Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. september 1993 Tíminn 3 Innlegg heilbrigðisráðherra í ár fjölskyldunnar er að hætta rekstri dagheimila ríkisspítala: Afleiðingarnar verða skelfilegar „Þetta varðar 700 til 800 böm og foreldra þeirra á öllu landinu. Ég skil ekki hvemig þetta á að geta gerst nema með skelfilegum af- leiðingum," segir Marta Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi rikisspít- aia, um uppsagnir á dagheimilum spítalanna og áform heilbrigðis- ráðherra um að færa rekstur dagvistarstofnana sjúkrahúsa til sveitarfélaga með nær engum fyrirvara. Marta segir að þessar breytingar þurfi miklu lengri aðlögunartíma en þá þrjá mánuði sem ráðherrann boðar. „Þetta er í svartasta skamm- deginu og á miðju skólaári hjá bömunum. Þetta verður ótrúlegt rask hjá ótrúlegum fjölda fólks. Þetta er gott innlegg inn í ár fjöl- skyldunnar sem á að vera á næsta ári eða hitt þó heldur," bætir Marta við. Hún segir að um helmingur þeirra, sem nýta sér dagvistunar- þjónustu ríkisspítala, sé hjúkrun- arfræðingar en bendir á að þetta sé misjafnt og nefnir sem dæmi Borg- arspítala en þar nýta hjúkmnar- fræðingar hátt í 70% af dagvistar- rýmunum. Hún telur að í heildina megi búast við að þessar aðgerðir snerti um 600 starfsmenn. Marta bendir á að um 90% starfs- manna séu sambúðar- eða hjóna- fólk sem myndu ekki njóta for- gangs miðað við reglur sveitarfé- laga um dagvist bama. Marta sat í gær fund með helstu stjórnarmönnum ríkisspítala þar sem uppsagnir starfsfólks dag- heimilanna, um 90 talsins, vom undirbúnar en í dag á að afhenda þeim uppsagnarbréf. Þá segir Marta að jafnframt verði send út bréf þar sem foreldmm verði sagt upp dagvistarrýmum. Hún hefur eftir stjórnarmönnum að heilbrigðisráðherra hafi kallað þá á sinn fund s.l. föstudag þar sem hann tjáði þeim þessar aðgerðir. Hún segir þá samt enn bíða eftir bréfi með nánari fyrirmælum sem þeir vom ekki búnir að fá í gær. Að sögn Mörtu þarf að senda út á ann- að þúsund bréf til foreldra bama og starfsfólks fyrir mánaðamót. -HÞ Þau leika I Englum f Amerfku. Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi: Englar í Ameríku Þann 22. október .verður frumsýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu leikritið Englar í Ameríku eftir ung- an Bandaríkjamann, Tony Kushner. Englar í Ameríku er í tveim hlutum og verður sá fyrri frumsýndur í Borg- Hjúkrunarfræðingar eru þegar farnir að huga að uppsögnum hætti ríkið rekstri dagheimila sem: Kæmi harðast niður á bráðadeildum spítalans Ragnheiður Haraldsdóttir, hjúkmnarforstjóri á Landspítalanum, segir að hjúkmnarfræðingar séu þegar famir að huga að uppsögn- um til að vera undir það versta búnir, hætti ríkið rekstri dagheimila um áramót. Hún telur að hætti þeir störfum af þessum sökum, muni það bitna harðast á bráðadeildum spítalans. Þá telur hún að önnur starfsemi spítalans myndi einnig raskast. Hún segir að fólk sé mjög uggandi yfir þessum hugmyndum. „Ég er ekki reiðubúin til að reyna að horfast í augu við það ef megnið af þessu starfsfólki gengur út því það yrði það alvarlegt," segir Ragnheið- ur og vonast til að Alþingi geri ein- hverjar breytingar á þessari tillögu heilbrigðisráðherra um að hætta rekstri dagheimila sjúkrahúsanna og spara með því um 200 millj. kr. Hún segir að til sín hafi komið fyrir- spumir hjúkmnarfræðinga þar sem þeir óski eftir skýmm upplýsingum um það hvort þetta eigi að gerast fyrir mánaðamót. „Þeir vilja þá segja upp störfum sínum samtímis," segir Ragnheiður. Hún segir að 152 böm hjúkmnar- fræðinga séu nú á dagheimilum Landspítalans og nýti þau um helm- ing allra dagheimilisrýmanna. Þess má geta að á Landspítalanum starfa hátt í 400 hjúkmnarfræðingar og mun láta nærri að fyrrnefndar að- gerðir snerti um 100 þeirra. Ragnheiður telur að grípa þurfi til óskipulegra lokana deilda eftir ára- mót, fari allt á versta veg. Þar á hún við stórhækkuð vistunargjöld eða tepptan aðgang að dagheimilunum. Hún segir að mjög illmögulegt verði að stýra því hvaða deildum yrði að loka en telur að hætti hjúkr- unarfræðingar störfum vegna þessa, kæmi það harðast niður á bráða- deildum spítalanna. Þar starfa yngstu hjúkrunarfræðingamir sem hafa af augljósum ástæðum helst nýtt sér þjónustu dagheimilanna. Ragnheiður tekur samt fram að þama sé verið að draga upp dekksta mynd af því ástandi sem kynni að skapast og flestir trúi ekki að málin fari á þann veg. Ragnheiður segir að enn hafi ekki borist formlegt ráðherrabréf til yfir- stjómar ríkisspítala. „Hins vegar heyri ég á öllu að við verðum að fara að miða við það að þessu starfsfólki verði sagt upp störfum sem vinnur á dagheimilunum og þar með verði þessum dagheimilisrýmum sagt upp,“ segir Ragnheiður. Auk hjúkrunarfræðinganna eru vistuð böm fjölmargra annarra stétta á bamaheimilum ríkisspítala. Þar bendir Ragnheiður á hópa eins og líffræðinga, ljósmæður, meina- tækna, félagsráðgjafa, aðstoðar- lækna, sjúkraliða o.fl. Hún bendir á að þó að það kunni að hljóma eins og forréttindi í augum einhverra, að spítalar reki dagheim- ili fyrir starfsfólkið, þá sé um að ræða bráðnauðsynlegan þátt í rekstri þessara stofnana. Þar vísar hún til sérstæðs vaktafyrirkomulags sem og þess að 90% starfsmanna séu hjónafólk sem njóti ekki for- gangs hjá sveitarfélögum. Ragnheiður hefur heyrt hugmynd- ir um foreldrarekin dagheimili en telur að slök launakjör starfsfólks séu ekki til að stuðla að slíkum rekstri. „Það er mjög erfitt að sjá annað en að hér kæmi til verulegra uppsagna ef þessi þjónusta yrði skert mjög mikið," segir Ragnheið- ur. -HÞ arleikhúsinu í október. Ber hann undirtitilinn Nýtt árþúsund nálgast og gefur það nokkuð til kynna hvaða efnistökum höfundurinn beitir. Fáir veita því athygli að við nálgumst brátt hin sögulegu tímamót árþúsunda- skipta í sögu mannkynsins. Við slík tímamót reyna menn og samfélög að skoða hug sinn og hag, hefja nýja sókn og bæta fyrir gamlar syndir. í leiknum, sem gerist á árunum 1985 til 1986 í Bandaríkjunum, árum veltu og bjartsýni frjálshyggjunnar, segir frá afdrifum tveggja para; ungra hjóna sem eru mormónatrúar og tveggja ungra manna í sambúð. Rek- ur leikurinn ekki aðeins sundrungu sambandanna af ólíkum ástæðum, heldur skoðar hann heilindi og tryggð, ást og óbeit, smán og skömm í mannlegu sambandi. Leikendur eru átta: Ámi Pétur Guð- jónsson, EllertÁ. Ingimundarson, El- va Ósk Ólafsdóttir, Jakob Þór Einars- son, Jón Hjartarson, Magnús Jóns- son, Margrét Ólafsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnars- dóttir. Stígur Steinþórsson gerir leik- mynd, Elfar Bjamason sér um lýs- ingu og Þórhallur Einarsson semur tónlist. Veturliði Gunnarsson þýðir verkið en dramaturg er Páll Baldvin Baldvinsson. Nafn piltsins Pilturinn sem lét lífið eftir að hafa ekið á hross við Hólmavík um helg- ina hét Kjartan Friðgeir Þorsteins- son. Hann var 17 ára gamall, til heimilis að Hafnarbraut 33, Hólma- vík. Iðnaðarhorfur heldur að batna: Samdráttur í starfs- mannafjölda og veltu Veltusamdráttur í almennum iönaöi milli áranna 1991 og 1992 var um 7,7% ef reiknað er á föstu verðlagi. Sé stóriöja tekin með er þessi samdráttur aðeins minni eða um 7,2%. Þetta kemur fram í niðurstöðum „Iðnaðarhorfa", könnun Félags íslenskra iðnrekenda og Landsambands iðnaðarmanna. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur starfsmönnum í almennum iðnaði fækkað um 6% milli áranna 1992 og 1993, en svo virðist sem ástandið sé heldur að skána og hægt hafi á samdrættinum. Ef fyrstu átta mánuðir ársins í ár eru bomir sam- an við sama tíma í fyrra er veltusam- drátturinn um 7,1% (8,3% með stóriðju) en fækkun starfsmanna er um 5,2% (5,3% með stóriðju). Þess- ar niðurstöður sýna mun minni samdrátt á þessu ári en síðustu Iðn- aðarhorfúr, sem náðu til fyrstu sex mánaða þessa árs, gáfu til kynna. Samkvæmt könnuninni er ástand- ið verst í húsgagna- og trjávömiðn- aði, en ástandið er einnig slæmt í stóriðju og í greinum tengdum fjár- festingum, s.s. steinefnaiðnaði og málm- og skipasmíðaiðnaði. Veiðar- færagerð er hins vegar ljós punktur í þessu myrkri því þar kemur fram bæði aukin velta og aukning í fjölda starfsmanna. - BG AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980- 2.fl. 1981- 2.fl. 1982- 2.fl. 1987-2.fl.A 6 ár 25.10.93- 25.10.94 15.10.93- 15.10.94 01.10.93 - 01.10.94 10.10.93 - 10.10.94 kr. 271.070,90 kr. 164.704,50 kr. 115.569,30 kr. 29.380,50 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1993. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.