Tíminn - 23.10.1993, Síða 2

Tíminn - 23.10.1993, Síða 2
2 Tíminn Laugardagur 23. október 1993 Verkamannasamband íslands: Boltinn hjá ríkisstjórn Þórarínn V. Þórarínsson, framkvæmdastjórí VSÍ, segir aö þaö muni skýrast á næstu tveimur vikum í viðræðum launanefnda aöila vinnumarkaöaríns viö ríkisstjóm, hvort heimildir verða fýrír upp- sögn kjarasamnings. Hann segir að bæöi forsætisráöherra og ut- anríkisráðherra hafi lýst yfir vilja til viðræðna og mikilvægi þess að samningunum verði ekki sagt upp. „Þannig að mér virðist vera fullt tilefni til að ætla að það eigi að nást einhver sameiginleg niðurstaða í málinu. Það hlýtur að grundvallast á viðræðum og sameiginlegu mati um það, hvaða breytingar og að- gerðir séu helst til heilla. Eins og ég skil það, þá leggur VMSÍ-þingið höfuðáherslu á atvinnumálin, vexti og opinberar framkvæmdir og auð- vitað er þetta eitthvað sem verður að ræða.“ Eins og kunnugt er, þá hefur VMSÍ ályktað að segja beri upp gildandi kjarasamningum við endurskoðun þeirra þann 10. nóvember n.k. að öllu óbreyttu. Framkvæmdastjóri VSÍ segir það afar mikilvægt fyrir aðila, sem koma að málinu, að ofmeta hvorki né vanmeta eigin stöðu eða ann- arra. Hann segir að fyrir ríkisstjórn- ina hljóti það að skipta gríðarlega miklu máli að geta áfram byggt á því öryggi, sem bundnir kjarasamn- ingar gefa, og hið sama megi segja um afstöðu atvinnurekenda. Hann segir að fyrir verkalýðshreyf- inguna sé það auðvitað stóra spurn- ingin hvort líklegt sé að menn bæti atvinnuástandið og kjörin með því að segja upp samningum og afsala sér þá um leið þeim ávinningum, sem íylgja bundnum samningi, s.s. lækkun matarskatts, hækkun á des- emberuppbót og orlofsuppbót. -GRH Sameining Landakots og Borgarspítalans náðarhöggið: Það er Ijóst að við eigum að deyja „Nú er ljóst að við eigum að deyja," segir heimildarmaður á Landa- kotsspítala um sameiningu spítal- ans og Borgarspítalans, sem stefnt er að um áramót. Þar vísar hann til þess að nú eru tvær deildir lokaðar á spítalanum og þriðja deildin tæmist þegar bamadeildin flytur Tíminn flytur Tíminn flytur nú um helgina of- an af Lynghálsinum í nýjan samastað í hjarta borgarinnar, að Hverfisgötu 33 þar sem ritstjóm blaðsins, afgreiðsla og auglýs- ingadeild verða frá og með mánudeginum 25. október. Við flutninginn breytast síma- númer blaðsins. Aðalsími í aliar deildir blaðsins framvegis verður 618300. Auglýsingasími verður 618322 og bréfsími verður 618303. yfir á Borgarspítala. Heimildir herma að enn sé í raun ekki búið að ákveða hvort bama- deild Landakots muni flytjast á Borgarspítalann eða Landspítal- ann. Eins og kunnugt er, er stefnt að sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala um áramót. Þá hefur komið fram að bamadeildin eigi að flytjast á Borgarspítala, en öldmnarsjúklingar flytjist þaðan á Landakotsspítala. Heimildarmaður blaðsins segir samt að ekki sé hægt að gagnrýna þessa ráðstöfun. Þar vísar hann til þess að niðurskurðurinn á spítal- anum hafi verið hroðalegur fyrir og því sé betra að fá einhverja starfsemi á spítalann heldur en enga. Þegar bamadeildin fer, standa eftir skurðstofa fyrir biðl- istaaðgerðir og augndeild. Á spítalanum hefur verið ágrein- ingur um þrjár leiðir, þ.e. hvort spítalinn ætti að vera sjálfstæður eða sameinast annað hvort Land- spítalanum eða Borgarspítalanum. Samkvæmt heimildum blaðsins líta starfsmenn samt á þetta sem besta mál, úr því sem komið er. Það kemur þeim samt á óvart að sameina eigi þessa spítala með stuttum fyrirvara, þ.e. um áramót. Þar vísa þeir m.a. til samþykktar læknaráðs, en þar var ekkert minnst á sameiningu, en kveðið á um að samræma ætti rekstur spít- alans heildarstefnu í heilbrigðis- málum. Þá herma sömu heimildir að í raun standi harður slagur um barnadeildina milli Borgarspítala og Landspítala. sem hýsir barna- spítala Hringsins. Á Landspítala telja menn sig geta yfirtekið deild- ina án nokkurs tilkostnaðar. Borg- arspítalamenn benda á að þar sé fyrir háls-, nef- og eymadeild ásamt slysadeild og telja sig því verða að hafa barnadeild. Egill Ólafsson, leikari og hljómlistarmaður, að slá í gegn í þýsku sjónvarpi? Egill leikur í þýskri sápu Egill Ólafsson, leikari og tónlist- armaður, leikur í unglingamynda- flokki sem þýska sjónvarpsstöðin RTL, stærsta einkastöðin í Þýska- landi, gerir og sýndur verður eftir áramót Þegar er búið að gera tvo þætti, en til stendur að gera 10 þætti til viðbótar. Upptökur fóru fram í Afríku í haust. Þættimir gerast hins vegar í Þýskalandi. Þættimir fjalla um há- skólastúdenta, sem hætta námi og fara niður að strönd og eyða tíman- um við að sigla á seglbrettum. Eg- ill leikur veitingamann, sem stúd- entamir hafa mikil samskipti við. Þetta er með stærri hlutverkum í myndaflokknum. Egill tók fram að hann sigldi ekki á seglbrettum í myndunum. Það má segja að leikur Egils í myndinni Karlakórinn Hekla hafi leitt til þess að hann tók að sér þetta hlutverk í þýska mynda- flokknum. Karlakórinn var tekinn upp í Þýskalandi að hluta til. Hann kynntist þar kvikmyndagerðar- mönnum, sem bentu á hann þegar leikarar vom valdir í hlutverk í unglingamyndaflokkinn. Ráðgert er að gera 10 þætti til við- bótar og hefjast upptökur á þeim í vor. Egill lék einnig í sumar í sjón- varpsmynd fyrir Norddeutsche Rundfunk. Þar leikur hann íslend- ing sem hefur verið búsettur í Þýskalandi í átta ár. Þessi mynd verður sýnd á næstu dögum í þýsku sjónvarpi. Egill sagðist vonast eftir að fá fleiri tækifæri til að leika erlendis. Hann sagði þetta vera mjög skemmtilega reynslu. Hann sagði ólíku saman að jafnan að vinna við kvikmyndagerð í Þýskalandi og hér heima. Kvikmyndagerðarmenn úti hafi úr miklu meiri peningum að spila og vinnubrögð öll séu mun skipulagðari. Þessa daga er Egill að vinna að uppsetningu á leikritinu Eva Luna í Borgarleikhúsinu, en hann semur alla tónlist við leikritið. Frumsýn- ing er ráðgerð í lok desember. -EÓ Stjórnsýsluhús Frá Guttormi Óskarssyni, fréttarltara Tfmans f Skagafirði I síðustu viku var vígt nýtt stjórnsýsluhús á Sauðárkróki og tekið i notkun. Húsið var áður kjörbúð Kaupfélags Skagftrðinga, en Ámi Ragnarsson arkitekt hefur hannað allar breytingar og faríst það forkunnarvel úr hendi. Byggingameistari var Bragi Skúlason. Húsið mun nú kosta um 100 milljónir króna. Eigend- ur þess eru Sauðárkróksbær, Héraðsnefnd Skagafjarðar og Byggðastofnun, en stofnunin opnaði einmitt útibú í húsinu sama daginn og það var vígt. Snorri Bjöm Sigurðsson bæjar- stjóri setti samkomuna, bauð gesti velkomna og rakti tildrög þess að ráðist var í byggingu hússins. Þorsteinn Ásgrímsson, formaður héraðsnefndar, þakk- aði hvað vel hefði verið staðið að þessari framkvæmd og þá sér- staklega verktökunum, TVé- smiðjunni Borg. Þá tók til máls Matthías Bjama- son, formaður stjórnar Byggða- stofnunar. Hann ræddi mikil- vægi stofnunarinnar fyrir upp- byggingu atvinnulífs í Iandinu og svaraði einnig að nokkru leyti þeim árásum, sem stofnunin hefur orðið fyrir að undanfömu. Þá afhenti Matthías einnig pen- ingagjöf, kr. 300 þúsund, til Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi og sömu upphæð til Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Forráðamenn safnanna þökkuðu þetta rausnarlega framlag Byggðastofriunar. Um 150 manns voru vlflstaddir opnun stjómsýslu- hússlns, sem var svo opið, almennlngl tll sýnls. á Sauðárkróki Póstur og sími: Símaskráin í tveimur bindum Símaskráin, sem kemur út næsta vor, verður í tveimur bindum, í stað eins áður, og er breyting þessi gerð til að gera notkun hennar þægilegri. I fyrra bindinu verður nafnaskrá, sem nær yfir alla símnotendur á landinu og verður hún sem áður skipt eftír svæðisnúmerum. Síðara bindið verður í raun við- skiptasímaskrá, sem í verður sérstök atvinnusímaskrá auk gulu síðnanna, sem verða endurbættar frá fyrri út- gáfu. Ætlunin er að auðveldara verði að leita að ákveðinni vöm eða þjón- ustu. Þá verða í fyrsta sinn svokall- aðar bláar síður með númeraskrá yf- ir stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga. Einnig verður sú nýbreytni að far- síma-, fax- og boðkerfanúmer verða birt með rétthafa heimilissíma og faxnúmer með atvinnusímanúmer- um, í stað þess að hafa þau í sér- staloi skrá. -PS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.