Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 29. september 1993 Ásgeir Sigurvinsson, aöalþjálfarí meistaraflokks Fram, sagði ( gær starfi sínu lausu hjá félaginu, en Ásgeir skrífaöi síöastliðinn vetur undir tveggja ára samning við féiagið. Bjami Jóhannsson aðstoðarþjálfarí lætur einnig af störfum hjá félaginu. Ekki náðist í Ásgeir í gær, en hann var farinn brott af landinu, og ekki náðist heldur (Halldór B. Jónsson, formann knattspymudeildar Fram, í gær. Líklegasti eftirmaður Ásgeirs Sigurvinssonar er Marteinn Geirsson sem þjálfaði Leiftur í sumar en viðræöur forystumanna Fram og hans eru þegar hafnar. Samkvæmt heimildum Tímans munu leiðir skilja í nokkrum friði og mun ákvörðunin vera Ásgeirs. Það er fyrst og fremst þrennt, sem leiddi til þess að Ásgeir hættir hjá félaginu. Félagið mun ekki hafa treyst sér til að standa undir þeim væntingum, sem Ásgeir hafði gert sér um nýja Ieikmenn, auk þess sem hagir Ás- geirs munu hafa breyst á þann veg að ekki hefði verið möguleiki fyrir hann að koma til landsins á ný fýrr en í apríl næstkomandi, í stað áramóta sem áður hafði verið ákveðið, og mun félagið ekki hafa sætt sig við að hann kæmi svo seint. Mun Ásgeir standa í töluverðum fjárfestingum í Þýskalandi, sem útheimta aukna veru hans á þeim slóðum, en þessar breytingar munu hafa átt sér stað mjög nýlega, þ.e.a.s. eftir að hann gaf út yfirlýsingar um að hann myndi verða áfram hjá Fram. Þá má ekki gleyma því að árangur hans með liðið er langt frá því að vera sá sem væntingar stóðu til. Það er nokkuð ljóst að Ásgeir Sigur- vinsson hefúr verið knattspymu- deild Fram nokkuð dýr, þó að samn- ingur hans við félagið hafi að mestu leyti verið fjármagnaður með auglýs- ingasamningi við Samvinnuferðir- Landsýn. Hevrst hefur að tveggja ára samningur Ásgeirs hafi hljóðað upp á tíu milljónir króna og á meðan Framliðið nær ekki að tryggja sér sæti í Evrópukeppni, getur reynst erfitt að fjármagna annan rekstur fé- lagsins. -PS Ásgelr Slgurvinsson. ÍÞRÓTTIR UMSJÓN: PJETUR SIGUROSSOM Evrópukeppnin í knattspymu Úrslit Evrópukeppni bikarhafa Haifa-Torpedo Moskva-- J-1 Haifa frá ísrael í aðra umferða á 3- 2 sigri samanlagt Cardiff-Standard Liege _...1-3 Standard sigrar 8-3 samanlagt Parma-Degerfors_________2-0 Parma sigrar 4-1 samanlagt Paris SLGermain-Apoel----.2-0 StGermain sigrar 3-0 samanlagt Evrópukeppni félagsliða Bordaux-Bohemians---------5-0 Bordeaux sigrar samanlagt 6-0 Boavista-US Luxemburg_____4-0 Boavista sigrar 5-0 samanlagt Sp. Vladikavkaz-Bor Dortm.. 0-1 Borussia Dortmund sigrar 1-0 samanlagt Eintr. Frankf.-Dyn. Moskva ..1-2 Eintracht sigrar 7-2 samanlagt Ad. Wacker-Dnepr Dnepro. ...2-3 Dnepropetrovsk frá Úkraínu sigrar 4-2 samanlagt Valetta-Trabzonspor----..... 1-3 TVabzonspor sigrar 6-2 samanlagt Dundee Utd-Bröndby--------3-1 Bröndby áfram eftir framlengdan leik. Samanlagt 3-3 með fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Servette-Crusaders........4-0 Servetta sigrar 4-0 samanlagt Maritimo-Antwerpen .......2-2 Antwerpen sigrar 4-2 samanlagt PSV-Karisruhe____________ 0-0 Karlsruhe sigrar 2-1 samanlagt Mechelen-Norrköping-------1-1 Mechelen sigrar 2-1 samanlagt Loko. Moskva-Juventus ----0-1 Juventus sigrar 4-0 samanlagt Atl.Madrid-Hearts ........3-0 Atletico sigrar 4-2 samanlagt Dep.Coruna-Álaborg _______5-0 Deportivo sigrar 5-1 samanlagt Enska knattspyman l.deild Sunderiand-Grimsby __...2-2 Handknattleikur 1. deðd karla Þór Ak.-ÍBV.........kl. 20.30 Selfoss-Valur.......kl. 20.00 ÍR-KA...................Jd. 20.00 UMFA-KR.................kl. 20.00 Vfkingur-Stjaman ...kl 20.00 1. deild kvenna Valur-Sljaman .....Jtl. 18.00 1. deild kvenna í handknattleik FH-Fram 18-23: Erfiður vetur framundan Framstúlkur lögðu FH að velli í 1. deildinni í handknattleik í Kapla- krika í gærkvöldi, 18-23, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10- 12, Fram í vil. Leikurinn var slak- ur, en það er óhætt að segja að sigurinn hafi verið sanngjara. Það er alveg ljóst að bæði lið eiga framundan erflðan vetur ef marka má leik liöanna í gærkvöldi. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og höfðu yfirhöndina fram í miðj- an fyrri hálfleik, en þá sagði Kol- brún Jóhannsdóttir, stopp, hingað og ekki lengra. Hún varði hvert skotið á fætur öðru og Fram náði yfirhöndinni. í síðari hálfleik breyttu FH-ingar vöminni sem riðlaði dálítið sóknarleik liðsins og náðu þær að saxa á fjögurra marka forskot sem Fram náði í upphafi hálfleiksins. Á lokamínútum leiks- ins náðu Framstúlkur þó að tryggja sér sigurinn. Kristín Ragnarsdóttir línumaður úr Fram var best á vellinum í gær og þá lék Kol- brún Jóhanns- dóttir vel. Aðrar í liðinu voru í meðalmennsk- unni, þar á með- al Selha Tosic frá Króatíu, sem virkar þung, en er þó sterk í vörn. Arndís Aradóttir bar höfuð og herðar yfir félaga sína í FH og þá lék BjörkÆgisdóttir vel á línunni. Dómaran Gunnar Kjartansson og Bjöm M. Jóhannsson og dæmdu þeir vel. Mörk FH: Arndís Aradóttir 8(5v), Björg Gilsdóttir 4, Hildur Harðar- dóttir 3, Björk Ægisdóttir 1, Thelma Árna- dóttir 1, Berg- lind Sigurðs- dóttir 1. Mörk Fram: Kristín Ragn- arsdóttir 8, Osk Víðisdóttir 5, Selha Tosic 4 (1), Steinunn Tómasdóttir 3, Dí- ana Guðjónsdóttir 2 (lv), Hafdís Guðjónsdóttir. Gangur leiksins: 3-3, 7-5, 8-8, 10- 12 — 13-15,15-17,17-19,18- 23. Pjetur Sigurðsson Tíma-maður leiksins Kristín Ragnarsdóttir Fram Lék sóknarleikinn mjög vel. Lék nær óaðflnnaniega á línunni greip vel og skoraði átta mörk. Þá var hún sterk í vöra. ............:....:.... 1. deild kvenna í handknattleik Fylki-Grótta 15-27: Yfirburðir Gróttustúlkna Grótta vann yfirburðasigur á Fylki í 1. deildinni í handknattleik í íþróttahúsinu við Austurberg í gærkvöldi, 15- 27, eftir að stað- an í hálfleik hafði verið 8-12, Gróttu í vil. Það var aldrei spurn- ing um hvort liðið færi með sigur af hólmi því Gróttustúlkur vom betri á öllum sviðum handknatt- leiks, ef frá er talin vamarharka. Af henni var nóg hjá Fylki. Laufey Sigvaldadóttir var best í liði Gróttu en einn- ig lék Brynhild- ur Þorsteins- dóttir mjög vel í vinstra homi og Fanney Rúnars- dóttir varði vel í markinu. Eva Baldursdóttir var skást f slöku Fylk- isliði. Dómaran Árni Sverrisson og Birgir Ottósson. Vöktu sumir dómar þess síðamefnda oft furðu, en á hvomgt liðið hallaði. Mörk Fylkis: Eva Baldursdóttir 5, Rut Baldursdóttir 3, Anna G. Hall- dórsdóttir 2, Steinunn Þorkelsdóttir 2, Anna G. Einarsdóttir 2, Ágústa Sigurðardóttir 1. Mörk Gróttu: Laufey Sigvaldadóttir 10, Brynhildur Þorsteinsdóttir 7, Þórdís Ævarsdóttir 2, Sigríður Snorradóttir 2, Ágústa Bjömsdóttir 2, Unnur Halldórsdóttir 2, Elísabet Þorgeirsdóttir 1, Björk Brynjólfs- dóttir 1. Pjetur Sigurðsson Tíma-maður leiksins Laufey Sigvaldadóttir Gróttu Skoraði 10 mörk í leiknum, mörg hver giæsileg. Laufey er gífuriega skemmtilegur handknattleiksmaður^ Sigurður Lárusson hættir sem þjálfari Þórs í knattspyrnu: Vilja fá Lúkas Sigurður Lámsson, þjálfari Þórs í 1. deildinni í knattspymu, hefur til- kynnt að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta ári. Talsverður áhugi mun vera fyrir því hjá Þór að fá Lúkas Kostic sem þjálfara og samkvæmt heimildum Tímans mun áhugi hans einnig vera einhver. Sigurður Lámsson lýsti yfir ákvörðun sinni í búningsklefa liðs- ins eftir síðasta leik þess á laugar- dag. Það kemur og fram í dagblað- inu Degi í gær að Sigurður Lámsson telur ekki samstarfsgrundvöll á milli sín og félagsins. Samkvæmt heim- ildum Tímans verða töluverðar breytingar á stjórn knattspyrnu- deildar Þórs og mun formaðurinn, Rúnar Antonsson, hætta. Lúkas Kostic er nú staddur erlendis með Kostic Skagamönnum, en líklegt er að við- ræður verði hafnar fljótlega og gengið frá hugsanlegri ráðningu hans innan tveggja vikna. Grindvíkingar hafa einnig áhuga á því að fá Lúkas sem þjálfara, en lík- Íegra hlýtur þó að teljast að hann fari norður yfir heiðar, þar sem hann lék á fyrstu ámm sínum hér á landi. -PS Jóhannes Atlason hefur lýst því yfir að hann hætti með lið ÍBV í 1. deildinni í knattspyrnu: ÍBV ræðir við Jóhannes Jóhannes Ólafsson, formaður knatt- spymuráðs ÍBV, sagði í samtali við Tímann að þrátt fyrir yfirlýsingar Jóhannesar Atlasonar, þjálfara IBV síðastliðið keppnistímabil, um að hann muni ekki þjálfa liðið næsta ár, muni verða rætt við hann um áframhaldandi þjálfun hjá félaginu. Það væri eindreginn vilji knatt- spymuráðs og leikmanna félagsins. Jóhannes lýsti því yfir, strax að leik ÍBV og Fyíkis loknum, að hann myndi ekki þjálfa liðið á næstkom- andi keppnistímabili. Varðandi leik- menn, þá mun verða rætt við þá Anton Björn Markússon og Bjama Sveinbjömsson fljótlega, en báðir vom þeir lykilmenn hjá ÍBV í sumar. Bjarni er nú í frii á Mallorca og mun verða rætt við hann þegar hann kemur heim. -PS ... Rúmenska 1. deildarliöiö Progresul Bucharest varð fyrsta erlenda liðið sem leikur I Irak eft- ir að samskiptabann var sett á landið eftir innrásina (Kuwait ár- ið 1990. Um var að ræða vináttu- leik, en Alþjóða knattspyrnusam- bandið aflétti nýlega banni þvf sem sambandið setti á heim- sóknir knattspyrnuliða til frak. ... ftalska 1. deildarliðið Udi- nese, sem hefur átt (vandræö- um (upphafi timabils á ítallu, hefur leyst fyrrum landsliðsþjálf- ara (tallu frá starfi og fengið hon- um aðra stjórnunarstöðu hjá fé- laginu. Við starfi hans sem þjálf- ari tekur Adriano Fedele, en Udi- nese hefur tapað fjórum af sex fyrstu leikjunum f ftölsku deildinni og eru nú f þriðja neðsta sæti. ... Enska knattspyrnusam- bandið hefur kært Neil Ruddock, sem nýlega var keyptur til Li- verpool, fyrir að hafa slegið eða reynt að slá Mike Newell (leik liðsins við Blackburn á dögun- um, en Newell skoraöi einmitt sigurmarkið I leiknum. Kæran er byggð á myndbandi og þar mun koma í Ijós að Ruddock sló Ne- well. Ruddock á yfir höfði sér dóm vegna atviks sem átti sér stað i leik Liverpool og Newc- astle (æfingarleik, þar sem Pet- er Beardsley kjálkabrotnaði eftir viðureign slna við Ruddock. Ruddock segir um það atvik að hann hafi verið að stilla til friðar. ... Nú hefur verið ákveðið að Ólympíuleikar fatlaðra árið 2000 fari fram (Sidney i Ástraliu, eöa á sama stað og Ólympíuleikarnir fara fram. í frétt frá Alþjóða ólympiunefnd fatlaðra kemur fram að ekki sé fyrirfram ákveðið að ólympiuleikar fatlaöra fari fram á sama stað, þó að svo hafi verið (nokkur undanfarin skipti. ... Kristinn R. Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Hauka f knattspyrnu á næsta keppnistímabili, en Kristinn hefur leikið með 1. deildarliði Fram um árabil. Kristinn tekur við af Ólafi Jóhannessyni sem þjálfaði Hauka (sumar. ... Félagl hans hjá Fram, Pét- ur Arnþórsson, hefur verið orð- aður við þjálfarastarf hjá Leikni I Breiðholti, en bróðir hans Robert Arnþórsson, iók með liðinu f fyrra, en gekk (sumar til liðs við Viking. ... Andrej Strejlau er hættur að þjálfa pólska landsliðið i knattspyrnu, eftir ósigur liðsins gegn Norðmönnum á dögunum. Með ósigrinum voru möguíeikar Pólverja á að komast f úrslita- keppni HM ( Bandaríkjunum úr sögunni. Strejlau er íslenskum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur en hann þjálfaði Fram f 1. og 2. deildinni hér á ár- um áður. ... Helgi Þóréarson hefur ver- ið ráðinn þjálfari Vals í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Helgi hef- ur þjálfað 1. deildarlið Stjörnunn- ar siðastliðin þrjú ár og hefur getið sór gott orð. ... Einn leikur fór fram I ensku úrvalsdeildinni f knattspyrnu ( fyrrakvöld en þar áttust við lið Wimbledon og QPR og endaði leikurinn með jafntefli, 1-1. Alan McDonalds skoraði fyrir QPR, en Les Ferdinand jafnaði fyrir Wim- bledon með sjálfsmarki. ... Leik Hauka og FH (1. deild- inni í handknattleik sem fram átti að fara I gær hefur verið frestað þar til á morgu.n og fer hann fram klukkan 20 i (þróttahúsinu við Strandgötu. ... AC Milan mun taka sæti Marseille (heimsmeistarakeppni félagsliða og leika þeir gegn S- Amerikumeisturunum Sao Paulo frá Brasiliu. Þetta kemur f fram- haldi af þvl að Marseille hefur verið vlsað úr Evrópukeppni meistaraliða, auk þess sem liðið hefur verið svipt franska meist- aratitlinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.