Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. september 1993 Tíminn 9 ■ DAGBÓK! Hafnargönguhópurinn: Gufunes-Eiðsvík f kvöld, miðvikudaginn 29. sept., fer Hafnargönguhópurinn í gönguferð um hafharsvæði Gufuness og með Eiðsvík. Mæting við Hafnarhúsið kl. 20, síðan verður farið með SVR, Ieið 15, upp í Grafarvog og gengið niður f Gufúnes og með strönd Eiðsvíkur að Geldinganesi. Til baka verður farið upp á Borgarveg að biðskýli SVR. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald utan fargjalds með SVR. Sigutjón Ólafsson myndhöggvari. Ný sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Næstkomandi laugardag 2. október kl. 15 verður opnuð sýning sem ber heitið HUGMYND-HÖGGMYND, Úr vinnu- stofu Siguijóns Ólafssonar, f safni hans á Laugamesi. Úrval verka frá ólíkum tímabilum í list Sigurjóns hefur verið sett upp, og í Ijósmyndum og textum er reynt að lýsa mismunandi vinnslustigum verkanna. Verkfæri og ýmsir munir úr vinnustofu listamannsins eru einnig sýnd til að varpa ljósi á ferlið frá hug- mynd til listaverks. Um þessar mundir eru liðin fimm ár frá því Listasafn Siguijóns var vígt og opnað almenningi þann 21. október 1988. Ari síðar var safhið gert að sjálfseignarstofn- un og eru f stofngjöf Birgittu Spur átta- tíu listaverk eftir Siguijón. Frá opnun safnsins hafa þar að auki borist margar merkar gjafir frá einstaklingum og getur að líta nokkrar þeirra á sýningunni. Sýningin Hugmynd-Höggmynd mun standa uppi fram á vor og er sérstaklega hönnuð með skólafólk í huga. í vetur er svo áformað að bjóða upp á dagskrá fyrir böm og foreldra þeirra. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14 til kl. 17 og er kaffistofan opin á sama tíma. Framkvæmdastjóri Amnesty Intemational í heimsókn Pierre Sané, framkvæmdastjóri Amnesty Intemational, sækir íslandsdeild Am- nesty Intemational heim dagana 1.-3. október. Hann heldur fund með félögum fs- landsdeildar í Norræna húsinu föstudag- inn 1. október kl. 20.30. Fjallar hann þar um nýafstaðið heimsþing samtakanna og þau verkefni sem framundan em. Laugardaginn 2. október heldur Pierre Sané almennan fyrirlestur kl. 14.30 í stofu 101 f Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Facing the Future — Amnesty Intema- tional and the Human Rights Move- ment“. Pierre Sané mun ennfremur hitta að máli ýmsa forystumenn í mannúðar- og mannréttindamálum ásamt opinberum embættismönnum. Pierre Sané tók við framkvæmdastjóra- stöðu Amnesty Intemational í Lundún- um fyrir tæpu ári. Hann er stjómmála- fræðingur að mennt og félagi í Amnesty í heimalandi sfnu, Senegal. í starfi sínu sem ffamkvæmdastjóri ^sjýrir hann rannsóknum samtakanna á mannrétt- indabrotum og aðgerðum gegn þeim. Pierre Sané hefur lagt áherslu á að kynn- ast félögum og deildum samtakanna og hefur nú þegar heimsótt um 25 deildir um heim allan. Á mannréttindaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg á liðnu vori vakti hann alþjóðlega athygli fyrir skeleggan og umbúðalausan mál- flutning. Verkfræðingur — tæknifræðingur Óskum eftir að ráða mann tii starfa við áætl- anagerð, s.s. kostnaðaráætlanir, magnskrár, verklýsingar og framkvæmdaáætlanir. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða kunnáttu á tölvu, þ.m.t. tölvuhönnun. Umsækjendur skulu skila skriflegum umsókn- um, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, til skrifstofu embættisins fyrir 3. október nk. Húsameistari ríkisins Borgartún 7 - 105 Reykjavík-sími 27177 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS tj? Auglýsing Haukur Jónasson læknir, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúk- dómum, hættirfrá 1. október 1993 að starfa eftir samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Stofnunin tekur því engan þátt í kostnaði við læknishjálp, sem Haukur Jónasson veitir frá 1. október 1993. Tryggingastofnun ríkisins Bill McDonald, kærasti Sharon Stone, var kannski miðpunktur kvöldsins, mitt á milli aðaistjarnanna Sharon Stone og Cindy Crawford. Stjörnurnar skyggðu á vinningshafana Um daginn var efnt til verðlauna- veitingar, MIV Video Music Awards, í Los Angeles, þriggja klukkustunda langrar glæsisýn- ingar sem sýnd var á MTV í Evr- ópu. Þar var tekið eftir því að hnífurinn gekk ekki milli verð- launahafans Peters Gabriel, áður í Genesis, og Sinead O’Connor, og Madonna, líka verðlaunahafi, var annar senuþjófur í atriðum þar sem hún dansaði í lafafrakka og með pípuhatt Cindy Crawford sýndi að hún kann sitt fyrirsætustarf til fullnustu. En kannski vöktu mesta athygli stjömumar í hópi viðstaddra, sem að vísu fengu engin önnur verð- laun en óskipta aðdáun. Það vom leikkonan Sharon Stone og fyrir- sætan Cindy Crawford, sem kær- asti Sharon, Bill McDonald, var svo lánsamur að mæta með sína upp á hvom arm. Þær þóttu taka sig afburða vel út og jafnvel skyggja á verðlaunahafa. Sharon Stone og Valentino-kjóllinn hennar nutu sin vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.