Tíminn - 23.10.1993, Side 11

Tíminn - 23.10.1993, Side 11
Laugardagur 23. október 1993 Tíminn 11 Ábyrgð olíufélaga í umhverjismálum. Margrét Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Q8 í Danmörku Hver á að bera ábyrgð ásyndum fortíðar? Margrét Guömundsdóttir, framkvæmdastjóri 08 í Danmörku. í Danmörku starfa þijú stór olíufélög; Q8, Shell og Statofl. Q8 - Ku- wait Petroleum - er í eigu stjórnvalda í Kuwait og rekið sem danskt hlutafélag og er hlutaféð að langmestu leyti í eigu Kuwaitmanna. Margr- ét Guðmundsdóttir er einn funm framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Q8 rekur bensmstöðvar um alla Danmörku og hluta Svíþjóðar og á eigin ol- íuhreinsunarstöð í Danmörku sem framleiðir allar olíuvörur fyrirtækis- ins í löndunum tveimur. Q8 er að sögn Margrétar mjög vaxandi iyrir- tæki og hefur nuu keypt upp önnur olíufyrirtæki og gerir enn. Nettóárs- velta er tun 50 mflljarðar ísl. kr. Séu þau gjöld talin með sem félagið innheimtir fyrir danska ríkið þá er veltan nærri 100 milljarðar ísL kr. Margrét var stödd hér á íslandi á dög- unum og hélt mi erindi á ráðstefnu um orkumál og fjallaði um ábyrgð olíufélaga í umhverfismálum. Niður- staða hennar er sú að ábyrgð olíufé- laga taki bæði til fortíðar og framtíð- ar. Fortíðarsyndir Á árum áður áttuðu menn sig al- mennt ekki á mikilvægi þess að halda umhverfinu hreinu og það þótti ekk- ert tiltökumál þótt reykur frá bflum og verksmiðjum faeri út í loftið, úr- gangur í sjóinn þar fram eftir götun- um. Nú, löngu síðar, er því mengun í jörðu vegna ýmissar starfsemi sem löngu er aflögð og hver á að taka til þar? Margrét segir að fjölmargar for- tíðarsyndir fyrirfinnist, þeirra á með- al mengun í jörðu þar sem bensín- stöðvar eða olíubirgðastöðvar hafa verið. En hver ber nú lagalega og sið- ferðilega ábyrgð og hver á að kosta hreinsun? Við ræddum við Margréti um hvemig tekið sé á þessum mál- um í Danmörku, baeði af hálfu stjómvalda, en einkum þó af hálfú hennar fyrirtækis sem um margt hefúr verið í fararbroddi olíufélaga í umhverfismálum. ,l>essi mál hafa verið mikið rædd í Danmörku um árabil. Fjöldi gamalla bensínstöðvalóða er löngu kominn úr eigu olíufélaga: Þá eru margar bensínstöðvar í eigu litla mannsins á hominu og ef hann á sjálfur að hreinsa upp eftir sig og kannski fyrir- rennara sína, þá fer hann einfaldlega á hausinn. Það kostar að meðaltali tæpar 10 milljónir fsl. króna að hreinsa jarðveg undir meðal bensín- stöð og undir því stendur enginn smáatvinnurekandi." Hver á að borga? Hér er rétt að geta þess að rekstrar- form bensínstöðva í Danmörku er með þrennum hætti: Stöðvar sem ol- íufélög eiga og reka sjálf, stöðvar sem olíufélög eiga en leigja út reksturinn, og loks stöðvar í eigu einstaklinga sem oft reka þær ásamt öðrum rekstri, Ld. bflaverkstæði. Síðast- nefndu stöðvunum fer fækkandi en eigendumir eru oft eldra fólk, Ld. hjón sem gjaman vildu komast á eft- irlaun en geta það ekki af fyrmefnd- um ástæðum. Þá er umsetning þess- ara stöðva oft lítil, þær eru utan al- faraleiða og salan lítil og dreifingar- kostnaður vegna þeirra er hár. „Málið allt er þannig vaxið að það er ekki hægt að láta það liggja í láginni. Því hafa olíufélögin í Danmörku bar- ist fyrir því í nokkur ár að alvarlega yrði tekið á þessu máli. Að fengnu samþykki yfirvalda og umhverfisráð- herra var ákveðið að fara út í átak sem hófst árið 1992 og stendur til 1995. Ákveðið var að leggja sérstakt gjald á bensín, 25 ísl. aura á lítrann, til að mæta kostnaðinum. Gjaldið er lagt í sérstakan sjóð og í hann geta m.a. þeir sem reka bensínstöðvar sem á að loka, sótt um hreinsunar- styrk. Mjög margir einstaklingar reka bensínstöðvar og þeir hafa hreinlega ekki getað hætt rekstrinum vegna þess að það er bundið í lög að þegar bensínstöð er lögð niður, skal hreinsa jarðveginn undir henni. Einstakling- ar, eigendur stöðvanna, hafa einfald- lega ekki getað lokað og hætt af þess- um sökum og því hefur verið haldið lífi í óarðbærum rekstri árum saman vegna þess að eigendumir vom múl- bundnir. Með stofnun sjóðsins er verið að komast hjá þessu, gera mögulegt að hreinsa til og að hætt sé við rekstur sem ekki er arðbær. Auk þess geta sveitarfélög sótt um að fá hreinsaða gamla húsgrunna og lóðir þar sem áður voru bensínstöðvar eða þar sem vitað er um olíumengun. Bakteríur sem éta olíumengun Félag okkar, Q8, á stóran hlut í fyrir- tæki sem nefnist Bioteknisk Jordrens og er sérhæft í því að hreinsa meng- aðan jarðveg. Það er gert í höfúð- dráttum þannig að bakteríum er blandað í jarðveginn sem síðan éta upp óhreinindin. Ýmist gerir fyrir- tækið þetta á staðnum eða að komið er með mengaðan jarðveg til fyrir- tækisins og hann annaðhvort feng- inn hreinn til baka eða lagður inn og hreinn jarðvegur tekinn úL Hugmyndina að þessari hreinsiað- ferð átti stúlka sem þá var við nám í Tækniháskóla Danmerkur. Hún hafði gengið um skeið með þessa hugmynd sína milli Heródesar og Pflatusar til að reyna að útvega fjár- magn til að byija rekstur fyrirtækis sem hreinsaði jarðveg með þessum hætti. Hún fékk mjög lítinn hljóm- grunn fyrir hugmyndinni þar til hún kom til mín árið 1985 og upp úr því var fyrirtækið stofnað. Fyrirtæki hennar hreinsaði árið 1991 30 tonn af jarðvegi á mánuði en í ár munu þau hreinsa um 80 tonn þannig að hér er um gríðarlega veltuaukningu að ræða. Aðferðin við hreinsunina þykir nýstárleg en að henni lokinni er moldin algerlega hrein og hægt að rækta í henni hvað sem er, blóm eða grænmeti til matar. í henni verða engin hættuleg efni eftir. Reynslan af þessum sjóði hefur ver- ið mjög góð og nú er um það rætt að stofha svipaðan sjóð sem á að ná til olíubirgðastöðva og þegar hafa verið lögð drög að fyrirtæki til þess að ann- ast hreinsun á þessum svæðum. Danska umhverfisráðuneytið hefúr raunar komið fram með hugmynd að nafrii á það fyrirtæki. Þeir leggja til að það heiti Fortíðarsyndir hf.“ Burt með blýið „Þetta sem ég hef hér sagt frá er einn liður í ábyrgð olíufélaga. Annar liður- inn hefur falist í upplýsingastarfsemi í þeim tilgangi að fá fólk til að tak- marka notkun á olíuafurðum og benda því á að nota þær olíuvörur sem menga minnst og fræða það um hvers vegna. Þetta gerðum við með blýbensínið: Q8 kom ftam með blýlaust bensín strax árið 1985. Þá var talið að sáralít- ill hljómgrunnuryrði fyrir því og það var rétt, bflaeigendur óttuðust að það eyðilegði vélamar, bflaverkstæðin héldu þessu einnig mjög fram og ólu á þessum ótta og sögðu viðskiptavin- um sínum að nota alls ekki blýlaust bensín; það eyðilegði bflana. Við fórum því af stað með mikla upplýsingaherferð ma í samvinnu við öll bifreiðaumboð í Danmörku. Við auglýstum í heilsíðum þar sem taldar voru upp bifreiðategundir sem við ábyrgðumst að gætu notað blý- laust bensín og yrðu einhver vanda- mál, gætu bflaeigendur komið til okkar. Þetta varð til þess að fjöldi skipti yfir í blýlaust bensín. Jafnhliða þessu gerðum við reglu- legar markaðskannanir og í þeim öll- um sást að það voru einkum konur á aldrinum 30-39 ára á Kaupmanna- hafnarsvæðinu sem voru mótfallnar blýbensíni. Á þessum tíma var orðið kunnugt um mjög mikla blýmengun víða og ekki hvað síst í sandkössum á leiksvæðum bama, en þessi mengun stafaði frá útblæstri bfla. Það voru einkum konur á þessu aldursbili sem áttu lítil böm sem léku sér í sand- kössum og böm eiga það til að fá hann jafnvel upp í sig. Blýið safnast upp í heila bamanna og heftir eðli- legan þroska þeirra. Nú er hins vegar svo komið að blýlaust bensín hefúr að mestu rutt hinu úr vegi, blýbens- íni, og mengun af völdum bfla er nú orðin margfalt minni en var þá, þótt ekki sé langt um liðið. Eiturspúandi smávélar Nú er það hins vegar svo að mengun frá alls konar smátækjum er það sem við beinum sjónum að. Þetta eru tæki eins og garðsláttuvélar og önn- ur vélknúin verkfæri. Frá þessum tækjum er gríðarleg mengun. Nýir bflar em nú búnir hreinsitækjum en auk þess nýta þeir eldsneytið svo vel að mengun frá þeim er orðin sáralít- il. Sama verður ekki sagt um þessar smávélar. Þær ryðja öllum óþverran- um út í andrúmsloftið og hann er mikill. Þannig hefur verið sýnt fram á að 50 tíma garðsláttur mengi jafn mikið og meðalbfll sem ekið er um- hverfis jörðina. Við höfúm því nýlega sett á markað sérstakt bensín fyrir smávélar sem selt er á brúsum í þeim tilgangi að draga úr þessari mengun og höfúm fengið dönsku jámbrautimar sem fyrsta viðskiptavin. Þær nota mikið af smávélum, Ld. við að slá gras með- fram jámbrautarteinum og stíga því þama mikilvægt skref með okkur enda leggja jámbrautimar mikla áherslu á að nota mengunarfríar vör- ur. Baneitraður bílaþvottur - Hvemig horfa þessi mál hér heima við gestsaugum Margrétar? Hún seg- ist verða vör við að íslensku olíufé- lögin fylgist mjög vel með og séu vel heima í þessum málum. En hún sér að hér þvo menn bfla sína enn á bíla- þvottaplani. „Við rekum fiölmargar bílaþvotta- stöðvar enda eru þær æskilegar út frá umhverfissjónarmiðum. Fyrir hvem bflþvott þarf um 200 lítra af hreinu vatni og til að þvo undirvagninn þarf um 800 lítra. Við notum ætíð hreins- að vatn til undirvagnsþvotta og í Danmörku fer ámóta vatnsmagn til þeirra eins og 50 þúsund manns nota til þvotta og neyslu. Vatn er takmark- að í landinu og þess vegna reynum við stöðugt að nýta það betur. Við hreinsum það því rækilega þannig að það er drykkjarhæft eftir hreinsun. Efnin sem hreinsuð em úr því fara í sérstakar þrær og er séð til að þau fari alls ekki út í frárennslið." - Er það mikill sóðaskapur að fara út á þvottaplan og þvo bflinn sinn sjálf- ur? Já, ef þvottavatnið fer allt út í skolp- ræsið, m.a. vegna þess að það er mjög mikil tjara á bflum á íslandi. Ég veit hins vegar ekki um hvort þvottavatn- inu er safnað saman og það hreinsað eða hvað yfirhöfuð er gert til að koma í veg fyrir mengun af þess völdum. í Svíþjóð er gersamlega bannað að þvo bflinn heima við. íslendingar em hins vegar vanir að Ioftið sé hreint og vatnið gott og nóg af því, og hugsa því ef til vill ekki mikið út í þessa hluti. Spuming er hins vegar hvort við ættum ekki að fara að líta á umhverf- ismál og náttúruna sömu augum og þorsk- og sfldarstofna. Sé veitt of mikið af þeim þá skaðast þeir. Er ekki full ástæða til að gæta sín hér á ís- landi eins og annarsstaðar? Við höf- um vítin fyrir okkur, Ld. í A- Evrópu. Það er fúll ástæða til að halda áfram á þessari brauL Þótt um sé að ræða lítil lönd eins og Danmörku sem menga lítið samanborið við miklu stærri ríki, þá hefur frumkvæði og góður árangur þar vemlegt eftir- dæmisgildi, Einhver verður að vera fyrstur og það hafa Danir gert og gengið á undan með góðu fordæmi í umhverfismálum. Spumingin er að trúa á hvað rétt sé og rangt og fylgja eftir sannfæringu sinni þótt það kosti fé og fyrirhöfn. —SÁ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.