Tíminn - 23.10.1993, Síða 12

Tíminn - 23.10.1993, Síða 12
12 Tíminn Laugardagur 23. október 1993 Glapræði, ómögulegt, gæti einhver sagt um það sem manni einum datt í hug að gera og framkvæmdi það, að fara í bíltúr upp á Lang- jökul á venjulegum fólksbfl og ekki af allra dýrustu gerð. „Mér datt þetta í hug þegar einhver ók Lödu upp á fjall fyrir nokkru síðan. Það kom þó ekki til greina að endurtaka það sem þegar hafði verið gert,“ segir Ari Amórsson. Ari minntist þess að hafa heyrt að Birgir Brynjólfsson jöklafari hafði einhvem tímann dregið gamlan Skodabfl upp á Langjök- ul, en lent í basli með hann þar uppi vegna þess að það fraus á kælikerfi Skodans. Hann hafði síðan viljað endurtaka þetta og aka fólksbfl á jöklinum einhvern tímann þegar skilyrði til þess væm rétt. „Skilyrðin vom rétt fimmtu- daginn í síðustu viku. Þá birtist Birgir og sagði: „Jæja, það er núna. Núna fömm við og ökum Langjökul endilangan." Eg dreif mig af stað, lét negla dekkin og við ókum á föstudagsmorgni upp á Kaldadal að Geitlandsjökli þar sem við fómm upp á Lang- jökul sjálfan. Ég þurfti að aka í krákustígum upp jökulinn, en bfllinn kraflaði sig upp hjálpar- laust, klóraði sig í gegnum fann- ir og yfir svell og aldrei var sett- ur spotti í jeppann hans Birgis. Þegar upp var komið ókum við eftir endilöngum Langjökli fram á brún hans við Fjallkirkju, það- an á nyrstu brún hans og síðan til baka, alls yfir 100 kflómetra akstur á sjálfum jöklinum,“ seg- ir Ari. Ferðin tókst eins og best varð á kosið, nema að á niður- leiðinni þraut bensínið og þá var Skodinn hengdur aftan í tor- fæmjeppa Birgis. Bensínbirgðir vom raunar nægar í jeppanum, en þar var aðeins um að ræða blýbensín sem eyðilagt hefði hvarfakútinn í Skodanum. Því var afráðið að draga fremur bfl- inn síðasta spölinn niður af jökl- inum og að næstu bensínstöð í byggð.“ —sá Tröllaborg og Eiríksjökull. Myndir: Ari Arnórsson Ari Amórsson teygir úr sér vi'ö Tröllakirkju. Venjulegum fjölskyldubíl ekið á Lang- jökul og um hann Leiðangursstjórinn Birgir Brynjólfs- son, afsumum stundum nefndur Fjalla-Eyvindur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.