Tíminn - 02.09.1993, Page 9

Tíminn - 02.09.1993, Page 9
Fimmtudagur 2. september 1993 Tíminn 9 Ferðafélag íslands Helgarfcrö 3.-5. sepL Landmannalaagar-Hrafntinnusker- Alftavatn. Gist í skálum F.Í., fyrri nóttina í Laugum og seinni nóttina við Álftavatn. Skoðaðir fshellamir. Ganga á laugardeg- inum úr Hrafntinnuskerií Álftavatn, eða ekið niður hjá Laufafelli ef vill. Brottför föstud. kl. 20. Ath. að vegna vinnu við Jökulheimaskála JÖRFÍ er fyrirhugaðri ferð, Jökulheimar-Heljargjá, frestað. Þórsmerkurferð 4.-5. sept Brottfór laugard. kl. 08. Frábær gisting í Skag- fjörðsskála í Langadal. Gönguferðir. Haustferð um gönguleiðina „Land- mannalaugar-Þórsmörk" 15.-19. sepL Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Mörkinni 6. Jógameistarínn Gurudev. Vetrarstarf Jógastöðvarinnar Heimsljós í vetur verður starfið hjá Heimsljósi með svipuðu sniði og verið hefur. Boðið verð- ur upp á almenna jógatíma, tíma fyrir lengra komna, byrjenda- og framhaíds- námskeið í Kripalujóga. Einnig verða tímar fyrir eldri borgara, sem Hulda G. Sigurðardóttir kennir. Hulda er sjálf eldri borgari og hefur 30 ára reynslu f jóga. Hún veitir upplýsingar um kennsl- una í síma 675610 eftir kl. 19. Sem fyrr verður lögð áhersla á að fá er- lenda gesti frá Kripalumiðstöðinni í Bandaríkjunum til kennslu og nám- skeiðahalds. Fyrstu gestimir verða Jogl Amrit Desal (Gurudev), stofnandi Krip- alumiðstöðvarinnar, og dóttir hans Kamlni. Þetta verður fjórða heimsókn Gurudevs hingað til lands. Gumdev er jógameistari og er kunnur á alþjóðlegum vettvangi fyrir þekkingu sína í jóga. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenning- ar, s.s. „doktor í jóga“ og „alheimskenn- ari“. Hann mun halda hér fyrirlestur og helgamámskeið helgina 22.-24. október. Skráning á námskeiðið hefst fljótlega. Kynningar á Kripalujóga verða haldnar reglulega í vetur og fyrsta kynningin verður mánudaginn 6. september kl. 20 í húsnæði Heimsljóss að Skeifunni 19, 2. hæð. Kynntar verða teygjur, öndun og slökun. Æskilegt er að mæta í þægileg- um fötum. Allar nánari upplýsingar em veittar milli kl. 17-19 alla virka daga í síma 679181. [ Opið hús í Borgarieikhúsinu Leikfélag Reykjavíkur verður með opið hús f Borgarleikhúsinu laugardaginn 4. september kl. 14-18. Vetrardagskráin verður kynnt með ýmsu móti. Æfingar verða í gangi á stóra sviði, litla sviði og hliðarsviði, leiklestur, söngur, skoðunarferðir, lestrar- og lita- hom fyrir bömin og kaffiveitingar. Það er orðinn árviss atburður að Leikfé- lagið hafi opið hús að hausti, til kynning- ar á starfseminni. Hefúr það mælst mjög vel fyrir og þúsundir gesta komið í leik- húsið. Sala á aðgangskortum stendur yf- ir til 20. september. Mezzotinta í Gallerí Úmbru Framlengd verður til 22. september sýn- ing pólsku grafíklistamannanna Laszeks Golinski og Maciejs Deja. Báðir em þeir þekktir og viðurkenndir listamenn í sínu heimalandi og víðar. Laszek Golinski kennir litógraffu og mezzotintu við Listaakademíuna í Varsjá og Maciej Deja er aðallega þekktur fyrir málverk sín. Þeir hafa haldið fjölda sýninga, bæði í Póllandi og vfðar, og hlotið fjölda viður- kenninga fyrir verk sín. Verkin á sýningu þeirra í Gallerí Úmbm em öll unnin í mezzotintu, en sú tækni hefur lítið verið notuð hérlendis. Gallerí Úmbra er opið þriðjudaga- laug- ardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Krabbameinsfélagið: Merfcjasala um helgina Um næstu helgi, 3.-5. september, verða seld merki um land allt til styrktar starfi Krabbameinsfélagsins, en merkjasala var síðast fyrir tveim ámm. Að þessu sinni em tvær gerðir í boði: merki sem kosta 400 krónur og merki sem kosta 200 krónur. Merkin verða seld við verslanir og gengið verður í hús þar sem þvf verð- ur við komið. Allur ágóði rennur til að- ildarfélaga Krabbameinsfélags íslands, en það em 24 svæðisbundin krabba- meinsfélög og fimm stuðningshópar sem hafa verið stofnaðir til að sinna félags- legri þjónustu við þá, sem hafa orðið fyr- ir barðinu á krabbameini. Undanfarin ár hefúr verið unnið að því að efla starf svæðisbundnu félaganna. Hafa nokkur þeirra þegar tekist á við veigamikil verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði fræðslu og forvama. Hef- ur það gefið mjög góða raun og fieiri fé- lög hafa hug á að fara út á þessa braut Stuðningshópamir hafa unnið mikið og óeigingjamt starf í þágu krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra og hefúr það haft ómetanlega þýðingu. Merkjasölunni um helgina er ætlað að renna sem styrkustum stoðum undir alla þessa mikilvægu starfsemi. Krabba- meinsfélagið væntir þess að landsmenn taki sölufólki vel og noti þetta tækifæri til að efla baráttuna gegn krabbameini. _ I i / $m BLAÐBERA VANTAR Dalbraut - Laugarásveg Laugateig - Kleppsveg Ath! Blaðburður er holl og góð hreyfing | ] ]_L f Tíminn Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17 J langan tíma áöur en ég hitti Nicole, setti ég frama minn og frægö á oddinn, en nú vildi ég helst vera meö henni allan sólarhringinn. Viö gerum allt saman,‘ segir Tom Cruise. „Hjónabandiö og fööurhlutverkiö hefur gert mig afar hamingjusaman," seg- ir stórstjarnan. Tom Cruise í einkalífi og starfi: Stór- stjarnan er stór- ánægð Tom Cruise er einn hæst launaði leikari vestan hafs um þessar mundir og menn bíða spenntir eftir næstu kvikmynd, sem heitir „The Firm“ og ku vera jafn mikilfengleg og kvikmyndin „A Few Good Men“, en Tom Cruise hlaut Óskarsverð- launin fyrir þá mynd, eins og allir muna. Og pilturinn, sem nú er þrjátíu og eins árs, þolir ekki að tapa, hvorki í kvikmyndunum né hinu raunverulega lífi, hvort held- ur hann á í erjum við mafíuna sem harðsvíraður lögfræðingur í kvik- myndinni The Firm eða flýgur her- þotum eins og í Top Gun. Hann hefur auk þess unun af að reyna sig við kappakstur og fallhlífarstökk í frítíma sínum. Hann segist vera ákaflega metnað- argjam og kappsamur við hvaðeina sem hann tekur sér fyrir hendur og ekkert minna en besti mögulegi ár- angur í hverju og einu sé ævinlega markmiðið. Það er erfitt að sjá í fljótu bragði að þessi rólegi og afslappaði ungi maður eigi þvílíkar ástríður sem hann lýsir. Reyndar segist hann hafa verið allt öðm vísi þegar hann var barn og fram eftir aldri hafi hann ekki séð nokkum tilgang með kappi, legið mest með tæmar uppí loft og látið sig dreyma. Smátt og smátt varð honum þó ljóst að ekki dugði að vinna hetjudáðimar með ímyndunaraflinu einu. En sjálfstraustið hefur hann alltaf haft og segir Nicole kona hans það áreiðanlega eiga rætur í þeim stóra, samheldna kvennafaðmi sem ól hann upp. Móðir og margar systur önnuðust piltinn af miklu ástríki við erfiðar aðstæður. Foreldrar Toms skildu þegar hann var ellefu ára og fór þá fjölskyldan á flakk um Bandaríkin. Föður sinn sá hann lít- ið eftir það og dó pabbinn úr krabbameini fyrir mörgum ámm. Tom Cruise segist aldrei hafa verið eins hamingjusamur og hann er í dag. Hann og Nicole séu ákaflega samrýnd og eigi mörg sameiginleg áhugamál fyrir utan leiklistina. Síðan er það litla dóttirin, Isabella, sem á hug hans allan um þessar mundir. Hann hafi þráð að verða pabbi, en aldrei samt getað ímynd- að sér að það gæti verið svona skemmtilegt Jafnvel þótt Tom sé einn hæst launaði leikarinn í Hollywood um þessar mundir, segist hann vilja lifa og búa eins og „venjulegt fólk“. Það kosti miklu færri vandamál í sam- bandi við frægðina og eigi þau hjónin af þessum sökum í engum erfiðleikum með aðdáendur sína. Hann segist vilja eðlileg samskipti við fólk og vilji ekki fela sig eða búa í fflabeinstumi, enda mæti sér ekki annað en vinsemd og blátt áfram framkoma allra sem þau hjónin eigi samskipti við f hinu daglega lffi utan kvikmyndanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.