Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. september 1993 Tíminn 7 Hamas Söguleg stund. Erkifjendurnir Rabin, forsætisráðherra ísraels, ogArafat, leiðtogi PLO, takastí hendur undir verndarvæng Bills Clinton Bandaríkjaforseta, að lokinni undirritun friöarsamn- ings. En öfgamenn eiga enn eftir aö beita ofbeldi í nafni guðs og trúar. beint gegn þeirra eigin fólki. Sumir landnemar álíta að það að verja land sitt gegn öllum komumönnum megi skilgreina sem „að starfá fyrir guð“ — og þrátt fyrir þá staðreynd að Ra- bin og Peres hafi verið kosnir í emb- ætti í lýðræðislegum kosningum fyrir minna en ári, eru þeir skil- greindir sem „landráðamenn" í þess- um hópum. Og þá er komið að mesta ógnvald- inum við friðarviðleitnina, Hamas. Hreyfingin var upphaflega stofnuð sem góðgerðasamtök til að aðstoða þurfalinga í hópi Palestínumanna í nafni trúarinnar. Þetta gildir um flest samtök bókstafstrúarmanna meðal súnni- múslima. Morð eru líka framin í Egyptalandi af andófs- mönnum í Bræðralagi múslima, sem enn starfar löglega og heldur því fram að það sé fyrst og fremst framfærslufélagsskapur. í Palestínu, eins og í Egyptalandi, hefur Hamas sótt stuðningsmenn í grasrót íbú- anna, vegna þess að samtökin hafa verið fær um að veita aðstoð á svið- um mannlífsins sem engin önnur aðstoð hefur náð til. Það eru margir auðugir Palestínumenn í heiminum, rétt eins og það eru til margir auð- ugir Egyptar, en engin þessara auð- æfa hafa nokkum tíma dreitlað nið- ur til fátæku íbúanna í flóttamanna- búðunum eða bláfatæka fólksins í Gaza-borg. Þetta er ástæðan til þess að sá ásetningur bókstafstrúar- manna að eyðileggja friðarsamning- inn getur því aðeins verið stöðvaður að eitthvað stórkostlegt verði gert til að bæta hlutskipti fátækra Palest- ínumanna á eins skömmum tíma og mögulegt er; Breytingar taka venju- lega marga mánuði, ef ekki ár, en sæluvíma rennur af eftir nokkra daga eða vikur. Stóra breytingin á eðli Hamas átti sér stað 9. desember 1987, daginn sem nú er álitinn marka upphaf Intifada — síðasta stigs vopnaðrar baráttu Palestínumanna. Fyrst fagn- aði Frelsishreyfing Palestínumanna, samtök Arafats, Intifada. En brátt hjaðnaði hrifningin, þegar það varð Ijóst að það var ekki PLO sem fékk mest af heiðrinum fyrir að hrista al- varlega upp í hrokafullu sjálfstrausti ísraela, heldur íslömsku bókstafs- trúarmennimir í Hamas. Nú, þegar PLO hefur opinberlega farið þess á leit við Palestínumennina á her- numdu svæðunum að stöðva ofbeld- isherferðina, eiga þeir sem trúa því að yfirlýsingin um grundvallarmál sé svik, hvergi skjól nema hjá Ham- as. Friðarviðleitni verður að verða tíska Ef friðarþróun á að heppnast, verð- ur hún að verða að tískufyrirbrigði. Því aðeins að öll þau öfl, sem koma við sögu, ákveði að láta ánetjast tísk- unni getur hún borið árangur. Þó að Hamas hafi valdið hræðslu meðal ísraelsku þjóðarinnar, ætti ekki að gleyma að — eins og gerðist með Mau Mau í Kenýa — hafa flest fóm- arlömb hreyfingarinnar verið úr eig- in hópi. Réttarhöld fara ekki fram og þeir, sem einungis liggja undir gmn um svik, em miskunnarlaust teknir af lífi. Hamas hefur drepið ekki færri en 900 Palestínumenn frá því Intif- adahófst 1987. Það er ekki fyrr en núna sem Ham- as hefur loks sagt skilið við PLO. Þó að bráðabirgðavopnahlé hafi komist á á Gaza-svæðinu, svo að Palestínu- mennimir þar gætu fylgst með und- irritunarathöfninni í Washington, hefúr enginn ráðamaður í Hamas sýnt nokkur merki þess að vera reiðubúinn að fallast á friðarvið- leitnina í nokkurri mynd. Allt frá því hreyfingin hóf ofbeldisherferð sína, hafa leiðtogar hennar staðhæft að gamla markmiðið — að reka ísraels- ríki út á haf — ætti að halda gildi sínu um allan aldur og að það þjóni engum tilgangi að ræða um neina lausn á Palestínuvandamálinu, sem ekki feli í sér tafarlausa endurheimt alls landsins sem þeir tilgreina sem sitt Ofbeldi í nafni Frá upphafi mannkynssögu hafa trúarbrögð valdið ofbeldisverkum og styrjöld- um. Meirihluta líðandi aldar hefúr verið litið á slík fyrirbæri sem dæmigerð fyr- ir miðaldir. Krossferðimar voru athyglisvert dæmi. Á þær var litið öldum sam- an sem lofsverða tilraun til að færa Landið helga aftur í hendur kristinna manna. Sagnfræðingar tuttugustu aldarinnar hafa endurtúlkað þær sem til- raunir barbara til að leggja í rúst íslamska menningu, sem var komin lengra á veg og friðsamari en þeirra eigin. Mamskir sagnfræðingar hafa bætt við eigin ljóma; í þeirra augum voru krossferðimar tilraun til að fást við þrýsting af íbúa- fjölgun í vesturhluta Evrópu og óþægilega vandamálið um frumburðarrétt í lénsþjóðfélaginu. Nú er litið á Saladin sem prins riddaramennskunnar, en Rik- harður Ijónshjarta Englandskonungur — sem í aldanna rás hefur verið álitinn hetja — er orðinn dæmigert afkvæmi miðalda. Öfgar skrásetjara rangar Öfgar þeirra, sem skrá söguna, eru venjulega rangar og sannleikurinn reynist yfirleitt einhvers staðar mitt á milli. Hvað varðar krossfarana, Ieikur lítill vafi á því að allir voru þeir morðingjar. Og það sama verður e.Lv. sagt í framtíðinni um þá sem taka þátt í svokölluðum trúarstríð- um nú á síðari helmingi tuttugustu aldar, sem hlotið hefur svo ill örlög. Litið er á íslamska bókstafstrú sem eina aðaluppsprettu ofbeldis í heimi nútímans. Þessir meistarar Kórans- ins eru vandfysnir í vali á því hvem- ig þeir nálgast sína eigin helgu bók, og margir fræðimenn múslima hafa skömm á þeirri fúllyrðingu bókstafs- trúarmanna að hún réttlæti ofbeld- isaðgerðir. En þeir sem óttast bók- stafstrúarmennina ættu ekki að gleyma að fyrirmynd trúarofbeldis á 20. öld á rætur að rekja til kristins lands. Það er hinn svokallaði mál- staður rómversk- kaþólskra á Norð- ur-írlandi. Þessi barátta er yfirleitt sýnd sem átök kaþólikka og mót- mælenda. Sagan segir að kaþólikkar hafi hrint henni af stað, en nú hafa mótmælendur snúið dæminu við — þannig að á fyrri hluta ársins 1993 hafa mótmælendur drepið fleiri en kaþólskir byssumenn í þessu héraði í Bretlandi í fyrsta sinn síðan núver- andi „vandræði" (troubles) brutust ÚL En þessi mynd leiðir óhjákvæmi- lega til þeirrar spumingar hvort lýsa megi byssumönnum af nokkru tagi sem „kristnum". Páfinn hefur for- dæmt byssumennina á Norður-ír- landi og farið um þá ómjúkum orð- um, bæði í heimsóknum til Bret- lands og til írska lýðveldisins. Ríkis- stjómin í Dublin er síst mildari en sú í London þegar hún fordæmir of- beldi og Mary Robinson, forseti ír- lands, hefur borið fram eitthvert snjallasta ákall um frið á Norður-ír- landi sem heyrst hefur.Æðstu menn kirkjunnar í Englandi hafa almennt fordæmt byssumenn mótmælenda og það sama má segja um leiðtoga kirkjunnar á sjálfu Norður-írlandi — þó að, þeim til ævilangrar skammar, það hafi ekki alltaf verið í fullkominni einlægni. Gervikristni Slík gervikristni á líka aðalsökina á miskunnarlausa stríðinu í Bosníu. Árásarmenn Serba ganga mjög oft undir auglýsingaborðum rétttrúaðr- ar kristni og það bókstaflega, og í þessum deilum hefur fjöldinn allur af háttsettum persónum í trúar- brögðunum verið dreginn út úr myrkviðnum til að blessa byssur árásarmanna. Áróður Serba, sem beint er að löndum Vestur-Evrópu, hefur reynt að gefa þá mynd af mús- limum Bosníu- Hersegóvínu að þeir séu oddurinn á bókstafstrúarör sem beint sé að hjarta Evrópu. Þetta er aðlaðandi sjón í augum fólks, sem er skelfingu lostið vegna grófari hliða á múslimum, eins og hún kemur fram í morðinu á Anwar Sadat sem endur- gjald fyrir að vinna að friði, eða „fat- wa“ írana, sem hvetur þá sem eiga sanna trú til að drepa breska rithöf- undinn Salman Rushdie og bjóða fram Iaun fyrir dauða hans. Þeir sem þekkja múslimana í fyrr- um Júgóslavíu og Balkanskaga yfir- leitt—þ.m.t. Albaníu, Grikklandi og Makedóníu — gera sér grein fyrir því að þeir mynda einhver veraldíeg- ustu trúarsamfélögin í öllum ís- lamska heiminum. Fjölmiðlar í Vest- ur-Evrópu ættu að hamra á þeirri staðreynd að hver sú trúarleg öfga- stefna, sem kann að ríkja í stríðinu í Bosníu, er hún af hálfu svokallaðra kristinna manna, en kemur ekki frá múslimum. Sannir kristnir menn um allan heim munu hafa hraðan á að afneita skelfilegum gerðum Serba og Króata, s.s. nauðgunum og pynt- ingum. Það verður að koma rækilega til skila því meginatriði að guð styðji ekki ofbeldi, ekki aðeins í sambandi við bókstafstrú íslama heldur líka með tilliti til öfgasinnaðra kristinna manna. Öfgamennirair í Mið- Austuriöndum hafa ráðið ferðinni Ef haldið er áfram suður á bóginn frá Norður-írlandi, um Bosníu til hinna sprengifimu Mið-Austur- landa, hittum við fyrir svipuð fyrir- bæri. Grimmdarlegu trúarstríðin í Líbanon hafa verið milli öfgamanna kristinna maróníta annars vegar og heimamanna og innfluttra bókstafs- trúarmanna múslima á hinn bóginn. Mikill meirihluti kristinna og mús- lima í því landi voru saklausir áhorf- endur og fómarlömb borgarastríðs sem rekið var í anda miðalda- grimmdar, sótti fyrirmynd sína í og var í reynd því sem næst eftirmynd krossferðanna. Sum mestu grimmd- arverkin framdi einn „kristinn" ætt- bálkur gagnvart öðrum. Og þau verstu voru morðin á mörg hundruð óvopnuðum palestínskum múslim- um, flestir voru konur og böm, sem „kristnir'1 menn frömdu í flótta- mannabúðunum Sabra og Chatila. í ísrael snúast svokallaðir trúarsér- fræðingar í báðum fylkingum gegn tilraunum til að koma á friði. Þetta er fólk sem heldur því fram, með ósköp lítil sönnunargögn í höndun- um, að það eigi einkarétt á sannri trú, sem er á dularfullan hátt hulinn fjöldanum af eðlilega trúuðum Gyð- ingum og múslimum, fsraelum og Aröbum. Jafnframt því sem friðar- viðleitni veraldarsinna í hópi ísraela og Palestínumanna kemst á skrið, megum við búast við ofbeldisverk- um frá öfgasinnum beggja aðila. Öfgasinnaðir Gyðingar bera ábyrgð á dauða margra Palestínumanna allt síðan Ísraelsríki var stofnað, en þar sem aldrei hefur verið litið á það sem ógnun við það sem heldur vestrænni siðmenningu lifandi, á sama hátt og litið hefur verið á íslamska bókstafs- trú, hefur minna verið tekið eftir guðs því. Sú tilfinning er líka ráðandi að ofbeldi Gyðinga sé réttlætanlegt til ótilgreindrar eilífðar vegna þess sem gerðist í helförinni — þar sem mús- limar áttu engan hlut að máli. Marg- ir háttsettir hægrisinnaðir ísraelar halda þessari skoðun hátt á loft og halda því fram að þeir eigi enga sam- leið með ofbeldissinnaðri öfga- stefnu. Einn í þeirra hópi er Rafael Eitan, fyrrverandi formaður ísra- elska herráðsins, sérstaklega meðan stríðið stóð í Líbanon. Nú lýsir hann núverandi friðarviðleitni sem „sam- komulagi við mestu Gyðingamorð- ingja eftir að Hitler leið“. Dirfska Rabins og Peresar Dirfska Rabins og Peresar er í sönn- um anda stofnenda ísraels, manna af gerð Ben Gurions, Weizmanns og Dayans. Samt sem áður var hver for- ystumaður Verkamannaflokksins af öðrum hindraður í því að ná friði vegna þrýstings bæði frá andstöðu- flokknum Likud og sérstaklega Iátn- um leiðtoga hans, Menachem Begin. En Begin sjálfur breyttist í mann friðarins þegar hann tók við forsæti ísraelsstjómar. Þrátt fyrir ræðuna um „blóðfljót", sem hann hélt þegar hann fagnaði kosningasigri, var það hann sem fyrstur náði sambandi við Arabaheiminn — og Likud verður aldrei aftur eins sannfærandi og flokkurinn var fyrir Camp David- samkomulagið, í hlutverki andstæð- ings friðarviðleitni af gömlum vana. Það var ísraelsher sem fyrst tók við og hlýddi skipunum frá Begin for- sætisráðherra um að flytja ísraelska landnema frá egypska Sínaí-skagan- um, og þess verður minnst ef og þegar slíkt verður nauðsynlegt aftur. Undantekningalaust kallaði Begin vesturbakka Palestínumanna Júdeu og Samaríu, hluta af Stór-ísrael, en ríkisstjóm hans innlimaði aldrei svæðið og hélt þar með opnum þeim kostum sem í dag er verið að kanna. Margir landnemanna á vesturbakk- anum hafa verið að fikta við ofbeldi og það þýðir að vopnunum, sem þeir hafá getað haldið í eigu sinni til að verja sjálfa sig gegn Palestínumönn- um, kunni einhvem tíma að verða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.