Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 29. september 1993 ■ i et_'_ ■ . w »" iioftBS otgrun mgqofg Landsþing LFK á Hallormsstað Á landsþinginu á Hallormsstað 9. október verður rætt um sveitarstjómarkosn- ingamar að vori. Dagskrð: 1. Hveis vegna starfa konur stutt I sveitarstjómum? Frummælandi Herdls Sæ- mundsdóttir bæjarfulltnji. 2. Yfir þröskuldinn. Frummælandi Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. 3. Áfram til átaka. Frummælandi Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur. Fnmkvæmóastjóm LFK Norðuriandskjördæmi eystra Kjördæmisþing verður haldið 16. október næstkomandi. Formenn féiaga enr hvattir til aö halda aðalfundi og kjósa fulltrúa á þingið. Dag- skrá og fundarstaöur nánar auglýst slöar. KFNE Suðuriand Kjördæmisþing framsóknarmanna ð Suðuriandi verður haldið laugardaginn 23. október 1993 í Vestmannaeyjum og hefst kl. 10.00 árdegis. Dagskrð nánar aug- lýst sfðar. StfómKSFS Kópavogur—Opið hús Opið hús veröur hjá Framsóknarflokknum i Kópavogi á laugardögum kl. 10-12 að Digranesvegi 12. Komiö og spjalliö um bæjar- og landsmálin. Heitt á könn- unni. Ungir framsóknarmenn í Reykjavík Aöalfundur Félags ungra framsóknarmanna verður haldinn að Hafnarstræti 20, 3. hæð, fimmtudaginn 30. september n.k. kl. 20.00. A dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Allir ungir framsóknarmenn velkomnir. Nýsköpun í atvinnulífi — Atvinnuleysi útrýmt Til umræðu á fyrsta fundi Komhlöðuhóps framsóknarkvenna: Jón Eriendsson, yfirverkfræðingur upplýsingaþjónustu Háskóla (slands, kynnir nýjar hugmyndir um hvemig útrýma megi atvinnuleysi. Fundurinn hefst I Litlu-Brekku f Lækjarbrekku fimmtudaginn 30. september, kl. 17.30. XI. 18.30 verður borinn fram léttur kvöldverður á vægu verði. Tilkynnið þátttöku f slma 624480, fyrir hádegi. Allir vefkomnir. (BLAÐBERAVÁNTAR A B0LSTARHLIÐ - SKAFTAHLIÐ - LANGAHLÍÐ Iíminn Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17 Jónas Guðmundsson Fæddur 1. ágúst 1921 Dáinn 21. september 1993 Jónas Guðmundsson andaðist í Reykjavík 21. sepL sl. og verður jarðsunginn frá Landakirkju í dag, 29. sepL Jónas fæddist 1. ágúst 1921 í Flatey á Skjálfanda. Foreldrar hans voru Guðmundur Karl Jónsson og María Jónasdóttir, hjón að Kross- húsum í Flatey. Þau hjónin eignuð- ust 11 böm, en af þeim komust 8 til fullorðinsára. Að Jónasi gengnum em nú 4 systkini á lífi, þrír bræður og ein systir. Bræðumir búa fyrir norðan, tveir á Húsavík og einn á Akureyri. Systirin býr í Kópavogi. Um skólagöngu var ekki að ræða, nema barnaskóla. Lífsbaráttan var hörð og bamahópurinn stór. Jónas byrjaði snemma að vinna. Tíu ára gamall byrjaði hann að stokka upp og beita og svo tóku sjóróðramir við. Árið 1941 kom Jónas hingað til Vestmannaeyja og var til sjós í tutt- ugu ár. Hann var á Skúla fógeta í 10 vertíðir. Sjómannsferil sinn endaði hann á Stíganda, hjá Helga Berg- vinssyni. Á sjómannsámm sínum fór Jónas á mótornámskeið á vegum Fiskifélags íslands og öðlaðist rétt- indi sem mótoristi, eins og það var kallað í þá daga. Jónas var verkstjóri í Fiskiðjunni frá 1961-1973. Frá því að gos hófst í janúar 1973 vann Jón- as hjá Viðlagasjóði í Reykjavík og starfaði þar til september sama ár, en þá flutti hann aftur heim til Eyja og hóf störf hjá Kaupfélagi Vest- mannaeyja. Hann vann lengst af sem verslunarstjóri hjá Timbursöl- unni. Hann hætti störfum í lok marsmánaðar á þessu ári, vegna veikinda. Veikindi sín bar hann af karlmennsku, en síðustu 9 mánuð- ina var hann sárþjáður. Jónas kvæntist eftirlifandi konu sinni, Söm Stefánsdóttur frá Hrísey, 21. desember 1952. Þau hófu búskap í Framnesi hér í bæ, en í maí 1953 kaupa þau húsið Landakot, nú Mið- stræti 26. Böm þeirra em: Stefán Óskar, verkstjóri hjá Bæjar- veitum Vestmannaeyja, kvæntur Sigurlaugu Grétarsdóttur, gjaldkera hjá sýslumannsembættinu hér í Eyj- um. Þau eiga einn son, Grétar. Guðmundur Karl, búsettur í Reykjavík, ókvæntur. Vestmannaeyjum Anna María húsmóðir, búsett í Reykjavík, gift Jóhanni Valdimars- syni. Þau eiga þrjú böm: Söm, Valdimar og Rakel. Áður átti Jónas dóttur, Ástu Maríu, með Helgu Valtýsdóttur. Ásta María er búsett hér í Eyjum, gift Hallgrími Júlíussyni netagerðarmeistara. Þau eiga þrjú börn: Þorstein, Júlíus og Þóm. Barnabömin em orðin sjö. Jónas var mjög bamgóður og hafði yndi af að umgangast börn. Við Jónas áttum samleið hátt í íjóra áratugi, á margvíslegum vettvangi. Ég kynntist honum sem vinnufé- laga, þar sem græskulaust spaug bar á góma. Ég kynntist einnig kórfélag- anum Jónasi, en við sungum saman í Landakirkju í 19 ár. Jónas mætti alltaf íyrstur. Kátur og Ijúfur félagi, en tók af alvöru þátt í kórstarfinu. Hann vissi, að taka þarf félagsstarf alvarlega, ef árangur á að nást. Jón- as var oftast með flestar mætingar, oft með 150 mætingar eftir árið. Hann hafði yndi af söng, hafði góða rödd og var fljótur að læra lög og texta. Hann stóð á söngpallinum meðan stætt var, jafnvel eftir að hann var orðinn alvarlega sjúkur. En lengst áttum við Jónas samleið í Framsóknarfélagi Vestmannaeyja, eða hátt í fjömtíu ár. Jónas var stefnufastur og undansláttur var honum ekki að skapi. Hann var gagnrýninn og fengu samherjar hans oft orð í eyra fyrir dugleysi. Jónas tók mikinn þátt í kosninga- baráttu. Hann var mjög harðfylginn og vissi að sigur fæst ekki án bar- áttu. Við félagar hans munum lengi minnast skemmtilegra stunda í sambandi við vinnu á kjördegi. Ég tel mig hafa þekkt Jónas nokkuð vel. Þó er nú svo, að enginn veit full- komlega hvað í annars huga býr. Jónas var dulur og ræddi aldrei um sína persónulegu hagi. Ég hygg, að þrátt fyrir létt spaug á vinnustað, þá hafi Jónas innst inni verið mikill al- vömmaður. Hann bar mikla um- hyggju fyrir heimili sínu og fjöl- skyldu. Hann var uppalinn í krepp- unni og eins og margur, sem gekk í gegnum þann erfiða skóla, þá vildi hann kunna fótum sínum forráð í efnalegu tilliti. Þó að ég hafi nefht nokkur af fé- lagsstörfum Jónasar, þá er margt ótalið. Hann starfaði lengi að verka- lýðsmálum og var í stjórn Verkalýðs- félags Vestmannaeyja um langt ára- bil. Þá var hann virkur félagi í Norð- lendingafélaginu og var heiðursfé- lagi þess. Þá var hann um langt skeið varamaður f sóknamefnd Landakirkju. Eins og áður er sagt hér að framan, þá vann Jónas hjá kaupfélaginu, lengst af sem verslunarstjóri hjá Timbursölunni, sem lengst af var í eigu Kaupfélags Vestmannaeyja, síð- an Kaupfélags Árnesinga. Jónas var harðduglegur og ósér- hlífinn. Ég var lengi í stjóm Kaupfé- lags Vestmannaeyja og síðar um nokkum tíma samverkamaður Jón- asar. Ég get fullyrt að leitun er að samviskusamari og heiðarlegri manni. Mér fannst oft að honum væri ekki þakkað sem skyldi. Nú er Jónas horfinn sjónum okkar. Sem félagi hans á margvíslegum vettvangi þakka ég honum að leiðar- lokum samfylgdina. Hann var alltaf heill í starfi, hálfvelgja var honum ekki að skapi. Ég sendi Söru, böm- unum og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Björasson Merkur maður skrifar móður Breiðfirðingur, tímarit Breiðfirð- ingafélagsins, er kominn út í 51. sinn og er efnismikill og fróðlegur að vanda. Lengsta greinin í ritinu er eftir Lúðvík Kristjánsson og er fyrir- sögn hennar „Bréf til móður. Þank- ar um Sigurð Kristófer Péturssorí'. Rakinn er ferill þessa merka manns, sem átti ótrúlega ævi. Hann ólst upp í fátækt og 16 ára gamall var hann vistaður á holds- veikraspítalanum í Laugarnesi og átti þaðan ekki afturkvæmt. Lík- aminn var sjúkur og sár, en Sigurði Kristófer vom gefnar betri gáfur og meira andlegt þrek en öðmm mönnum. Hann þroskaði anda sinn og nam og kenndi af sjúkra- beði sínum og liggja ekki færri en 18 rit eftir hann, þýdd og frumsam- in. Sigurður Kristófer var skáld, heimspekingur, fræðimaður og kennari, en honum var ekki nóg að nema visku og fræði, hann varð líka að skila fróðleik til annarra. Eitt höfuðrit Sigurðar Kristófers, „Hrynjandi fslenskrar tungu“, er fáu eða engu öðm líkt og er vitnis- burður um virðingu hans fyrir móðurmálinu. Margir af virtustu höfundum þjóðarinnar hafa minnst Sigurðar Kristófers Péturssonar að verðleik- um og er ritgerð Lúðvíks Kristjáns- sonar kærkomin viðbót við þá um- fjöllun, ekki síst það sem hann hef- ur grafið upp um æskuárin og sam- band móður og sonar, sem vom Siguröur Kristófer Pétursson. eins snauð af veraldlegri velgengni og þau vom rík af ást og andlegri reisn. Margt er fleira forvitnilegt í Breið- firðingi og má þar geta greinarinn- ar um olíubrúsa og húfu sem hall- ast út í annan vangann og em gamlar minningar um Stein Stein- arr sem Ingi Bogi Bogason skráði. Páll Lýðsson skrifar um sýslu- mannaréttarfar. Minningar Kristjönu V. Hannes- dóttur bjóða framhaldi heim í næstu ritum. Grein er um tvær systur úr Stykkishólmi, Gróu og Þorbjörgu Sigvaldadætur, sem báð- ar urðu bóndakonur í Dölum. Greinin er skráð af Halldóri Ólafs- syni. Systir þeirra Ólöf rekur ferða- minningu, er hún vitjar æskuslóð- anna, en hún bjó langa ævi í Borg- amesi. Margt er fleira í heftinu, sem ekki er getið hér og þarf ekki að vera ómerkara fyrir þá sök. OÓ Tíminn óskar eftir umboðsmönnum á Hvolsvelli og Laugarvatni Tíminn Lynghálsi 9 - Sími 91-686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.