Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48... Frétta-Tíminn... Frétta-síminn.. .68-76-48... Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68»76-48- Fimmtudagur 2. september 1993 164. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Hafró segir vísbendingar benda til að þorskárgangurinn geti orðið í meðallagi í ár. Síðustu sjö árgangar voru lélegir: Loksins góður þorskárgangur? Árleg rannsókn Hafrannsóknastofnunar á fjölda og út- breiðslu fiskseiða sem er nýlokið bendir til að þorskárgang- urinn í ár geti orðið meðalstór. Seiðavísitala þorskseiða er sú hæsta sem mælst hefur í sjö ár. Þrátt fyrir að Hafrann- sóknastofnun telji að hér sé komin vísbending um að 1993 þorskárgangurinn geti orðið sæmilega góður vara fiskifræð- ingar stofnunarínnar við of mikilli bjartsýni og benda á að svipuð seiðavísitala hafi gefið bæði góða og lélega árganga síðastliðin 23 ár. Seiðavísitala þorskseiða sfðustu sjö ár hefur verið mjög lág, reynd- ar svo lág að fiskifræðingar hafa talið sig geta nánast fullyrt að þorskárgangamir myndu verða lé- legir. Sú spá þeirra hefur ræst. Ár- ið 1991 var seiðavísitala þorsk- seiða einungis 6. í fyrra var hún 42, en núna mælist hún 156. Fiskifræðingar hafa mælt seiða- vísitölu alveg upp í yfir 2700 fyrir nokkrum árum þannig að 156 er ekkert óskaplega hátt. „Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem við höfum einhverja von um að það sé að fæðast þokkalegur ár- gangur í sjónum," sagði Sveinn Sveinbjömsson, fiskifræðingur, sem var leiðangursstjóri Arna Friðrikssyni í rannsóknarleiðan- grinum. Þetta er fyrsta mæling á þessum árgangi. Næsta mæling verður gerð í mars á næsta ári. Loks verð- ur hann mældur í togararalli sem tveggja ára fiskur. Sveinn sagði að sú mæling hefði í gegnum tíðina reynst gefa ömggasta vísbendingu um stærð einstakra þorskárganga. Hann sagði að tveggja ára mæling- in hefði oft gefið aðra niðurstöðu en fyrsta seiðamæling. Það væri því of snemmt að fagna. Eftir sjö ára tímabil lélegra þorsk- árganga voru sumir farnir að halda að hrygningarstofhinn væri orðinn það lítill að vonlaust væri að hann gæfi góðan árgang. Sveinn sagði að það væm mun minni líkur á að lítill hrygningar- stofn gæfi góðan árgang en stór. Hann benti á að nú væm liðin sjö ár síðan góður árgangur kom. Lengsta sambærilega tímabilið í sögu þorsksins sem vitað er um stóð í fjögur ár. „Lítill hrygningar- stofn getur framleitt góðan ár- gang, en líkurnar fyrir því að það gerist em miklu miklu minni en ef hann væri stór,“ sagði Sveinn. Seiðarannsóknimar vom gerðar á tveimur skipum. Mestur hluti ís- lenska hafsvæðisins var kannaður af Áma Friðrikssyni. Svæðið út af Vesturlandi, í Grænlandshafi og við Austur-Grænland var kannað af Bjama Sæmundssyni. Veður var hagstætt allan rann- sóknartímann, en aftur á móti var óvenju mikill ís út af Vestfjörðum sem takmarkaði nokkuð rann- sóknarsvæðið þar. Ekki er búið að vinna úr gögnum um fjölda fisk- seiða annarra fisktegunda en þorsks. -EÓ Dómsmálaráðherra leggur firam tillögur um fækkun sýslumannsembætta: Andstaða við tillög- urnar Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra hefur lagt fram róttækar til- lögur um fækkun sýslumannsemb- ætta. Tillögumar voru ræddar á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og var mikil andstaða við þær á fundinum. Fjármálaráðuneytið telur að hægt sé að spara 50 miíljónir á næsta ári verði tillögunum hrint í fram- kvæmd og 150 milljónir á ári eftir það. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins efast um að svo mikill spamaður fylgi þessum breytingum og benda á að þær þýði skerðingu á þjónustu. Tillögumar gera m.a. ráð fyrir að sýslumannsembættin á Akranesi, Bolungarvík, Kópavogi og Hafnar- firði verði lögð niður og sameinuð sýslumannsembættum sem næst liggja. Einnig er gert ráð fyrir fækk- un sýslumannsembætta á Austur- landi og Norðurlandi. Svæfingalæknar á Landspítala óánægðir með að fá ekki greitt mm fyrir unnar stundir: SOGÐU UPP UM Samkvæmt áreiðanlegum heimild- gildi þann 1. nóvember nk. gerist Heimildir herma að læknarnir hafi um sögðu svæfingarlæknar á Land- ekkert í máli þeirra fyrir þann tfma. samið upp á þetta fyrirkomulag til spftalanum upp störfum fyrir mán- Eftir því sem næst verður komist á að koma f gegn að jafnan væri sér- aðamótin vegna óánægju með að fá þessi deila sér talsverðan aðdrag- fræðingur og aðstoðarlæknir á þess- etíá nema hluta yfirvinnutíma anda. arí vakt en annar sérfræðingur á greidda á svonefndum staðarvökt- Umeraðræðaágreiningum 15ára bakvaktÁðurvarhinsvegaraðstoð- um. Stjóm ríkisspítala hefur átt í gamlan samning sem kveður á um arlæknir á vakt og sérffæðingur á samnmgaviðræðum við Jæknana í að læknir vinni fyrri hluta af svo- bakvakt. gær og fyrradag. Ekki hefur náðst f kaliaðri staðarvakt þ.e. til klukkan í DV í fyrradag var haft eftir Pétri talsmann læknanna né forvarsmenn tvö á nóttu en fái hvfld að því loknu. Jónssyni, framkvæmdastjóra Ríkis- Rfkisspítala vegna þessa máls. { seinni tfð hefur álag á læknana spftala, að væri gengið að kröfú AIIs starfe 12 svæfingalæknar á aukistogofthafaþeirþurftaðvinna læknanna þýddi það 11 til 12 millj- Landspítalanum og hafa þeir tveggja lengur en þessir samningar kveða á óna króna aukningu á launakostn- mánaða uppsagnarfirest þannig að um en ekki fengið greitt fyrir þá aði sem væri erfitt að fellast á. uppsagnir læknanna munu taka tíma. -HÞ MANAÐAMOTIN Yfir 40% af rekstrartekjum banka og sparisjóða fóru í afskriftasjóð útlána í fyrra: Bankar með meira í afskriftir en laun Bankar og sparisjóðir þurftu að leggja rúmlega 40% allra rekstrartekna sinna áríð 1992 sem framlag í af- skríftarsjóði útlána. Þetta er td. tölu- vert hærra hlutfall en fór í launa- kostnað vegna hátt á 3. þúsund bankastarfsmanna. Rekstrartekjur 36 banka og spari- sjóða voru samtals um 17 milljarðar á síðasta ári. Þar af fóru um 6,8 milljarð- ar í framlög á afskriftasjóði útlána, sem var hækkun úr 2,5 milljörðum ár- ið áður. Kostnaður sömu peninga- stofnana vegna launa og launatengdra gjalda starfsmanna þeirra nam hins vegar um 5,9 milljörðum og hafði sú upphæð aðeins hækkað um 1,3% frá árinu áður. Niðurstöðutölur bankanna gefa til kynna að þar hafi verið reynt að spara á flestum sviðum. Rekstrartekj- ur þeirra hækkuðu um tæp 5% milli ára. Almennur rekstrarkostnaður (laun, önnur rekstrargjöld og afskrift- ir) hækkuðu hins vegar aðeins um rúmlega 1% á sama tíma, þannig að sem hlutfall af tekjum var um tölu- verða lækkun að ræða (úr tæplega 79% niður í rúm 76%). Það dugir hins vegar skammt þegar útlánaafskriftir hækka úr tæplega 16% upp í rúmlega 40% milli ára. Um 5,6% hagnaður (af reglulegri starfsemi) árið 1991 snerist því upp í 16,2% tap á síðasta ári. Og af því leiddi að eiginfjárhlutfell þeirra lækkaði úr 8,2% niður í 6,8% að með- altali á siðasta ári. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.