Tíminn - 26.08.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. ágúst 1993
Tíminn 7
Sjö skólagarðar hafa verið starfræktir í sumar:
Eitt þúsund
ungmenni,
eldri borgarar,
fatlaðir og
þroskaheftir
Sjö skólagaröar eru starfandi á vegum Reykjavíkurborgar í sumar,
en yfirumsjón með þeim hefur embætti garðyrkjustjóra Reykjavík-
urborgar.
Einar Erlendsson deildarstjóri
sagði í samtali við Tfmann að um
eitt þúsund ungmenni og eldri
borgarar hefðu ræktað skólagarð-
ana í sumar. Auk var gerð tilraun
með þátttöku fatlaðra og þroska-
heftra f garðinum f Laugardal, sem
væntanlega yrði framhald á ef vel
til tækisL
Þátttaka ellilífeyrisþega hófst í
fyrra og var það fyrir frumkvæði
Félags eldri borgara og sagði Einar
að um 20 eldri borgarar hefðu
ræktað garðana í sumar. Hann
sagðist ekki geta sagt til um hvem-
ig uppskeran yrði, enn sem komið
væri, enda „ábúendur" enn ekki
tekið allt upp. Vakt er í görðunum
Systklnln Kári Jónsson, Klara
Jónsdóttir og Þorri Jónsson voru
að taka upp hvítkál f garöinum f
Kotmýri f Grafarvogi og ekki er
annað að sjá en uppskeran sé
góö.
allt þar til um miðjan september.
Einar sagði að sjá mætti á þátt-
tökunni að full þörf væri fyrir
garða sem þessa. Þetta væri gott
fyrir ungmennin sem eru flest á
aldrinum 8-12 ára, auk þess sem
þau fengju talsvert af matvælum,
ef uppskeran tækist vel. Gjaldið
fyrir garðinn er 600 krónur. -PS
Hafnarfjörður
Setberg, miðhverfi
Breyting á deiliskipulagi
Það er grelnilegt að matvælaframleiðsla þeirra Ólafs og Stefáns er mlkiö alvörumál, en þeir eru f skólagörðun-
um f Brelðholti.
(samræmi við gr. 4.4 í skipulagsgerð no. 318/1985 er hér aug-
lýst til kynningar breyting á deiliskipulagi fyrir miðhverfi Set-
bergshverfis i Hafnarfirði. Breytingin var samþykkt af bæjarráði
Hafnarflarðar í umboði bæjarstjómar 19. ágúst sl.
Tillagan liggur frammi f afgreiðslu bæjarverkfræðings að
Strandgötu 6, Hafnarfirði frá 26. ágúst til 23. september 1993.
Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir
henni.
Hafnarfirði 25. ágúst 1993.
Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar
Bæjarstjórinn í Hafnarfiröi
Frá Kvennaskólanum
í Reykjavík
Skólinn verður settur miðvikudaginn 1. september kl. 9
árdegis á sal skólans, Fríkirkjuvegi 9. Þá verða afhentar
stundatöflur, námsvísir og nemendahandbók.
Bókalistar liggja frammi í skólanum, á skrifstofutíma,
fram til mánaðamóta.
Kennsla hefst 2. september samkvæmt stundatöflu.
Skólameistari.
Þær Guörún og Ámý voru önnum kafnar þegar Ijósmyndara bar að garöl, en gáfu sér þó tima tll aö Ifta upp til
myndatöku.
A
KÓPAVOGSBÆR
Lóðaúthlutun í
Kópavogi
Kópavogskaupstaður auglýsir eftirtaldar lóðir lausar til
úthlutunar.
1. Einbýlishúsalóðir við Fossvog.
Um er að ræða 54 lóðir við Sæbólsbraut undir einnar
hæðar einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Hámarks-
byggingarreitur á lóð er 15X15 metrar.
Lóðimar verða byggingarhæfar á næstunni.
2. Einbýlisshúsalóðir í Nónhæð.
Um er að ræða 10 lóðir við Grundarsmára og Ekru-
smára undirtveggja hæða einbýlishús, um 120 fm. að
grunnfleti með innbyggðum bílskúr. Samanlagður gólf-
flötur er um 240 fm.
Lóöimar em byggingarhæfar.
Skipulagsdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar, svo
og umsóknareyðublöð liggja frammi á Tæknideild
Kópavogskaupstaðar í Fannborg 2, 3. hæð kl. 9.00-
15.00.