Tíminn - 10.09.1993, Qupperneq 9

Tíminn - 10.09.1993, Qupperneq 9
Föstudagur 10. september 1993 Tíminn 9 B DAQBÓK Félag eldri borgara í Reykjavik og nágrenni Nó spilum við líka félagsvist á föstudög- um. Hún hefst f Risinu, Austursal, f dag kl. 14. Lögfræðingur félagsins er til viðtals á þriðjudögum. Panta þarf tíma í s. 28812. Heldri borgarar í Súlnasal Hótel Sögu í kvðld Það verður sannkölluð gleðistemmning rfkjandi f Súlnasal í kvöld, föstudag, f til- eftii af ári eldri borgara f Evrópu. Þar gefst öllum heldri borgurum í Reykjavik og nágrannabyggðum kostur á að hittast og skemmta sér í hópi valin- kunnra skemmtikrafta og freista gaef- unnar f happdrætti kvöldsins þar sem m.a. verður dregið um glæsilegan ferða- vinning með Ferðaskrifstofunni Úrval- Útsýn. Skemmtunin hefst kl. 20 og miðaverð er aðeins kr. 600. Sérstakur gestur kvöldsins er Flosi Ól- afsson leikari, en auk hans koma fram Kór Félags eldri borgara í Kópavogi og Kvennakór Kópavogs undir stjóm Krist- fnar Pétursdóttur. Einnig verður boðið upp á tfskusýningu eldri borgara. Kynn- ir verður Rósa Ingólfsdóttir, en um tón- listarflutning sjá hinir vinsælu Gleði- gjafar með söngvarana André Bachmann og Ellý Vilhjálms í broddi fylkingar. Hljómsveitina skipa Carl Möller og Þórir Baldursson á hljómborð, Ámi Scheving á bassa og Jón Björgvinsson á trommur. Sigrún Hjáhntýsdóttir á Ijóóatónleikum Geróubergs Ijóðatónleikaröð menningarmiðstöðvar- innar Gerðubergs hefst með söng Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur, sópran, laugar- daginn 11. september kl. 17. Meðleikarar hennar verða Jónas Ingimundarson á pí- anó og Sigurður Ingi Snorrason á klarin- ett A efnisskránni verða ljóðasöngvar eftir S. Rachmaninoff, F. Poulenc, F. Schubert, 0. Respighi, G. Rossini og ís- lensk lög. Sigrún Hjálmtýsdóttir hóf söngnám sitt við Tónlistarskólann í Reykjavík. Síðan lá leiðin til Lundúna, þaðan sem hún lauk prófi firá Guildhall School of Music & Drama. Framhaldsnám stundaði hún á Ítalíu. Áður hafði hún getið sér gott orð með Spilverki þjóðanna og f sjónvarps- leikritum, -þáttum og -myndum. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum. Að námi loknu kom hún fyrst fram sem „Olympia" í „Ævintýrum Hoffmanns" í Þjóðleikhúsinu og hefur síðan sungið ýmis hlutverk hjá íslensku Óperunni og erlendis. Þá hefur Sigrún einnig komið fram sem einsöngvari með hljómsveit- um og kórum hér heima og erlendis, auk þess að halda tónleika með pfanósam- leik. Fjöldi hljómplatna hafa verið gefnar út með söng Sigrúnar, bæði sfgild og dægurtónlist Sigrún er á Ieið til Gautaborgar til að taka við hlutverki „Gildu" í „Rigoletto" og munum við því ekki njóta söngs hennar næstu 6-12 mánuði. Eftirtaldir söngvarar munu koma fram auk Sigrúnar í vetun Garðar Cortes tenór, laugardaginn 27.11. Michael Jón Clarke baritón, laugardag- inn 15.1.1994. Katrín Sigurðardóttir sópran, laugar- daginn 12.3. Björk Jónsdóttir sópran, laugardaginn 14.5. Eftirtaldir listamenn munu koma fram á Einleikstónleikum Gerðubergs í vetur. Amaldur Amarson gítarleikari, laugar- daginn 13.11. Kolbeinn Bjamason flautuleikari, laug- ardaginn 12.2.1994. Gunnar Kvaran sellóleikari og Gfsli Magnússon pfanóleikari laugardaginn 16.4. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðu- bergs í síma 79166. BLAÐBERA VANTAR HRAUNBÆR neðri hluti \ Blaðburður er holl og góð hreyfing iUIUJi-y nminn Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför Gríms Stefáns Runólfssonar Álfhólsvegi 8A Alúðarkveöjur til allra sem önnuðust hann á sjúkrabeöi. Elginkona, sonur, tengdadóttir og bamaböm lolanda Quinn hefur veriö gift manni sfnum 129 ár og horft f gegnum fingur með ýmis vfxlspor hans. Hún er mikil skapkona og var nóg boöiö þegar sonur þeirra tjáöi henni aö Anthony heföi gengist viö þriggja vikna gamalli dótt- ur einkaritara síns, sem stendur hér fyrir miöju. Anthony hlustar á hana meö athygli, en lolanda talar út og suður á kné sonar Anthonys, Francescos. Anthony Quinn í ónáð hjá eiginkonunni: Gengst viö barni einkaritara síns Anthony Quinn er ekki laus við að vera svolítið montinn yfir að hafa sannað karlmennsku sína einu sinni enn, 78 ára gamall. Hann er nýbú- inn að gangast við dóttur 29 ára gamallar stúlku, Kathy Bevin, sem var einkaritari hans í 9 ár. En viðbrögð konu hans, Iolöndu, komu gamla manninum svolítið á óvart. Iolanda brást hin versta við, þó að hún hafi alla tíð vitað um kvensemi bónda síns og m.a.s. æv- intýri hans og einkaritarans, sem hún hegndi með því að virða Kathy ekki viðlits. En Iolanda vissi ekki um barneignina fyrr en sonur hennar og Anthonys, Lorenzo, til- kynnti henni að faðir hans hefði op- inberlega gengist við baminu. Iolanda rauk burt í fússi og nú hef- ur auðmýktin tekið við hjá Anthony. Hann vill blíðka konu sína og hefur ráðið sérstakan aðila til að annast almannatengsl fyrir sína hönd, svo að Iolanda geti aftur rifjað upp betri hliðar bónda síns, svo sem auð og frægð. Hún lagði nefnilega ekki svo lftið á sig til að ná honum á sitt vald úr hjónabandinu með Katherine DeMille á sínum tíma og hefur sfð- an gert sitt besta til að halda hon- um frá freistingunum. Það hefur t.d. vakið athygli að hafi Anthony sést á tali við gimilega konu, hefur alltaf mátt sjá Iolöndu eða Kathy á sveimi í grenndinni. Anthony Quinn hefur lagt sitt af mörkum til að fjölga mannkyninu. Með fyrri konu sinni, sem eins og áður greinir var Katherine DeMille, dóttir leikstjórans fræga Cecil De- Mille, eignaðist hann fjögur böm sem nú eru uppkomin, reyndar eitt látið. Með Iolöndu á hann þrjú og borgar meðlög með tveim sonum til viðbótar með ónafngreindri konu. Fyrir þrem árum gekkst Anthony undir stóra hjartaaðgerð þar sem kransæðamar fjórar reyndust stífl- aðar. Kathy var aldrei fjarri þegar Ant- hony var annars vegar. Hér situr hún viö hliö dóttur hans Christinu f 75 ára afmælishófi Anthonys, sem skellir kossi á munn dóttur sinnar. Kathy Bevin var einkaritari Ant- honys Quinn f 9 ár. Þegar hún sagöist vilja eignast barn meö hon- um, hún bæri svo heita ástfbrjósti til hans, þurfti hún ekki aö ganga á eftir honum. Hann segir nú, ekki laus viö stolt: „Ég vissi ekki hvort ég gæti þaö. En ég gat þaö!“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.