Tíminn - 23.10.1993, Síða 6

Tíminn - 23.10.1993, Síða 6
6 Tíminn Laugardagur 23. október 1993 Sfinxinn og sundurskotið andlit hans. Mamlúkum er gefið að sök aö hafa sprengt andlitið burt, þegar herir Napóleons nálguöust Kaíró. Ef til vill skýrir þaö hvers vegna hinum franska herstjóra var kennt um níöingsverkið. I bak- grunni er píramíöi Kefrens. já Á oddi strýtunnar eru leifar hins ínpússaða kalksteins, Æj sem áöur þakti píra- JMí míöana viö Giza. Æm Varð Keóps bætiefni í biór? Öfgasinnaðir bókstafstrúarmenn og jarðskjálftar geta hrist upp í egifsku samfélagi, en píramíðarnir í Giza fyrir utan Kaíró standa kyrrir á sínum stað. í þúsund- ir ára hafa þeir laðað að grafarræningja, landkönnuði, vísindamenn og ekki síst ferðamenn. Nýir fomleifa- fundir auka þekkingu okkar á hinum tignarlegu bygg- ingum og þeim tíma, þegar þær voru reistar. Upp- greftri er ekki lokið — enn á margt eftir að koma í ljós. Minnismerkin gnæfa við himin, þegar haldið er út úr ringulreið borgarlífsins í Kaíró eftir Píramíða- vegi, sem liggur til þessa forna en tilkomumikla grafreits. Auk hinna þriggja heimsþekktu grafhýsa far- aóanna Keóps, Kefrens og Mykerín- ós er hér að finna margar minni grafir, hof og ekki síst Sfinxinn með sitt laskaða andlit. Á sumarmánuðum verður óbæri- lega heitt á þessum stað, því að pír- amíðamir liggja á hásléttu í eyði- mörkinni við vesturbakka Nflar- fljóts. Þá er þægilegt að virða um- hverfið fyrir sér af baki úlfalda. Þrátt fyrir að stjómvöld reyndu hér um árið að koma í veg fyrir stjóm- lausa verslun með minjagripi, úlf- aldaleigu og fleira, er enn enginn vandi að taka á leigu eyðimerkur- reiðskjóta. Og enn streyma ferða- menn hingað þúsundum saman. „Píramíðunum stafar hvorki hætta af mengun né jarðskjálftum, heldur öllum ferðamönnunum sem leggja leið sína hingað," segir Mag- dy Abdil Salam, einn þeirra sem starfa við að skrásetja nýja forn- leifafundi, og leiðir okkur inn í stærsta og sögufrægasta píramíð- ann — grafhýsi Keóps konungs. Stórí salurinn Við fömm um innganginn, sem Mamon kalífi lét gera í lok níundu aldar í von um að finna stórkost- lega flársjóði. Inngangurinn er beint undir upphaflegu dyrunum, sem fúndust síðar og em nú lokað- ar. Þrep liggja inn í píra- míðann og að þeim göng um, sem smurður líkami Keóps konungs hlýtur að hafa verið borinn um. Þau vita inn í Stóra salinn, sem ásamt sjálfum grafklefanum er einhver frægasta smíði sem til er frá hinu Gamla konungdæmi. Þessi mikilfenglegu, rúmlega 46 metra löngu og næstum níu metra háu göng bera glöggt vitni hagleik byggingamannanna. í veggjum em sléttpússaðar kalksteinshellur, sem em felldar saman af slíkri ná- kvæmni, að varla er unnt að reka fingumögl inn í samskeytin. Þröngur gangur eftir Stóra salnum endilöngum liggur inn í hin helgu vé, sjálfan grafklefa Keóps konungs, þar sem rökkur hylur fegurð rauðra graníthellna. Hellumar koma úr námum í Asú- wan ofan úr landi og vom fluttar á báti niður Nfl. Við skammhliðina fjær stendur steinkistan, sem kon- ungurinn var lagður í. Á þessum stað öðlast ímyndunaraflið vængi og löngu liðnir tímar standa sem Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. Gríski sagnfræðingurinn Heródót- os, sem var uppi um 400 ámm fyrir okkar tímatal, kom að sjá píramíð- ana og hann sagði að Keóps hefði verið grimmur drottnari. „En því trúum við ekki lengur," segir Magdy Salam. Kóngur og guð Píramíðamir í Giza vom byggðir á tímum fjórða ættliðar konungsfjöl- skyldunnar í hinu Gamla konung- dæmi, fyrir á bilinu 2590 til 2530 ámm. Keóps var sennilega ekkert frábmgðinn öðmm konungum þessa tíma og staðhæfingar Her- ódótosar um að allt að 100 þúsund þrælar hafi stritað við bygginguna þykja nú orka tvímælis. Samkvæmt nýjustu kenningum störfuðu um fjögur þúsund manns, að meðtöldum starfsmönnunum í grjótnámunni í Asúwan, við bygg- ingu píramíðans og hofa honum tengdum. Margir vom sprenglærð- ir verkfræðingar og verkamennim- ir vom bændur, sem annað hvort fengu greitt fyrir vinnu sína eða gáfu hana af fúsum og frjálsum vilja til að votta kóngi sínum virðingu — á þessum tíma var hann ekki einungis veraldlegur drottnari, heldur einnig guð. Starfið fór að mestum hluta fram þá mánuði, sem Nflarfljót flæðir yf- ir bakka sína og ekki er unnt að stunda jarðrækt á frjósömu slétt- lendinu meðfram fljótsbökkunum. Píramíðabyggingin er ef til vill fyrsta dæmið í veraldarsögunni um atvinnubótavinnu til að koma í veg fyrir erfitt iðjuleysi einu sinni á ári hverju. Að öllum líkindum var síki alla leið fram að sléttunni, sem píra- míðarnir em reistir á, og allt að 15 tonna þungar grjóthellumar mátti flytja þá leiðina. Síðasta spölinn vom hellumar, að meðaltali tvö og hálft tonn að þyngd, dregnar upp skáhallandi palla og lagðar á sína staði. Virði maður píramíðana fyrir sér af háum sjónarhóli, er auðveld ara að gera sérgrein fyrir fjölda grjóthellnanna, sem notaðar vom — við byggingu Keópspíramíðans vom notaðar 2.300.000 grjóthellur. þess að lýsa stærð píramíðans hafe verið gerðar. Napóleon — sem lét hjá líða að ganga á píramíðana, sem er raunar aðeins hægt nú orðið með sérstöku leyfi eftir mörg slys — sagði eitt sinn við móttöku fyrir herforingja sína að í Gizapíramíð- unum þremur væri nægt grjót til að hlaða eins metra háan og þrjátíu sentimetra þykkan múrvegg í kringum allt Frakkland. Stærð- fræðingur er sagður hafa staðfest fullyrðingu keisarans. En fleiri en stærðfræðingar hafa sýnt píramíðunum áhuga. Dul- fræðingar hafa margfaldað og deilt með nákvæmum homum þeirra og málum til að sanna að æðri máttar- völd hljóti að hafa reist þá. Sviss- neski sögufalsarinn Erich von Dániken varpaði fram kenningunni um að geimverur hefðu byggt þá. Líklegra er þó að Egiftamir gömlu hafi verið betur að sér í byggingar- list, stærðfræði og stjarnfræði en áður hefur verið talið. Tveimur kflómetrum frá píramíð- unum grafa amerískir vísindamenn upp grafir þeirra, sem álitnir em hafa verið byggingamenn hinna miklu grafhýsa, og japanskur rann- sóknarhópur er að grafa upp eina hinna fimm bátsgrafa, sem em um- hverfis Keópspíramíðann. Árið 1954 fannst óskemmt skip og nú má skoða hið 4500 ára gamla fley í safni á bak við píramíðann. Murveggur i kringum Frakkland Margskonar við- miðanir til I nokkrum af Mastaba-gröfunum umhverfis plramíðana, þarsem hvíldu háttsettir embættismenn og ættingjar konungs, eru til veggja- ristur sem sýna athafnir við greftrun konunga. Þar má einnig finna stytt- ur af kóngafólkinu, sem höggnar eru beint úr katksteinsberginu. Lit- ina má enn greina, þó að listaverkin hafi verið gerð fyrir um það bil 4.500 árum. Sundurskotið höfuð Sennilega vom bátarnir notaðir til að flytja lík Keóps til hinstu hvflu. Veggjaristur í nokkmm hinna tignu grafa umhverfis píramíðann sýna þessar athafnir. Bátur sá, sem nú er á safninu, hefur auk þess leg- ið í vatni og þess vegna er talið að hann hafi raunvemlega verið not- aður. Önnur kenning, sem kippir þó ekki stoðunum undan hinni fýrri, er að bátunum hafi Keóps átt að sigla með sólguðinum Ra á him- inhvolfinu. Kefren konungur lét reisa Sfinx- inn við rætur píramíðanna og hann var tákn konungsveldisins á tímum faraóanna. Tímans tönn hefur nart- að óvægilega í þessa dularfullu vem með ljónsbúk og mannshöfuð. En það er fleira en veður vond, sem leikið hefúr Sfinxinn illa — stór hluti andlits hans hefur að öllum líkindum verið sprengdur burtu. Sumir hafa sakað Napóleon um þetta níðingsverk, en líklegra þykir að einhver höfðingi á mamlúktím- anum hafi verið að verki. Mamlúk- amir vom heittrúaðir múslimar og heiðin tákn vom þeim þyrnir í aug- um. Svo segir ein kenningin. TVúlega vom píramíðamir að mestu leyti heilir, uns Mamon braust inn í þá á níundu öld. Fram að því höfðu þeir staðið óáreittir, þaktir fínpússuðum kalksteini, og glóið í sólskininu. Eftir innbrot Mamons virðist sem grjót hafi verið num- ið úr þeim til brú- argerðar, múr- veggja og ann- arra bygginga í nágrenninu. Fjársjóð- imir í iðr-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.