Tíminn - 26.08.1993, Blaðsíða 8
8 Tfminn
Fimmtudagur 26. ágúst 1993
Aðalfúndur Skúlagarðs hf.
Aöatfundur I htutafélaginu Skúlagarði hf.. fýrír starfsáríö 1992, veröur haldinn f
húsnæöi félagsins viö Lækjartorg, Hafnarstræti 20, 3. hæð, mánudaginn 30. ág-
úst 1993 M. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöatfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins III. kafla,
grein 3.4.
2. Onnur mál.
Sfdméi
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1993
Dregiö var I Sumarhappdrætti Framsóknarftokksins 9. ágúst 1993. Vinningsnúm-
er eru sem hér segir:
1. vinningurnr. 2662
2. vinningur — 28222
3. vinningur — 32521
4. vinningur — 4604
5. vinningur—15511
6. vinningur — 4209
7. vinningur — 6912
8. vinningur—19425
9. vinningur — 21816
10. vinningur — 32868
11. vinningur—13957
12. vinningur —13631
13. vinningur — 35632
14. vinningur — 29225
15. vinningur—12778
Ógreiddir miöar eru ógildir. Vinnings sjal vitja innan árs frá útdrætti. Frekarí upp-
lýsingar eru veittar f sfma 91-624480.
Kópavogur—
Framsóknarvist
Spilum aö Digranesvegi 12 I kvöld kl. 20.30.
Molakaffi — góð verölaun.
Freyfa, fétag framsóknarkvenna.
Miðstjómarfundur SUF
veröur haldinn 27. agúst nk. I fþróttakennaraskóianum á Laugarvatni og hefst
hann Id. 19.00.
Dagskrá:
1. Setning
2. Skýrsla stjómar
3. Alyktanir
4. Önnur mál
Héraðsmót framsóknar-
manna í Skagafirði
veröur haldiö I Miögaröi laugardaginn 28. ágúst
Dagskrá:
Avarp Jón Kristjánsson alþingismaöur.
Söngun Mánakvartettinn á Sauöárkróki, viö hljóöfærið Heiödls Lilja Magnús-
dóttir.
Einsöngun Jóhann Már Jóhannsson, viö hljóöfæriö Sólveig S. Einarsdóttir.
Gamanmál Jóhannes Kristjánsson.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur og syngur fyrir dansinum.
Allir velkomnir. Syóntin
Stefna ‘93 — Ráðstefna um
sveitarstjómarmál verður haldin
laugardaginn 28. ágúst í íþrótta-
miðstöðinni á Laugarvatni.
Ráöstefnustjóri: Þorvaldur Snorrason, formaöur FUF Amessýslu.
Dagmkrá
10.00-10.10 Setningarávaip, Siguröur Sigurösson, formaöur SUF.
10.10- 11.50 FiamsMueftndL
10.10- 10.35 ÓtafurOm Haraldsson: Markmiö og vandamál v/sameiningar
sveitarfélaga.
10.35-11.00 DrffaSlgfúsdóttir Heppileg stærö sveitarfélaga, sameining sveitar-
félaga.
11.00-11.25 Jón Kristjánsson: Verkaskipting rfkis og sveitarfélaga.
11.25-11.50 Pái Magnússon: Sveitarstjómarmál meö augum ungra.
12.00-13.00 Hádegisveröur
13.00-13.30 Ávarp, Halldór Asgrfmsson, varaformaöur Framsóknarflokksins.
13.30- 15.00 PaAorösumræöur.
Stjómandi Siguröur Sigurösson, formaöur SUF.
Þátttakendun Drifa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjómar Keflavikur.
Isólfur Gyffi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli.
Magnea Amadóttir, bæjarfulltrúi i Hverageröi.
Magnús Stefánsson, sveitarstjóri á Grundarfiröi.
Ólafur Öm Haraldsson, framkvæmdastjóri umdæmanefndar SASS:
Páll Magnússon, formaöur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Kópavogi.
Siv Friöleifsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjamamesi.
15.00-15.10 Ávarp, Ólafia Ingólfsdóttir, formaöur KSFS.
15.10- 15.20 Ávarp, Jón Helgason alþingismaöur.
15.20-15.30 Ávarp, Guöni Ágústsson alþinginsmaöur.
15.30- 16.00 Kaffihlé
16.00-17.30 Hópvinna
17.30- 18.00 Hópar skila álitl.
18.00-19.30 Sælustund.
19.30- 21.00 Kvöldveiöur.
21.00-777? Samelnlng sveitarfélaga?
Eiginmaöur minn
Sveinn Bjömsson
frá Fossl i Sfðu
Dvergbakka 12, Reykjavfk
andaöist þriöjudaginn 24. ágúst
Laufey Pálsdóttlr.
v____
Guðrún G. Melstað
Fædd 17. október 1902
Dáin 2. ágúst 1993
Mánudaginn 2. ágúst síðastliðinn
andaðist merkiskonan Cuðrún Mel-
stað á dvalarheimilinu Hlíð á Akur-
eyri. Hún var fedd á Finnbogastöð-
um í Strandasýslu og voru foreldrar
hennar Þuríður Eiríksdóttir og Guð-
mundur Guðmundsson bóndi opg
formaður á hákarlaskipum, sem
þaðan voru gerð út, hann var einnig
lengi oddviti Víkurhrepps. Þuríður
kona hans var Húnvetningur að ætt,
frá Bjargi í Miðfirði, dóttir Eiríks
Einarssonar og konu hans Helgu
Þorleifsdóttur, og var hin þekkta
skáldkona Hjallalands-Helga móðir
hennar.
Böm þeirra Þuríðar og Guðmund-
ar vom sjö, fjórar dætur og þrír syn-
ir og náðu flest þeirra háum aldri,
Guðrún er sú síðasta sem kveður.
Snemma beindist hugur Guðrúnar
að líknarstörfum og á meðan hún
var enn heima á Finnbogastöðum
var hún um tveggja ára skeið við
hjúkmn f sveitinni. Það fórst henni
vel úr hendi eins og allt annað sem
hún lagði hönd að.
Nú grípur hana útþráin og heldur
hún til Kaupmannahafnar. Þar
kynntist hún fljótlega íslenskri
konu, Jósefinu Stefánsdóttur, sem
gift var dönskum manni, Viggó Öfj-
ord. Þau tóku henni mjög vel og
réðu hana á garðyrkjustöð þar í
grennd, en þau hjón bjuggu í Taastr-
up, ekki svo langt frá Kaupmanna-
höfn. Þama líkaði Guðrúnu vel, en
þar kom að breyting varð á högum
hennar.
Á Akureyri bjó Eggert Stefánsson
Melstað, bróðir Jósefínu, ásamt for-
eldrum þeirra, þeim Stefáni Jónas-
syni og Margréti Eggertsdóttur, áð-
ur búsettum í Litlu-HIíð í Víðidal,
Vestur-Húnavatnssýslu. Eggert var
ógiftur og vantaði nú ráðskonu til
að annast gömlu hjónin. Jósefína
nefnir það við Guðrúnu hvort hún
muni fáanleg til að taka þetta verk-
efni að sér og það verður úr. Þetta er
vorið 1929.
Eggert var byggingameistari og
slökkviliðsstjóri á Akureyri og hafði
því í mörgu að snúasL
Árið 1939 gifta þau sig Guðrún og
Eggert Melstað og byrjuðu þau bú-
skapinn á Oddagötu 3 sem hann
hafði byggt sjálfur. Nokkmm ámm
síðar flytjast þau á Gilsbakkaveg 1.
Þsu eignuðust tvö böm, Grétar og
Karitas. Grétar var giftur Önnu Sæ-
mundsdóttur og eignuðust þau fjög-
ur böm, sem öll em á lífi. Þau hjón
Anna og Grétar em bæði látin.
Karitas er gift Sverri Ragnarssyni
frá Akureyri, nú garðyrkjubónda f
ösp, Laugarási. Þau eignuðust sex
böm og em fimm þeirra á lífi.
Bamaböm Guðrúnar urðu því tíu
og hafði hún mikið dálæti á þeim
öllum.
Það var alltaf gott samband innan
fjölskyldunnar og bjó allt f sama
húsinu um tíma, á Bjarmastíg 2 en
það mun hafa verið síðasta húsið
sem Eggert byggði, en hann smíðaði
mörg hús á Ákureyri. Eggert andað-
ist árið 1957.
Á heimili Guðrúnar og Eggerts bjó
alltaf Karitas, systir Guðrúnar. Hún
giftist ekki en vann við saumaskap.
Kara, eins og hún var kölluð, var
sem önnur móðir, bæði bama og
bamabama. Hún er nú látin fyrir
nokkm.
Guðrún unni mjög æskustöðvum
sínum og fylgdist vel með öllu sem
þar gerðist. Hún fór þangað flest
sumur og böm þeirra hjóna dvöldu
á hverju sumri á Finnbogastöðum,
þar sem Þorsteinn móðurbróðir
þeirra bjó ásamt Pálfnu konu sinni.
Þegar foreldrar mínir hættu að
búa, vegna veikinda móður minnar,
tóku þau hjónin systur mína til sín
sem þá var 11 ára og var hún hjá
þeim fram yfir fermingu. Hún heitir
Margrét Ingunn og höfðu þau mikið
dálæti á henni, enda reyndist hún
þeim sem besta dóttir.
Guðrún var vel gerð kona og allt
sem hún gerði fórst henni vel úr
hendi. Sýnir það best handavinnan
sem hún lætur eftir sig. Hún var
bókhneigð og las þegar tími vannst
til, stálminnug á það sem hún las og
fylgdust vel með öllu sem var að ger-
ast í þjóðlífinu.
Hún hafði ákveðnar skoðanir bæði
á mönnum og málefnum og fór ekk-
ert dult með þær, ef því var að
skipta. Guðrún var félagshyggju-
kona og var virk í félögum, til dæm-
is í Slysavamafélaginu og var oft
fulltrúi þess á aðalfundum hér
syðra.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum Guðrúnu, hún kunni þá
list að segja vel frá og var oft gaman
að ræða við hana um ættfræði og
fleira sem var að gerast f þjóðlífinu.
Þá var oft skyggnst inn í liðna tíð.
Það var mjög gestkvæmt á heimili
þeirra hjóna og ekkert til sparað við
gestina. Oft dvöldu þar vinir og ætt-
ingjar, sem bæði komu til Akureyrar
utan af landi, bæði úr Strandasýslu
og Húnavatnssýslu. Mátti með sanni
segja að þar ríkti hin íslenska gest-
risni og veit ég að margir minnast
Guðrúnar með þökk og virðingu.
Ég vil svo fyrir hönd okkar hjón-
anna og Margrétar og Ketils votta
fjölskyldunni innilega samúð.
Dýrmundur Ólafsson
Vaxandi launamunur
í helstu iðnríkjum
“Efnahags- og framfarastofhun-
in í París spáir, að atvinnulausir í
hinum 24 aðildarlöndum stofnun-
arinnar verði 36 milljónir _ 8,75%
vinnuafla þeirra _ í árslok 1994,
fleiri en nokkru sinni, en þeir voru
24,5 milljónir árið 1990. Munu þá
12% vinnufærra í þessum löndum
vera án atvinnu. Ráðamönnum er
á höndum að hindra, að aukið at-
vinnuleysi í núverandi hagsveiflu
verði varanlegt. Aukið atvinnu-
leysi í síðustu hagsveiflum hefur
eldti að fullu gengið til baka, þegar
úr hefur raknað, sakir ýmissar
tregðu á vinnumörkuðum. At-
vinnuleysi hefur þannig ágerst.”
Svo segir í Economist 24. júlí 1993
og enn, fyrst í stað í þessum for-
keynesíska anda:
“Hagfræðingar hafa reynt að
örva vinnumarkaðinn, einkum
með því að auka sveigjanleika
launa á honum, þannig að at-
vinnulausir lækki svo vinnu sína í
verði, að út gangi. í því felst lækk-
un láglauna, þannig að mikill
launamunur verður hafður til
marks um virkan vinnumarkað,
þótt samfélagslegri misklfð kunni
að valda. Er launamunur mismik-
ill landa á milli? Og jókst sveigjan-
leiki á vinnumörkuðum á síðasta
áratug?”
“Efnahags- og framfarastofnun-
in veitir nokkur svör við þessum
spumingum í síðasta hefti
Employment Outlook (Atvinnu-
horfa). Eins og vænta mátti, er
launamunur langmestur í Banda-
ríkjunum en minnstur í Svíþjóð. Á
áttunda áratugnum dró ýmist úr
launamun eða hann stóð í stað f
flestum löndum, en á níunda ára-
tugnum jókst hann í tólf þeirra
sautján landa sem athugunin náði
til. Launamunur jókst mest í
Bandaríkjunum og Bretlandi. í
Bandaríkjunum 1989 voru laun
hinna 10% tekjuhæstu 5,6 sinn-
um hærri en hinna 10% lægst-
launuðu, en voru þeim 4,8 sinnum
hærri 1980. Frá 1980 til 1991
hækkuðu þau hlutföll á Bretlandi
úr 2,5 upp í 3,4. Frakkland og
Þýskaland voru helst talin til und-
antekninga, en í þeim hækkuðu
lægstu laun hlutfallslega meira en
meðallaun. í Bandaríkjunum,
Ástralíu og Kanada lækkuðu raun-
veruleg laun hinna 10% tekju-
lægstu á níunda áratugnum.”
“Hvers vegna hefur launabil
vaxið í flestum löndum? Af skýr-
ingum, sem til álita koma, eru
nefnd bakslög í umbótum á vinnu-
markaði, svo sem fráhvarf frá alls-
herjar launasamningum í starfs-
greinum, upptaka ákvæðislauna,
lækkun lágmarkslauna og minnk-
andi áhrifavald verkalýðsfélaga.
Þótt hið aukna launabil verði ekki
einvörðungu eignað þessum þátt-
um, verður til þeirra rakinn hinn
vaxandi launamunur f Bandaríkj-
unum og Bretlandi. Manna á milli
er vaxandi launamunur skýrður
með iðnafvindu (de-industri-
alisation), sem margir Bandaríkja-
menn hafa að skotspóni; háþjálf-
unarstörf víkja fyrir lágþjálfunar-
störfum svosem við framleiðslu
hamborgara. Niðurstaðan af at-
hugun Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar er hins vegar sú,
að minna segi til tilferslna á milli
starfsgreina, svosem iðnaðar og
þjónustu, en breytinga innan at-
vinnugreina.”