Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. september 1993 Tíminn 7 Leikarar og starfsfólk Þjóðleikhússins komu saman við upphaf leikársins og létu smella af sér mynd á tröppum leikhússins. Timamynd Ami Bjama Leikárið að byrja í Þjóðleikhúsinu: Fimm ný íslensk leikrit frumsýnd Þjóðleikhúsið mun frumsýna tólf leikverk á leikárínu sem nú er að hefjast Þar af eru fimm nýsamin íslensk leikverk. Meðal þessa nýju verka er leikrít eftir Odd Bjömsson sem verður ein viðamesta sýning leikhússins síðustu ár. Þá verða sýnd ný verk eftir Ólaf Hauk Símonarson og Steinunni Jóhannesdóttur. Fyrsta frumsýning Ieikársins verður á Smíðaverkstæðinu um miðjan september. Það er leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, Ferðalok, sem fjali- ar um viðureign ungrar stúlku við lífið og ástina með sterkri skírskotun til sögunnar sem þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson samdi. Ein viðamesta sýning leikhússins síðustu ár verður frumsýnd á stóra sviðinu 1. október. Þetta er leikritið Þrettánda krossferðin eftir Odd Bjömsson. í tilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu segir að þetta sé litríkt og margslungið leikhúsverk og án efa metnaðarfyllsta leikrit höfundar til þessa. Leikstjóri verksins er Þórhild- ur Þorleifsdóttir, en aðalleikarar eru Baltasar Kormákur, Pálmi Gestsson og Eggert Þorleifsson. Fyrir áramót verður einnig sýnt nýtt íslenskt ævintýri með söngvum, Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þor- steinsson. Leikritið er byggt á sam- nefndri verðlaunabók hans. Þá verða Dýrin f Hálsaskógi sett á svið að nýju. Eftir áramót kemur á svið ein stærsta svning vetrarins, Gauragang- ur, eftir Olaf Hauk Símonarson. Leik- ritið fjallar um veruleika unglinga á gamansaman hátt Ein vinsælasta hljómsveit unga fólksins, Ný dönsk, semur tónlistina og flytur hana á sviðinu ásamt á þriðja tug syngjandi og dansandi Ieikara. Fimmta íslenska leikverkið mun birtast með vorinu, en það er for- kostulegt persónusafn Guðbergs Bergssonar í leikgerð Viðars Eggerts- sonar á fjórum skáldsögum Guð- bergs undir heitinu Sannar sögur af sálarlífi systra. Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár verð- ur hinn ljúfsári gamanleikur Tsjék- hofs, Mávurinn, í nýrri þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur, fluttur í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu. Við uppsetn- inguna hefur leikhúsið fengið til liðs við sig einn af fremstu leikhúslista- mönnum Litháens, tónskáldið, leik- myndahöfundinn og leikstjórann Rimas T\iminas, sem hefúr borið hróður litáísks leikhúss víða um lönd. Annað sígilt verk á leikárinu er spánska leikritið Blóðbrullaup eftir Federico Garcia Lorca. Þetta er snilldarvel samið harmljóð um ást, afbrýði og hefnd. Ungir leikstjórar setja svip sinn á leikárið. Þór H. Tulinius þreytir frumraun sína sem leikstjóri í Þjóð- Ieikhúsinu í leikriti Arthurs Miller, Allir synir mínir. Þar fer margverð- launað og áhrifamikið verk, sem tek- ur á siðferðisvanda mannsins. í hlut- verkum Keller-hjónanna verða Ró- bert Amfinnsson og Kristbjörg Kjeld. Frumsýning verður í október- lok. Aðrir leikstjórar sem setja upp sína fyrstu sýningu í Þjóðleikhúsinu eru Samtök fámennra skóla um niðurskurð ríkisvaldsins: GETA EKKI SINNT HLUTVERKI SÍNU Samtök fámenna skóla mótmæla harðlega ákvörðun ríkisvaldsins um áframhaldandi niðurskurð á fjár- veitingum til skólahalds sem komi í veg fyrir að þeir geti sinnt hlutverid Samtök fámennra skóla telja hættu- legt að nota grunnskólann sem til- raunaverkefni eða áróðursatriði í um- ræðunni um sameiningu sveitarfé- laga. Þetta kemur fram í nýlegri ályktun samtakanna. Þar er varað eindregið við hugmyndum um flutning grunn- skólans til sveitarfélaga. Samtökin telja að ekki hafi verið sýnt fram á að sínu til jafns við aðra skóla. Þetta kemur fram í ályktun sam- takanna sem héldu ársþing sitt ný- lega. Þar segir og að aukið uppeldis- og fræðsluhlutverk skóla fari sífellt þjónusta grunnskólans við nemendur muni batna og þvert á móti bendi ým- islegt til hins gagnstæða. „í dag standa sveitarfélög mjög mis- vel að þeim þáttum í rekstri gunnskóla sem þau hafa með höndum, enda hafa þau mismikið bolmagn til þess. Engin ástæða er til að ætla að hugsanleg sameining sveitarfélaga muni breyta því,“ segir og í ályktuninni. -HÞ vaxandi. ,Á sama tíma herðir ríkisvaldið enn að skólunum með áframahaldandi niðurskurði. Það má öllum vera ljóst hvílíkt ósamræmi er í slíkri stjómarstefnu," segir í ályktuninni. Þá er og bent á að fámennir skólar hafi oft notið sérstakrar velvildar fræðslustjóra við úthlutun tíma- kvóta til að þeir næðu að sinna laga- legri skyldu sinni eins og komist er að orði. „Nú er svo komið að svigrúm af þessu tagi er ekki lengur fyrir hendi og því er fámennum skólum gert nær ókleift að sinna hlutverki sfnu til jafns við aðrar skólagerðir," segir ennfremur í ályktun samtakanna. -HÞ Áróðursatriði í umræðunni Kolbrún Halldórsdóttir með Skila- boðaskjóðuna og Viðar Eggertsson með eigin leikgerð á sögum Guð- bergs. Hávar Sigurjónsson, sem ásamt Andrési Sigurvinssyni kemur nú á árssamning sem leikstjóri, þreytir frumraun sína á stóra sviðinu í vetur með Gaukshreiðrinu eftir Dale Wasserman og Ken Kesey, því hárbeitta og spennandi ádeiluverki sem margir muna eftir af frægri bíó- mynd. Á litla sviðinu verður byrjað með hugljúfri tveggja manna sýningu á verki sem notið hefur gífurlegra vin- sælda hvarvetna um lönd síðustu misserin. Verkið heitir Ástarbréf og er eftir Bandaríkjamanninn A.R. Gumey. Tveir af okkar ástsælustu leikurum, Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson, bregða þar upp mynd af ævilöngu sambandi tveggja persóna eins og það birtist í bréfa- skiptum þeirra. Öllu átakameira verk er Seiður skugganna, grimmt og óvægið fjöl- skylduuppgjör bandaríska Ieikskálds- ins Eugene O’Neill við þriðju eigin- konu sína og tvo syni. Þetta er nýjast meistaraverk leikritahöfúndarins Lars Norén. Helga Bachmann og Helgi Skúlason verða í aðalhlutverk- um. Aftur verður slegið á ljúfari strengi í vorverkefni litla sviðsins, einleiknum Dóttir Lúsifers, sem fjallar um dönsku skáldkonuna Karen Blixen. Bríet Héðinsdóttir tekur á sig gervi hennar og lítur yfír farinn veg með áhorfendum. Er þá ótalinn farsinn vinsæli, Kjaftagangur, eftir Neil Simon, sem sýndur var á stóra sviðinu fyrir fullu húsi til leikársloka og kemur nú upp aftur á fjalirnar. Miðaverð í Þjóðleikhúsinu er óbreytt ffá síðasta leikári og sala að- gangskorta er þegar hafin. Aðgangs- kort veitir verulegan afslátt á ellefú sýningar leikhússins. í sumar hefúr verið unnið að gagn- gerum breytingum og endurbótum á Leikhúskjallaranum. Þar verður í vetur bryddað upp á fjölmörgum nýj- ungum en staðurinn verður opnaður 1. október. -EÓ Þúsundir skólabama stre Septen slvsam yma brátt út í umferðina: fiber er ánuður wi jf ^iai ■ ■ í dag er 1. september og hefðbund- mn upphafsdagur skólanna. Þá flölgar einnig að venju slysum f umferðinni. Lögregluyfirvöld í Þá er bent á nauðsyn þess að böm fari gætiiega og noti merktar gang- brautir, fylgi leiðsögn gangbrautar- varða og líti vel í kring um sig áður 1 WSi(UHUWVCIHUCUJg*' um gangast fyrir sameiginlegu átaki sem m.a. miðar að hertu eftir- liti með hraðakstri í nágrenni skóla. Þá eru skólaböm hvött til að vTi iaijti cr ynr goiu dMiiu pvi qo bera endurskinsmerki. Einnig er vakin athygli á því að nú fer hættulegur tími í hönd fyrir hjólreiðamenn og bent á nauðsyn nota gangbrautir sem mest. {tilkynningu þessara aðila er þess farið á leit að ökumenn aki varlega í nágrenni skóla eða þar sem vætna þess að ljósabúnaður sé í lagi. Á næstunni verður þvf fylgst sérstak- lega með þessum vegfarendum. Samkvæmt ábendingum lögreglu má umferðar skólabama. Þá er athygli foreldra vakin á skulu Ijósker vera á reiðhjólum. Að framan skal vera hvítt eða daufgult nauosyn pess ao iyigja uyijenaum fyrstu dagana í skólann, hjálpa ijos og au allaii sKítl vci<i í<uíoiiöö glitauga eða ljósker. Einnig er mælt pCllll dU VCIJd UIU^UMU tClUHld d miili skóla og dvalarstaðar og fræða þau um hættur á Jeiðinni. uilu cauuibiuiukiuerivjuiii u icm** hjólum engu að síður en á hjól- reiðamönnunum sjáifum. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.