Tíminn - 23.09.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 23. september 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSKYGGJU
Útgefandi: Mótvaegi hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóran Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavfk Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1400-, verð I lausasölu kr. 125,-
Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Undir merkjum
fordóma og sjálfselsku
Einkavæðing rfkisfyrirtækja getur átt rétt á sér, en
þegar fólk hefur tekið hana sem trúarbrögð, er
nauðsynlegt að staldra við.
Almennt talað er ekki ástæða til þess að ríkið reki
atvinnustarfsemi þar sem samkeppni er næg og að-
stæður til þess að veita fólkinu þjónustu á þeim
forsendum. Hlutafélagsformið, sem er ráðandi í
einkarekstri, hefur þann kost að vera liðugra til
ákvarðanatöku heldur en ríkisreksturinn. Dæmi
um þetta er rekstur Síldarverksmiðja ríkisins, en
þeim var nýlega breytt í hlutafélag.
Hins vegar er með einkavæðinguna eins og annað
að öfgar leiða í ógöngur. Menn hafa fallið í þá
gryfju að einkavæða einokunarfyrirtæki og um-
ræður um þessar aðgerðir beinast að fjölmörgum
stofnunum þjóðfélagsins: ríkisbönkunum, Pósti og
síma og Ríkisútvarpinu, svo eitthvað sé nefnt.
Ýmsir riddarar hafa vaðið fram á völlinn í þessum
efnum og hafa margir þeirra haft atvinnu af því að
rannsaka og skipuleggja einkavæðinguna og fá það
auðvitað greitt af opinberu fé. Dæmi um þessa
riddara mátti sjá í umræðuþætti í sjónvarpinu síð-
astliðið þriðjudagskvöld. Þar var mættur formaður
einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar, einn
mestur páfi þessara mála, og prófessor við háskól-
ann mjög trúaður á einkavæðingu.
Það, sem mesta athygli vakti á málflutningi
þeirra, var sú trú að enginn gæti unnið ærlega hjá
ríkinu. Fólk ynni einfaldlega miklu betur hjá
einkafyrirtækjum, og það væri hagnaðarvonin sem
héldi mönnum gangandi og þá ekki síst stjórnend-
um fyrirtækja.
Þessi sjónarmið eru afsprengi botnlausrar efnis-
hyggjufordóma og sjálfselsku. Sem betur fer er all-
ur þorri fólks þannig gerður að það vinnur sam-
viskusamlega fýrir sinn vinnuveitanda og skiptir
þá ekki máli hver það er. Það er auðvitað engin
regla að ríkisfyrirtæki séu illa rekin, en einkafyrir-
tæki vel rekin. Það eru öfgar að halda þessu fram
og til þess gerðar að slá ryki í augu fólks.
Háskóli Islands er risafyrirtæki sem rekið er af
opinberu fé. Samkvæmt kenningunni ætti hann að
vera illa rekið fyrirtæki. Það hefur þó ekki heyrst
um að til standi að breyta Háskólanum í hlutafé-
lag, og það er undarlegt að háskólaprófessorar, sem
halda því fram að reglan sé að ofmannað sé hjá rík-
inu og fólk sé áskrifendur að launum sínum, skuli
ekki leggja til breytingar á skipulaginu í sínum
eigin garði.
Nú segja einkavæðingarpostularnir að brýnasta
verkefnið sé að einkavæða bankakerfið, undir þeim
formerkjum að þar þurfi að losna við áhrif stjórn-
málamanna. Ehgum sögum fer af því í þessum
bollaleggingum með hverjum hætti á að koma í
veg fyrir samþjöppun fjármálavalds og fákeppni í
peningamálum hér á landi. Til þess er engin von.
Áróðurinn fyrir einkavæðingu er rekinn á forsend-
um trúarbragða og nærist á þeirri trú og þeim for-
dómum, að engum sé hægt að trúa til neins nema
hagnaðarvon umfram venjuleg daglaun fylgi.
,^1enn verða að vera við því búnir að
það komi upp alvarleg ágreínings-
mál í stjómarsamstarfi. Það gerði
það í tíð fyrri ríkisstjómar Uka. Það
er ekkert óeðlilegt að það gerist í
landbúnaðarmálum þar sem skoð-
anir eru skiptar, en það er ekkl sama
hvemig menn halda á málum. Með-
an menn saka ekki hver annan um
óheiðarleika." Þessi fleygu orð lét
Jón Baklvin Hannibalsson utanríkiV
ráðherra falla í viðtali við Tfmann á
þriðjudag.
Utanríkisráðherra er þama að fjaila
um samskipti sín við Davíð Oddsson
forsætisráðherra og samstarfið á
stjórnarheimilinu, en það kemur
einmittlíkafram hjá Jóni Baldvin að
honum hafi sámað ásakanir forsæt-
isráðherra um óheiðarleika í stjónv
arsamstarfinu.
Þessi ummæli Jóns komu f fram-
haldi afþvtað búið var að semja um
vopnahlé í ríkisstjómínni og svo
virðist sem Jón hafi ætlað að sætta
sig við slíkan frið. Hins vegar hafi
hann ætlað að bæta stöðu sfna útá
við með því að eiga sfðasta orðið í
deilunni og gaf því f skyn að hann
hafi verið beittur óþolandi órétti og
ósanngjömum ásökunum um
óheiðarleika af hálfú forsætisráð-
'Jón BaidvfnriBddl \itö Dávlð'um ágrelnlngsn
‘. etiAmrkiflál/VfrmHf’A VXnt
DaVtó Oðdaaon og 46n‘:L
H»nrUb«la«on, raddu urnnn t .tv*gaJa tímii. löogunj.funtítél
»ö*tud«glnn um 4gr*lnJng»máJ'flokJumn*, *n tll'hark*J*gr*i,
dollna Jtafur komlð mHll forystumanna flokkanria um ýmU".'
mii. Jón Baidvin sagir að »*r »iml ánkanlr (ontjatUráðharra
um óbaJðaríalka (itjómar**m»larfl.
Tlminn ipurói Jón BaJdrin hvort ummieli forsa:tltriðh«JT» uar_
dfflur flokkmru um Undbúnað- óheiöariíika þvt íg loruuif «kki ’
wn>ál vktu akid Unur ið hafa við að ig eigi það ilfUifl et* mfnlr
,nekHeáa%aman um þeui mál og ’MannwCuaö
fUtri ftveggja Kma kmdi (ttn við- S *& þafcWMpi
|. :hádaginu afðaatllölnn ' inglm&'/«!
háðir þeitrar' Uguc
vin sé óheiðarlegur pólitíkus, hvort
sem honum sámi það eða ekki.
Þanrúg segir Davíð í Mogganum í
gær: „Mér finnst ekki heiðarlegt að
halda þessu fram og það sagðí ég við
[Jón Baldvin] á föstudag, áður en ég
íét þessa getið í biaðaviðtali og það
verður að standa. Honum kann að
sáma þetta, en það er eins og það er,
mönnum kann að sáma margt sem
gert er.“
Ljóst er að þótt báðir formenn
PiiÍiÉiÉSÉÍÍIÍÉiim
Síðasta Orðíð stjómarflokkanna hafi verið búnir að
Enþað er hins vegar greinilegt að
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
sem ervanur því að vilja eiga síðasta
orðið f deilumálum, ætlar ekki að
viðskiptum, þá reynistþeim erfitt að
geraþað, þvíbáðum firrnst þeirverða
gefá sig. Þvert á móti hefúr hann nú
komið fram af krafti í mörgum fiöl-
miðlum og hnykkt á því að Jón Bald-
A la Állabaila
Rimman milli þeirra er um margt
ferin að minna á eitraðar pillur og
glósur scm betur cru þekktar úr röð-
um forustumanna hinna mismun-
andi arma AJþýðubandaiagsins, en
þar hefur til skámms tíma tíókast að
menn sendi hver öðrum föst skot án
tillíts til þess að þeir ætla sér að
vinna áfram saman. Að því leyti eru
deilur Ðavíös og Jóns Baldvins fem-
ar að hljóma í kröftugum G-dúr. Og
þó Halldór Blöndal segist ekki vilja
komast f efsta sætið á vinsældalisfe
vikunnar með sitt pólitíska popplag,
þá er ekki endilega víst að slík hóg-
værð eigi við um þá Davfð og Jón
BaJdvin, enda er þeirra popplag í G-
dúr, rétt eins og víðfrægt lag Stuð-
manna, sem setti mark sitt með
áberandi hætti á vinsældalista vik-
unnar hér um árið. „Það er engin
leið að hætta að syngja svona popp-
lag í G-dúr,“ sungu Stuðmenn í sínu
viðfagi og svo merkilega vill til að
það er líka viðlagið þeirra Davíðs og
Jóns Baldvins. „Það er engin leið að
hætta," þegar báðir telja sig endilega
þurfe að eiga síðasta orðið. Þessi
staða getur aðeins leitt til uppgjörs
þar sem karpi ráðherra verður sjálf-
hætt um leið og lífi stjómarinnar
lýkur. Sannleikurinn er nefnilega sá
að pólitísk popplög í G-dúr með til-
heyrandi skeytasendingum milli
manna getagengið hjá þeim G-lista-
mönnum án þessað stórtjón hljótist
af í samstarfi, aðeins vegna þess að
löng hefð er fýrir þessum stjóm-
málastíl í flokknum. Það er hins veg-
ar glapræði fyrir óvana úr öðrum
flokkum að taka þennan stíl upp, og
allra vitlausast er að beita þessum
stíl í viökvæmu stjómarsamstarfi.
Rétturinn til jafnréttis
Mikið mega kvenkynið og mann-
kynið þola vegna kynjamisréttis.
Ranglætið og kynjakúgunin á sér
lítil takmörk og verða konur að
þola margs kyns píslir og undirok-
un af karla völdum og dæmi eru
um að karlar verða að láta í minni
pokann fyrir ofríki kvenna.
Verst af öllu er samt þegar það op-
inbera með löggjafarvald sitt og
framkvæmdavald og alla fordóm-
ana mismunar kynjunum gróflega
og hefur Jafnréttisráð nóg að gera
við að úrskurða að jafnréttis sé
ekki gætt. Kærunefnd jafnréttis-
mála er í nokkurs konar saksókn-
arahlutverki að gæta réttar kynj-
anna gegn hinu opinbera, þegar
svo vill verkast að það misbjóði
jafnréttinu.
Rétt einu sinni fær það opinbera
á baukinn hjá jafnréttinu út af
máli þar sem ríkisstarfsfólk er
beitt gróflegu misrétti af vinnu-
veitandanum og er þess krafist að
farið verði að lögum og að karlar
fái sitt lögvemdaða barnsburðar-
frí.
Mismunun
Tveir ríkisstarfsmenn, sem
kvæntir eru jaftimörgum ríkis-
starfskröftum, kærðu að vera synj-
að um fæðingarorlof þegar konur
þeirra ólu böm. Þeir vildu fá hluta
af sex mánaða fæðingarfríi mæðr-
anna. Fjármálaráðuneytið neitaði
og Tryggingastofnun neitaði og
bar fyrir sig einhverjum dagpen-
ingareglugerðum.
Kærunefnd jafnréttisins úrskurð-
ar að karlamir séu beittir misrétti
og að hið opinbera níðist á rétti
þeirra til að fá launuð frí fyrir að
geta konum sínum börn.
Um þennan sjálfsagða rétt neitar
hið opinbera feðrunum, sem auð-
vitað fara í hart og heimta sitt fæð-
ingarfrí og engar refiar.
Ef til vill skilja fjármálaráðuneyt-
ið og TVyggingastofnun ekki al-
vöru málsins og það sem verra er,
embættismennirnir virðast ekki
kannast við þann lagabókstaf að
körlum beri að fá Iaunuð frí frá
vinnu þegar þeir verða pabbar, en
V V it K og oreiiK
orlof mæðranna styttist að sama
skapi.
Hér verður löggjafinn að gera
betur og ganga svo frá paragröff-
unum um jafnrétti feðra að það
verði ekki sfðra en réttindi mæðra.
Það verður best gert með því að
setja í jafnréttislög að karlar hafi
jafhan rétt á við konur að ganga
með böm undir belti og fæða þau í
þennan heim með viðeigandi
hætti.
Vanhæfni
Það að mæður skuli einar sitja að
fæðingarorlofi er svo augljóst brot
á jafnréttislögum og þeirri jafn-
réttisvitund, sem allt upplýsinga-
veldið er gegnsýrt af, að réttast
væri að úrskurða alla þá embættis-
menn, sem koma í veg fyrir að lög-
in nái fram að ganga, vanhæfa
vegna ofstækisfullra fordóma gegn
sjálfu jafnréttinu.
Brjóstagjöf er að komast í tísku á
ný eftir nokkurra áratuga hlé á
neyslu þeirrar náttúmafurðar. Er
rekinn mikill áróður fyrir því að
ungböm séu höfð á brjósti í stað
þess að fá kúamjólk eins og kálfar.
Að sjálfsögðu þarf einnig að bæta
inn í jafnréttislögin að karlar verði
mjólkandi fyrstu mánuðina eftir
bamsburð. Fæðingarorlof karla
miðast við að þeir geti sinnt böm-
um sínum heima í fjarveru kvenn-
anna, sem gegna skyldum sínum á
vinnumarkaðnum margsæla.
Löggjafarvaldinu ætti ekki að
verða skotaskuld úr því að bæta
því inn í jafnréttislögin, sem eðli-
lega gera ráð fyrir að allir séu eins,
konur sem karlar og allt þar á
milli.
Jafnréttishugsjónin er jafngömul
sonum Evu og Adams og fyrsta
jafnréttisdóminn kvað Kain upp
þegar hann refsaði Abel með Iífláti
vegna þess að guð gerði upp á milli
fórnargjafa þeirra. Síðan er mann-
kindin alltaf að jafna sakir og gæta
þess að einn gangi ekki á hlut ann-
ars. Allir eru jafnir fyrir lögunum
og lögin gera alla jafna og er mis-
munun bönnuð.
En auðvitað eru sumir jafnari en
aðrir, eins og sjáandinn mikli Ge-
orge Orwell hefur dregið svo spak-
lega fram í dagsljósið, eins og aðra
eiginleika kommúnismans og
margra annarra isma.
Jafnréttisráð og kærunefnd jafn-
réttismála eru verkfæri réttlætis-
ins og er vel til þess treystandi að
benda á þá vankanta sem eru á
jafnrétti kynjanna, eins og hér er
bent á. Enginn vafi leikur á því að
málum þessum verður kippt í lið-
inn þegar löggjafarsamkundan
kemur saman og frelsar konuna
undan oki meðgöngunnar og karl-
amir fá að njóta þess réttar síns að
eiga tilkall til fæðingarorlofs með
réttu. Það ætti ekki að vera erfið-
ara að koma því í gegnum þingið
en því fjárlagafrumvarpi, sem nú
er verið að klastra saman.
-OÓ