Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 2. september 1993 Landsþing LFK 6. Landsþing Landssambands framsöknarkvenna veröur haldiö 8.-10. okt. nk. á Hallormsstaö og hefst aö kvöldi þess 8. Framkvæmdastfóm LFK Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregiö var I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 9. »ai i ouiiicuiic er eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 2662 2. vinningur — 28222 3. vinningur — 32521 4. vinningur — 4604 5. vinningur—15511 6. vinningur — 4209 7. vinningur — 6912 8. vinningur — 19425 9. vinningur — 21816 10. vinningur — 32868 11. vinningur—13957 12. vinningur — 13631 13. vinningur — 35632 14. vinningur — 29225 15. vinningur—12778 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings sjal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upp- lýsingar eru veittar I síma 91-624480. S£I Alþingi ÍSLENDIMCA Frá fjárlaganefnd Alþingis Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitarstjómar- mönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 27.- 30. september fyrir hádegi. Upplýsingar og tímapantanir í síma 630700 frá kl. 9-16 eigi síöar en 23. september nk. Kær bróöir Óskar Jón Evertsson andaöist á elliheimilinu Grnnd þann 23. ágúsL Útför hans hefur fariö fram f kyrrþey, aö ósk hins látna. Innilegar þakkir til hjúkrunarfólks, sem annaöist hann af alúö og kærleika. Hjartans þakklæti til frændfólks og vina fyrir auðsýnda samúö. Ragnhelöur Evertsdóttir ______________________________________________________________/ Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigrún Baldvinsdóttir fyrrum húsfreyja I Asbyrgi veröur jarösungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. september kl. 13.30. Slgurvelg Erilngsdóttlr Jónas Jónsson Hulda Erilngsdóttlr Jónas Hallgrímsson Kristin Ertlngsdóttlr Hrafn Magnússon Baldvln J. Erilngsson Guörún H. Jónsdóttir bamaböm og bamabamaböm _________________________II______________________________J Amsterdam selur hlut sinn í Hoogovens Amsterdam-borg seldi 15. júlí 1993 hlut sinn, 5,24%, í hollenska stál- og álfyrirtækinu Hoogovens til inn- lendra og útlendra aðila fyrir milli- göngu ABN Amro-banka. Mun þessi eignarhlutur borgarinnar hafa verið seldur fyrir 47 milljónir gyllina, jafnvirði 25 milljóna $. Síðustu tvö ár hefur tap verið á rekstri Hoogo- vens, sem nam 51 milljón gyllina 1991 og 595 milljónum gyllina 1992, og hvorugt árið greiddi fyrir- tækið arð. Táp fyrirtækisins er einkum rakið til lækkunar stálverðs um 20% frá 1989. Hollenska ríkið á nú 12% hlutafjár Hoogovens, en átti 20% þess um miðjan níunda áratuginn. Aðalstöðvar Hoogovens eru í Umui- den, sem stendur á ströndinni norð- an Amsterdam. Sósíalískur markaös- búskapur í Kína Áttunda þjóðþing Alþýðulýðveldis- ins Kína samþykkti í vor breytingu á kínversku stjómarskránni, sem heimilar markaðsbúskap. Beijing Review, 26. apríI-2. maí 1993 (17. hefti 36. árg.) sagði svo frá: „í des- ember 1982 samþykkti Alþýðulýð- veldið Kína fjórðu stjómarskrá sína... Sú nýja stjómarskrá hefur mótað mjög stjómmál, efnahagsmál og félagsmál þess í 10 ár. En stjóm- arskráin mælti fyrir um áætlunar- búskap í ríkisforsjá og sameignarfé- lög (communes) upp til sveita og bannaði eignatilfærslu (transfer) á jörðum. Á fyrstu setu Þjóðþingsins 1988 var (á stjórnarskránni) gerð breyting, sem heimilaði einkarekst- ur og eignatilfærslu á landi." „Frá samþykkt stjómarskrárinnar 1982 hafa miklar breytingar orðið á kínverskum stjórnmálum og efna- hagsmálum og ýmislegt nýtt og að- kallandi verið upp tekið. Fram var sett sú kenning, að Kína væri á frumstigi sósíalisma og fallist á kenningu Dengs Xiaoping um upp- byggingu sósíalisma með kínversk- um sérkennum, sem að leiðarljósi er höfð um uppbyggingu landsins. Uppsetning sósíalísks markaðsbú- skapar er höfð að markmiði við efnahagslega endurskipulagningu og rekstrarstjóm fyrirtækja er skilin að eignarhaldi þeirra." Viðbrögð við atvinnu- leysi í Vestur-Evrópu Atvinnuleysi er vaxandi vandamál í aðildarlöndum Efnahagsbandalags Evrópu. f tilefni fundar stjómarleið- toga þeirra í Kaupmannahöfn 21. júní s.l. sagði í stuttri yfirlitsgrein í Fin- ancial Times sama dag (bls. 3): „Vinn- andi fólki í EBE fækkaði um 1,3% 1992. í síðustu spá framkvæmda- stjómar þess er enn vænst fækkunar þess um liðlega 1,75% 1993, hinnar mestu fram til þessa. Framkvæmda- stjómin býst þess vegna við, að at- vinnuleysi í EBE fari upp í 12% 1994 og liðlega 17 milljónir manna verði án atvinnu." „í samanburði við önnur iðnaðarlönd hefur EBE mjög lágt atvinnustig — innan við 60% af fólki á starfsaldri í aðildarlöndum þess hefúr atvinnu, en 70% þess í Bandaríkjunum og EFTA- löndum og liðlega 75% þess í Japan... Hvers vegna helst atvinnuleysi meira í Evrópu? Hvers vegna gengur banda- rísku verkafólki, einkum konum, bet- ur að fá vinnu en evrópsku? Og hvers vegna hafa einungis 6% atvinnuleys- ingja í Bandaríkjunum verið lengur en ár án atvinnu, en nálega 50% þeirra í Evrópu?" „Svars virðist vera að leita í eðli evr- ópsks vinnumarkaðar, eins og Efna- hags- og framfarastofhunin og fram- kvæmdastjóm EBE og ríkisstjómir eru f vaxandi mæli að átta sig á. Hin- um starfa-skapandi vinnumarkaði í Bandaríkjunum em fáar reglur settar og hefur þess vegna ekki af honum hlotist viðvarandi atvinnuleysi fólks, heldur fallandi laun að raungildi. Raunveruleg laun þeirra 10% vinnu- aflans, sem lægst laun hafa, hafa fallið um þriðjung ffá 1970, en atvinnuleys- isbætur eru aðeins til skamms tíma. Margar konur hafa tekið vinnu — en svo margir karlmenn hafa með öllu horfið frá vinnu, að áhyggjum veldur." ,Af ráðnum hug hafa flestar evrópsk- ar ríkisstjómir varast að feta banda- rísku leiðina — að mynda fjölmörg láglaunuð þjónustustörf — og að halda uppi tiltölulega háum lág- markslaunum og atvinnuleysisbótum, sem hindra fall launa. Að því er í álits- gerð Efnahags- og framfarastofnunar- innar segir, „hlýst af þvf einungis um- breyting vandans. í stað þess að vera fátækir vinnandi menn, eru ófaglærð- ir verkamenn atvinnulausir. Af því hefúr líka hlotist, að á nfunda ára- tugnum fundu margar konur í at- vinnuleit enga vinnu. Á síðari hluta níunda áratugarins fóm 70% nýrra starfa til nýliða á vinnumarkaði, en einungis 30% þeirra til atvinnulausra. En atvinnustig kvenna er miklu hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi heldur en á meginlandi Evrópu. Á megin- landinu er þó stig atvinnuleysis hærra á meðal kvenna en karla, nema á Bret- landi." „Embættismenn EBE viðurkenna, að áhersla á vinnuvemd hafi orðið á kostnað vinnusköpunar... þeir segja, að evrópskar ríkisstjómir hafi hingað til aðeins f orði kveðnu viðurkennt þörfina á sveigjanlegri vinnumark- aði." Aukin lýðhjálp í Bandaríkjunum Fyrir Þjóðþingi Bandaríkjanna em nú tvö fmmvörp um „skattaeftirgjöf (?) á launatekjur" (eamed income tax credit), að Intemational Herald Tribune sagði lauslega frá 27. júlí 1993. Skattaeftirgjöf þessi var upp tekin um miðjan áttunda áratuginn að tilhlutan Russells B. Long, öld- ungadeildarþingmanns frá Louisi- ana. Að því frumvarpanna, sem er fyrir fulltrúadeildinni og samið var f Hvíta húsinu, munu skattaeftirgjaf- ir (eða framlög?), nú alls 11 millj- arðar $ á ári, hækkaðar um 28,3 milljarða $ á næstu fimm ámm, en tala þeirra, sem rétt eiga til eftirgjaf- ar (eða framlags?), úr 14 milljónum í 20 milljónir. Hitt firumvarpið, sem er fyrir öldungadeildinni, gengur skemmra og hækkar heimild til eft- irgjafar (eða framlags?) um 18,2 milljarða $ á næstu fimm árum. Að frumvarpinu fyrir fúlltrúadeild- inni hlýtur giftur verkamaður með tvö eða fleiri börn nálega 4 $ eftir- gjöf (framlag?) fyrir hverja 10 $, sem hann vinnur sér inn, upp að 8.500 $ á ári, í stað 2,50 $ nú. Fátæktarmörk í Bandaríkjunum eru sögð vera 11.500 $ árstekjur fyrir „þriggja manna" fjölskyldu, en 14.750 $ árs- tekjur fyrir „fjögurra manna" fiöl- skyldu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.