Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. september 1993 Tíminn 5 Við ána Jórdan The Road Not Taken: Eaiiy Arab- Isra- •H Negotlations, eftlr Itamar Rablnov- lch. Oxford Unlverslty Prsss, 259 bls., E 19,50. í rítdómi um bók þessa í Econ- omist 14. desember 1991 sagði: „Nokkur undanfarandi ár hafa sagnfræðingar í ísrael dregið upp miklu flóknari mynd af átökum Araba og ísraela en ætla mætti af fríðarviðræðum þeirra að undan- fömu. Að baki opinberra frásagna leynast viðræður þeirra og sam- komulagsgerðir, sem út í sand- inn runnu ... Að nokkru urðu þær heyrum kunnar 1987, er út kom bók Avis Shlaim Collisions Across the Jordan (Ásteitingar við ána Jórdan), sem rekur leyni- legar viðræður í þrjá áratugi á milli Abdullahs konungs, afa Husseins konungs, og leiðtoga zfonista. Þær viðræður höfðu þá lengi legið f láginni, en í bók sinni dró Shlaim saman mikinn efnivið til ábendingar um, að ísrael og Jórdanía hefðu verið samstíga um að hindra stofnun ríkis Palestfnumanna á fimmta og sjötta áratug aldarinnar." ,J4ú hefúr Itamar Rabinovich, ísraelskur sagnfræðingur,... tek- ið upp þann þráð ... einkum með tilliti til samningaviðræðna Ar- aba og ísraela 1949-52. Á þeim árum fengu átök þeirra þann svip, sem þau hafa síðan borið. Helsti valdamaður í Sýrlandi, Husni Zaim, gerði ísrael ýmis boð vorið 1949, en David Ben Gurion sinnti þeim ekki, því að hann áleit réttilega, að Zaim mætti sín ekki mikils á meðal Ar- aba. Lengstar viðræður átti ísrael við Jórdaníu. í þeim leitaðist Ab- dullah konungur eftir að ná tang- arhaldi á vesturbakka árinnar Jórdan, sem yrði þá homsteinn að Stór-Sýrlandi, sem taka mundi til Jórdaníu og íraks, en samstarf hefði við ísrael sakir hás tæknistigs þess og góðra sam- banda við umheiminn ... Þrátt fyrir ýmsa samstillingu þeirra fýrir stríðið 1948, strönduðu við- ræður ísraels og Jórdaníu á ótta ísraela við, í fyrsta lagi, að Ab- dullah væri breskur leppur og liti þá væntanlega óhým auga fram- tíðarvonir ísraela í Miðjarðar- hafsbotnum og, í öðru lagi, vax- andi þjóðemishyggju meðal Ar- aba. Ábdullah konungur var ráð- inn af dögum 1951 og varð þá brátt um stórveldisdrauma hans.“ „ísrael reyndi um þetta leyti að stofna til samningaviðræðna við Egyptaland, þá sem nú helsta ríki Araba, og álitu margir leiðtogar þess, Ben Gurion þeirra á meðal, þær varða meiru en viðræðumar við Jórdaníu. Komust þær við- ræður á rekspöl, en lauk við valdarán liðsforingjanna í Eg- yptalandi 1952, en upp frá því varð fjandskapur við ísrael meg- ininntak þjóðernishyggju Araba." ísraelskur hermaður rabbar viö aldinn Araba. Marc Bloch Marc Bloch: A Ufe In History, eftir Car- ole Flnk. Cambrldge Unlversity Press, xlx-371 bls., £ 25. „Það em ekki margir sagnfræð- ingar við háskóla, sem lifa svo viðburðaríku lífi að hrópi á ævi- sögu f fúllrí bókarlengd. Fáir munu þó neita að Marc Bloch hafi verið í hópi þeirra. Til þeirrar við- urkenningar kann hann að hafa unnið sem einn hinn frjóasti og atkvæðamesti miðalda-sagnfræð- ingur (eða samanburðarsagn- fræðingur, eins og hann hefði kosið að nefna sig) á 20. öld. En af tekur allan vafa í þeim efnum hik- laus innlifún hans í hina hörmu- legu atburði, sem urðu um hans daga, og yfirvegun þeirra, einkum litríkar upprifjanir hans frá her- Snorri Sturluson. mennsku sinni í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni, hin napra og hlífðarlausa gagnrýni hans á að- dragandanum að falli Frakklands 1940 og loks virk þátttaka hans f andspymuhreyfingunni, uns hann var handtekinn, pyntaður og líflátinn af Gestapo." Svo segir í ritdómi um þessa ævisögu Blochs f English Historical Review, júlí 1993. „Frá 1945 hefúr birst um Bloch mikill fjöldi greina og nú er kom- in ævisaga hans í fullri lengd... Carole Fink prófessor varpar einkum ljósi á fjölskyldu Blochs, tryggð hennar við lýðveldi, frjáls- lyndi og ættjarðarhyggju; námsár hans í Ecole Normale Superieure; ár hans við Háskólann í Strass- borg eftir fyrri heimsstyrjöldina; nær örvæntingarkennda leit hans að stöðu í París á fjórða áratugn- um; martröð og hrifningargleði hans sem Gyðings og mennta- manns í hersetnu Frakklandi.“ „Um upphaf og byrjunarvanda- mál Annales hefúr Carole Fink frá mörgu forvitnilegu að segja og um náinn og árangursríkan kunningsskap Blochs við hinn stirfna og ráðríka Lucien Febvre... Það, sem gleggst er fram dregið f fræðilegu tilliti, er að Bloch hafði 1914 komist niður á margar meginskoðanir sínar um gang sögunnar og iðju sagnfræð- inga, þótt hann mótaði þær ekki fyrr en hann reit Apologie pour l’historie, sem út kom að honum látnum." RÉTT SÝN Á SNORRA STURLUSON Aldrei hófsig hærra í landi hjartagreind á siðum tveim. (Einar BenedikUson) Að hugsa sér Snorra Sturluson sem einhvem óaðfinnanlegan dýrðar- og dásemdarengil á 13. öld væri víst jafn fráleitt og það væri síst í anda hans sjálfs sem sögumanns. Egil for- föður sinn hefur hann gert ódauð- legri en jafnvel kvæði skáldsins sjálfs megnuðu, með því að segja frá öllu óþvegið og draga ekki úr. En hitt er jafnvíst, að mörgum hefur hætt við að dæma Snorra mjög rangt. Og því miður fannst mér enn örla á þeirri tilhneigingu hjá jafn bráðskörpum sögumanni og séra Geir Waage í Reykholti f þrem annars ágætum viðtölum, sem komu á Rás 1 í út- varpi nýlega. Kjarkur andans manns og kjarkur til vopnaviðskipta eru hlutir sem varla verða vegnir á sömu vog. Eng- inn ámælir Sturlu Þórðarsyni rithöf- undi, bróðursyni Snorra, fýrir það að aðeins f einum bardaga gekk hann fremstur, en hitt er fúllkunnugt að margir Sturlungar voru hinir mestu garpar og hlífðu sér hvergi. En það er eins og íslendingum sé ekki enn farið að skiljast að hið andlega hug- rekki, sem þurfti til að skrifa nor- ræna goðafræði á öld hins magnað- asta trúarákafa, 13. öldinni, er alveg einstætt í sögu Evrópu. Án rita Snorra vissu menn nú harla Iftið um þau efni. En þegar hann tók þessa ákvörðun var ekki aðeins um mann- virðingu og veraldarhagsmuni að tefla, heldur hugðu menn eilífa vel- ferð við liggja. Og þó að margir tali þokulega og fáránlega um slíka hluti nú, er víst að vald þeirra hugmynda yfir mönnum var þá ekki lítið. Því meiri ástæða er til að dást að Snorra fýrir frábært hugrekki hans í þessu efni, sem e.t.v. hefur líka rutt því braut að unnt varð að rita íslend- ingasögur á þann hátt sem gert var. Það er misskilningur sem sumir hafa verið að segja (Matthías Jo- hannessen), að skáldmennt Snorra hafi verið dauð fræði. Edda var talin kennslubók f skáldskap á íslandi f 700 ár, þangað til skáldskapurinn leið undir lok með lognmollu- og af- skiptaleysiskvæðinu „á Valhúsa- hæð“. Menn verða jafnan að muna eftir því að það eru „þrír Snorrar", sem fjáraflamaðurinn mikli í Reykholti hefur látið okkur eftir: 1. Konunga- sagnahöfúndurinn, sem tók upp þráðinn eftir aðra og kom heldur betur nýju lagi á. 2. Edduhöfúndur- inn, sem bjargaði goðafræðinni og skáldskapnum yfir sex myrkar aldir. 3. Egluhöfundurinn, sem ásamt bræðrum sínum Þórði (með Eyr- byggju) og Sighvati (með Clúmu?) og systursyninum Sturlu Bárðarsyni (með Gísla sögu) hóf ritun hinna eiginlegu íslendingasagna um 1225. En það voru orðin um „vandræða- skepnuna" Ingibjörgu, dóttur Snorra, sem komu mér til að setja línur á blað. Annað hygg ég að sú kona verðskuldi en það orð. Hver sá, sem mannþekkjari vill vera, mun taka eftir því að hinir þöglu og gætnu eru ekki alltaf hinir bestu. Oft tekst þeim að „hleypa upp“ þeim sem betur vilja. Sbr. orð Háva- málæ „þremur orðum skipta / skal- attu við þér verra mann / oft hinn betri bilar / þá er hinn verri vegur". Þannig hugsa ég mér að sambandinu milli þeirra Ingibjargar og Gizurar hafi verið háttað. Að vísu var þessu hjónabandi klastrað saman af tveim- ur auðugustu og voldugustu mönn- um landsins og hefði líklega aldrei getað orðið gott, svo gersamlega eðl- isólík sem þau voru. En að kalla það „vandræðaskepnu" að vera eðlisólík Gizuri Þorvaldssyni samrýmist ekki minni fræðibók, enda fór Gizur ekki dult með lítilsvirðingu sína á fræða- starfi Sturlunga frammi fýrir þeim Þórði kakala og Hákoni gamla Nor- egskonungi. „Ekki hef ég skrásett sagnir mínar,“ sagði hann. Og á sama hátt mun hann hafa lít- ilsvirt alla hina bestu kosti Ingi- bjargar í hjónabandinu, enda „voru miklar ástir af henni". Varla held ég að Gizur hafi verðskuldað þær ástir. Ef það væri nokkuð sem öðru frem- ur mætti ásaka Snorra um, þá væri það þetta, hvaða mönnum hainn gifti dætur sínar. Frá öllum venjulegum sjónarmiðum þeirrar aldar og flestra alda voru þetta þó hin bestu ráð fýrir höfðingjadætur. Annað, sem nefna mætti Snorra í óhag, eru „undirróðurs-fléttur" þær, sem hann er sakaður um (Vatnsfirð- ingamál o.fl.). En þar verður náttúr- Iega að muna eftir því að Sturla Þórðarson, bróðursonur hans, var honum ekki alls kostar hliðhollur f frásögn, síður en svo, en miklu frem- ur haliur undir nafna sinn Sighvats- son. Og Sturla var það sem fór með ófriði á hendur Snorra í Bæjarbar- daga og verður það mál að skrifast honum í óhag, en ekki Snorra. Aðrir „þverbrestir" f skaplyndi Snorra skýrast honum í hag, ef þess er gáð að hann var á undan sinni samtíð: gáfumaður og friðarhöfðingi af bestu gerð, sem oft hélt svo snilld- arlega á málum að deilumar eins og gufuðu upp af sjálfu sér fyrir töffa- fingrum hans. Þorsteinn Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.