Tíminn - 29.09.1993, Síða 5

Tíminn - 29.09.1993, Síða 5
Miðvikudagur 29. september 1993 Tíminn 5 r Jón Armann Héðinsson: Golfvöllur er glapræði í Fossvogsaalnum Nokknr blaöaskrif hafa orðið vegna hugmyndar um 9 holu golfvöll innst í Fossvogsdalnum. Augljóst er, sem betur fer, að andstaða við golfvöllinn er mildl og eindregin. í Mbl. 24. sept er grein eftir Þorstein Steingrímsson, sem er formaður Golfldúbbs Kópavogs. Margt í greininni er með þeim hætti að ég vil andmæla því. Ekki er unnt að svara öllu í stuttri grein. Þ.S. segir svo: „Gert er ráð fyrir að umhverfis völlinn og í gegnum hann verði göngustígar." Þ.S. ræðir á fjór- um stöðum um slysahættu frá golf- kúlunum og segir að golfmenn muni koma upp netum til vamar. Þetta er nánast bull. Hvemig dettur nokkrum manni í hug að hér verði 10-20 metra há net til friðs? Þessi hugmynd er andvana fædd. Þ.S. segir skíðagöngufólk íá stíg fyrir sig og afnot af væntanlegu klúbbhúsi. Þetta er alveg út í hött Fólk vill yfirleitt ganga í hring um dalinn, miðað við það sem hefur ver- ið undanfarin mörg ár. Þannig leið getur verið um 3,5-4,5 km, eftir hvar leið liggur. Varla fara margir í klúbb- hús golfmanna eftir göngu. Reynsl- an sýnir að margar konur ganga í góða veðrinu og þá oftast nokkrar saman. Mjög mikilvægt er að skíða- fólkið geti gengið óhindrað um svæðið og annað göngufólk verði ekki truflað af skíðafólkinu. Þ.S. segir golfíþróttina nú ekki lengur neina íþrótt fyrir forréttinda- hópa, heldur fjölskylduíþrótt Þetta er út í hött og hvergi í skýrslum frá Golfsambandinu er þessu haldið fram. Það, sem er rétt, er að fjöldi eldri karla og kvenna iðka nú golf. Það er gott. Vegna eðlis málsins geta ekki allir leikið saman. Þetta er svo augljóst, að ekki þarf að deila um það. Þ.S. segir. „Við höfum fyrirmyndir alstaðar erlendis frá, þar sem golf- vellir eru inni í þéttri byggð." Það kemur okkur alls ekkert við hvað gert er erlendis í þessu efni. Það ein- faldlega á ekki við um Fossvoginn og útivist þar. Eitt hið furðulegasta í þessari und- arlegu grein er að Þ.S. segin „Gjald er tekið af þeim sem völlinn nota." Ætla menn virkilega að koma á gjaldtöku fyrir notkun á útivistar- svæði inni í miðju bæjarfélagsins? Þetta er óhugsandi. Þ.S. segir: „Það er dýrt að gera golfvöll og halda hon- um í góðu ástandi og því þarf gjald að koma til.“ Best er fyrir alla að gleyma svona hugmyndarugli strax. Nýtt deiliskipulag er nú til sýnis og mikil nauðsyn er að sem flestir mót- mæli þessari óraunhæfu hugmynd um golfvöll í Fossvogsdalnum. Til- lagan er að mörgu leyti góð, en þó tel ég að um nokkurt ofskipulag sé að ræða. Vel mætti skilja eitthvað ósnert eftir innan um tré og runna. Skipulagsstjóri Kópavogs hefur auglýst eftir athugasemdum. Þar segir: „Þeir, sem eigi gera athuga- semdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni." Orðalagið nær auðvitað ekki nokkurri átt. Á að framfylgja því og taka afstöðu í bæj- arstjóm eftir „hinum þögla meiri- hluta“? Bæjarstjóm ber að mínu mati að senda miða inn f öll húsin þar sem fólk segir já eða nei. Annað er ekki sæmandi. Það má ekki henda, að harðsnúinn hópur um þrjúhundruð golfmanna og ósanngjöm tilkynn- ing skipulagsstjóra rugli kjöma bæj- arfulltrúa í ríminu. Því bið ég les- endur að stuðla að mótmælum við hugmyndinni um golfvöllinn og þar með vemda svæðið og tryggja afhot hins almenna borgara gjaldalaust af útivist í Fossvogsdalnum. Höfundur er fvrrv. formaður UMSK og sat I stjóm Iþróttasambands fslands 1980-1992. Bresku blaðamennirnirAndrew Wallace (t.v.) og RoyArris (t.h.). Á milli þeirra stendur Þorsteinn Þorsteinsson. Ljósmynd Einar Hannesson Laxveiðin í sumar Ástandið varðandi laxveiðiámar og veiðiskapinn í þeim í sumar var óvenjulegt að ýmsu leyti. Hin stöðuga veðrátta, sem var í sumar lengst af, setti mark sitt á landshlutana og ámar í þeim. Annars vegar votviðri og frekar lágt hitastig fyrir norðan og austan og hins vegar stöðugur þurrkur og lág vatnsstaða í ánum sunnan- og vestanlands lengst af. Það olli truflun á stangveiði, bæði vegna kulda í árvatninu sums staðar og lágrar vatnsstöðu i öðram ám. Fyrirfram gerðu menn almennt ráð fyrir að veiði yrði með betra móti í sumar, þar sem sérfræðingar á þessu sviði höfðu spáð slíku um laxgengd, sem gæti orðið ágæt Þá var gengið út frá því ástandi, sem talið var að hefði verið í fyrra um seiðagengd úr ánum, jafnframt því að skilyrði í haf- inu hafi verið betri en oft áður. Þá gaf uppsveiflan, scm varð í laxveiði sumarið 1992, ástæðu til að ætla að í sumar yrðu göngur í ámar af tveggja ára laxi úr sjó góðar. Almennt séð er víst að laxgengdin í heild var ekki í stíl við það sem menn væntu. Ámar vom breytilegar um landið og innan landshluta og veiðiskapur í þeim að sama skapi, sem fyrr segir. Ýmsar laxár hafa skil- að góðri veiði, meðan aðrar hafa þokast hægt upp með veiðitölur eftir því sem veiðitíminn leið. Um mánaðamót ágúst-september lauk árlegum veiðitíma í nokkmm ám, en lokatími var 20. september lögum samkvæmt um land allt At- hyglisverðastur er árangur veiði í ánum í Vopnafirði, eins og Hofsá, en þar fengust um 2.000 laxar. Allt bendir til þess núna að laxveiðin í heild verði nálægt meðaltalsveiði, sé horft til lengri tíma. Hæsta áin að þessu sinni er Norðurá með 2.100 laxa og síðan kemur Hofsá í Vopna- firði, sem fyrr var getið, og í þriðja sæti er Laxá f Aðaldal með 1.950 laxa. Kynning á laxveiði- ánum erlendis Fyrir nokkm vom hér á ferð tveir blaðamenn frá Bretlandseyjum, sem vom að kynna sér íslensku laxveiði- ámar með tilliti til þess að á næst- unni verður sérstök kynning á Bret- landseyjum á þessum mikilvæga þætti ferðamála, í þeim tilgangi að auka ferðir útlendra veiðimanna til landsins. Kynningarbæklingur Blaðamennimir, sem hingað komu, vinna báðir við þekkt veiðitímariL Annar þeirra, Roy Arris, vinnur hjá „Salmon TVout & Sea Trout" og hinn, Andrew Wallace, starfar hjá „Field Magazine". Roy vinnur um þessar mundir að útgáfu á kynning- arbæklingi, sem átta íslenskar lax- veiðiár standa að. Bæklingurinn verður auglýstur í þekktum veiði- tímaritum og sendur þeim, sem þess óska, frá söluskrifstofu Flugleiða þar í landi. Samstarfsverkefni Blaðamennimir skoðuðu allar átta ámar, sem em: Laxá í Kjós, Grímsá, Norðurá, Langá, Straumfjarðará, Laxá í Dölum, Miðljarðará og Rang- ársvæðið. Þeir kynntust ánum og þeirri góðu aðstöðu sem þar er fyrir veiðimenn, en ferðalagið skipulagði Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum, formaður Veiðifélags Grímsár og Tunguár. Létu hinir er- lendu blaðamenn mjög vel af öllu því, sem þeir kynntust í ferðinni. Gunnar Þoriáksson með 15,5 punda lax sem hann veiddi í Laxá í Dölum í sumar. Ljósmynd Einar Hannesson Veluppbyggð starfsemi Ljóst er að veiðiskapur á laxi er orð- inn velþróuð starfsemi hér á landi. Rík hefð er komin á stangveiðina eins og hún gerist best f heiminum f dag. Skýrsluhald um laxveiði í fs- lenskum ám er með því besta sem þekkist. Það, sem vekur sérstaka at- hygli útlendinga, er hversu ámar em tærar og stríðar og með fjölda góðra veiðihylja. Þá vekur atíiygli það merka lagaákvæði sem mælir fyrir um ákveðinn stangafjölda í hverri á, sem er einskonar gæða- stimpill og þýðir í reynd að rými á veiðisvæði er gott fyrir hvem veiði- mann. Velbúin veiðihús við ámar og matargerð sem er þar í besta flokki, auk leiðsögumanna fyrir þá, sem þess óska. Markaðssvæði í Asíu Auk kynningarritsins, sem mun koma út á næstunni í Bretiandi, má geta þess að íslensku laxveiðiámar em kynntar, m.a. sérstaklega nokkr- ar laxveiðiár, í hinni glæsilegu bók .Atlantic Destiny Iceland" eða „ís- land og umheimurinn", sem gefin er út af samnefndu fyrirtæki. Bókinni verður m.a. dreift til sex þúsund for- stjóra fyrirtækja í Asíu á næstunni. Það má þvf segja að fslenskir lax- veiðieigendur sitji ekki með hendur í skauti, hvað þetta varðar, á tímum samdráttar í þjóðfélaginu almennt, heldur sækja fram og vænta þess að fyrrgreind kynning og markaðssetn- ing á ánum verði að sem bestu gagni. Einar Hannesson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.