutinn geng-
ur til þeirra, sem fá bætur eða af-
slætti.
2. Bréffitari heldur því ífam að
núverandi ríkisstjóm hafi fyrst og
fremst haft það fyrir stafni að
þrengja að efnalitlum, sjúkum og
fötluðum. Sannleikurinn er sá, að
á þjónustugjöldum er oftast há-
mark til að íþyngja ekki þeim efna-
minni, sem njóta þjónustunnar.
Tilgangurinn með þjónustugjöld-
unum er auðvitað sá að þeir betur
settu greiði fyrir þá þjónustu, sem
þeir fá. Þá er það einnig óhrekjan-
leg staðreynd að opinber aðstoð
við fatlaða hefur aldrei verið meiri
en nú hér á landi.
3. Sigurður Lámsson telur að
vaxtahækkun sem ríkisstjómin
greip til skömmu eftir stjómar-
skiptin hafi verið fyrsta skrefið á
óhappaferli hennar. Því miður
virðist Sigurður vera sleginn
blindu f þessu efni eins og sumir
aðrir. Staðreyndin er nefnilega sú,
að ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar ákvað í pólitfskum til-
gangi að halda vöxtum á ríkisverð-
bréfúm svo lágum að stórkostlegt
útstreymi varð úr ríkissjóði. Bréfin
seldust ekki og allir þeir, sem áttu
þess kost, innleystu eldri bréf. Yfir-
dráttarskuld ríkisins hjá Seðla-
bankanum hækkaði í u.þ.b. tíu
milljarða. Þessi handaflsaðgerð
Steingríms og ólafs Ragnars er
þess vegna skólabókardæmi um
axarsköft í vaxtaákvörðunum, sem
langan tíma tók að laga. Yfirdrátt-
arskuld ríkissjóðs hjá Seðlabanka
jafngildir erlendri lántöku, en of
mikil erlend skuldasöfnun er ein-
mitt það vandamál, sem okkur
stafar mest ógn af. Núverandi rík-
isstjóm var auðvitað nauðugur
kostur að viðurkenna þá vaxta-
hækkun, sem í raun var orðin.
Ekki verða gerðar fleiri athuga-
semdir við bréf Sigurðar Láms-
sonar. Ég vona að hann og aðrir
lesendur Tímans íhugi framan-
greindar athugasemdir með vin-
semd um leið og ég þakka Sigurði
tilskrifin og ábendingamar.
Páll Sveinsson, .Þristurinn" á Gunnarsholtsflugvelli
Á degi frímeririsins, nánar til-
tekið 9. október, verður mikið
um að vera í frímeritjaheimin-
um. Þá verða að þessu sinni
gefnar út tvær frímerkjablokkir
og auk þess sérflug með sér-
stimpli.
Tökum fyrst sérflugið. Það verð-
ur farið með þarfasta þjóninum í
flugflota íslendinga, DC-3 vél-
inni sem svo lengi þjónaði í allt
frá kjöt- og fjárflutningi úr Ör-
æfum til farþegaflutninga við
hinar erfiðustu aðstæður, á ís-
Iandi og allt til Grænlands. Á
þessum degi verður farið sérflug
með þristinum, en svo voru vél-
amar nefndar meðan þær voru í
almennri þjónustu. Eini þristur-
inn sem hér er í notkun nú er vél
Landgræðslunnar, sem notuð er
við hverskonar dreifingu fræs og
áburðar. Páll Sveinsson heitir
hún eftir Páli heitnum sand-
græðslustjóra. Það má því með
sanni segja að þessi vél sé ennþá
þarfasti þjónninn, þótt það sé
núorðið í ræktunarmálum
landsins. Bréfin sem send verða
með henni að þessu sinni verða
öll ábyrgðarbréf sbr hesta-
póstinn og ballónpóstinn. Burð-
argjald undir hvert bréf innan-
lands er svo 300 krónur en það
eru 30,00 krónur sem almennt
burðargjald, 110,00 sem skrán-
ingargjald og síðan 60,00 sem
falla til Landgræðslunnar. Eigi
bréf að sendast til Evrópu er
burðargjaldið 305,00 en eigi það
að fara til annarra landa er það
325,00 krónur. Ég hverf samt
ekki frá því að við ættum að gera
enn betur við „Þristinn". Þar á
ég við að gefa út sérstaka blokk
með mynd a honum á flugvellin-
um í Gunnarsholti.
Þá verður eins og áður gefin út
smáörk með átta frímerkjum,
þar sem tvö af hverri gerð eru í
örkinni. Myndefni þessarar arkar
verður flugvélar, að þessu sinni
sjóflugvélar. Fyrsta vélin er „Súl-
an“ sem var Junkers F 13, D 463,
sem bæði var hægt að nota sem
landflugvél og sjóflugvél. Önnur
er svo „Öminrí' sem var fyrsta
vél Flugfélags Akureyrar og Öm
Johnsen flaug hér fyrst. Þá kem-
ur næst Gmmann flugbátur og
loks Catalínan „Pétur gamli“.
Þetta em allt vel þekktar vélar úr
póstflugflota landsmanna.
Sennilega verða þetta sams kon-
ar smáarkir og á undanfömum
ámm. Átta merki af fjórum gerð-
um, annarsvegar í venjulegum
örkum en hinsvegar með jaðri til
að hefta inn í frímerkjahefti sem
verða seld á yfirverði sem gjafa-
möppur.
Þá verður loks gefin út blokk
þriggja firímerkja til að minnast
60 ára afinælis Hópflugs ítala. í
blokkinni em þrjú frímerki með
uppmnalegu Hópflugsmerkjun-
um, það er merkjunum með
mynd Kristjáns tíunda og yfir-
prentuninni „Hópflug Itala
1933“. Nafnvirði þessra nýju
Hópflugsmerkja verður 100,00
kr., 50,00 og 10,00. Hinsvegar
verður verð blokkarinnar 200,00
með 40,00 króna yfirverði fyrir
Póstsögusjóð. Mynefnið auk frí-
merkjanna er Evrópukort og svo
áletranir á frímerlri og blokkar-
jaðar. Þetta em fyrstu frímerkin
sem íslenska lýðveldið gefur út
með konungsmyndum. Það em
svo auðvitað eðlilegar ástæður
fyrir því að þessi frímerki em
með mynd dansks konungs.
Af öllu þessu má sjá að það verð-
ur fjörugt á degi frímerkisins og
mikið efhi til að koma fyrir í
safnbókunum að honum lokn-
um. Það væri því ekki úr vegi að
velta lítillega fyrir sér hvað fleira
gæti verið gaman að fá í útgefti-
um frímerkjum.
Ég hefi áður skrifað um það hér
í þáttunum að það sé einmuna
illa gert af fslenskum póstyfir-
völdum að setja það sem skilyrði
að menn séu dauðir til að mynd
þeirra birtist á frímerki. Þó hafa
allir forsetar íslands orðið að
uppfyila þetta skilyrði til að út
væri gefið frímerki með mynd
þeirra. Ég verð einfaldlega að
játa að mér þykir svo vænt um
Vigdísi Finnbogadóttur, að ég vil
allt til vinna að hún þurfi ekki að
sæta þessum kjörum. Þar sem ég
auk þess tel að nú sé alveg ein-
stakt tækifæri til þess að sleppa
svona skilyrðum og einfaldlega
brjóta blað í sögunni. íslenska
lýðveldið er nefnilega 50 ára
gamalt á næsta ári. Eg vildi rétt
fá að sjá framan í þá póststjóm
þessa lýðveldis sem kæmi sér hjá
því að gefa út af þessu tilefrii frí-
merki með myndum allra þeirra
sem hér hafa setið á forsetastóli.
Komi Póstmálastofnunin sér hjá
þessu, leyfi ég mér sem þegn og
kjósandi f þessu þjóðfélagi að
fara ákveðið fram á skýringar.
Þá væri ekki úr vegi að gefa út
fleiri skipafrímerki. Þar mætti
nefna Súðina, Laxfoss, Goðafoss
og elstu Esju, svo að nokkuð sé
tínt til.
En Iátum nú þessar hugmyndir
nægja að sinni. Lesendur hafa
bmgðist svo vel við undanfarið,
að ég leita eftir hugmyndum
þeirra að þessu sinni um útgáfur
á næstu árum.
Sigurður H. Þorsteinsson
Blokkin sem er til minningar um 60 ára afmæli.Hópflugs Itala".