Tíminn - 25.08.1993, Side 2

Tíminn - 25.08.1993, Side 2
2 Tíminn Miðvikudagur 25. ágúst 1993 Tillaga um að breyta SVR ( hlutafélag kallar á: Auka fund í borgar- stjórn Aukafundur borgarstjómar Reykjavíkur verður haldinn á fimmtudaginn n.k. um að breyta SVR í hlutafélag að tiUögu borg- arfuUtrúa Sjálfstaeðisflokksins. í tillögu meirihlutans, sem taka á fyrir, er lagt til að stofnað verði hlutafélag um SVR sem yfirtaki eignir og rekstur félagsins frá 1. desember n.k. Þá er gert ráð fyrir að stjóm SVR verði lögð niður og kjömir fulltrú- ar stjómarinnar taki sæti í stjóm- amefnd um almenningshlutafélög til loka kjörtímabilsins. Þá á að bjóða öllum starfsmönn- um fyrirtækisins starf hjá nýju hlutafélagi. Einnig er greint frá því að hlutafé SVR h.f. verði 200 m. kr. Formaður nefndar um sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra segir skiptar skoðanir um ágæti sameiningar sveitarfélaga: Hóflega bjartsýnn um að þetta verði samþykkt Bjöm Sigurbjömsson, formaöur nefndar um sameiningu sveitarfé- laga í Noröuriandi vestra, segfst ekki vera bjartsýnn á að tillaga nefndarínnar um sameiningu sveitarfélaga í kjördæminu veröi samþykkt f öllum sveitarfélögum. Mjög skiptar skoöanir séu um ágæti sameiningar. Hann segist þó gera sér góðar vonir um að þaö mörg sveitarfélög samþykki sameiningu aö sveitarfélög i kjör- dæminu stækki og styrkist Formlega lagt til í borgarráði að fresta frekari framkvæmdum við Korpúlfsstaði: Hagstæðara að byggja nýtt hús? Ekki er liðinn nema tæpur mán- uður síðan tilraun til að sameina þrjá hreppa f V-Húnavatnssýslu mistókst íbúar f einu hreppi felldu naumlega tillögu um sameiningu. í öðrum hreppnum féll tillagan á jöfnum atkvæðum og í þriðja hreppnum var tillagan samþykkt. Bjöm sagðist ekki telja að þessi niðurstaða ætti eftir að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga sem fram á að fara um allt land 20. nóvember næstkom- andi. Sú tillaga sem nú liggi fyrir sé byggð á allt öðrum forsendum en sú takmarkaða sameining sem greidd voru atkvæði um í V-Húna- vatnssýslu í sumar. Bjöm sagði nefndina á Norður- landi vestra hafa veríð sammála um að gera tillögu um víðtæka sameiningu frekar en takmarkaða, en nefndin leggur til að sveitarfé- lögum í kjördæminu verði fækkað úr 30 f 5. Nái tillagan fram að ganga verða íbúar f hinum nýju sveitarfélögum á bilinu um 800 til 4.600. Bjöm sagði að atkvæðagreiðslan sem fram fór f sumar um samein- ingu þríggja sveitarfélaga í V- Húnavatnssýslu, sýndi það sem menn vissu að það séu mjög skipt- ar skoðanir um sameiningu sveit- arfélaga. Bjöm var spurður hvort hann gerði sér vonir um að tillaga nefndarinnar yrði samþykkL „í sveitarstjómunum eins og ann- ars staðar eru mjög skiptar skoðan- ir um þessi sameiningarmál. Ég er svo sem ekkert óskaplega bjartsýnn um að þetta fáist samþykkt f öllum sveitarfélögum," sagði Bjöm. Það sveitarfélag sem fellir tillögu um sameiningu verður ekki með, en önnur sveitarfélög geta samein- ast ef 2/3 atkvæðisbærra manna em fylgjandi sameiningu. Lögin heimila einnig að lögð sé fram ný tillaga um sameiningu ef fyrri til- laga fær ekki brautargengi. At- kvæðagreiðsla um hana færí þá fram í janúar. Tillaga sameiningamefndarínnar á Norðurlandi vestra verður kynnt á aðalfundi sveitarfélaga í kjör- dæminu sem haldinn verður í byij- un næsta mánaðar. Síðan er gert ráð fyrir að tillagan verði kynnt bæði að frumkvæði sveitarstjóma og landsnefndar um sameiningu sveitarfélaga. -EÓ Borgarverkfræðingur og verk- efnastjóri með Korpúlfsstöðum lögðu formlega til á borgarráðs- fundi í gær að frekari fram- kvæmdum við Korpúlfsstaði yrði frestað þar til nákvæmari kostn- aðaráætlun lægi fyrir og útboðum yrði frestað fram í febrúar á næsta ári en þau áttu að fara fram í næsta mánuði. Á borgarráðsfundi í gær var m.a rætt um framkvæmdir við Korp- úlfsstaði en þar er gert ráð fyrir listamiðstöð. Eins og kunnugt er var fyrr í sumar lögð fram kostnað- aráætlun upp á um 1.400 millj. kr. um endurbyggingu hússins sem gerði ráð fyrir að nýta um 20% af útveggjum þess. Á fundinum röktu borgarverk- fræðingur og verkefnastjóri lið fyr- ir lið ástand hússins og hvaða möguleikar væru fyrir hendi varð- andi endurbyggingu þess, þ.e. ann- ars vegar að gera við það en hins vegar að byggja nýtt. Olína Þorvarðardóttir borgarfull- trúi segir að þessir embættismenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara væri að byggja írekar nýtt hús en gera við það sem fyrir væri. Hún segir að í máli þeirra hafi komið fram að valið stæði um tvo kosti. Annars vegar að fara eftir upphaflegri áætlun og nota hluta útveggja eða um 20% með styrk- ingu og endurbótum. Að sögn Ólínu hefði það því þýtt að um 80% af útveggjunum hefðu verið nýbygging. Hins vegar að endur- steypa alla útveggi og undirstöður. .Jíú hefur komið í ljós að veggirn- ir eru í það lélegu ástandi að nýt- ingin yrði ekki 20% heldur 5 til 10%. Þá finnst þeim tilefni til að skoða hvort það sé tilefni til að byggja frekar nýtt,“ segir Ólína. Hún segir þá því draga þá ályktun að kostnaður við þessar tvær leiðir yrði svipaður en endursteypan yrði þó aðeins dýrari þegar litið er til steypuvinnunnar sjálfrar. Þar tala þeir um allt að 30 millj. kr. í við- bótarkostnað. „Ónákvæmni þeirrar áætlunar vegna viðgerðar er meiri og auk þess verða útveggir með þeirri að- ferð óeðlilega þykkir eða allt að 90 cm í stað 30 til 40 cm og gólfpláss um 100 fm minna vegna þessa. Þá yrði um verulegan gæðamismun að ræða varðandi endingu," segir Ólína og vitnar í úttekt embættis- mannanna. Innritunar- gjöld bitna harðast á öldruðum Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfir- maftur öldrunardeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, telur aft verði krafist innritunargjalda vift innlögn sjúklinga muni þaft koma harðast niður á öldruðum sem oftar en aftrir þurfa aft leggjast inn til lækninga. í umræðum um niðurskurð í heil- brigðismálum er rætt um að þeir sem þurfa innlagnar við á sjúkra- húsum þurfi að greiða innritunar- gjald hafi þeir ekki greitt sérstaka tryggingu. í þessu ljósi vaknar sú spuming hvemig farið verður með aldraða þar sem þeir þurfa oftar en aðrir að leggjast inn á sjúkrahús. „Ég hef frekar séð þetta sem hug- myndir sem verið er að ræða í ríkis- stjóm en ekkert leitt hugann að því hvemig þetta horfi við hjá okkur. Þegár verið er að ræða svona hug- myndir eru allar útfærslur eftir,“ segir Sigurbjörg og vísar til frétta um að hugsanlega verði þessi innrit- unargjöld tekjutengd. Hún segir að komi til þess að hver og einn þurfi að greiða innritunar- gjald, hafi viðkomandi ekki kosið að greiða tryggingu, komi það mjög illa við aldraða sem hér sem annars staðar þurfi mest á þjónustu sjúkra- húsa að halda. Yfirlýsing frá níu embættismönnum í landbúnaðarráðuneytinu um kjötmálið: Áttum ekki frumkvæði að umfjöllun um málið Nfu embættismenn landbúnaöarráöuneytisins hafa sent frá sér yfiriýsingu í tilefni af kjötmálinu svokallaöa. Þar segir að fréttir um að starfsmenn ráðuneytisins hafi átt frumkvæöi að því aö koma kjötmálinu I fiölmiðla séu rangar. „í kvöldfréttatíma útvarpsins 29. júlí s.I. og I grein í Morgunblaðinu 31. júlf s.l. var staðhæft að starfs- menn landbúnaðarráðuneytisins hefðu að fyrra bragði haft sam- band við fjóra tiltekna fjölmiðla og Jiaft frumkvæði að því að dreifa upplýsingum um meint kjötsmygl utanríkisráðherrahjónanna" og með því haft frumkvæði að um- fjöllun fjölmiðla um málið. Hér er um tilhæfulausan frétta- flutning að ræða og með undir- skriftum okkar mótmælum við, allir starfsmenn landbúnaðar- ráðuneytisins, honum sem röng- um. Fréttaflutningurinn er í engu samhengi við áðumefndan atburð um meint smygl á hráu kjöti, sem varðar brot á lögum nr. 25, 7. apr- íl 1993 um dýrasjúkdóma og vam- ir gegn þeim, heldur virðist til þess ætlaður að gera störf embætt- ismanna í landbúnaðarráðuneyt- inu tortryggileg. Því verður ekki unað og til staðfestingar því að þessi áburður á embættismenn landbúnaðarráðuneytisins er ósannur, liggja fyrir skriflegar og munnlegar upplýsingar frá við- komandi fjölmiðlum." Undir þessa yfirlýsingu rita deild- arstjóramir Björn Þorláksson, Guðmunda Ögmundsdóttir, Jó- hann Guðmundsson, Jón Hösk- uldsson, Níels Ámi Lund, Ragn- heiður Ámadóttir og Sveinbjöm Eyjólfsson, Guðmundur Sigþórs- son, skrifstofustjóri, og Svein- björn Dagfinnsson, ráðuneytis- stjóri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.