Tíminn - 26.08.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.08.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. ágúst 1993 Tíminn 5 Davíð Erlingsson: GREIN á, og stundum 2) reyna að hafa með máli stjóm á. Grein er það sem „skiptir máli“, þ. e. það sem (a) gerir niðurstöðu máls eða mælingar aðra en var, og/eða (b) breytir tungumálinu, sem felur í sér að það breytir hugsun manns. — Upphaf sögu og vísinda og það sem „skiptir “ málinu Þótt menn hafi sagt frá, beitt sögu sem þekkingartæki síðan í árdaga, og einnig velt fyrir sér eigindum frásagnar síðan í foraöld, þá getur samt varla heitið að á okkar dögum sé hafin á íslensku skipuleg rannsókn og ritun frásagnarmálfræði eða frásagnarfræði (narratólógíu) íslenskunn- Hér er borin fram lítil en mikil- væg ábending sem er þess efnis að hún ætti að verða inngangur eða hluti af upphafi þeirrar frá- sagnarfræði; það er vegna þess að ábendingin er frum- staðhæfing um það grunnhugtak sem ís- lensk tunga á og hefur sjálf um upphaf og rót allra frásagna: fyr- irbærið og orðið grein. Menn fæðast í senn jafnir og ójafnir, verða það æ framvegis, og aðstæður þeirra í heiminum geta aldrei orðið fullkomlega eins, neinna tveggja manna. Þetta tvennt: maðurinn og að- stæður hans sem eru heimurinn, það verður honum sjálfum kunnugt fyrir sakir starfsemi for- vitni hans og vísinda. Fer saga fremst í flokki vísindanna sem eiginlegur frumkvöðull og for- ingi þeirra, en mikill hluti þekk- ingarinnar verður ætíð af þeirri tegund sem kalla má afstæða dóma. Mikil spuming í mann- kynssögu er það t.d. stundum, hvort menn hafi verið of margir eða fáir í einhverju landi á til- teknu tímaskeiði: voru þeir að kafha af þrengslum, eða var máske svo rúmt um þá að þeir lékju þar sem lausir í tómi og vissu varla til annarra vegna þess? En hvemig mundu þeir hafa getað vitað af, og hvemig „þekkt" sjálfa sig, ef þeir vissu varla af öðrum? Því að vitundin um sjálf- an og vitundin um annan em og hljóta að vera hvor annarrar for- senda (réttar hugsað væri víst að segja samsenda um slíka gagn- kvæma samtímis skilyrðingu) og andefli í átakssviði þar sem merking verður til. Hvort sem það er fleira fólk eða færra sem er á ferli um stað sinn (eða land, heimili, lífsrými) - og gerir sér grein fyrir kreiki sínu og viðleitni, baráttu sinni og framtíðarhorfum með frásögn- um sínum (sögu) og öðmm vís- indum sem á herðum sögu standa - þá hefur ekki enn frést um stað þar sem engum hefði sannanlega tekist að verða fyrir öðmm mönnum og lenda í il- lindum, eða stað þar sem ein- manakennd hefði aldrei gert vart við sig. Slíkt fer ekki eftir mann- fjölda á flatareiningu landsins sem fólkið kreikar um. Vitneskja og hugmyndir manna um stað sinn em það aðalatriði sem öllu máli skiptir, þegar um þann stað er að ræða og dæma. í þeim hugmyndum er (bæði „fólginn" og birtur) sannleikur- inn um hann, eins og sá sann- leikur er núna eða á hvaða nú- stund sem væri, þeirra á meðal allt það sem haft er fyrir satt um hann. En um samræmið og sam- bandið milli þessa sannleiks og hins, þess sem væri óbreytilegur, óspillanlegur af hugmyndum, geðhvörfum og tilfinningum, er vissara að segja ekkert annað en það, að um það skulum við ekki fullyrða neitt hér. Sú þörf að hafa tök þekkingar, vald vits, á sér og heiminum er staðreynd í manninum. í því þekkingar-atferli, í því að þekkja, er ákvörðun andstæðu, sem er það að sjá og meta muninn á öll- um hlutum (m. ö. o.: gera grein), sjálf undirstaðan og meginvið- fangsefnið í senn. Efni allra bók- mennta (annarra orðmennta, og sennilega ýmissa mennta fyrir utan orð tungumálsins) er víst strangt tekið aldrei annað en þetta: GREIN, þ. e. allur sá mismunur sem manni er þörf 1) að átta sig En álitamál getur verið, hvenær á að líta á þetta sem tvennt, en ekki aðeins eitt og hið sama. Þegar Heiðarvíga saga tekur sér Ólaf konung að dómara á frá- söguefni sitt og þema og lætur konunginn tala um það (man- fjandsamlega) rið sem verði af því að lifa eftir fomum sið (heiðnum, fomeskja),1) þá er um að ræða (eðlisfræðilega) meta- fóru sem til sést og skynjast miklu víðar í málinu, t. d. í no. atriði, no. riða sem merkir ósjálf- ráð hreyfing, so. riðlast t. d. í „riðlast nú fylkingar“ þegar sveiflur komu á fylkingamar og þær gengu því sundur. Þegar rið merkir þannig sveiflu, slag eða högg, sem verður af því að það sem er í ójafnvægi leitar jaftivæg- is, og getur vissulega orðið hart og þungt, jafnvel banvænt (sbr. t. d. styrjaldir og orsakir þeirra), þá leggur af þessu ljós skilningsins til hliðar á hugtök eins og jöfn- uður, jafnaðarmaður, ójöfnuður og ójafnaðarmaður sem gegna svo ákaflega miklu hlutverki í máli íslenskra sagnabókmennta frá miðöldum. Þessi orð varða hinn innsta efniskjama fom- sagnanna og lúta að þeirri grein sem er efni allra bókmennta, þótt ekki séu alls staðar sömu orðin höfð né um nákvæmlega sömu tegund greinar rætt. Rið verður ekki í samfélagi manna nema af einhverjum ójöfnuði, ójafnvægi. Líkt og vatnið leitar sér kyrr- legu og tekur sér þá farvegu sem þangað mega leiða það, þannig er einnig um fyrirbærið grein. Grein leitar sér að sams konar lausn og vatnið samkvæmt meta- fóruhugsun tungumálsins sjálfs. En þá hugsun má hér útfæra bet- ur með þvf að grípa til annarrar líkingar ofan á þessa: Eins og spenntur strengur bíður grein færis að sleppa af haldi sínu, og þegar hún sleppur, þá fer ekki að- eins strengurinn og leitar slöpp- ustu stöðu með titringi sínum (sbr. „músík“ alls heimsins), heldur getur nú margt og mikið annað farið úr skorðum sfnum í þeim látum, og mikið þurft að ganga á áður en kyrrt verði. Þegar kyrrt verður, þá er því sögulega lokið. Upphaf þess markaðist af því að til varð grein (máske ágreiningur), eða menn fundu til mismunar sem ekki gat orðið þolaður lengi ellegar skynj- uðu hættu á slíkum yfirvofandi mismun. Grein er kennimark þess sögulega yfirleitt, og sá eig- inleiki að skilja vel og skynja það sem „máli skiptir" heitir senni- lega í ágiskaðri endurgerð *grei(n)-andi, kvk., sem verður einfaldlega greind. Sú greining - ef við leyfúm okkur að nefna verk greindarinnar svo - er vitanlega forsenda þess að láta megi grein- ina jafnast án þess að hættuleg öfl losni við það úr læðingi, of mikið rið verði að. En greind er ekki einhlft. Til þess að forðast ójöfnuð og koma í veg fyrir rið (t. d. í mynd styrjald- ar) þarf vitið einnig að koma til, mannvit mikið, þó ekki væri nema til þess að fara ögn á svig við siðareglur hefðanna (þ. m. L laganna) þegar þess er þörf til þess að halda friðinn. Það getur til dæmis þurft að finna lausnar- leiðir til þess að gefa eftir án þess að missa ofan af persónugildi sínu, því sem er virðing manns að sannleikshaldi annarra sem og að eigin áliti (sannleika). ’) Þetta hefur iðulega borið í tal við Bjama Guðmundsson, sem er að rita bók um upptök og eðli og gerð Heið- arvíga sögu á þessum síðustu missér- um, 1992-1993. Höfundur er háskólakennari. Sigurður Lárusson: Svar við athugasemd fj ármálaráðherra Ég vil þakka Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra fyrir kurteislegt svar við opnu bréfi sem ég skrifaði honum í dagblaðinu Tímanum nú nýlega. Ég tel þó rétt að gera nokkrar at- hugasemdir við svar hans. Friðrik segir í svari sínu: í því bréfi koma fram ábendingar sem eru góðra gjalda verðar, þótt varla verði þær taldar frumlegar. Tillaga Sigurðar er að hækka skatta á þeim efna- meiri, til að leiðrétta þann geysi- lega halla, sem nú stefnir í hjá rík- issjóði." Ég hélt því ekki fram í bréfi mínu að tillaga mín um að leggja stig- hækkandi skatt á þá tekjuhærri og efnameiri væri ný tillaga sem ég hefði sjálfur fundið upp. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það sé eina leiðin út úr þessum fjárlaga- halla sem nú stefnir í að fara þá leið sem ég hef bent á. Það hehjr áður verið gert með góðum ár- angrí. Þar á ég við á árunum 1934- 1939, þegar heimskreppan var bú- in að brjóta niður fjárhag flestra ríkja. Þá voru íslendingar svo lánsamir að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn voru við völd hér á landi. En sá Alþýðuflokkur sem þá var, var allt annar Alþýðuflokkur en flokkur sá sem Jón Baldvin stjómar nú, þótt hann sé ennþá kallaður sama nafni og til viðbótar Jafhaðarmannaflokkur íslands. Mér finnst hann vera kominn enn- þá lengra til hægri í frjálshyggju- kapphlaupinu en Sjálfstæðisflokk- urinn og er þá langt jafnað. Á árunum 1934-1939 voru Her- mann Jónsson, Eysteinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson við völd hér á landi. Þessir menn þorðu að leggja stighækkandi skatta á breiðu bökin, þrátt fyrir hávær mótmæli þeirra ríku. Og þeir gerðu meira en að rétta við fjárhag ríkisins. Á þessu tímabili lögðu þessir menn og þeirra þing- flokkar, grunninn að almanna- tryggingum og því velferðarkerfi sem síðan hefur jafnt og þétt farið batnandi þangað til núverandi rík- isstjóm komst til valda og byrjaði að brjóta það niður í stað þess að leggja fjárhagsbyrðarnar á þá sem hafa breiðust bökin fjárhagslega. Þótt margir tækju þátt í að byggja upp velferðarkerfið má ég þó til með að nefna alþýðuflokksmann- inn Harald Guðmundsson, sem átti þar stærsta þáttinn. En nú síð- ustu árin hafa svokallaðir alþýðu- flokksmenn farið með þessi mál í núverandi ríkisstjóm. Það hefur valdið mér og áreiðan- lega miklum meirihluta lands- manna sámm vönbrigðum hvem- ig fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, hefur nfðst á sjúklingum og lagt á alls konar þjónustugjöld og skatta. Nú er eftir að sjá hver stefna hins nýja heilbrigðisráðherra verður. Fjármálaráðherra segir í sinni svargrein: „Það sem hins vegar rak mig til að stinga niður penna í til- efni bréfs Sigurðar, var ekki þessi tillaga sem áreiðanlega er flutt af góðum hug, heldur rangar stað- hæfingar sem nauðsynlegt er að leiðrétta. 1. í fyrsta lagi virðist það hafa farið framhjá bréfritara að há- tekjufólk greiðir nú sérstakan há- tekjuskatt og efhameira fólk greið- ir eignaskatta, sem em tiltölulega háir á íslandi." Nei, Friðrik, 5% hátekjuskattur- inn finnst mér meira til að sýnast. Enda gefur hann ríkissjóði Iítið. Það er margt fólk á íslandi sem hefur mjög háar tekjur og mér finnst að einstaklingar sem hafa 200 þúsund kr. á mánuði og hjón sem hafa 400 þúsund kr. á mánuði ættu frekar að greiða 15-20% há- tekjuskatt en 5%. Tekjumunurinn í þjóðfélaginu er að mínu mati allt- of mikill og vex með ári hverju. Fjöldi fólks hefur 80 þúsund á mánuði og jafnvel vemlega minna. En allstór hópur manna hefur frá 500 þús. til 1100 þús. á mánuði. Finnst þér það sanngjarnt? Þá segir þú: „2. Bréfritari heldur því fram að núverandi ríkisstjóm hafi fyrst og fremst haft það fyrir stafni að þrengja að efiialitlum, sjúkum og fötluðum. Sannleikur- inn er sá að á þjónustugjöldum er oftast hámark til að íþyngja ekki þeim efnaminni, sem njóta þjón- ustunnar." Mér er fúllkunnugt um það. Ég hef sjálfur verið 75% öryrki í 28 og hálft ár. Þess vegna hef ég fundið það best á eigin pyngju hvernig búið hefúr verið að öryrkjum hverju sinni. Á þessu tímabili finnst mér hagur öryrkja hafa batnað mest í stjómartíð vinstri stjómar Ólafs Jóhannessonar 1971-1973, en þá var tekjutrygg- ingin tekin upp. Hins vegar fer það ekki á milli mála að í stjómartíð núverandi ríkisstjórnar hefur meira og meira verið þrengt að ör- yrkjum og sjúklingum yfirleitt. Þetta er ég mjög ósáttur við. Þess vegna hef ég lagt til að útgjöldin yrðu frekar lögð á þá tekjuháu og líka á stóreignamenn. Svo verður hver og einn að dæma um hvort sé sanngjamara. Enn segir í svari þínu: „3. Sigurð- ur Lámsson telur að vaxtahækkun sem ríkisstjórnin greip til skömmu eftir stjórnarskiptin hafi verið fyrsta skrefið á óhappaferli hennar." Já, það er rétt. Það er bú- ið að deila svo mikið um þetta at- riði í blöðum á undanfömum ár- um að ég nenni ekki að pexa við þig um það meira. Var það kannski fyrrverandi ríkis- stjóm að kenna að núverandi ríkis- stjóm felldi gengið tvisvar síðan í fyrrahaust? Var það kannski fyrr- verandi ríkisstjóm að kenna að vextirnir hafa hækkað nú hvað eft- ir annað í sumar? Með þessum vinnubrögðum er ríkisstjórnin bú- in að hleypa verðbólgunni á fulla ferð og ennþá sér ekki fyrir endann á því. Almenningur er farinn að finna verulega fyrir afleiðingum þessara ráðstafana og er það þó að- eins forsmekkurinn að því sem koma skal með óbreyttri stefnu stjómarinnar. Friðrik, ég er ekki að ásaka þig einan um þessi vinnubrögð, en þú hlýtur þó að eiga einhvem þátt í að svona sé landinu stjómað nú um stundir. Ef til vill ættir þú að hlusta meira á ýmsa þá sem gagn- rýna gerðir stjómarinnar, en ana ekki áfram sömu blindgötuna þangað til allt er komið í strand eins og mér sýnist þið stefna í. Væri ekki heillavænlegra fyrir alla, þá efnuðu líka, að taka öðm- vísi á stjóm íslendinga en nú er gert? Sigurður Lárusson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.