Tíminn - 23.09.1993, Side 1

Tíminn - 23.09.1993, Side 1
i m * ■ <0 ■ m <0 H C C b Launavísitalan sú eina sem ekkert hækkar mánuð eftir mánuð: Launin hækkað 0,8% en framfærslan 5,3% Byggingavísitalan hækkaði um 0,5% milli ágúst og september (f 195,7 stig fyrír október). Launavísitalan hækkaði hins vegar ekki neitt og hefur nú veríð óbreytt í þrjá mánuðl. Stöðnun launavísitölunnar heldur aftur af hækkun lánskjaravísitöl- unnar, sem hækkar aðeins um 0,3% milii mánaða. Síðustu tólf mánuð- ina hafa þær þijár vísitölur sem mynda grundvöll lánskjaravísitöl- unnar hækkað sem hér segir: Vísitöluhækkanir á einu ári Framfærsluvísitala............5,3% Byggingavísitala..............3,6% Launavísitala..............0,8% Lánslg'aravísitala.........3,2% Framfærslukostnaðurinn hefur þannig hækkað ríflega sex sinnum meira en launin síðustu tólf mán- uðina. Það að Iaunin hafa nánast staðið í stað hefur bæði haldið aft- ur af hækkun byggingavísitölunn- ar og samt verið ennþá áhrifarík- ara í því að hindra hækkun láns- kjaravísitölunnar. Hefðu laun hækkað nokkum veginn í takt við framfærslukostnaðinn má gera ráð fyrir að lánskjaravísitalan hefði hækkað kringum tveimur pró- sentustigum meira, eða ámóta og framfærsluvísitalan. - HEI Þingflokkur Alþýðu- flokksins: Samkomu- lag um húsaleigu- bætur Samkomulag náðist um húsa- leigubætur á þingflokksfundi Al- þýðuflokksins í gær. Samkvæmt óstaðfestum heimildum Tímans felur samkomulagið í sér að húsa- leigubætur verði fjármagnaðar með spamaði í félagslega hús- næðiskerfinu fyrsta árið eins og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til, en að framvegis verði húsaleigubæt- ur fjármagnaðar af almennu fé sem varið er til húsnæðismála. Samkomulagið mun einnig gera ráð fyrir að húsaleigubætur komi til framkvæmda í ársbyrjun 1995 eins og samþykkt ríkisstjómarinn- ar gerir ráð fyrir. Þótt lausn sé fundinn á þessu deilumáli er óvíst hvort Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kemur til með að styðja fjárlaga- frumvarpið. Hún er áfram með fyrirvara við nokkra þætti frum- varpsins sem lýtur að heilbrigðis- og tryggingamálum. -EÓ Rómantík við Ægissíðll. Tlmamynd Aml Bjama Heílbrigöiseftirlit sér ann- marka á heiisdagskólanum: gluggalaus- II M flttfl ■ ■ um kjollurum Heilbrigðiseftirlit Reykjavfkur heimsækir um þessar mundir þá skóla borgarinnar sem bjóða upp á heilsdagsvistun til að athuga hvort húsnæðið undir starfsemina full- nægi reglum eftirlitsins. „í mörg- um tiifellum er dálftið vafasamt hvort þeir hafi búsnæði fyrir þetta sem hægt er að segja að fullnægi reglum," segir Friðrik Friðriksson heifbrigðisfúiltrúi. Friðrik segir að áætlað sé að kanna það húsnæðí sérstaklega sem ætlað er undir heilsdagsskólann en þess má geta að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur heimsækir flesta skóla höfúðborgarinnar að minnsta kosti einu sinni á ári. Hann segir að ekki sé sérstök ástæða til að ætla að hús- næðiö fullnægi ekki reglum en bendir samt á að skólarnir hafí yfir- leitt búið við nokkuð þröngan kost og því þyki istæða til að kanna mál- Heimildir herma að sumir skólar sem bjóða upp á heilsdagsvistun visti böm í gluggalausum kjöliur- um og oft séu ailt of mörg börn höfð saman í einni vistarveru. Frið- rik viil ekki staðfesta þetta en segir að eigi þessi lýsing víð rök að styðj- ast séu aðstæður auðsjáanlega á skjön við ákvæði heilbrigðisreglu- gerðar. Priðrik segir að aðstæður séu tnjög misjafhar eftír hverfum hvað hús- næði varðar. Hann veit dæmi þess að húsnæði af þessu tagi hafi verið notað til almcnnrar kennslu sumra oísetinna skóla. „Við höfutn verið að reyna að koma í veg fyrir að þannig húsnæði sé hvorki nýtt undir kennslu né aðra starfsemi skól- anna,"segirFriðrik. Eins og áður segir hefur Friðrik heimsótt örfáa skóia. Hann segir að skólamir séu þéttsetnastir fyrir há- degi og það komi m.a. til af óskum foreidra. Þetta þýðir að cftir hádegi er rýmra undir starfsemi heilsdags- skólans en ella. Hann tekur þó fram að athugan- ir á skólunum séu skammt á veg komnar og býst við að niðurstöð- ur úttektarinnar muni liggja fyrir um mánaðamótin október nóv- ember en þess má geta að skólar í höfúðborginni munu vera 26 tals- ins. -HÞ Gott að vera aldraður á íslandi ef heilsan er góð og tekjurnar koma ekki eingöngu frá Tryggingastofnun ríksins. Landssamband aldraðra: Stjórnvöld hunsa óskir aldraðra „Stjómvöld hafa ekki séö ástæöu til aö hafa samráð við jafn fjölmenn samtök og Landssamband aldraðra þegar eitthvað er í uppsiglingu um þeirra málefni. Við höfum sótt það töluvert að fá svokallaðan sam- ráðsrétt þar sem viö höfum engan samningsrátt, en ekki fenglö nein- ar undirtektir viö þeirrí beiðni,“ segir Guðríður Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjórí Landssambands aldraðra. Aðspurð sagði hún að það væri að flestu leyti gott að vera aldraður svo framarlega sem viðkomandi væri ekki veikur og þyrfti ekki eingöngu að lifa á tekjum frá Tryggingastofnun ríkis- ins. íslensk stjómvöld virðast eiga margt ólært í samskiptum sínum við samtök aldraðra miðað við það sem gengur og gerist á öðrum Norðurlöndum. í Noregi er Ld. lögbundið að fjármála- ráðherra og heilbrigðisráðherra hafi samráð við samtök aldraðra þegar málefni þeirra eru annarsvegar. Þótt samráðið sé ekki lögbundið í Svíþjóð þykja það engu að síður sjálfsögð vinnubrögð þarlendra stjómvalda og svo er trúlega einnig hjá mörgum öðrum siðvæddum þjóðfélögum. Aftur á móti hafa samtök aldraðra á íslandi fengið til umsagnar fmmvörp frá Alþingi sem hafa fjallað um mál- efni þeirra og hefur svo verið sl. tvö ár. Óttast um velferðarkerfið Eins og kunnugt er hafa samtök aldraðra mótmælt harðlega þeim áformum stjómvalda, með heilbrigð- is- og tryggingaráðherra í farar- broddi, að afnema eingreiðslur til líf- eyrisþega og öryrkja og koma á nýrri skattlagningu í formi heilsukorta. „Ef það verður farið að plokka meira í velferðarkerfið en orðið er óttumst við að það sé upphafið að annarri stjómsýslu en verið hefur. Þar á ég við að þeir sem hafa efni á að tryggja sig eða greiða íyrir sig inná stofnunum og sjúkrahúsum muni ganga fyrir, en hinir lenda útí kuldanum," segir Guð- ríður Ólafsdóttir. Fyrir skömmu sátu fulltrúar frá Landssambandi aldraðra norræna ráðstefnu eftirlaunaþega f Finnlandi þar sem m.a. var fjaliað um efnahags- og félagslegar aðstæður eftirlauna- þega á Norðurlöndum. Þátttakendur á ráðstefnunni voru sammála um að norrænt velferðar- kerfi mætti ekki undir neinum kring- umstæðum bresta eða líða undir lok. Varað var sérstaklega við því að stjómvöld færðu sér í nyt tíma- bundna erfiðleika í efnahagslífi þjóð- anna til að rýra félagsleg réttindi aldr- aðra. Lögð var áhersla á nauðsyn þess að þjóðartekjum væri skipt á réttlátan hátt og að eftiahagsleg vandamál yrðu ekki eingöngu leyst með niðurskurð- arhnífnum og auknum álögum á aldr- aða. Jafnframt var lögð þung áhersla á að með vinnuframlagi sínu og þátttöku í þjóðfélaginu hefðu eftirlaunaþegar unnið sér rétt til mannvirðinga til jafns við aðra. Jafnframt vilja norræn- ir eftirlaunaþegar spoma við tilbúnu kynslóðabili, brúa það bil og auka skilning meðal allra aldurshópa. -grh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.