Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 29. september 1993 Ríkið eignast hluta af Látrabjargi stjómin hefur samþykkt til- Össurar Skarphéðinssonar Rflcisst lögu umhverfisráöherra um að kaupa Bæjarbjarg í Rauðasandshreppi. Bjargið er hluti af Látrabjargi og hefur að geyma meira en helming af sjófuglabyggð í Látrabjargi. Kaupverðið er einungis 800 þús- und krónur. Látrabjarg er stærsta fuglabjarg í Norður-Atlantshafi. Bjargið er á náttúruminjaskrá. Það þýðir að rík- ið á forkaupsrétt þegar viðskipti eiga sér stað með slík svæði. í sumar stóð til að selja Bæjarbjargið, en Nátt- úruvemdarráð óskaði eftir því við umhverfisráðherra að hann hlutað- ist til um að ríkið gengi inn í samn- inginn. „Náttúruvemd er einna efst á for- fmgslista þessa umhverfisráðherra. g tel þetta mjög mikilvægan áfanga að því markmiði að ná tökum á bjarginu þannig að hægt verði að stjóma nytjum og umferð að bjari inu,“ sagði Össur. -E' w Friðargæsla og kosningaeftirlit: Islendingar út á vegum SÞ Tveir íslendingar, Nagnús Bjama- son og Björn Jónsson, voru nýlega ráðnir til fríðargæslustarfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í Júgóslavíu og Sómalíu. Þeir voru valdir af lista sem íslensk stjóravöld komu á framfæri við Sameinuðu þjóðiraar í kjölfar óska um tilnefningar fólks Framsóknarkonur: Gegn heilsu- korta- skatti til starfa við borgaraleg friðar- gæslustörf. Þá hefur Ólafur Þ. Harðarson, stjómmálafræðingur við Háskóla ís- lands, verið valinn af Sameinuðu þjóðunum til að taka þátt í kosn- ingaeftirliti og fylgjast með fyrstu ftjálsu kosningunum í Eritreu í Afr- íku. Ólafur Þ. Harðarsson hafði fyrr á þessu ári verið tilnefndur af utan- ríkisráðuneytinu sem aðili héðan sem gæti tekið þátt í slíku kosninga- eftirliti. -BG Islenski dansflokkurinn. 20. starfsár íslenska dansflokksins: 3 uppfærslur á árinu Tuttugasta starfsár íslenska dansflokksins hófst 1. september meö æfingum á Coppelíu, sem sýnd verður í íslensku Óper- unni í október og nóvember. Auk dansara flokksins taka um 30 nemendur skólans þátt i sýninunní og 23 manna hljómsveit. Coppelía var frumsýnd sl. vor undir stjóm Evu Evdokimova og var sýningunni vel tekið. Eftir áramót verður flokkurinn með sýningu í Þjóðleikhúsinu. Á efnisskrá verða fjögur ólík verk. Ballettamir Sundances og Adieu eru eftir Lamros Lambrou. Lambrou er ættaður frá Kýpur en býr í Bandaríkjunum. Sundances er samið fyrir 12 dansara við tónlist eftir Grikkjann Markopol- us. Adieu var samið nú í haust og frumsýnt af Ballet Austin í Texas þar sem Lambrou hefur verið listdans- stjóri undanfarin ár. Verkið er samið fyrir 6 dansara við tónlist eftir Chop- in, Barböru Streisand, Smith og Mascagni. Frumsýning er áætluð upp úr miðjum febrúar. Auk verka Lambrous verða tvö ný dansverk á efnisskránni sem sérstak- lega eru samin fyrir íslenska dans- flokkinn, eftir þær Maríu Gísladótt- ur, listdansstjóra ogAuði Bjamadótt- ur, danshöfund og kennara. Þriðja uppfærsla dansflokksins á þessu starfsári verður sýning á Lista- hátfð í Reykjavík í júní. Þremur ís- lenskum danshöfundum, þeim Helga Tómassyni, Hlíf Svavarsdóttur og Nönnu Ólafsdóttur hefúr verið boðið að semja fyrir flokkinn að því tilefni. Fjórir nýir dansarar komu til liðs við íslenska dansflokkinn í haust, þau Andrew Mitchell og Paola Vill- anova á fúllan samning en Jóhann Björgvinsson og Katrín Ingvadóttir voru ráðin á nemendasamning til áramóta. Framkvæmdastjóm Landsam- bands framsóknarkvenna ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að mótmæla harðlega hugmyndum Guðmundar Áma Stefánssonar, heilbrigðisráðherra um útgáfu svonefndra heilsukorta. í ályktun LFK kemur fram að landsamband- ið telur að hér sé um nýja skatt- heimtu að ræða sem óhjákvæmi- lega muni bitna verst á þeim sem lakast em settir í þjóðfélaginu. „Stjóm LFK telur að nær væri að beina aukinni skattheimtu að stór- eignamönnum og hátekjufólki í stað þess að seilast dýpra í vasa þeirra sem minna mega sín,“ segir í ályktun framsóknarkvennanna. -BG Sameinuð sterk sveitarfélög eru líklegri til að ráða við atvinnuleysisvandann en lítil. Þing Sambands launafólks á Suðurnesjum: Lágu launin eru eitt mesta þjóöfélagsbölió Jóhann Geirdal, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Sambands launafólks á Suðurnesjum, segir að það sem brennur einna mest á launafólki um þessar mundir sé atvinnuleys- ið, vandamál sem skapast vegna lágra launa, fyrirhugaðar álögur stjómvalda í heilbrígðismálum en síðast en ekki síst aðfarir at- vinnurekenda að réttindum launafólks. Nýverið hélt Samband Iaunafólks á Suðumesjum, SLS, sitt fyrsta þing en sambandið var stofnað í apríl sl. Innan vébanda þess eru átta stéttar- félög á Suðurnesjum með hátt í 5 þúsund félagsmenn, eða sem nemur um þriðjungi íbúa á svæðinu. „Þetta eru valdalaus regnhlífasamtök, en afar mikilvæg sem sameiginlegur vettvangur fyrir stéttarfélögin," seg- ir formaðurinn. f ályktunum þingsins er m.a. skor- að á alla aðila sem koma nálægt at- vinnumálum á Suðurnesjum að búa sig undir stórátak á því sviði, enda sé atvinnuleysið alvarlegasti vandinn Uthlutun úr Bamaverndarsjóöi Fyrsta úthlutun úr Bamavemdarsjóði hefur farið fram. Auglýst var eftir umsóknum og bámst sjóönum samtals 11 umsóknir um fjár- stuðning tii margra áhugaverðra verkefna. í Ijósi þess hversu sjóð- urinn er enn sem komiö er ekki mikils megnugur, treysti sjóðs- stjómin sér einungis til þess að styrkja þrjú verkefni. Þau em: 1. Gerð fræðslumyndbands um bamavemd á íslandi. 600 þús. kr. styrkur til Plús film. 2. Leikgerð úr bókinni „Gúmmí- endur synda ekki“ sem fjallar um áhrif alkóhólneyslu foreldra á börn. 50 þús. króna styrkur til Súsönnu Svavarsdóttur og Eddu Björgvins- dóttur. 3. Undirbúningur verkefnisins „Geram bæinn betri fyrir böm“. 50 þús. króna styrkur til Slysavama- deildarinnar Ingólfs með vilyrði um viðbótarstyrk á næsta ári ef sam- vinna næst á breiðum grandvelli um framkvæmd verkefnisins. Bamavemdarsjóður var stofnaður á síðastliðnu ári í tilefni af 60 ára af- mæli Bamavemdarráðs íslands af framlögum sem Bamavemdarráði höfðu borist úr Líknarsjóði íslands og Barnaverndarsjóði Knuds Knud- sen. Markmið sjóðsins er að stuðla að forvömum á sviði bamavemdar og að upplýsa almenning um barna- vemd. Tekjur sjóðsins era gjafir og áheit. Aðsetur sjóðsins er á skrifstofu Barnavemdarráðs íslands. Stjóm Bamavemdarsjóðs skipa þau Vilhjálmur Árnason heimspek- ingur, Rannveig Jóhannesdóttir kennari og Þórann J. Hafstein lög- fræðingur. Varamenn í stjóm era þau Ólöf Sigurðardóttir kennari og Jón Kristinsson læknir. sem takast verður á við. Viðbúið sé að fækkun starfsmanna á Keflavík- urflugvelli geti aukið enn á vandann ef ekki verður bragðist rétt við og í tíma. Bent er á að sameinuð sterk sveitarfélög séu líklegri til að ráða við atvinnuleysisvandann en lítil. Jafnframt megi ekki togstreita um staðsetningu og tekjur fyrirtækja spilla fyrir þeirri uppbyggingu. Þá telur þingið mjög athugandi að tengja störf atvinnumálanefnda beint við skipulagða vinnumiðlun, sem starfar fyrir öll Suðumes og hefur framkvæði að nýsköpun, og t.d. tengdri starfsemi Atvinnuþróun- arfélagsins og Eignarhaldsfélagsins. Að mati þingsins era lágu launin eitt mesta þjóðfélagsbölið sem veld- ur margvíslegum félagslegum vanda. Eðlilegar áhyggjur launa- fólks af afkomu sinni og fjölskyldna getur haft áhrif á mætingu fólks til vinnu og afköst sem hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir atvinnurek- endur. Lagt er til að forgangskrafan í næstu samningum verði hækkun lægstu launa. Þingið mótmælir auknum álögum á fólk sem leita þarf aðstoðar í heil- brigðisþjónustuni og telur fram- komnar tillögur um heilsukort með öllu óásættanlegar. Þá varar þingið eindregið við þeirri þróun sem virðist færast í vöxt að at- vinnurekendur notfæri sér erfið- leika launafólks til að neyða það til að afsala sér áunnum réttindum, t.d. með því að gerast „verktakar". Við það missir fólk nauðsynlegar trygg- ingar s.s. í slysa- og veikindatilfell- um, orlofs- og lífeyrisréttindi. -grii Engar regl- ur til um öryggi sund- gesta Engar reglur eru til um öryggi sundlaugargesta og Vinnueftirliti ríkisins hefur ekki verið falið að taka út eða gegna eftirlitshlut- verki á þessu sviði. Vinnueftiriitið segir það því vera misskilning að það hafi tekið út vatnsinntak rennibrautar í sundlauginni í Kópavogi. Því hefur ítrekað verið haldið fram, í tengslum við slysið sem varð í Kópavogslaug fyrir helgi, að það hafi Vinnueftirlitið gert í menntamálaráðuneytinu er ver- ið að undirbúa gerð reglna um ör- yggi sundlaugargesta. Við gerð þeirra verður leitað samráðs hjá ýmsum aðilum þar á meðal hjá Vinnueftirlitinu. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.