Tíminn - 26.08.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.08.1993, Blaðsíða 12
JtSltf>*| veiSIA Jfc «£IRkJI A iMkSdP %JR Smk W:'«p B H^S HmNIJpNm3pS HVSss. Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SlMI 73655 ^saábrie! HÖGG- DEYFAR Versliö hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 V Tíminn FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST1993 Borgarstjórn kemur saman til aukafundar í dag þar sem ætlunin er að breyta SVR í hlutafélag: Starfsmenn óttast um Samningaviðræður um veiö- ar í Barentshafi. Konráð Al- freðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar: „Auðvit- aðer maður svekktur“ Konráö Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að auðvitað þurfi að semja um veiðar í Barentshafi. Hann segir að íslendingar eigi ekki að þurfa að vera í stríði við nágrannaþjóð eins og Norðmenn um þessi mið. „Auðvitað er maður svekktur yfir því hvemig þetta fór. Mað- ur hefði ntí vonast til að þeir hefðu skilið í vinsemd og þá ákveðið einhvern annan tíma til frekari viðræðna. En það virðist nákvæmlega ekkert hafa komið út úr þessum fundi og mér sýnist þetta vera frekar afturábak en hitt. Konráð segir að það sé engin spurning um það að fiskímið- in í Smugunni í Barentshafi séu mjög mikilvæg fyrir ís- lenska sjómenn. „Ekki sfst þegar okkar kvóti er skorinn jafn mikið niður og raun ber vitni svo ekki sé talað um þau veiðisvæði sem er bú- ið að loka. Þar fyrir utan eru veiðamar þama nyrðra í anda þeirra sjónarmiða sem stærstu samtök Iaunafólks hafa haidið fram; að frystiskipin færu út úr Iandhelginni." Formaður Sjómannafélags Eyjafiarðar segir að Norð- menn eigi ekkert meira tilkall til veiða í Smugunni en ís- lendingar því þar sé alþjóðiegt hafsvæði. -grh kjör sín og réttindi Svo virðlst sem tllgangur meirihluta borgarstjómar að breyta rekstrarforml SVR I hlutafélag og elnkavæöa sé að skerða umsamin kjör og áunnin réttlndl starfsmanna. Að mati starfsmanna er hægt að ná fram umtalsveröri hag- ræðingu I rekstri SVR undlr óbreyttu rekstrarformi. Um 200 manns starfa hjá SVR og þar af um 150-160 bflstjórar. Tímamynd Aml Bjama Boðaður hefur verið auka- fundur í borgarstjórn í dag þar sem væntanlega verður tekin ákvörðun um að breyta Stræt- isvögnum Reykjavíkur í hluta- félag samkvæmt tillögu meiri- hlutans. En það mun vera afar fátítt að boðað sé til aukafund- ar í borgarstjórninni. Á blaðamannafundi í gær sem BSRB, Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar og starfsmenn Stræt- isvagna Reykjavíkur innan starfs- mannafélagsins boðuðu til sagði Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, að það væri ekki tímabært að borgarstjórn tæki endanlega af- stöðu til málsins þar sem of marg- ir endar væru lausir í kjara- og réttindamálum starfsmanna og of mörgum spumingum ósvarað í þeim efnum. Hún leggur þunga áherslu á að staðið verði við þau loforð sem starfsmönnum hafa verið gefm varðandi réttindi þeirra og kjör áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar í málinu. Meðal annars hefur ósk Starfs- mannafélagsins um trygginga- fræðilega úttekt á lífeyrismálum ekki verið sinnt. Óljóst er eftir hvaða kjarasamningi starfsmenn munu starfa og sömuleiðis er stéttarfélagsaðild óviss og fleiri mál er snerta kjara-og réttindamál starfsmanna SVR, svosem bið- launaréttur og lífeyrissjóðsmál. Samkvæmt greinargerð Hjörleifs B. Kvarans, forstöðumanns lög- fræði- og stjórnsýsludeildar borg- arinnar, um réttindi, kjör og at- vinnuöryggi starfsmanna við mögulega breytingu á rekstrar- formi SVR kemur m.a. fram að „hið nýja félag muni ekki bjóða þeim starfsmönnum SVR, sem biðlaunarétt eiga og kjósa að nota hann, störf hjá félaginu." Að mati Starfsmannafélagsins er þarna verið að setja launafólki það skilyrði fyrir starfi hjá nýja félag- inu að það afsali sér áunnum rétt- indum sem nema sex til tólf mán- aða launum eftir atvikum. Ennfremur bendir Starfsmanna- félagið á það misræmi sem er ann- arsvegar í bréfi borgarstjóra og formanns stjómar SVR til starfs- manna fyrr í sumar og hinsvegar í skýrslu Hjörleifs Kvarans. í bréfi borgarstjóra var starfsmönnum heitið því að laun þeirra og rétt- indi yrðu hin sömu fyrir og eftir breytingarnar. Aftur á móti kemur fram í skýrslu Hjörleifs að hann miðar ekki við sömu réttindi og laun heldur sambærileg og á því getur verið töluverður munur. -grh ...ERLENDAR FRETTIR... DENNI DÆMALAUSI BOSNIA — Bllalest á vegum Sameinuðu þjóðanna sem var á leiö meö hjálpargögn til borgarinn- ar Mostar I Bosnfu var stöövuö af um 200 króatlskum konum áður en hún komst til borgarinnar. Blla- lestin haföi áöur veriö stöövuö af mótmælendum á leiö sinni til Mostar þannig aö mjög seint virö- ist ætla að ganga aö koma bfla- lestinni á áfangastaö. HAAG — Bosnla hefur lagt fyrir strlösglæpadómstólinn I Haag gögn sem sýna fram á nauöganir og pyntingar Serba I Bosnlu. ZAGREB — Talsmaöur Bosnlu- Króata sagðist hafa áhyggjur af þvi aö hjálpargögn til múslimskra Ibúa I Mostar væru hugsanlega notuö af hersveitum múslima sem berjast viö króata um yfirráö I borginni. LONDON — Ásakanir hafa komið fram um aö breskur maöur sem vann um tlma viö hjálparstarf I Bosniu hafi smyglaö vopnum til hersveita múslima. VARSJÁ — Forsetamir Bóris Jelt- sln og Lech Walesa undirrituöu samning um landamæri rlkjanna. Walesa sagöi að meö samningn- um væri veriö aö slá striki yfir sorglegan kafla I sögu rlkjanna tveggja, Póllands og Rússlands. BANKOK — Michel Jackson af- lýsti tónleikum sem hann hugöist halda I Bankok aöeins skömmu áöur en hann átti aö stlga á sviöiö. Talsmaður söngvarans sagöi aö hann væri ekki nægilega heilsu- góöur. Jackson hefur verið ásak- aöur fýrir kynferöislega misnotkun á 13 ára dreng sem hefur veriö I fylgd með honum I Bankok. LAGOS — Lýöræöisleg mótmæli I Lagos, stærstu borg Nlgerlu, stöövuöu athafnallf I borginni. Þetta geröist degi áöur en Ibrahim Babagida hersöföingi lét af völd- um I landinu. RÓM — Viövaranir um að atvinnu- leysi gæti valdiö uppþotum I stærstu borgum Italiu ollu því aö stjómvöld hafa ákveöiö aö leita leiöa til aö búa til fleiri störf. Þetta ætla stjómvöld aö reyna aö gera án þess aö auka enn á hallann á fjáriögum. KAUPMANNAHÖFN — Tekist hefur aö fjariægja tundurskeyti og skotfæri úr þýska kafbátnum sem bjargaö var af hafsbotni I Kattegat fyrr I vikunni. NICARAGUA — Gfslingunni sem hefur nærri þvl lamaö Nicaragua I tæpa viku viröist nú vera aö Ijúka, en I gær létu árásaraöilar bæöi frá vinstri og hægri 21 gisl lausan. FLÓRlDA — Maöur sem var dæmdur fyrir aö myröa fimm manns, þar á meðal kærustu slna og tvö böm, var tekinn af llfi I raf- magnsstól eftir aö hann neitaði að áfrýja dauðadómnum. „Það er nógu andstyggilegt að Margrét ætlar sér að verða forseti einhvem tima, en það er annað verra. Hún ætlast til að ég verði forsetamaðurt“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.